Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 28
36 !!!§!' Tugþraut er með erfiðustu íþróttagreinum veraldar. DV-mynd þök Jón Amar Magnússon tugþrautarkappi: Reynir að slá íslandsmetið í tugþraut á HM - telur sig eiga mikið inni í flestum greinum „Langtímamarkmiðið hjá mér núna er ólympíuleikamir í Atlanta á næsta ári en í nánustu framtíð eru það HM-leikarnir í næsta mánuði. Ég reyni eölilega að slá íslandsmetið í tugþrautinni á HM-leikunum en alls óvíst er að það takist,“ sagði Jón Arnar Magnússon tugþrautarmaður og íslandsmethafi. Jón Arnar er kominn í röð fremstu tugþrautarmanna veraldar og setti glæsilegt íslandsmet á dögunum í Austurríki þegar hann fékk samtals 8.237 stig. í Evrópubikarkeppninni i síðustu viku, sem haldið var á ís- landi, hjó hann nærri íslandsmetinu og fékk 8.039 stig. Sá árangur sýnir að Jón Arnar er til alls líklegur. Hann hefur þegar skipað sér í hóp fremstu frjálsíþróttamanna íslands frá upphafi með árangri sínum fram að þessu og liklegt er að hann eigi eftir að bæta fleiri afrekum á listann. Jón Arnar er nú við æfingar í Gauta- borg í Svíþjóð. „Eg stefni á að keppa einungis í tugþrautinni á Ólympíuleikunum í Atlanta. Það væri mjög gaman ef mér tækist að vera meðal 10 efstu manna í Atianta en erfitt að spá um hvort það tekst. Það eru svo miklar sveiflur í þessu. Ég er í 10. sæti af tugþrautarmönn- um í heiminum í dag svo að það eru raunhæfir möguleikar. Ég á mikið inni í mörgum greinum, get örugg- lega bætt mig í 100 metrunum, kúlu, hástökki, langstökki og jafnvel 400 metrunum. Stangarstökkið og grind- ina get ég einnig bætt og þá eru flest- ar af þessum 10 greinum upptaldar. Með þvi að vera kominn í hóp 10 bestu er maður eðlilega búinn að skapa sér eitthvert nafn og það gerir manni auðveldara fyrir með aö taka þátt í stóru alþjóðlegu mótunum. Ég hef samt ekkert orðið var við það að peningar fylgi því eins og hjá þeim bestu í fijálsum íþróttum sem fá greiðslur fyrir það eitt að mæta á mót. Ég myndi ekkert slá hendinni á móti því að vera í þannig aðstöðu." Styrkur úr afreksmannasjóði „Aðstaðan hér í Gautaborg til æf- inga er töluvert betri en heima á Is- landi. Hér er mun stærri völlur, inn- anhúss og utanhúss aðstaða, góð lyft- ingaaöstaða og svo er miklu heitara hérna sem er óneitanlega þægilegra. Það sem gerir mér kleift að vera hérna við æfingar er mánaðarlegur styrkur úr afreksmannasjóðnum. Það er svokallaður A-styrkur sem nemur 80 þúsund krónum á mánuði og munar um minna. Síðan stendur til að einhver fyrirtæki styrki mig til æfinga en það er reyndar ekki orðið að veruleika enn.“ Jón Arnar byrjaði ekki skipulagða þjálfun fyrr en hann var 24 ára gam- all en hann er 25 ára nú. „Ég hafði alltaf keppt töluvert á mínum yngri árum en æfði aldrei skipulega. Svo ákvað ég að skella mér út í þetta af fullum krafti í fyrra. Þá loks fannst mér ég vera tilbúinn í þetta dæmi.“ Ekkertverra að byrja seint „Ég er ekkert viss um að það sé nokkuð verra fyrir mig að hafa byrj- að svona seint. Ég er betur staddur að því leytinu til að ég hef sloppið við öll álagsmeiðsl, tognanir og slíkt og það er frekar lítil hætta á því að maður lendi í slíku núna. Maður er orðinn alveg líkamlega þroskaður núna. Ætli það taki mig ekki ein 3-4 ár að ná toppnum hvað sjálfan mig varðar. Fólk vill helst fá toppárangur strax í gær en það verður aö átta sig á þvi að þetta gerist ekki bara einn, tveir og þrír. Það liggja miklar æfing- ar að baki árangrinum. Ég æfi aö meðaltali einu sinni á dag, alla daga vikunnar og um það bil 3 tíma í senn. Á næstu dögum fer ég að æfa tvisvar á dag, svona 6-7 tíma í senn. Æfingarnar verða aldrei leiðigjarnar þó að þær séu langar því tugþrautin er svo fjölbreytt. En það er ekki sama hvemig maður æfir. Maöur má ekki veröa of þungur og heldur ekki of léttur. Æfingamar byggjast á því að líkaminn sé léttur en búi samt yfir miklum styrk,“ sagði Jón Arnar. íþróttafólk í móðurætt Jóns Arnars Magnússonar Einar Vilhjálmsson spjótkastari Unnar Vilhjálmsson, fyrrv. landslm. í frjálsum íþróttum Garöar Vilhjálmsson Ólafur Guömundsson, núverandi landsliösm. í frjálsum íþróttum Jón B. Guömundsson, fyrrv. landsliösm. í frjálsum íþróttum Jón Arnar Magnússon tugþrautarmaður Gerður Unndórsdóttir húsm., Egilsstööum I Jón Unndórsson fyrrv. glímukóngur íslands Guörún Símonardóttir húsm., Reykjavík Kristgeröur Gísladóttir húsm., Stokkseyri Þuríöur Ingvarsdóttir, fyrrv. landslm. í fjölþraut Svanur Ingvarsson, fyrrv. landslm. í sundi Þröstur Ingvarsson, fyrrv. landslm. í sundi Helga Guömundsdóttir Hrefna Rúnarsdóttir, fyrrv. landslm. í sundi Gísli Guðmundsson glímukóngur Rúnar Guömundsson glímukóngur Kári Jónsson, fyrrv. landliösm. í frjálsum íþróttum Guömundur Jónsson, fyrrv. landliösm. í frjálsum íþróttum Þuríöur Jónsdóttir, fyrrv. landliösm. í frjálsum íþróttum Sigríöur Jónsdóttir, fyrrv. landliösm. í frjálsum íþróttum Siguröur Jónsson, fyrrv. landliösm. í frjálsum íþróttum Sigríöur Guömundsdóttir Guömundur Gíslason b., Huröarbaki / Þuríöur Árnadóttir b., Huröarbaki Jón Sigurösson,, Selfossi Guöný Gunnarsdótti.r bankam. Selfossi Einar G. Sigurösson Siguröur Einarsson, b. í Seljatungu SJ KGK DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.