Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 37 Trimm umgegn vímu Fræ-hlaupiö fer fram næsta laugardag, 15. júlí, og hefst klukk- an 13.30 við Fræöslumiðstöðina, Grensásvegi 16, og er þetta fjöl- skylduhlaup Fræöslumiðstöðvar í öknivörnum og Vímulausrar æsku. Vegalengdir eru 4 km og 10 km en aðeins er tekinn timi í 10 km. Allir sem ljúka hlaupinu fá verðlaunapening, frítt í sund og svaladrykk og sælgæti frá Nóa-Siríusi. Nánar upplýsingar fást í Fræðslumiðstöðinni í síma 581-1817 og hjá Bryndísi Svavars- dóttur í síma 555-3880. Skráð er í Fræðslumiðstöðinni vikuna fyrir hlaup frá kl. 14-18. Næsta sunnudag, 16. júlí, fer fram Geysishlaup HSK og hefst það kl. 13 við Geysi í Haukadal. Boðiö er upp á tvær vegalengdir, 5 og 10 kílómetra, og verður tíma- taka á báðum vegalengdum. Þarna verður trúlega skokkað um sveitavegi i stórbrotinni nátt- úru en nánari upplýsingar fást híáHSKá Selfossií síraa 482-1189. a buxum Trimmsíöan heyrði óprenthæfa sögu um hina órannsakanlegu vegi ástarinnar í hlaupahópi nokknnn. Hópurinn fór í langt hlaup á sunnudegi og glöggur þátttakandi tók eftir aö tveir fé- lagar af gagnstæðu kyni drógust mjög aftur úr i Heiðmörkinni. Þegar þau komu í markiö langt á eftir öðrum var hún í hans stutt- buxum en hann í hennar ... Maðurinn bak við þjálfunina: Fór óundirbúinn í fyrsta maraþonið Jakob Bragi Hannesson er lesend- um Trimmsíðunnar að góðu kunnur. Hann er maðurinn sem býr til hlaupaáætlanimar sem birtast hér á síðunni vikuiega og sífellt fleiri not- færa sér til þess að koma sér í gott horf fyrir næsta Reykjavíkurmara- þon. Trimmsíðan spurði Jakob hve- nær hann hefði fyrst farið sjálfur í Reykjavíkurmaraþon. „Ég fór fyrst 1985 og hljóp þá heilt maraþon án þess að vera neitt búinn undir það. Það má því segja að ég hafl byrjað á öfugum enda og get varla ráðlagt neinum að gera þetta svona. Ég lauk hlaupinu á 4:40 og var ekki síðastur þó aö ég héldi það. Mér gekk ágætlega með fyrri hringinn, lauk honum á 1:41, en þegar ég kom að 23 km markinu fór mjög að draga af mér og eftir það var þetta meira og minna hreinn tortúr. Þegar ég var svo kominn inn að Miklagarði fór ég að fá krampa, fyrst í fætuma en síð- an í allan skrokkinn. Á þessum slóð- um hljóp ég um stund samsíða þýsk- um skokkara sem ég taldi vera um fertugt en frétti síðar að væri rúm- lega sjötugur. Hann kvaddi mig eftir stutt spjall og sagðist ekki mega vera að þessu og ég sá í iljarnar á honum. Ég stoppaði drjúga stund og fékk nudd og aðstoð frá hjálparsveitinni og hélt svo áfram og kláraði á mínum handboltaskóm. Eftir þetta fór ég að æfa mig skipulega," segir Jakob sem var 29 ára sumarið 1985: „Það var einhver ofurmenniskomplex sem rak mig út í þetta. Ég var mjög ánægður með að hafa kláraö." Jakob hafði aidrei hlaupið neitt skipulega áður en stundað knatt- spyrnu á sínum yngri árum með Breiöabliki og Val. Eftir maraþon- hlaupið 1985 gekk hann til liðs við ÍR og hóf að þjálfa sig skipulega undir vantaði eitthvað að gera og datt í hug að prófa þetta og Guðrún Halldórs- dóttir skólastjóri tók mjög vel í það. Það byrjuðu 12 í fyrsta hópnum og ég held að Pétur Frantsson húsvörð- ur sé sá eini af þeim sem enn hleyp- ur með okkur.“ Jakob telur að meira en 200 manns hafi tekið þátt í skokk- námskeiðum Námsflokkanna síðan þá og nú eru þátttakendur svo marg- ir að skipt er í tvo flokka, byrjendur og lengra komna, en alls eru um 80 manns sem hlaupa þar undir stjórn Jakobs og að sögn hans eru fjórar áætlanir í gangi aðeins fyrir þá sem eru lengra komnir. „Ég nota þolpróf sem byggir á 3000 metra hlaupi á braut. Það fá margir einkunnina Mjög lélegt í fyrsta prófinu enda er megintilgangurinn með því að sýna fram á verulegar framfarir sem verða á fyrst 6 vikunum. Þetta bygg- ir fólk upp.