Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995
35
Magaverkir
Jóhanns J.
Jóhann J. var riðvaxinn aðkomu-
maður á fimmtugsaldri sem
Nökkvi læknir hafði kynnst í Hábæ
endur fyrir löngu. Gleöisnauðir
dyraverðir höfðu varpað Nökkva
að ósekju á dyr fyrir kjafthátt. Jó-
hann J. var nærstaddur, mótmælti
aðförunum og var sendur láréttur
út að hætti hússins. Saman höfðu
þeir rölt upp að Leifi Eiríkssyni,
grátið, bölvað og harmað örlög sín
yfir séniverlögg í volgum jaffadjús.
Styttan hafði reynt að leggja hugg-
unarorð í belg en þeir sögðu henni
að steinhalda sér saman: „annars
fer fyrir þér eins og Þorfmni karls-
efni, félaga þínum!“
Jóhann átti pantaðan tíma hjá
Nökkva einn morgun, sat þolin-
móður á biðstofunni og las gamla
Veru þegar kallað var í hann. Þeir
komu sér þægilega fyrir og ræddu
pólitík eina örstund; Jóhann for-
mælti ríkisstjórn, stjórnarand-
stöðu, ráðherrum ogíþróttafélög-
um. Hann talaði illa um „þá“ í sjáv-
arútvegsráðuneytinu, bölvaði
kvótakerfinu og Kvennalistanum.
„Þessi Vera fór alveg með mig
svona snemma morguns," sagði
hann og stundi mæðulega.
Belgurinn er
að drepa mig
„Hvað er annars að?“ spurði
Nökkvi. „Það er belgurinn sem er
að drepa mig,“ svaraði Jóhann, „og
ekki lagaðist hann við lesning-
una.“ Hann lýsti brunaverk í
nokkrar vikur undir bringubeini -
hann kom og fór. „Hefurðu haft
brjóstsviða?" spurðiNökkvi. „Já,
um árabil," sagði Jóhann. „Ég hef
aldrei þolað steiktan og brasaðan
mat en þetta hefur versnað mikið
í seinni tíð.“ Nökkvi spurði Jóhann
út í hagi og lifnaðarháttu og hann
sagðist vera ferlega stressaður. Lé-
leg aflabrögð, miklar skuldir, lítill
kvóti og erfiður skilnaður voru að
síiga hann. Konan hafði haldið raö-
húsinu, hann var fluttur í litla
blokkaríbúð. Hann kvaðst reykja
1-2 pakka af sígarettum á dag,
drekka óhemjumikið kaffi og tals-
vert brennivín um helgar. „Þó ekki
eins mikið og í gamla daga þegar
okkur var kastað út úr Hábæ!“
„Tekurðu einhver lyf?“ spurði
Nökkvi vandræðalega og kærði sig
ekkert um að rifja upp þessa dapur-
legunóttá Skólavörðuholti. „Nei,“
sagði Jóhann, „nema út af giktar-
fjanda, einhverja belgandskota sem
ég fann um borð.“ Að þessum orða-
skiptum loknum skoðaði Nökkvi
sjúkhng sinn og þjáningarbróður,
ýtti og potaði í kvið, bankaði í lifur
og þreifaði upp í endaþarminn.
Hann ákvað í framhaldi af þessari
skoðun að. senda Jóhann í blóð-
rannsókn og magaspeglun sem
framkvæmd var næsta dag. Þá kom
í ljós að hann var með miklar bólg-
ur í slímhimnum magans og nokk-
ur lítilsár.
Magasýrur
og magasár
„Of miklar magasýrur eru taldar
valda magabólgum og sárum,“
sagði Nökkvi nokkrum dögum síð-
ar. Jóhann var kominn aftur til að
ræða niðurstöður rannsókna.
