Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 19 Skák Ivan Sokolov varð hollenskur meistari Jan Timman tók ekki þátt í skák- þingi Hollands, sem lauk fyrir skemmstu í Amsterdam, en aö hon- um frátöldum voru þar saman komn- ir allir sterkustu skákmenn Hollend- inga. Mótiö hefur aldrei veriö jafnvel skipað, meö átta stórmeistara meðal tólf keppenda og meðalstig 2513 á Elo-kvarða, sem telst ellefti styrk- leikaflokkur Alþjóðaskáksambands- ins. Stórmeistarinn Ivan Sokolov frá Sarajevo, sem nú er búsettur í Amst- erdam, og stórmeistarinn ungi, Jero- en Piket, börðust um sigurinn og tefldu raunar úrslitaskák í síðustu umferð. Piket varð að vinna til þess að komast upp að hbð Sokolovs og komst býsna nálægt markinu. So- kolov tókst að meija jafntefli um síð- ir og þar með varð hann-einn efstur. Sokolov hélt rakleiðis til Amster- dam frá stórmeistaramótinu í Malmö í Svíþjóð, með sigurlaunin í fartesk- inu. Sokolov vann fjórar síðustu skákirnar í Malmö (þar á meðal Jó- hann Hjartarson í úrslitaskák í síð- ustu umferð) og þegar hann kom til Amsterdam hélt hann uppteknum hætti. Þar vann hann sex fyrstu skákirnar og hafði þá unnið tíu skák- ir í striklotu gegn sterkum mótherj- um! Lokastaðan á mótinu varð þessi: 1. Sokolov 9,5 v. af 11 2. Piket 8,5 v. 3. Reinderman 7 v. 4. van Wely 6,5 v. 5. van der Sterren 5,5 v. 6. -7. Nijboer og Brenninkmeijer 5 v. 8.-9. Cifuentes og Riemersma 4,5 v. 10. van der Wiel 4 v. 11. Sosonko 3,5 v. 12. Wiersma 2,5 v. Dimitry Reinderman, sem er 18 ára gamall sálfræðinemi við háskólann í Amsterdam, kom verulega á óvart með þriðja sætinu og krækti í sinn fyrsta áfanga að stórmeistaratitli. Hann mun þekktur í háskólanum fyrir að sitja við tölvu í anddyrinu og spinna mátnet á vefnum. Loek van Wely tókst ekki að blanda sér í baráttuna um efstu sætin en Gennadi Sosonko, sem er 52 ára gamall, var aldursforseti mótsins, en ekki mátti merkja að ungu mennirnir sýndu honum tilhlýðiiega virðingu. hann er talinn eitt helsta efni Hol- lendinga. Paul van der Sterren hefur misst flugið eftir að honum skaut óvænt upp á stjörnuhimininn og van der Wiel og Sosonko áttu ekki sjö dagana sæla. Sosonko, sem er 52 ára gamall, var aldursforseti mótsins, en ekki mátti merkja að ungu mennirn- ir sýndu honum tilhlýðilega virð- ingu. Eftirfarandi skák ber þess a.m.k. ekki merki. Hvítt: Gennadi Sosonko Svart: Jeroen Piket Móttekið drottningarbragð. 1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 dxc4 4. Da4+ Algengara er að hvítur kjósi að sækja c-peðið með biskupi sínum, eftir 4. e3, fremur en að hreyfa drottninguna svo snemma tafls. 4. - Rc6 5. Rc3 e6 Annar möguleiki er 5. - Rd5!? sem Petrosjan valdi í heimsmeistaraein- víginu við Botvinnik 1963. 6. a3!? Trúlega ný hugmynd Sosonkos, í stað 6. Dxc4 sem er vel svarað ineð 6. - Rb4, eða 6. e4 Bb4, sem jafnframt gefur svörtum góð færi. 6. - a6!? 7. Dxc4 Bd6 8. Bg5 Ef 8. e4 er 8. - e5 gott svar. 8. - h6 9. Bh4 0-0 10. Hdl Staðan hrópar á hógværan leik á borð við 10. e3 og skipa út liðinu kóngsmegin. 10. - g5 11. Bg3 Hb8!? 