Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 48
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA 0G ÁSKRIFT ER 0PIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL.6-Ö LAUGAftDAGS- ÖG MANUDAGSMORG NA i Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 8. JÚU 1995. Gústaf Ólafsson með lásinn sem klippt var á þegar hjólinu hans var stolið. DV-mynd S Reiðhjólastuldir: Klippt á lás með öflugum klippum „Það eru engin börn sem gera svona lagað. Hjólinu var læst með voldugum lás og á hann hefur verið klippt með öflugum járnaklippum. Það er ástæða til þess að vara fólk við því að það er ekki nóg að læsa hjólunum. Það eru greinilega menn sem gera út á þetta og heyrst hefur að menn keyri um hverfin á stórum bílum í skjóli nætur og steli reiöhjól- um,“ sagði vonsvikinn faðir sem kom að máh við DV eftir að 18 gíra reið- hjóli sonar hans hafði veriö stolið. Eins og DV greindi frá á miðviku- dag stefnir í algert metsumar í reið- hjólastuldum og fyllsta ástæða er til þess að endurtaka hvatningu lögregl- unnar til fólks um að geyma reiðhjól innandyra að næturlagi. -SV Ertu búinn að panta? dagar til þjóðhátíðar FLUGLEIÐIR Innanlandssími 5050 200 LOKI Má ekki breyta nafni Hafnarfjarðar í Víkingasveit? Ógnvekjandi tölur byggðar á upplýsingum og skýrslum Stígamóta í gær: llm 20 þúsund gerendur í kynferðisbrotamálum - um Gerendur í kynferðisbrotamál- um á íslandi eru fleiri en þolendur. Gera má ráð fyrir að á annan tug þúsunda einstaklinga, flestir kon- ur, séu eða hafi verið_ beittir kjm- ferðislegu ofbeldi á íslandi - að minnsta kosti ein af hverjum tíu konum en ýmsir halda þvi fram að hlutfallið sé jafnvel ein af hverjum fimm. Hér er aö langstærstu leyti átt við sifiaspell og nauðganir en kynferðislegt áreiti, sem skilur eft- ir andleg sár, er um 4 prósent kyn- ferðisofbeldismála. Sýnt þykir, samkvæmt skýrslu Stígamóta, aö gerendur eru um 50 prósent fleíri en þolendurnir. Þeir eru því um 20 þúsund í landinu. „Samkvæmt okkar ársskýrslu er þessi tala rétt,“ sagði Steingerður Kristjánsdóttir, starfsmaður Stíga- móta, við DV í gær. Á síðustu árum hafa að meðaltali 600 einstaklingar leitað til Stíga- móta. Þar er aöeins um að ræða lítið brot af þolendum í landinu á ári hverju. Unga konan, sem DV ræddi við 1 gær, og hafði verið misnotuð af afa sínum um árabil ásamt tíu öðrum barnabörnum hans, segir að eftir að hún steig „stóra erfiða skrefiö“ - að leita aðstoöar Ifiá Stigamótum, sé „stóri kastalinn" sem hún haíði reist um sig sem einstakling að hrynja: „Ég er frjáls og skyndilega orðin litrík eins og regnbogi," sagði hún við blaðamann DV í gær. Annar þolandi kynferðisofbeldis, kona á fertugsaldri, sagði við sama tækifæri: „Um þritugt, þegar ég fékk hjálp, fór ég skyndilega að uppgötva að það er til gleði og hamingja í þessu lífi. 8 ára var mér farið að líða eins og aldraðri kerlmgu. Allur neitun- arréttur var tekinn af mér sem smábarni. Ég þekkti ekki að segja nei. Sjálfsvirðingin var engin. Á tímabúi var ég meira að segja orðin áskrifandi að öllum blöðum lands- ins - ég kunni ekki að segja nei. Þegar ég leitaði mér hjálpar áttaði ég mig á að þrátt fyrir allt er hægt að nota sér sína hræðilegu lífs- reynslu. Það er ekki auðvelt að ganga í gegnum ferlið. En maður hefur þetta val. Ætlar maður að lifa lifinu það sem eftir er eða loka sig irrni og sætta þig við hr yllinginn til æviloka," sagði konan. Steingeröur, starfsmaður Stíga- móta, sagði að vissulega viðgengist kynferðislegt ofbeldi oft á tíðum lengi, samanber barnabörnin ellefu og böm framangreinds afa. Hins vegar geti slikt ofbeldi, þó það ger- ist aðeins í eitt skipti, haft nánast sömu slæmu og sjúku áhrifin og í öðrum tilvikum. Því þurfi enginn að velkjast i vafa um að hann þurfi aö leita sér aöstoðar til aö taka á vanda sínum gagnvart sjálfum sér ogöðrum. -Ótt Víkingahátíðin í Hafnarfirði byrjaði af krafti í gær þegar sýningar af mörgu tagi hófust i og við víkingatjöld á Víði staðatúninu. Hátiðinni lýkur á morgun en reiknað er með þúsundum gesta þangað. DV-mynd GMA Bíll brann við Víðidalsá Maður bjargaðist úr bíl sem brann til kaldra kola við Víðidalsá um miðj- an dag í gær. Tveir menn voru við veiðar í ánni og haföi annar þeirra lagst til svefns í bílnum meðan hinn kannaði hvað áin heföi upp á að bjóða. Eitthvað gerðist í vélarsal bíls- ins sem orskaði brunann og að sögn sjónarvotta var maðurinn heppinn að sleppa lifandi úr bílnum. Grunur leikur á að Bakkus hafi verið með í ferð. Bíllinn er handónýtur. -G. Bender/-sv Bjórinn tekinn Þrír skipverjar á Bakkafossi geng- ust við því að eiga 22 kassa af bjór sem tollstjóri og lögregla í Vest- mannaeyjum fundu í skipinu í gær. Varningurinn var geröur upptækur og máhð telst upplýst. -sv Veðrið á sunnudag og mánudag: Rigning um suðaustanvert landið Á sunnudag verður sunnanátt, kaldi eöa stinningskaldi. Rigning um sunnan- og suðaustanvert landið en þurrt annars staðar. Á mánudag er gert ráð fyrir suðaustan- og austanátt. Kaldi eða stinningskaldi suðaustanlands og austanlands en hægari annars staðar. Austan- og suðaustanlands verður rigning en þurrt í öðrum landshlutum. Veðrið í dag er á bls. 53

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.