Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 8. JÚLl 1995 » I » I I I I I Fréttir Pétur Ingi var stórreykingamaður til fjölda ára en hætti fyrir þremur árum, stuttu eftir að hann byrjaði að hlaupa. DV-mynd BG Pétur I. Frantzson var stórreykingamaöur: Undirbýr nú maraþonhlaup - reykingar eru viðbjóður „Reykingar eru viðbjóður,“ sagði Pétur Ingi Frantzson, umsjónarmað- ur Miðbæjarskólans, þar sem hann var á skólalóðinni í óðaönn að und- irbúa sig undir maraþonhlaup á Mývatni sem fram fer á mbrgun. Pétur Ingi vjir stórreykingamaður til fjölda ára ’en hætti fyrir þremur árum, stuttu eftir að hann byrjaði að hlaupa. Þá hét hann því að hlaupa heilt maraþonhlaup, eöa 43,2 kíló- metra, að þremur árum liðnum. Nú ætlar Pétur að efna þetta loforð og hlaupa í bol með áletruninni: „Reyk- laus í þrjú ár“. „Ég var búinn að reyna ýmsar aðferðir til að hætta en hélt aldrei út nema nokkra klukku- tíma. En eftir að ég byrjaði að hlaupa kom þetta af sjálfu sér. Maöur finnur muninn strax," segir Pétur Ingi. Guðrún Zoéga, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: Vil samkeppni í vinnslu og sölu á raforku - virkjunarmöguleikar á Nesjavöllum „Á Nesjavöllum eru möguleikar á u.þ.b. 80 megavatta raforkuvirkjun þar sem jarðgufa yrði notuð til fram- leiðslunnar. Þetta yrði eins konar aukaafurð varmaorkuversins þar. Að mínum dómi er það bæði sjálfsagt og eðlilegt að hitaveitan og fulltrúar eigenda hennar, borgarstjórn Reykjavíkur, taki ákvörðun um hve- nær ráðist yrði í þessa virkjun og hvernig framleiðslunni yrði ráðstaf- að,“ sagði Guðrún Zoega, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, á borgar- stjórnarfundi á dögunum, þar sem hún hvatti til að skoöað yrði hvernig best mætti koma á samkeppni í vinnslu og sölu raforku. Hún vitnar í Ársskýrslu Rafmagnsveitu Reykja- víkur og vísar til inngangs rafmagns- stjóra þar sem hann hvetur til þessa og enn fremur að stofnað verði sér- stakt fyrirtæki um meginorkuflutn- ing í landinu. Guðrún segir samkeppni á sviði raforkuframleiöslu og sölu hafa auk- ist víða um lönd á undanfórnum átum. Samkeppni sé misr.uðveld eft- ir því um hvaða þátt verið sé að ræða en auöveldast sé að koma henni við í framleiðslunni þar sem orkan sé framleidd í mörgum orkuverum. „Við eigum ekki að láta það tæki- færi fram hjá okkur fara sem þarna gefst til að koma á samkeppni í raf- orkuvinnslu. Ég tel að það muni verða okkur til góðs, okkur Reykvík- ingum en ekki síður Landsvirkjun sem þyrfti að gera sitt besta í sam- keppninni. Nú virðist vera að rofa til í orkusölumálum og aukast þá lík- urnar á að þörf verði fyrir fleiri virkj- anir, þ. á m. á Nesjavöllum, í nán- ustu framtíð. Til þess að af sam- keppni geti orðið þarf þó að koma til lagabreytingar,“ sagði Guðrún. -SV Hoppkastali Útleiga • Sala I barnaafmælið, vörukynninguna, ættarmótið og fyrir allskonar uppákomur. Verð frá kr. 4000 pr. dag. Síðumúla 34 • Sími 568 2644, Fax: 568 2645 • Boðsími: 846 3490 W--------------------------- Nú er Georg í íslandsbanka í sumarskapi og allir krakkar sem eru félagar Georgs fá skemmtilega og hagnýta sumargjöf frá honum. í nœsta útibúi íslandsbanka fá félagar Georgs afhentan bakpoka sem hœgt er aö nota í allt sumar og miklu lengur, fyrir sundfötin, nestiö>, í feröalagiö og svo ótalmargt fleira. YDDA HF. F26.244/SÍA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.