Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 42
50
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995
Afmæli
Jóhann Heiðar Jóhannsson
Jóhann Heiðar Jóhannsson, læknir
og sérfræðingur við Rannsóknar-
stofu HÍ, Háteigsvegi 8, Reykjavík,
erfimmtugurídag.
Starfsferill
Jóhann fæddist á Siglufirði og ólst
þar upp. Hann lauk stúdentsprófi
frá MA1964, embættisprófi í læknis-
fræði frá HÍ1971, starfaði á sjúkra-
húsum í Reykjavík og á Sauðár-
króki 1971-74, stundaði sérnám í líf-
færameinafræði og barnameina-
fræði í Bandaríkjunum 1974-79, öðl-
aðist almennt lækningaleyfi 1976 og
sérfræðileyfi 1977 og 1980.
Jóhann hefur verið sérfræðingur
á Rannsóknafstofu HÍ við Baróns-
stíg frá 1979 á sérsviði barnameina-
fræði og litningarannsókna. Hann
hefur kennt við HÍ frá 1979 og verið
dósent í meinafræði v ið tannlækna-
deild HÍ frá 1984 auk þess sem hann
hefur kennt við læknadeild Háskól-
ans á Akureyri og við Tækniskóla
íslands. Þá kenndi hann við tvo
bandaríska háskóla á meðan á
sérnáminu stóð.
Jóhann sat í fræðslunefnd lækna-
ráðs Landspítalans 1980-82, í starfs-
nefnd sama ráðs 1983-86, í stjórn
þess 1984-85, var gjaldkeri Meina-
fræðifélags íslands 1981-85, var
formaður Læknaþjónustunnar sf.
1981-86, var formaður heilbrigðis-
nefndar Garðabæjar 1982-93, í víða-
vangshlaupanefnd FRÍ1982-84,
trimmnefnd ÍSÍ1985-88, landsnefnd
um þjóðarátak gegn hreyfingarleysi
1987- 88, ritari Bræðrafélags Garða-
kirkju 1986-88, í svæðisnefnd heil-
brigðiseftirlits Hafnarfj arðarsvæðis
1986-93, í ráðgjafanefnd kirkjunnar
um siðfræöileg málefni 1987-88, í
orðanefnd læknafélaganna frá 1989,
í umhverfismálanefnd Garðabæjar
1988- 93, á framboðslista sjálfstæðis-
manna í Garðabæ til bæjarstjórnar-
kosninga vorið 1990, í fulltrúaráði
sjálfstæðisfélagsins í Garðabæ
1991-93 og í samstarfsnefnd for-
manna heilbrigðisnefnda sveitarfé-
laga á höfuðborgarsvæðinu 1991-93,
í stjórn orðabókarsjóðs lækna frá
1991, í tölvunefnd læknaráðs
Landspítalans 1991-95 og hefur setið
í dómnefndum vegna ráðninga og
stöðuhækkanna í tannlæknadeild.
Jóhann hefur samið kennslurit í
meinafræði, litningafræði og fleiri
greinum. Hann hefur samið, einn
og ásamt öðrum, fjölda greina og
ritgerða í læknisfræði og skrifað
blaðagreinar, einkum um íþróttir
oglífshætti.
Fjölskylda
Jóhann kvæntist 17.3.1967 Elínu
Þórdísi Björnsdóttur, f. 20.9.1945,
meinatækni. Hún er dóttir Björns
Sigurðssonar, læknis í Reykjavík
sem er Játinn, og Sólveigar Sigur-
björnsdóttur húsmóður. Jóhann og
Elín Þórdís skildu 1993.
Börn Jóhanns og Elínar Þórdísar
eru Björn Jóhannsson, f. 16.9.1967,
landslagsaritekt í Reykjavík; Hug-
rún Jóhannsdóttir, f. 15.12.1971,
hestaræktandi á Minni-Borg í
Grímsnesi en unnusti hennar er
Páll Bragi Hólmarsson tamninga-
maður; Heiðrún Jóhannsdóttir, f.
15.12.1971, kennari, búsett í Hafnar-
firði, en unnusti hennar er Björgvin
Sigurbergsson húsasmiður og
landsliðsmaður í golfi og er dóttir
þeirra Guðrún Brá, f. 25.3.1994.
Sambýliskona Jóhanns er Laufey
Gunnarsdóttir, f. 4.1.1952, meina-
tæknir. Hún er dóttir Gunnars
Torfasonar, ráögefandi verkfræð-
ings, og Svönu Jörgensdóttur hús-
móður og fyrrum landsliðskonu í
handbolta.
Dóttir Laufeyjar er Nanna Dís
Jónsdóttir, f. 31.3.1985.
Systur Jóhanns: Stefanía, f. 19.8.
1947, hjúkrunarfræðingur í Þórs-
höfn í Færeyjum; Jónína, f. 18.2.
1954, meinatæknir við Landspítal-
Johann Heiðar Jóhannsson.
ann, búsett í Kópavogi.
Foreldrar Jóhann Jóhannsson, f.
7.11.1904, d. 30.12.1980, skólastjóri
Gagnfræðaskólans á Siglufirði, og
Aðalheiður Halldórsdóttir, f. 27.6.
1915, d. 25.11.1993, kennari og kjóla-
saumameistari.
Jóhann verður með opið hús í
safnaðarheimili Fríkirkjunnar,
Laufásvegi 13, Reykjavík, í dag,
laugardaginn 8.7. kl 16.00-18.00.
Til hamingju með
afmælið8.júlí
80 ára 50ára
Kristín Gestsdóttir, Flókagötu 4, Reykjavík. Halidór Friðrik Olesen, Daltúni8,Kópavogi. Sverrir Brynj ar Sverrisson, Neðri-Vindheimum, Glæsibæjar- hreppi,
75 ára
Guðrún Guðmundsdóttir, Kleppsvegi 74, Reykjavik. Hallgrímur Einarsson, Neðri-Mýrum, Engihlíðarhreppi. Geirþrúður Fr, Júlíusdóttir, Háukinn 7, Hafnarörði. Reynir Pálsson, Laugavegi7, Varmahlíð, Skaga- firði. Ragnar Valdimarsson, Sævangil2, Hafnarfirði. Vignir Jónsson, Klukkufelli, Reykhólahreppi.
70 ára 40 ára
Ingveldur Einarsdóttir, Hringbraut 80, Reykjavík. Hilmar Þór Sigurðsson, Kleppsvegi 120, Reykjavík.
60 ára Lára Laufey Emilsdóttir, Kirkjuvegi 13, Vestmannaeyjum. Sigurlaug J. Jóhannesdóttir, Miklagarði, Arnarneshreppi. Guðrún Árný Arnarsdóttir, Hraunbæ72, Reykjavík. Ásgerður Pálmadóttir, Lindarflöt 34, Garðabæ. Gunnar Albert Traustason, Reykási29, Reykjavík.
Laura Penko, Laufásvegi 9, Reykjavík. Hafsteinn Sigurðsson, Ásbúð79, Garðabæ. Sveinn Benediktsson, Valsmýri 2, Neskaupstaö.
Fjóla Amdórsdóttir
Fjóla Arndórsdóttir, sjúkraliði og
nuddari, Huldulandi 9, Reykjavík,
verður fimmtug á morgun.
Starfsferill
Fjóla fæddist í Skálholtsvík í
Strandasýslu og ólst þar upp. Hún
lauk landsprófi og gagnfræðaprófi
frá Reykjaskóla í Hrútafirði 1961,
lauk prófi frá Sjúkraliðaskóla ís-
lands 1981 og prófi frá Nuddskóla
íslands 1995.
Fjóla starfaði um skeið í verk-
smiðjunni Dúk, var verslunarmað-
ur við verslunina Þrótt, síðar deild-
arritari við Landakotsspítala, var
sjúkraliði á bæklunarlækningadeild
Landspítalans en er nú sjúkraliði á
kvennadeild Landspítalans auk þess
sem hún er að hefja störf sem nudd-
ari.
Fjölskylda
Eiginmaður Fjólu er Jón Birgir
Pétursson, f. 21.9.1938, blaðamaður
við Tímann. Hann er sonur Péturs
Jónssonar og Jórunnar Bjömsdótt-
uríReykjavík.
Sonur Fjólu og Jóns Birgis er Am-
ar Birgir Jónsson, f. 29.4.1983, nemi.
Böm Fjólu frá fyrra hjónabandi
eru Anna Kristín Hjartardóttir, f.
15.9.1964, sem nú er aö ljúka námi
í arkitektúr í Berlín en dóttir henn-
Fjóla Arndórsdóttir.
ar er Lena Mjöll Markúsdóttir, f.
27.10.1989; Arndór Hjartarson, f.
7.10.1965, rekstrarfræðingur hjá
SjóváAlmennum.
Stjúpbörn Fjólu eru Kolbrún
Anna Jónsdóttir, f. 27.10.1963, flug-
freyja; Hjördís Unnur Jónsdóttir, f.
31.7.1965, ritari; Karl Pétur Jónsson,
f. 30.8.1969, háskólanemi.
Hálfbróðir Fjólu, sammæðra, var
Ómar Jónsson, f. 3.2.1941, d. 25.6.
1964.
Foreldrar Fjólu voru Amdór Jó-
hannesson, f. 5.3.1905, d. 31.7.1994,
bóndi í Skálholtsvík í Strandasýslu,
og Fjóla Vestfjörð Emilsdóttir, f.
10.4.1920, d. 26.7.1945, húsfreyja.
Bergljót Bjamadóttir
Bergljót Bjarnadóttir húsmóðir, til
heimilis að Norðurbrún 1, Reykja-
vík er áttatíu og fimm ára í dag.
Starfsferill
Bergljót fæddist að Flateyri við
Önundarijörð. Vegna veikinda fóð-
ur síns var hún send níu ára í fóstur
til Jóns Guðmundssonar, b. í Höll,
Haukadal í Dýrafirði, og k.h.,
Ástríðar Eggertsdóttur húsfreyju.
Þar ólst Bergljót síðan upp.
Fjölskylda
Bergljót giftist 24.3.1928 Helga
Pálssyni, f. 10.11.1900, d. 3.12.1981,
kennara og sjómanni í Haukadal og
síðar verkstjóra í Reykjavík. For-
eldrar hans voru Páll Sigurðsson,
sjómaður og b. í Haukadal, og
Andrea Andrésdóttir húsfreyja.
Bergljót og Helgi flutt'u til Reykja-
vikur árið 1952. Börn þeirra eru
Andrea, f. 13.11.1927, sjúkraliði en
fyrri maöur hennar var Jósef Helga-
son og seinni maður Guðbjartur
Kristjánsson; Bjarni Ólafur, f. 7.5.
1930, d. 9.2.1983, skipherra hjá Land-
helgisgæslunni, var kvæntur Hrönn
Sveinsdóttur; Svavar, f. 18.5.1931,
d. 25.10.75, kennari og fram-
kvæmdastjóri en fyrri kona hans
var Guðrún Guðmundsdóttir og
seinni kona Unnur Bjarnadóttir;
Guðmunda, f. 7.4.1931, fangavörður,
en hennar fyrri maður var Davíð
Guðmundsson og seinni Bjarni
Bjarnason.
Bergljót á nú þegar um sjötíu af-
komendur, þar af sex í fjórða ættlið.
Systkini Bergljótar: Dagrún f. 15.1.
1903, d. 10.1.1929 á Vífilsstöðum;
Arngrímur Vídalín f. 7.11.1904, dó
í bernsku; Bergljót f. 4.11.1906, dó í
bernsku; Arngrímur Jón Vídalín f.
24.3.1908, d. í mars 1993, skrifstofu-
stjóri hjá KEA á Akureyri; Una
Margrét f. 28.11.1912, verkakona á
Flateyri; Njáll Bergþór f. 9.11.1913,
kennari á Húsavík og Akureyri;
Sólveig Stefanía 27.7.1916, húsmóðir
á Flateyri.
Bergljót Bjarnadóttir.
Foreldrar Bergljótar voru Bjarni
Jónatanssonf. 28.7.1875, d. 8.10.
1921, smiður á Flateyri, og k.h., Ste-
fanía Amgrímsdóttir, f. í Hjarðardal
í Önundarfirði9.8.1875, d. 8.5.1949,
húsmóðir á Flateyri.
Bergljót ætlar að fá sér kafíi í
Skíðaskálanum í Hveradölum á af-
mælisdaginn.
Tryggvi Sigurbjamarson
Tryggvi Sigurbjarnarson verkfræð-
ingur, Hvassaleiti 99, Reykjavík,
verður sextugur á morgun.
Starfsferill
Tryggvi fæddist að Þingborg í Ár-
nessýslu. Hann lauk stúdentsprófi
frá ML1954, prófi í raforkuverk-
fræði frá Technische Hochschule
Dresden í Þýskalandi 1961 og lauk
námi í verkefnastjórnun hjá Morten
Fangel 1985.
