Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 Stuttarfréttir SættiríSvartahafi Sættir hafa tekist með Rússum og Úkraínumönnum í langvinnri deilu þeirra um framtíð Svarta- hafsflotans. Jackson að verða pabbi Michael Jack- son poppari og Lisa Mario Presley Elvis- dóttir, eigin- kona hans, munu eiga von á fyrsta bami sínu, að sögn , breska blaðsins Daily Mirror, og mun Michael tilkynna það í sjón- varpsviðtali á miðvikudag. Sú frótt hefur þó verið borin til baka. Loksins kirkjubrúðkaup Clerides Kýpurforseti og eigin- kona hans voru vígð saman í kirkju á fimmtudagskvöid, nærri hálfri öld eftir að þau giftu sig h)á fógeta á Englandi. Aldarafmæli tvíæríngs Tvíæringurinn í Feneyjum, ein- hver virtasta listahátíð sem um getur, á hundrað ára afmæli um þessar mundir. Kóflegbjartsýni Hóflegrar bjartsýni gætir fyrir samningafund flugmanna SAS og vinnuveitenda sem verður í dag. Tudjman hótarstríði Franjo Tudjman Króatíuforseti hefur hótað aðskilnaðarsinnum Serba í Krajina-héraðí stríði í haust láti þeir ekki af uppteknum hætti. Bildtmiðlarmálum Carl Bildt, fyrrum forsætisráö- herra Svíþjóðar, verður næsti sáttasemjari ESB i gömlu Júgó- slavíu. Krefjastframsals Bandarísk stjórnvöld krefjast þess að Kúbustjórn framselji bandarískan fjármálamann sem hefur verið á flótta undan réttvís- inni í tuttugu ár. Hinrik á spítala Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þór- hildar Dana- drottningar, verður lagður inn á sjúkrahús í Brussel á mánudagvegna bólgu í hryggjarlið sem gerð var aðgerð á í mars en prinsinn hefur fundið mikið til síðan. Bréfasprengja særir Tvær konur í Austurríki og ein í Þýskalandi særðust af völdum bréfasprengja sem öfgasinnaðir hægrimenn eru grunaðir um að hafa sent. Reuter, NTB, Ritzau Kauphallir erlendis: Lækkun í Wall Street Hlutabréfaverö í kauphöllinni í Wall Street í New York lækkaði nokkuð á fimmtudag vegna ótta fjár- festa við vaxtabreytingar á næst- unni. Um leið féll dollar í verði gagn- vart marki og jeni. Á sama tíma hækkuðu hins vegar hlutabréf í verði í kauphöllinni í London, svo mikið að FT-SE 100 hlutabréfavísitalan hefur ekki verið hærri í 15 mánuði. Ástæða hækkun- ar er einkum orörómur um kaup svissneska lyfjafyrirtækisins Roche á breska kolleganum Zeneca. Bensín og olía hefur lækkað lítil- lega á heimsmarkaði sökum offram- boðs um leið og eftirspum er óvenju- lítil miðað við árstíma. -Reuter Utlönd Flugmanninum Scott O’Grady fagnað sem þjóðhetju: Ég haf ði þetta af fyrir ást guðs - sagði hann við félaga sína og þerraði tár á hvörmum „Ef ekki væri fyrir ást guðs á mér og ást mína á guði hefði ég aldrei haft þetta af. Það er hann sem kom mér hingað og ég veit það í hjarta mínu,“ sagði bandaríski orrustuflug- maðurinn og hetjan Scott O’Grady í bækistöð bandaríska flughersins í Aviano á Ítalíu í gær um leið og hann þerraði tár á hvörmum sér. O’Grady var skotinn niður yfir serbnesku landsvæði í Bosníu í síð- ustu viku en var bjargað á ævintýra- legan hátt í dögun á fimmtudags- morgun. Hann hafði þá farið huldu höfði í sex daga og nærst að mestu á regnvatni og skordýrum. O’Grady. hrósaði í hástert land- gönguliðunum sem komu til að bjarga honum og létu skothríð serb- neskra sveita ekkert á sig fá. „Ef þið viljið leita að hetjum eigið þið að leita meðal þeirra af því að þeir eru bestir í heimi,“ sagði O’Grady frammi fyrir eitt þúsund félögum sínum og fjölskyldum þeirra sem öskruðu og görguðu og veifuðu bandarískum fánum. „Þeir segjast bara hafa verið að sinna starfi sínu en þeir komu og hættu lífi sínu,“ sagði hann. Scott O’Grady var búinn að raka sig og var klæddur í flöskugrænan hermannabúning þegar hann kom fram fyrir félaga sína. Ekki var ann- að að sjá en hann væri afslappaður og í flnu formi. O’Grady lét ekkert uppskátt um það hvernig honum heföi tekist að fara huldu höföi á. yfirráðasvæði Serba í sex daga áður en honum var bjargað. Yfirmenn í flughernum Scott O’Grady, bandaríski flugmaðurinn sem var bjargað úr klóm Serba í sögðu aö tekin yröi rækileg skýrsla fyrradag, felldi tár þegar hann hitti félaga sína í flugherstöðinni