„Sumir framleiöa of miklar sýrur
og hjá vissum einstaklingum tekst
maganum ekki að halda sýrustigi
niðri með meltingarvökvum. Auk
þess er ýmislegt sem veldur því að
Á læknavakdimi
sýruframleiðsla eykst, eins og
streita, kaffi og reykingar. Sum lyf,
eins og magnyl og giktarlyf, auka
hættu á sáramyndun. Það má því
segja að þú fóstrir magasár með
reykingum, streitu, kaffidrykkju,
áfengi og nú síðast giktarlyfjum
sem verka illa á magaslímhimnur."
Hvað ertilráða?
„Hvað á ég þá að gera,“ spurði
Jóhann. „Það er ýmislegt sem þú
getur gert,“ sagði Nökkvi. „Þú
verður t.d. að minnka reykingar,
draga úr kaffiþambi, sofa reglulega
og vinna bug á streitunni méð ein-
hverjum ráöum." „Ja, mér þykir
þú stórtækur í ráðleggingunum,"
sagði Jóhann. „Þú verður að borða
reglulega," hélt Nökkvi ótrauöur
áfram, „reyna að halda þig við
trefjaríka fæðu og fara sparlega
með áfengi. Svo verður þú að hætta
með þessa giktarbelgi enda eru
þeir sennilega gagnslausir. En
þetta er langtímaáætlun. Ég ætla
líka að gefa þér lyf. Hér áður fyrr
voru gefin fljótandi lyf til að
minnka sýrustig magans. Nú eru
gefnar töflur, hinir svokölluðu H-2
hemjarar sem koma í veg fyrir að
frumur í meltingarvegunum fram-
leiði magasýrur. Þessi lyf minnka
sýrumyndunina um 75-95%.
Þekktustu lyfln í þessum flokki eru
Cimetidín (Tagamet) og Ranitidín
(Zantac).“ Jóhann fór við svo búið
með snyrtilega samanbrotinn lyf-
seðil undir hendinni.
Sögulok
Hann tók Zantác-töflurnar reglu-
lega og varð fljótlega einkennalaus.
Skömmu síðar hitti Nökkvi hann
inni á voðalegum skyndibitastað í
miðbænum þar sem hann sat og
raðaði í sig feitum frönskum kart-
öflum með bleikri andstyggilegri
sósu. Hann lét vel af sér en kvart-
aði sáran undan magaspegluninni
sem honum fannst erfið. „Hvernig
gengur með streituna," spurði
Nökkvi, „ertu hættur að reykja?
Þetta mataræði er kannski ekki
það hollasta sem völ er á.“ „Nei,
alls ekki,“ sagði Jóhann, „en þessar
pillur sem þú gafst mér eru svo
góðar aö ég áleit mig ekki þurfa að
gera neitt annað. Svo ég reyki enn
þá, vinn meira en áður, drekk og
ét þessar pillur." Hann stakk upp
í sig ógeðslegri kartöflu, löðrandi í
sósu, og brosti. Hluti úr salatblaði
hafði fest milli framtannanna og
gaf brosinu einkennilega grænan
blæ. Nökkvi hristi höfuðið og hrað-
aði sér á braut, yfirkominn af
ógleði.
Frá menntamálaráðuneytinu
Innritun er nú hafin í nýtt nám í fiskiðnaði.
Um er að ræða matvælanám með sérstakri
áherslu á vinnslu sjávarfangs. Námið verður
starfrækt í húsakynnum Fiskvinnsluskólans
í Hafnarfirði.
Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneyt-
inu, Sölvhólsgötu 4, Reykjavík.
Starfslaun listamanna
Auglýst er eftir umsóknum um starfslaun lista-
manna hjá Reykjavíkurborg.
Menningarmálanefnd borgarinnar velur þá lista-
menn er starfslaun hljóta. Þeir einir koma til
greina við úthlutun starfslauna sem búsettir eru
í Reykjavík.
