Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 9 Siglfirskar systur með atvinnurekstur í Algarve í Portúgal: Hafa ekki vott af heimþrá „Ég flutti frá íslandi til Danmerkur fyrir meira en tveimur áratugum. Eg bjó í Kaupmannahöfn í ein 11 ár og var orðin leið á dvölinni þar. Hug- ur minn stóö til að breyta til og ég gat vel hugsað mér að skipta alveg um umhverfi. Að fara heim til ís- lands var einhvern veginn ekki inni í myndinni því ég vildi gera eitthvað annað. Ég fékk Báru systur mína í lið með mér og við ákváðum að taka stefnuna suður til Portúgals, á sólar- staðinn Albufeira í Algarve. Viö lét- um drauminn rætast árið 1985,“ sagði Jóhanna Hauksdóttir, bareig- andi í Albufeira, í samtali við DV. Jóhanna gerði það sem marga dreymir um en fáir láta verða að veruleika. Hún flutti með systur sinni til Albufeira í Portúgal, þær íjárfestu þar í bjórkrá og hafa starf- rækt hana síðan við góðan orðstír. Albufeira er einn af vinsælli sólar- stöðum Úrvals-Útsýnar í Portúgal og á hverju sumri gista þúsundir íslend- inga í bænum. Gamli miðbærinn í Albufeira er mjögfjölsóttur af íslend- ingum, enda er þar krökkt af mat- sölustöðum og þjórkrám. Flestir þeirra kannast við bar systranna, Classic, sem er á mjög góðum stað, við fjölsóttustu götu bæjarins, rétt við ströndina. „Bára systir mín var búsett á Siglu- firði og hafði aðallega starfað á hótel- inu þar. Hún var, á sama hátt og ég, tilbúin aö breyta um umhverfi og við létum slag standa. Við þekktum lítið til Albufeira fyrir fram; höföum aldr- ei komið þangað áður. Ég hafði hins vegar heyrt af því að Danir flykktust þangað í sólarfrí, en Albufeira var þá að taka við sér sem sólarstaður. Við stefndum aö því að gera út á Skandinavana á staönum. Svo sér- kennilega vildi til að feröaskrifstofan Úrval-Útsýn hóf ferðir til Albufeira á sama ári og við systurnar komum þangað. Barinn okkar, sem heitir Classic, var upphaflega við götu ná- lægt höfninni þar sem ekki var of mikið um aö vera. En á þessum tíu árum sem síðan eru liðin hefur margt breyst og nú er hún orðin aðal- gatan í Albufeira þar sem veitinga- og skemmtanaffið blómstrar." Blaðamaður tók eftir því að fram- koma starfsfólksins á Ciassic haföi mjög jákvæð áhrif á gesti staðarins. Það sinnti öllum pöntunum með brosi á vör og tók jafnan dansspor á milli borðanna og það kunnu gestir staðarins vel að meta. Systurnar Bára og Jóhanna hafa búið i Albufeira i Portúgal frá árinu 1985 og reka þar bar sem margir íslendingar þekkja. Þær kunna mjög vel við sig í Albufeira og hafa ekki vott af heimþrá. 1 ■ < ? :: ’ • m jT m : eru margir hérna í Albufeira og þeir halda vel saman. Við höfum alltaf jafn gaman af því aö hitta íslenska ferðamenn og spjöll- um mikið við þá þegar þeir birtast hjá okkur. Annars eru flestir af mín- um nánustu vinum Skandinavar. Þeir eru algengir gestir á Classic, enda er staðurinn kallaður Skandin- avian bar.“ Reksturinn gengur vel Jóhanna og Bára hafa spjarað sig ágætlega í veitingarekstrinum. „Reksturinn gengur alveg brjálæð- islega vel hjá okkur, það er ekki und- an þvi að kvarta. Viö vorum reyndar í ein þrjú ár með veitingastað og rekstur hans gekk ágætlega. En okk- ur fannst allt of miklar annir fylgja því aö reka tvo staði svo við ákváðum fyrir tveimur árum að selja hann. Við þurftum ekkert peninganna vegna á veitingastaðnum að halda, reksturinn gengur það vel á Classic. Viö lögðum á okkur töluverða vinnu í upphafi en staöurinn er alltaf jafn vinsæll og við erum nú farnar í aukn- um mæli að njóta afrakstursins af honum. Við systurnar þurfum frekar lítið að hafa fyrir lífmu núorðiö, reksturinn er meira og minna kom- inn í hendurnar á yfirmanni staðar- ins sem sér um þetta daglega amst- ur.