Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995
Dagur í lífi Amgríms Hermannssonar, ferðaskrifstofueiganda og jöklafara:
Glæsilegt sjávarrétta-
hlaðborð á Langjökli
Arngrímur Hermannsson hefur mikla reynslu af skipulagningu ferða upp á jökul með útlenda ferðamenn.
DV-mynd BG
Á mánudaginn fór ég snemma á
fætur því það var heilmikil ferð fram
undan. Ég var búinn að skipuleggja
dagsferö á Langjökul með 50 Þjóð-
verja. Allt átti að vera frágengið en
sumt var ekki hægt aö gera fyrr en
rétt eftir aö lagt var af stað, eins og
að fá nýja veðurspá og ganga frá
ýmsum hlutum í sambandi við sjáv-
arréttahlaðborð og fleira svo að ekk-
ert gleymdist.
Klukkan 7.30 voru tólf jeppar
komnir fyrir utan hótelið. Á stuttum
fundi með strákunum dreifði ég dag-
skránni, fór yfir leiðbeiningar og ör-
yggisatriði og eftir að hafa raðað í
bílana var brunað úr bænum.
Matarbíllinn og kokkurinn voru
farnir klukkutíma áöur og ég var í
stöðugu sambandi við þá til að frétta
af veðrinu uppi á Langjökli. Við ók-
um um Hvalfjörð, Hestháls, Deildar-
tunguhver og Hraunfossa áður en við
lögðum á Kaldadal.
Vélsleðar,
snjóbílar og jeppar
Leiðsögumaðurinn fræddi farþeg-
ana um sögu lands og þjóðar á leið-
inni. Jepparnir tólf liðuðust áfram í
einfaldri röð upp að Langjökli þar
sem Jón Kristleifsson tók á móti okk-
ur. Við skiptum hópnum í þrennt
þannig að einn hópurinn fór á vél-
sleðum, einn í snjóbílnum og einn á
jeppunum upp á jökul. Nú hafði veðr-
ið heldur lagast og var ákveðið að
fara upp á topp á Langjökli og síðan
upp á Geitlandsjökul þar sem hóp-
arnir skiptust á farartækjum.
Á meðan voru strákarnir mínir í
óðaönn að moka borð og sæti í jökul-
inn svo kokkurinn gæti sett upp sjáv-
arréttahlaðborðiö. Það var strekk-
ingsvindur á austan svo við settum
borðið upp vestanmegin, í skjóli við
Geitlandsjökul. Langjökull hf. hefur
byggt upp mjög skemmtilega aðstöðu
viö jökulinn og getur boðið fólki í
vélsleða- eða snjóbílaferðir. Vikuna
áöur höfðu þeir komið sér upp 100
fermetra húsi svo við höfðum alla
möguleika á að borða inni ef veður
væri mjög slæmt. Farþegunum líkaði
vistin á jöklinum mjög vel, enda allir
vel klæddir í kuldagöllum og útsýnið
stórkostlegt.
Undrunarsvipur farþeganna
leyndi sér ekki þegar við ókum
skyndilega fram á gríðarlega fagur-
skreytt hiaðborð. Með aðstoð stað-
setningar- og fjarskiptatækja var
auðvelt að samræma alla þessa hópa
og strax eftir matinn kom Jón hjá
Þyrluþjónustunni og lenti rétt hjá
okkur og fyrstu fjórir farþegarnir
fóru í þyrluflug um svæðið.
Á meðan viö fikruðum okkur niður
jökulinn tóku allir þátt í stuttu út-
sýnisflugi. Á meðan á þessu stóð var
ég stöðugt í síma- og fiarskiptasam-
bandi við alla hópana. Þess á milli
þurfti ég að afgreiða nokkur símtöl
varðandi ferðir næstu daga. Eftir að
hafa kvatt Langjökul og brunað yfir
Kaldadal var stoppað á Þingvöllum
stutta stund. Þaðan ókum við í
Grafninginn aö Nesjavöllum og svo
heppilega vildi til að ein holan var í
fullum blæstri.
Kröftug
náttúra heillar
Alltaf hrífast farþegarnir jafn mik-
ið af kröftum náttúrunnar sem veröa
hvað áþreifanlegastir við hliðina á
blásandi borholu þar sem öll jörðin
titrar og skelfur þegar gufan þrýstist
út. Við ókum síðan mjög skemmti-
lega leið gegnum Dyrdalina til
Reykjavíkur og vorum komnir með
farþegana á hótel klukkan 18.30. Þá
skiptum við með okkur fráganginum
eftir ferðina. Það þurfti að skila
þyrlueldsneytistankinum, sjávar-
réttahlaðborðinu og ganga frá jepp-
unum svo þeir væru tilbúnir til
næstu ferðar. Á leiðinni heim kom
ég við á skrifstofunni til að fara yfir
símbréfin og hverju ég þurfti að
svara fyrir næsta morgun.
Fjölskyldan var öll heima við
kvöldmatinn og var mikið rætt eins
og venjulega. Sá elsti var nýkominn
úr Hvítá en þar hafði hann verið með
Bátafólkinu yfir helgina. Miöstrák-
urinn hafði verið að mála kerrur og
í ýmsum frágangi og sá yngsti ný-
kominn af leikjanámskeiði í Laugar-
dalnum. Allir höfðu frá nógu að
segja.
Finnur þú finun breytingar? 317
Nafn:.
Heimili:
Vinningshafai- fyrir þrjú hundruðustu og
fimmtándu getraun reyndust vera:
1. Laufey Svavarsdóttir 2. Hrefna Gunnarsdóttir
Hríseyjargötu 22 Lágmóa 17
600 Akureyri 260 Njarðvík
Myndiraar tvær viröast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er aö gáð
kemur í ljós að á myndinni til
hægri hefur fimm atriðum verið
breytt. Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með krossi
á myndinni til hægri og senda
okkur hana ásamt nafni þínu og
heimilisfangi. Að tveimur vikmn
liðnum birtum við nöfn sigurveg-
aranna.
1. verðlaun:
TENSAI ferðaútvarp með kassettu, að
verðmæti kr. 4.990, frá Sjónvarpsmiðstöð-
inni, Síðumúla 2, Reykjavík.
2. verðlaun:
Úrvalsbækur. Bækumar sem eru í verð-
laun heita: Líkþrái maðurinn og Athvarf
öreigans, úi* bókaflokknum Bróöir Cad-
fael, aö verömæti kr. 1.790. Bækurnar eru
gefnar út af Frjálsri fiölmiðlun.
Vinningarnir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 317
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík