Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 Kráarsenan í Carmen i uppfærslu Washingtonóperunnar. Sigríður Jóhannesdóttir íslenskukennari lærði búningahönnun í Bandaríkjunum: Sá um gerð bún- inga fyrir Wash- ingtonóperuna Sigríður Jóhannesdóttir sá um gerð búninga fyrir uppfærslu Washington- óperunnar á Carmen. Margrét Ágústsdóttir, DV, Bandaríkjunum; „Mér líður alltaf eins og ég væri 18 ára, veit ekki hvort ég á að fara til hægri eða vinstri, vil helst vera að mála á veggi, hanna búninga og teikna, allt í senn. Þá fyrst er ég í essinu mínu.“ Á þessum nótum hefst samtal mitt við listakonuna Sigríði Jóhannes- dóttur sem undanfarin ár hefur verið við nám og störf vestur í Bandaríkj- unum. Sigríður fékk nýlega tækifæri til að starfa í einu virtasta óperuhúsi í heimi, Washingtonóperunni í Kennedy Center. Hún eignaðist ekki fyrsta pensilinn fyrr en árið 1987, þá tæplega þrítug, og það má segja að hún hafi ekki lagt hann frá sér síðan. „Ég hef alltaf haft gaman af því að teikna óg sauma og dreymdi um að læra leikbúninga- hönnun." Seldu allar eigur sínar Það kom að því að draumurinn skyldi rætast. Árið 1988 seldu Sigríð- ur og eiginmaður hennar, Kári Tryggvason, allar sínar eigur á ís- landi og héldu utan til framhalds- náms, hann í viðskiptafræði og hún í búninga- og leiktjaldahönnun. Fyrir valinu varð West Virginia Univers- ity, þaðan sem Sigríður útskrifaðist með meistaragráðu í búninga- og leiktjaldahönnun árið 1992. Áöur hafði hún lokið BA-próíl í íslensku og meðal annars kennt íslensku og sögu við Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Bömin þeirra tvö, Jóhannes, þá 12 ára, og Iðunn, 7 ára, fylgdu for- eldrum sínum eins og lög gera ráö fyrir. „Þetta var óskaplega erfitt fyr- ir þau í byrjun, þau kunnu ekkert í ensku og var því mikill grátur og gnístran tanna fyrsta misserið en það átti nú allt eftir að lagast og þeim gekk vel í skólanum." Hannaði tískuföt á karlmenn „Eftir að ég lauk námi fékk ég eins árs atvinnuleyfi og sendi þá atvinnu- umsóknir til fjölmargra aðila. Ég fékk vinnu við að hanna tískufót á karlmenn. Eftir að þessu ári lauk stóð ég uppi atvinnulaus og með eng- in atvinnuréttindi. Þá kenndi neyðin naktri konu að spinna,“ segir Sigríð- ur og hlær sínum dillandi hlátri. „Leiktjaldamálun var eitt af mín- um uppáhaldsfögum í skólanum og þess vegna datt mér í hug að útbúa bækling og bjóða fólki upp á að mála á veggi í heimahúsum. Þetta fékk góðar undirtektir og í framhaldi af því tók ég að mér nokkur verkefni þar sem ég málaði áferðarmálningu og myndir á veggi. Þetta fólk sem lætur skreyta hús sín á þennan hátt er gjarnan miklir hstunnendur, fólk sem á sjálft mikið af listaverkum og vill þá jafnvel láta mála í kringum ákveðin hstaverkk þannig að þau njóti sín. Þessi listgrein, það er vegg- skreytingar, er í raun jafngömul mannkyninu. Má í því sambandi nefna hellana í Lascaux í Frakk- landi. Þá eru freskurnar á Ítalíu sem standa enn í dag ágætt dæmi um vin- sældir þessarar hstgreinar fyrr á tímum. Ég hef þó ekki verið að gera freskur þar sem málað er á blautan múrinn heldur nota ég akrýl- eða olíumálningu og mála beint á vegg- inn. Hér í Bandaríkjunum eiga vegg- skreytingar af þessu tagi vaxandi vinsældum að fagna.