Starfslaun skulu veitt í allt að 12 mánuði. Þeir
listamenn sem starfslaun hljóta skuldbinda sig til
að gegna ekki fastlaunuðu starfi á meðan þeir
njóta starfslaunanna.
Starfslaunin verða kunngerð á afmælisdegi
Reykjavíkur hinn 18. ágúst nk. og hefst greiðsla
þeirra 1. október eftir tilnefningu.
Umsóknum um starfslaunin skal skila til menning-
armálanefndar Reykjavíkurborgar, Kjarvalsstöð-
um v/Flókagötu, fyrir 1. ágúst nk.
Hvammsvík í Kjós
Golfmót Golfklúbbs Hvammsvíkur
72 holu keppni
Golfmót Golfklúbbs Hvamms-
víkur verður haldið 9.-15. júlí.
Spila má fyrstu 54 holur á
tímabilinu 9.-14. júlí en síð-
ustu 18 laugardaginn 15. júlí.
Verðlaun með og án forgjafar.
Nándarverðlaun fyrir par 3
holur. Verðlaun fyrir besta skor
eftir 18 holur. Fjöldi aukaverð-
launa. Forgjöf upp í 36.
Skráning í síma 5667023
alla daga vikunnar frá 9-21.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtöldum
eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Faxafen 9, jarðhæð, þingl. eig. Jarlinn
hf. (F axafen hf.), gerðarbeiðendur Ein-
ar Sigurjónsson, Gjaldheimtan í
Reykjavík og Hlutabréfasjóðurinn hf.,
12. júlí 1995 kl. 15.00.
Krummahólar 8, 5. hæð I, þingl. eig.
Sigrún Gunnarsdóttir, gerðarbeiðend-
ur Gjaldheimtan í Reykjavík, Húsfé-
lagið Krummahólar 8 og Sameinaði
lífeyrissjóðurinn, 12. júlí 1995 kl. 13.30.
Rjúpufell 31,4. hæð merkt 0401, þingi.
eig. Ingunn Lárusdóttir, gerðarbeið-
andi Byggingarsjóður verkamanna,
12. júlí 1995 kl. 14.00._____________
Stigahlíð 46, 2. hæð og bílskúr fjær
húsi, þingl. eig. Ólöf Ingibjörg Jóns-
dóttir, gerðarbeiðendur Húsa- og hí-
býlamálun hf., Lífeyrissjóður verslun-
armanna og Samvinnulífeyrissjóður-
inn, 13. júlí 1995 kl. 15.00.
Stíflusel 2, 3. hæð 3-1, þingl. eig.
Nanna G. Dungal, gerðarbeiðendur
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og
Sparisjóður Kópavogs, 12. júlí 1995
kl. 15.30._______________________
Týsgata 5, íbúð á neðri hæð og 1/2 ris
m.m. merkt 0101, þingl. eig. Eysteinn
Gunnar Guðmundsson, gerðarbeið-
endur Byggingarsjóður ríkisins,
Gjaldheimtan í Reykjavík og íslands-
banki h£, 13. júlí 1995 kl. 14.00.
Ugluhólar 8, 2. hæð f.m. + sér-
geymsla, þingl. eig. Pétur Ingjaldur
Pétursson, gerðarbeiðendur Bygging-
arsjóður ríkisins og Söfhunarsjóður
lífeyrisréttinda, 12. júlí 1995 kl, 17.00.
Unufell 29, íbúð á 1. hæð t.v. merkt
1-1, þingl. eig. Magnús Öm Haralds-
son og Dagbjört Eiríksdóttir, gerðar-
beiðendur Byggingarsjóðui- verka-
manna og Búnaðarbanki Islands, 12.
júlí 1995 kl. 14.30._______________
Þórufell 10, 4. hæð t.v. merkt 4-1,
þingl. eig. Guðrún Bjamadóttir, gerð-
arbeiðandi Byggingarsjóður verka-
manna, 12. júh 1995 kl. 16.30.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK