Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 51 Afmæli Gísli Gíslason Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi, verður fertugur á morgun. Starfsferiil Gísli fæddist í Hafnarfirði en ólst upp í vesturbænum í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1976, embættispr'ófi í lögfræði frá HÍ1981 og öðlaðist hdl.-réttindi 1983. Gísli hóf störf sem fulltrúi á lög- mannsstofu hjá Ragnari Aðalsteins- syni hrl. að námi loknu, hóf rekstur lögfræðiskrifstofu á Akranesi 1983, var ráðinn bæjarritari fyrir Akra- neskaupstað 1985 ogbæjarstjóri 1987. Gísh lék knattspyrnu á yngri árum með KR og lék körfuknattleik með KR, lék með íþróttafélagi stúd- enta, ÍA og í íslenska landsliðinu. Hann sat í stjórn íþróttabandalags Akraness 1985-87, situr í dómstól KKÍ og hefur unnið að ýmsum mál- um fyrir íþróttahreyfinguna. Gísli hefur gegnt ýmsum trúnað- ar- og nefndastörfum fyrir Akranes- kaupstað og fyrir Samband sveitar- félaga, m.a. verið formaður í stjórn Krossvíkur hf., formaður Lífeyris- sjóðs Akraheskaupstaðar, formaður ritnefndar um sögu Akraness, vara- formaður stjórnar Spalar hf. sem hyggst láta grafa göng undir Hval- fjörð, tilnefndur af Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga í Félagsdóm og situr í stjórn Hafnasambands sveitarfélaga. Fjölskylda Gísli kvæntist 11.12.1982 Hallberu Fríði Jóhannesdóttur, f. 28.9.1956, kennara við Grunnskóla Akraness. Hún er dóttir Jóhannesar Finnsson- ar sem lést 1974, skrifstofumanns og sjómanns á Akranesi, og Bjarn- fríðar Leósdóttur, kennara og fyrrv. alþm. Sonur Gísla með Margréti Þor- björgu Magnúsdóttur er Magnús Kjartan Gíslason, f. 7.12.1976, menntaskólanemi. Börn Gísla og Hallberu Fríðar eru Jóhannes Gíslason, f. 14.2.1982; Þor- steinn Gíslason, f. 12.6.1984; Hall- bera Guðný Gísladóttir, f. 14.9.1986. Systkini Gísla eru Ólöf Sjöfn Gísla- dóttir, f. 30.11.1936, bankastarfs- maður við Búnaðarbankann í Mos- fellsbæ, búsett í Mosfellsbæ; Gunn- laugur Hafsteinn Gíslason, f. 26.10. 1937, vélstjóri á Keflavíkurflugvelli, búsettur í Reykjavík; Guðbjörg Gísladóttir, f. 25.8.1940, útibússtjóri LÍ í Reykjavík; Þorsteinn Gíslason, f. 26.7.1948, þvagfæraskurðlæknir, búsettur á Seltjarnarnesi; Guðrún Gísladóttir, f. 13.8.1957, húsmóðir í Hollandi. Foreldar Gísla: Gísli Jakobsson Tranberg, f. 22.12.1913, d. 26.12.1993, bakari í Vestmannaeyjum, í Hafnar- firði og í Reykjavík, og Unnur Ólafs- dóttir, f. 10.7.1915, d. 28.7.1975, hús- móðir. Ætt Gísli var sonur Jakobs Tranberg, sjómanns í Vestmannaeyjum, Lars- sonar Tranberg Sörensen frá Borg- undarhólmi. Móðir Jakobs Tran- berg var Gunnhildur Oddsdóttir, húsmóðir í Vestmannaeyjum. Móðir Gísla var Guðbjörg Guð- laugsdóttir, b. á Sperðli í Landeyj- Gísli Gíslason. um, Jónssonar, b. þar, Jónssonar yngra á Mýrarholti á Kjalarnesi, Vilhjálmssonar að Arnarholti, Jónssonar, lrm. á Esjubergi, Þor- leifssonar lrm. Sigurðssonar. Unnur var dóttir Ólafs Ólafssonar, skipstjóra frá Akranesi, og Guðrún- ar Sigurlínu Guðjónsdóttur hús- móður. Gísli tekur á móti gestum í sal Haraldar Böðvarssonar hf. í dag, laugardaginn 8.7., frá kl. 17.00-20.00. Þorbergur Jón Þórarinsson Þorbergur Jón Þórarinsson, sjó- maður og verkamaður, Skúmsstöð- um 5, Eyrarbakka, verður áttræður ámánudaginn. Starfsferill Þorbergur fæddist á Eyrarbakka og hefur búið þar alla tið. Hann gekk í Barnaskólann á Eyrarbakka. Þorbergur var á sjó, m.a. í fimmt- án ár á togurum en einnig á bátum. Hann vann í Plastiðjunni á Eyrar- bakka og síðast í Alpan á Eyrar- bakka. Hann hætti störfum sjötíu og sexára. Fjölskylda Þorbergur byijaði sambúð 1958 með Guðrúnu Guðjónsdóttur, f. 16.3. 