“ Umsjón Jakob Bragi Hannesson þjálfar hlaupara en fór sjálfur óundirbúlnn í fyrsta maraþonhlaupið. stjóm Garðars Sigurössonar sem þá sá um hlaupaþjálfun fyrir félagið. Árangurinn lét ekki á sér standa því að Jakob fór aftur heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþohi 1986 og bætti tímann sinn um tæpa tvo tíma, lauk hlaupinu á 2:54. Besta tímanum náði Jakob í Lon- don 1991 þegar hann hljóp á 2:36. Jakob hleypti af stokkunum skokk- námskeiðum í Námsflokkum Reykjavíkur í janúar 1992. Hvað kom honum til þess? „Ég kenndi íslensku í forföllum í Námsflokkunum og Reykjavíkurmaraþon 20. ágúst: Hlaupastíll manna er misjafn -10 km, hálfmaraþon og maraþon Hlaupalag manna er að mestu leyti áskapað eins og göngulag. Það getur því verið mjög erfitt að breyta því. Það eru þó nokkur atriöi sem auð- velt er að tileinka sér til eftirbreytni. 7. vika 9/7-15/7 Við ættum alltaf aö hafa hnefa laus- kreppta á skokki og olnbogarnir ættu að sveiflast lítillega inn á við. Á skokkhraða ættu handahreyfmgar að vera litlar. Höfuð á að vera stöð- ugt og við eigum að lenda á hæl og fráspyrna á að koma frá tábergi. Axlir eiga að vera afslappaðar. Þeir sem stunda langhlaup ættu að reyna að hlaupa á fyrir fram ákveðnum 10 km 21 km 42 km Sunnudagur 12 km ról. 14km ról. 30 km ról. Mánudagur Hvíld Hvíld Hvíld Þriðjudagur 6km (hraðaleikur): 10km (hraðaleikur): 10km (hraðaleikur): Fyrst2km ról.og Fyrst 2 km ról. og síðan Fyrst2kmról.og síðan síðan 2 km hratt og 1 km hratt, siðan 1 km 1 km hratt, síðan 1 km loks 2 km ról. hægt 3x og síðan2km hægt 3x og síðan 2 km ról. í lokin ról. í lokin Miðvikudagur 7 km ról. 12 km ról. 18kmról. . . Fimmtudagur Hvíld 8 km ról. 14km ról. Föstudagur 4 km ról. 5 km ról. 5 km ról. Laugardagur FRÆHLAUP FRÆHLAUP FRÆHLAUP 4km 10km 10km Samt.: 33 km 59 km 87 km hraöa með sem minnstri orkueyðslu. í þessari viku er lengsta æfingin fyrir 10 km og maraþon. í næstu viku hlaupa þeir sem taka þátt í hálfmara- þoni aftur 22 km og er það í annað sinn sem þessi hámarksvegalengd er hlaupin og fórum við úr þessu að ná vegalengdinni á sunnudögum niður í kílómetrum. Jakob Bragi Hannesson Páll Asgeir Pálsson Sagan segir að endanleg útskrift af hlaupanámskeiðum Námsflokk- anna fari fram þegar nemendur geta að staðaldri hlaupið hraöar en þjálf- arinn. Þá fá þeir plagg og leyfl til þess að ganga í hvaða íþróttafélag sem er. Jakob segir að allir þeir sem hlaupa í Námsflokkunum taki þátt í Reykjavíkurmaraþoni með einum eða öðrum hætti en flestir fari í 10 km eða hálfmaraþon. „Það fer eng- inn minna manna í heilt maraþon í Reykjavík. Nokkrir fara norður og hlaupa heilt í Mývatnsmaraþoninu og ætla svo að fara hálft í Reykjavík. Ég hef reyndar heyrt menn tala um að Reykjavíkurmaraþon sé fullseint á sumrinu, þeir vilji gjaman ljúka því að hlaupa heilt maraþon svo þeir geti grillað og notið lífsins lika.“ En hvaö ætlar Jakob aö gera sjálfur í Reykjavíkurmaraþoni? „Ég fór í hálft í fyrra og stefndi á aö komast undir 1:20 en vantaði fjórar sekúndur upp á. Ég segi að það hafi verið þessi hlykkur sem var á hlaupaleiðinni við Vöruflutningamiðstöðina sem setti mig úr stuði. Mér fannst hann erfið- ur. Ég fer aftur í hálft núna í sumar og stefni undir 1:20 en ég er ekki i eins góðri þjálfun núna og ég var í fyrra svo við sjáum til.“ Jakob er sérkennari að mennt og starfar viö Melaskóla. Gæti hann hugsaö sér að gera hlaupaþjálfun að aðalstarfi. „Ég veit það ekki. Ég hef alltaf gaman af þessu og hleyp með hópunum í þessi þrjú skipti í viku en fer sjaldan út einn þess utan. Það koma dagar sem mér væri sama þó ég heyröi ekkert minnst á hlaup. En ég held áfram samt.“ er styrkfaraðili Reykja víku rma ra þonsi ns flugleidirJS L|||S asics^ rnmsr^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.