“ Bjórkrá þeirra systranna gerir ekki eingöngu út á kvöldgesti. Á daginn er oft mikið annríki á Classic þegar boðið er upp á létta rétti sem íslend- ingar þekkja vel, en þykja heldur óvanalegir í Portúgal. „Við bjóðum upp á heimabakaðar vöfílur með jarðarberjasultu og rjóma á daginn og einnig eplakökur. Það er mikið um að eldra fólk sem sækir í vöfílurnar og eplakökurnar komi til okkar á daginn. Það er nú reyndar það eina matarkyns sem við bjóðum upp á hér á Classic. íslendingar sem koma hingað eru ánægðir með þessa rétti og fmnst einnig gott að geta gluggað í íslensku dagblöðin. Þau fáum við send reglu- lega til okkar á Classic. - Er portúgalska þjóðarsálin frá- brugðin þeirri íslensku? „Portúgalar og íslendingar eru ákaflega ólíkir innbyrðis. Portúgalar eru mun afslappaðri en við íslend- ingar en áberandi er hvað þeir eru almennt verr menntaðir, þeir eru komnir styttra í flestum málum en íslendingar. Maður nær ekkert allt of góðu sambandi við Portúgalana, þeir eru mjög alvörugefnir og það er lítið líf í þeim.“ -ÍS Starfsfólk á Classic bar hefur mjög líflega framkomu og gengur bros- andi til allra starfa, sem eflaust á þátt í því hve bjórkráin er vinsæl. Flytjum heim um síðir Jóhanna og Bára gera ráð fyrir því að flytja einhvern tímann í framtíð- inni til íslands aftur, þegar sonur Báru kemst á skólaaldurinn. „Það er ekki víst að við flytjum báðar heim. Hugsanlega verðum við eitthvað áfram í Albufeira og skipt- um þá ef til vill tímanum niður á milli okkar. Þá yrði önnur okkar helminginn af tímanum á íslandi og hinn helminginn í Albufeira. Hins vegar hefur maður ekkert spáð of mikið í þetta, við erum ekkert á leið- inni heim á næstunni og ég veit lítið um það hvað á eftir að gerast því okkur líður svo vel héma.“ - Hafið þið aldrei séö eftir ákvörð- un ykkar? „Nei, aldeilis ekki, hér höfum við lifað bestu ár ævi okkar. Við höfum kynnst ótrúlegu mörgu fólki á þess- um áratug og þetta er búið að vera mikið og skemmtilegt ævintýri. Hvorug okkar er haldin heimþrá. Við höfum komið til íslands flestöll jól en það er varla hægt aö segja að það sé vegna þess að okkur langi til Islands. Við komum heim fyrst og fremst til að halda rækt við fjölskyld- una. Þó að við séum ekkert of spennt- ar fyrir því að vera á íslandi höfum við samt sem áður mikil samskipti við íslendinga hérna í Portúgal. Þeir SPRENOI-TILBftfi Sgssðta ivxi MSMi.m&ií* >.'« 25.900, stgr. Samsung VX-326 tveggja hausa myndbandstœki með Pal/MESecam-litakerfi,hraðhleðslu, Show-View, aðgerðastýringum ó skjó sjónvarps, sjólfvirkri stafrœnni sporun, Q-program, Index-möguleika, Intro Scan, rauntímateljara, 4 liða upptökuminni, minni (fari rafmagnið afl, 51 rós, þœgilegri fjarstýringu, 2 Scart-tengjum, breiðbandsmóttakara, hœgspilun, leit með mynd, afspilun ó tvöföldum hraða, snúði (jog-hjóli), Videoinngangi að framan, hljóðinnsetningu, Simulcast, barnalœsingu o.m.fl. EUROCARD raðgreiðslur TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA V/SA RAÐGREIÐSLUR TIL ALLT AO 24 MAIMAÐA Hraðþjónusta við landsbyggðina: (Kostar innanbœjarsímtal og vörumar eru sendar samdœgurs) igi n Sími: 5 886 886 Fox: 5 886 888

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.