1913, húsmóður. Þau giftust 28.11. 1970. Hún er dóttir Guðjóns Jón- geirssonar og k.h., Guðbjargar Guðnadóttur, bænda sem bjuggu á Brekkum í Hvolhreppi. Börn Guðrúnar og Kristins Vil- mundarsonar eru Vilmundur Þórir, f. 31.10.1937, en kona hans er Lísbet Sigurðardóttir og eru börn Vil- mundar sex og barnabörn átta; Gunnbjörg Helga, f. 30.09.1939, mað- ur hennar er Gísli Anton Guð- mundsson og eru börn Gunnbjargar fimm og barnabörnin níu; Sigurður Einir, f. 30.9.1939, en kona hans er Kolbrún Jenný Sigurjónsdóttir og eru börn Sigurðar fjögur og barna- börnin fjögur. Systkini Þorbergs: Jón, f. 12.8. 1913, d. 15.8.1915; Geirlaug, f. 13.8. 1916; Ingvar, f. 13.7.1919, d. 15.5.1940; Magnea, f. 25.9.1920; Lilja, f. 17.10. 1921; Magnús, f. 23.7.1923; Einar, f.2.8.1928. Foreldrar Þorbergs voru Þórarinn Einarsson, f. 7.10.1885, sjómaður og Oddný Magnúsdóttir, f. 10.5.1889, húsmóðir. Þau bjuggu á Eyrar- bakka. Þorbergur Jón Þórarinsson. Jón verður staddur í sumarbústað Verkalýsfélagsins Bárunnar í Hrunamannahreppi á afmælisdag- inn og verður heitt á könnunni á sunnudag. Melkorka Benediktsdóttir Melkorka Benediktsdóttir, umboðs maður Vátryggingafélags íslands, bóndi og húsfreyja á Vígholtsstöð- um í Dalabyggð, verður fimmtug á morgun. Starfsferill Melkorka fæddist að Saurum í Laxárdal í Dalasýslu og ólst þar upp. Hún stundaði nám í þrjá vetur við Héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði og lauk þaðan landsprófi auk þess sem hún stundaði nám í einn vetur við KÍ og annan vetur við Húsmæðraskólann að Staðar- felli. Á unglingsárunum stundaði Mel- korka verslunar- og þjónstustörf auk landbúnaðarstarfa á búi for- eldra sinna. Þá kenndi hún m.a. handavinnu við Grunnskólann í Búðardal 1968-69 og 1983-89. Melkorka tók við umboði Bruna- bótafélags íslands í Búðardal við lát fóður síns 1983 og hefur verið um- boðsmaður Vátryggingafélags ís- lands frá stofnun þess 1989. Melkorka sat í sveitarstjórn Lax- árdalshrepps 1970-74 og 1986-90. Hún hefur verið formaður sóknar- nefndar og meðhjálpari Hjarðar- holtskirkju frá 1983 auk þess sem ' húnhefursinntýmsumöðrumfé- lagsstörfum. Fjölskylda Melkorka giftist 30.6.1966 Sigur- birni Sigurðssyni, f. 30.6.1941, bónda og starfsmanni við Afurðastöðina í Búðardal hf. Hann er sonur Sigurð- ar Guðmundssonar og k.h., Sigur- borgar Sigurbjörnsdóttur, en þau bjuggu allan sinn búskap á Víg- holtsstöðum í Laxárdalshreppi. Börn Melkorku og Sigurbjörns eru Steinunn Margrét, f. 28.11.1966, kerfisfræðingur hjá Verðbréfa- markaði íslandsbanka, en maður hennar er Haraldur Reynisson tón- listarmaður og er sonur þeirra Steinar, f. 19.2.1994; Sigurborg Hrönn, f. 15.4.1970, starfsstúlka á gæsluvelh í Reykjavík, en maður hennar er Sveinn Sigurðsson vél- virki og er dóttir þeirra Melkorka Rún, f. 2.5.1992; Sigurður, f. 29.5. 1976, nemi, búsettur á Vígholtsstöð- um. Systkini Melkorku eru Jóhannes, f. 6.3.1950, framkvæmdastjóri í Búö- ardal, kvæntur Vilborgu Eggerts- dóttur frá Kvennabrekku og eiga þau íjögur börn; Jófríður, f. 23.6. 