“ Stelpur með barnavagna ísland er Sigríði hugleikið og prýða vatnslitamyndir hennar að heiman veggina á hlýlegu heimhi þeirra hjóna sem er rétt fyrir utan Washing- ton D.C. „í hvert sinn sem ég fer heim þá tek ég mikið af myndum, geng um göturnar í Reykjavík eins og hver annar túristi og mynda það sem fyrir augun ber. Þó ég sé alin upp í Keflavík þá bjó ég fyrstu árin mín á Grímsstaðaholtinu. Ég tek ár- lega myndir af því svæði. Þetta er það sem mér fmnst svo gaman að mála, hef unun af því. Ég tek líka myndir af fólki úti á götu, til dæmis stelpum með barnavagna en það finnst mér svo einkennandi fyrir ís- land. Hérna sjást engir Silver Cross bárnavagnar á götunum. Ástæðan fyrir því að ég hef aðahega verið í vatnslitamyndum er einfald- lega plássleysi. Það þarf góða aðstöðu til þess að vinna með olíu- eða akrýl- málningu. Það er fyrst núna sem ég hef rýmra um mig og get farið að vinna með þessi efni. Núna dreg ég fram ljósmyndir sem ég hef tekið í gegnum árin og mála eftir þeim.“ Mynd hjá Sotheby's Sigríður hefur ekki enn haldið formlega sýningu á verkum sínum en löngunin er þó fyrir hendi. Mynd- ir Sigríðar hafa þó ekki alveg farið fram hjá almenningi þar sem þær hafa sést á samkomum á vegum Is- lendingafélagsins í Washington D.C. Þar komu þau Tómas Tómasson, fyrrverandi sendiherra, og kona hans, Hjördís Gunnarsdóttir, auga á verk Sigríðar og báðu hana að gefa myndir til samtakanna Very Special Arts. Samtökin voru stofnuð af Jean Kennedy Smith, systur þeirra Kennedybræðra, th þess að safna peningum fyrir fatlaða listamenn. I samtökunum eru yfir 50 þjóðir sem hver gefur eitt listaverk á ári. Sothe- by’s sér síðan um að bjóða verkin upp og rennur ágóðinn til fatlaðra hstamanna í aðildarlöndunum. „Þar sem ekki seljast allar myndir á þess- um uppboöum gladdist ég yfir því að mínar myndir seldust og gat ég með því styrkt íslenska listamenn." Sá um geró búninga hjá Washingtonóperunni Hvemig kom það til að Sigríður fékk tækifæri til þess að starfa í einu virtasta óperuhúsi í heimi? „Fyrir nokkrum mánuðum var hringt í mig frá The Washington Opera í Kennedy Center en þeir höfðu þá geymt umsókn sem ég hafði lagt inn þegar ég var að ljúka námi. Þeir voru að búa sig undir að setja upp Carmen og það átti að tjalda öllu því sem th var. Martin Feinstein var að hætta sem leikhússtjóri og Placido Domingo að taka við af honum, síð- asta sýningin í húsinu undir Fein- stein átti að verða eftirminnileg. Þá vantaði manneskju til þess að vinna búninga eftir teikningum Lennarts Mörks. Hann er sænskur búninga- hönnuður sem hefur meðal annars unnið mikið með Ingmar Bergman. Ég sá um gerð búninga fyrir alla aðalleikarana, alls 15 kjóla, jakka, undirphs og annað tilheyrandi. Þessi uppfærsla á Carmen var í raun ein ahsherjar silkisýning og ekkert til sparað. Th marks um það má geta þess að bara hvítt efnið í hvern bún- ing kostaði 20 þúsund krónur, þá er ekki talinn með kostnaður við hönn- un, málun á silkið, sníða- og sauma- kostnaðurinn. Silkið var hvítt þegar ég fékk það í hendur og þurfti að handmála það allt, búningarnir voru marglitir, einn kjóh gat spannað allt frá gulu yfir í dökkrautt eða jafnvel blátt. Þannig undirstrikuðu litirnir ástríðuþrunga verksins. Þetta var gífurlega mikh vinna, það varð áð passa að réttir litir lentu á réttum stöðum þegar farið var að sniða bún- ingana. Þegar Lennart kom frá Sví- þjóð var ég búin að búa th öll sniðin, mála allt efnið og láta sauma alla kjólana úr lérefti. Hann varð hæst- ánægður. Okkur Norðurlandabúum kom vel saman og allt samstarf okk- ar hið ánægjulegasta. Sænski leik- stjórinn Ann-Margret Pettersson stjórnaði sýningunni en eins og marga rekur minni til leikstýrði hún Brúðkaupi Fígarós í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma. Þessi uppfærsla á Carmen tókst afar vel og fékk góða dóma. Þetta verkefni var mikil reynsla og ákaflega krefjandi en ég naut hverrar mínútu." Óvirðing við þátttakendur Þú hefur væntanlega tekið þátt í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.