í Aviano á af honum áður en hann færi aftur til italíuigær. Simamynd Reuter Bandaríkjanna. Reuter Sænsku mannræningj arnir: Gáf ust upp í gær Tony Blairvarar viðheitu sumri Tony Blair, formaður breska Verkamannaflokksins, hefur færst allur í aukana eftir að ný skoðanakönnun leiddi í ljós gífur- legar vinsældir hans meðal kjós- enda. Blair hefur nú varað John Major forsætisráðherra við löngu og heitu sumri þar sem Verka- mannaflokkurinn muni hamra á því stefnumáli sínu að enn sé von um bjarta framtíð. „Verkamannaflokkurinn nýtur mikillar hylli nú en við megum ekki sofna á verðinum,“ sagði Blair. Reuter Þrír þungvopnaðir menn, sem rændu fjórum manneskjum í Svíþjóð í fyrrinótt og gærmorgun, gáfust upp fyrir lögreglu síðdegis í gær eftir að til skotbardaga kom þeirra í milli. Allir gislarnir fjórir sluppu heilir á húfi frá ræningjunum. Þremenningarnir feröuðust sam- tals 250 kílómetra eftir þjóðvegum Svíþjóðar, fyrst í lítilli rútu en síðan í ýmsum bílum sem þeir stálu. Menn- irnir hófu ferðalag sitt í bænum FrO- lesas í suðvesturhluta landsins þar sem þeir rændu litlu rútunni. Ferð- inni lauk síðan í bænum Hallsberg þar sem ofbeldismennirnir réöust inn í hús og tóku áttræðan karlmann og hálfáttræða konu í gíslingu. Lögreglan umkringdi húsið og skiptist hún á skotum við ræningj- ana. Einn ræningjanna særðist á fæti en hinir tveir gáfust upp. Lögreglan sagði að ekki lægi fyrir hvað mönnunum gekk til en talið er að þeir hafi gert tilraun til ráns í Gautaborg. Þá er talið að einn þeirra sé fangi sem skilaði sér ekki eftir heimfararleyfi. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis 10000 ' 9500 9000 8500 1 8000 HangScng 9292,78 M A M 21 ;:j / $/ tunna 17,76 F M A M ■ DV Karl Bretaprins skuldarlOO miiyóniriskatta Karl Breta- prins: á yfir höfði sér að verða rukkaður um eina milljön punda. eða sem svarar liðlega 100 milljónum ísienskra króna, í tekjuskatt á þessu ári, að því er kemur fram í tölum í breska þinginu. Ríkisarfinn bauðst til að greiða skatt af tekjunum af sveitasetr- um sínum í Cornwall. Hann á þá 150 milljónir króna eftir fyrir sig, DíÖnu og synina. Kostnaður við starfsmanna- hald prinsins er dregið frá áður en skattarnir eru lagðir á. Karl hefur um áttatíu starfsmenn í þjónustu sinni og Díönu. Börnfáaðhafa áhrifáframtíð Norðurlanda Norræn börn og unglingar á aldrinum tólf til átján ára fá í fyrsta sinn tækifæri til að hafa áhrif á framtíð Norðurlandanna þegar efnt verður til sérstakrar ráðstefnu dagana 15. til 18. júní í Silkiborg í Danmörku. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Við sköpum Norðurlöndin“ og er hún skipulögð af danska menningarmálaráðuneytinu pg borgarstjórn Silkiborgar. Áttatíu börn og unglingar frá vinabæjum Silkiborgar annars staðar á Noröuríöndunum taka þátt í ráðstefnunni og munu þau koma hugmyndum sínum um norræna samvinnu á framfæri með ýmsum hætti. Börnviðlanda- mæriTexasog Mexíkófæðast heilalaus Sex börn fæddust ýmist alveg án heila eða þá með aðeins lítinn hluta heilans viö landamæri Tex- as-fylkis og Mexikós á fjögurra mánaða tímabili sem lauk í mars. Mikil mengun er á þessu svæðí. Að sögn dagblaösins Express- News í San Antonio í Texas hafa ekki jafn mörg heilalaus börn fáeðst á svo skömmum tíma frá því árið 1991 þegar sex börn með engan eða aðeins brot úr heila fæddust i tveimur bæjum við landamærin. Vísindamenn vita ekki hvers vegna þetta gerist en börnin fæð- ast ýmist andvana eða deyja stuttu eftir fæöingu. Supermaner farinnaðgeta aðeinshreyftsig Kvikmynda- leikarinn Christopher Reeve, sem þekktastur er fyrir að leika ofurmennið Superman, er farinn að geta aðeins hreyft bæðí hægri og vinstri hlið likam- ans en Reeve hálsbrotnaði og lamaðist þegar hann féll af hest- baki fyrir skömmu. „Hreyfingin segir okkur að boð- in komist gegnum meiðslasvæðin og að hann hreyfi þennan líkams- hluta meðvitað," sagði tauga- skurðlæknirinn John Jane sem hefur annast leikarann. Jane sagði að Reeve væri enn þungt haldínn en líðan hans færi batnandi. Reuter, Ritzau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.