1952, kjólmeistari, klæðskeri og snyrtisérfræðingur í Kópavogi, gift Hafliða Aðalsteinssyni frá Hvallátr- um og eiga þau tvær dætur. Foreldrar Melkorku: Guðbrandur Benedikt Jóhannesson, f. 4.1.1914, d. 25.10.1983, bóndi og trésmiður að Saurum í Laxárdal, og Steinunn Melkorka Benediktsdóttir. Gunnarsdóttir, f. 28.6.1919, hús- freyja. Ætt Föðurforeldrar Melkorku voru Jóhannes Benediktsson, b. og söðla- smiður á Saurum í Laxárdal, og k.h., Jófríður Margrét Guðbrandsdóttir húsfreyja. Móðurforeldrar Melkorku voru Gunnar Þórðarson, b. í Grænumýr- artungu í Hrútafirði, og k.h., Ing- veldur Bjömsdóttir. í tilefni afmælisins taka Melkorka og Sigurbjöm á móti gestum á heim- ili sínu laugardaginn 8.7. eftir kl. 19.00. •• 903 • 5670 •• Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn. JúlíanaEgilsdóttir, HringbrautðO, Reykjavík. Indriði Jónsson, Háaleitisbraut 16, Reykjavík. 75 ára Dagbjört Guðjónsdóttir, Miðvangi 65, Hafnarfirði. EinarSigurðsson, Miðgarði, Borgarbyggð. Sigríður Þorkelsdóttir, Rauðalæk 32, Reykjavik. 70 ára Martin Petersen, Sólheimum 25, Reykjavík. 60ára Sigurgísli Eyjólfsson, Klifvegi2,Reykjavík. Magnús Guðjónsson, Sléttahrauni 32, Hafharfirði, Stóragerði 14, Reykjavnk. Jón Þorgrímsson, Stillholti 7, Akranesi. Þóroddur Már Árnason, Urðarteigi 11, Neskaupstað. Hallgrímur Jónasson, Fífuhvammi 41, Kópavogi. Finnur Lúðvík Einarsson, Tómasarhaga 57, Reykjavík. Ingibjörg Júlíusdóttir, Ystaseli 29, Reykjavík. 40ára Guðmundur Guðmundsson, ÞangbakkalO, Reykjavík. Guðbjörn Jósef Guðjónsson, Bakka, Reykhólalireppi. Sigrún Kristjénsdóttir, Kópavogsbraut 49, Kópavogi Einar Haraldsson, Múlasíðu 9h, Akureyri. Ragnar Sveinsson, Reykjavegi 60, Mosfellsbæ. SævarMagnús Birgisson, Espigerði 2, Reykjavík. Kristinn Halldórsson, Engjaseli59, Reykjavík. Lára Ólafsdóttir, Lyngholti 16, Akureyri. Til hamingju með afmælið 9. júlí 80 ára________ 50ára Helga Jósefsdóttir, Guðrún María Gunnarsdóttir Guðrún María Gunnarsdóttir, húsmóðir, Stóragerði 8, Vestmanna- eyjum, verður fimmtug á þriðjudag- inn. Starfsferill María fæddist að Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum og bjó þar fram til 1973 en þá fluttist hún frá Eyjum sökum gossins en sneri aftur 1975 og hefur búiö að Stóragerði 8 síðan. Hún stundaði nám í Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja og í Húsmæðraskól- anum á Laugarvatni 1964-1965. Auk þess að vera húsmóðir hefur María starfað við fiskvinnslu, ræst- ingar, í verslun og við verslunar- rekstur. Hún er nú starfsmaður Landakirkju. María hefur verið í stjórn Kvenfé- lags Landakirkju síðan 1976 og formaður þar frá 1986, sungið í kirkjukór Landakirkju síðan 1973 og er velferð Landakirkju og safnað- arheimilisins hennar aðaláhuga- mál. Fjölskylda María giftist 27.12.1970 Runólfi Alfreössyni, f. 25.7.1949, bifreiða- stjóra. Hann er sonur Alfreðs Ein- arssonar, verkstjóra Lifrarsamlags Vestmannaeyja, og Sigfríöar Run- ólfsdóttur húsfreyju. Börn Maríu og Runólfs eru Sig- fríð, f. 25.10.1967, skrifstofustjóri, sambýlismaður hennar er Þorvald- ur Ólafsson sölustjóri og er sonur þeirra Bergþór, f. 8.4.1994; Aðal- heiður, f. 6.10.1976; Gunnar Bergur, f. 8.2.1981. Bróðir Maríu var Tryggvi Gunn- arsson, f. 3.7.1949, d. 4.11.1968. María er dóttir Gunnars Aðal- steins Ragnarssonar, f. 19.9.1922, d. 10.7.1954, og Aðalheiöar Jónsdóttur, f. 20.8.1918, húsmóöur, Strembugötu 15. Ætt Gunnar Aðalsteinn var sonur Ragnars Þorsteinssonar og Bryndís- ar Skúladóttur. Foreldrar Aðalheið- ar voru Jón Valtýsson og Guðrún Hallvarðsdóttir. María verður í sumarhúsi fjöl- skyldunnar um helgina og á afmæl- isdaginn. Hún verður að sjálfsögðu með heitt á könnunni og meölæti eins og henni einni er lagið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.