Tryggvi var rafveitustjóri í Siglu-
firði 1961-66, deildarverkfræðingur
hjá Rafmagnsveitum ríkisins
1966-69, deildarstjóri línudeildar
1968- 69, var ásamt Eðvarð Árnasyni
verkfræðingi aðalhönnuður svo-
kallaðra EVJog TV J-lína, deildar-
verkfræðingur hjá Landsvirkjun
1969- 75, stöðvarstjóri Sogsvirkjana
1970- 74, deildarstjóri línudeildar
1974-75, meðeigandi í verkfræðistof-
unni Rafteikningu hf. frá 1975, yfir-
verkfræðingur 1975-83, fram-
kvæmdastjóri 1983-89, stofnaði,
ásamt fleirum, verkfræðistofuna
Línuhönnun hf. 1979, sérhæfði sigí
verkefnastjórnun og stefnumótun
frá 1985, stofnaði ráðgjafarstofuna
Skipulag og stjórnun sf. 1989 og hef-
ur starfað þar síðan.
Tryggvi hefur verið stundakenn-
ari í verkefnastjómun við HÍ frá
1989, hefur haldið íjölda námskeiða
í verkefnastjórnun fyrir Endur-
menntunarstofnun HÍ og aðrar
stofnanir og fvrirtæki.
Tryggvi var formaður Skíðadeild-
ar Siglufjarðar 1963-65, formaður
Starfsmannafélags ríkisstofnana
1967-69, í miðstjórn Alþýðubanda-
lagsins 1965-75, í bygginganefnd
Byggðalínu 1972-74, í raflínunefnd
1972-78, formaður byggingarnefnd-
ar Ljósafosslaugar 1973-75, í stjórn
Rafmagnsveitna ríkisins 1974-78,
formaður skipulagsnefndar um raf-
orkuöflun 1978-79, formaður ráð-
gjafarnefndar iðnaðarráðuneytisins
1980-83, formaður nefndar um end-
urskipulagningu Orkustofnunar
1980- 81, formaður viðræðunefndar
ríkisins um sameiningu Laxárvirkj-
unar og Landsvirkjunar 1980-81,
formaður Orkustefnunefndar
1981- 83, formaður RVFÍ1983, for-
maður félagsins Verkefnastjórnun
1987-89, í merkisnefnd VFÍ frá 1989,
í stjórn og framkvæmdastjórn SÁÁ
1989-95, varaformaður 1994-95,
formaður byggingarnefndar með-
feröarheimilisins Víkur 1990-91,
formaður stjórnnefndar sjúkra-
hússins Vogs 1993-95 og í stjórn ís-
lenska j árnblendifélagsins frá 1992.
Fjölskylda
Tryggvikvæntist 24.12.1957, Sig-
linde Eleonore Sigurlínu Sigur-
bjarnars on, f. Klein í Schleiz í
Þýskalandi 30.1.1937, rekstrarverk-
fræöingi, húsfreyju og bókaverði.
Hún er dóttir Rudolf Klein, skrif-
stofumanns í Schleiz, og k.h. Eleo-
nore Klein, f. Hubrich, skólaritara í
Schleiz.
SystkiniTryggva: Kristín, f. 1936,
kennari í Reykjavík; Drífa, f. 1942,
kennari, búsett í Lúxemborg; Álfdís
Tryggvi Sigurbjarnarson.
Katla, f. 1947, fasteignasali í Flórída
í Bandaríkjunum; Þráinn, f. 1949,
tæknifræðingur í Suður-Afríku.
Foreldrar Tryggva: Sigurbjörn
Ketilsson, f. 5.4.1910, fyrrv. skóla-
stjóri í Njarðvík, og k.h., Hlíf
Tryggvadóttir, f. 2.6.1908, d. 9.5.
1992, húsmóðir.
Ætt
Föðurforeldrar Tryggva voru Ket-
ill Helgason, b. á Álfsstöðum á
Skeiðum, og k.h., Kristín Hafliöa-
dóttir frá Birnustöðum.
Móðurforeldrar Tryggva voru
Tryggvi Matthíasson, trésmiður á
Skeggjastöðum í Garði, og k.h.,
Kristín Þórðardóttir frá Laxárnesi í
Kjós.
Tryggvi og Siglinde taka á móti
gestum í garðinum heima hjá sér
að Hvassaleiti 99 á afmælisdaginn,
sunnudaginn9.7. kl. 16.00-19.00.