12. e4? Grunar ekki hvað í vændum er. Umsjón Jón L. Árnason 12. -b5! Án þessa beinskeytta leiks væri svartur ekki of sæll af stöðu sinni en nú nær hann að hrifsa frumkvæð- ið í sínar hendur. Ef 13. Dxc6 Bb7 og drottningin er fonguð. 13. Dé2 b4 14. axb4 Bxb4 15. Dd3 Ba5 16. Hd2 Rb4 17. Dbl Gæfist hvítum ráðrúm til að leika Be2 og hróka stutt mætti hann vel viö una. En nú grípur svartur tæki- færið. 17. - Rbd5! 18. Dc2 Ef 18. exd5 Bxc3 og þar sem b-peðið er leppur tapar hvítum skiptamun til viðbótar. 18. - Hxb2! 19. Dxb2 Rxc3 Ennþá sterkara en 19. - Bxc3. Nú er fátt um varnir. 20. Re5 Rcxe4 21. Rc6 Bxd2+ 22. Dxd2 Rxd2 23. Rxd8 Hxd8 24. Kxd2 Hxd4 + og með þremur peðum minna í endataflinu fann hvítur ekki knýj- andi þörf til að fefla áfram og gafst upp. Bridge EM í Portúgal: Áttunda sætið í opnum flokki en fimmtánda í kvennaflokki Islenska landshðið í opnum flokki hafnaði í áttunda sæti af 32 þjóðum eftir ágætan lokakafla. Byrjunin var hins vegar slök og því vantaði herslumuninn til þess að ná í fjórða sætið sem gaf rétt til þátttöku á heimsmeistaramótinu í Peking í haust. Liðið fékk 523 stig, , eða að meðaltali 16,87 í hverjum leik. Þetta er allgóður árangur en gall- inn er hins vegar sá að eftir sigur íslands á heimsmeistaramótinu í Japan 1991 eru gerðar miklu meiri kröfur til landsliðsins en áður fyrr. Menn vilja sjá landslið íslands í baráttu um heimsmeistaratitilinn. Það eru hins vegar ekki gerðar eins miklar kröfur um frammi- stöðu kvennalandsliðsins sem hafnaði í fimmtánda sæti af 22 þjóð- um með 296,5 stig, eða að meðaltali tæplega 13,5 stig í leik. Auðvitað hefðum við viljað sjá þær í hærra sæti, þeim gekk betur til að byrja með en gáfu eftir á lokakaflanum. Það háði þeim áreiðanlega að vera aðeins fimm, þar eð Hjördís Ey- þórsdóttir komst ekki í slaginn frá Bandaríkjunum. Þær unnu engu að síður góða sigra og ég býst við að Englendingar hafl verið ánægðir með þær því þær tryggðu þeim sæti í heimsmeistaramótinu í Pek- ing með því aö gera jafnt við Aust- urríki í síðustu umferðinni. Hefðu austurrísku konurnar hins vegar fengið fjórum vinningsstigum meira hefði þeim hlotnast fjórða sætið. Við skulum skoða eitt spil frá leiknum við Austurríki: N/N-S * KDG108 ¥ 76532 ♦ AG + 3 ♦ 75432 V D ♦ 63 + AD1095 N v A s * A96 ¥ A104 ♦ D82 + 8642 ♦ . KG98 ♦ K109754 + KG7 Noröur Austur Suður Vestur pass pass ltígull 2 spaðar pass 2grönd pass 3þjörtu pass 3 spaðar pass 4spaðar dobl pass pass pass í lokaða salnum sátu n-s Valgerður Kristjónsdóttir og Esther Jakobs- dóttir en a-v Fischer og Weigkricht. Tveggja spaða sögn vesturs sýndi 8-15 HP og a.m.k. fimm spaða og fjögur hjörtu. Tvö grönd voru spurning og þrjú hjörtu sýndu flmmta hjartað. Þrátt fyrir að aust- ur gæfist upp við geimið ákvaö vestur að reyna það og þá var Val- gerði nóg boðið. Hún doblaði og spilaöi út trompi. Vestur tók slaginn heima, spilaöi hjarta á ás og meira hjarta. Gallinn við það var að Valgerður gat kastað tígli í seinna hjartað. Esther skipti nú í lauf og stytti sagnhafa sem hélt áfram með hjartað. Valgerður kastaði aftur tígli og þar með fékk sagnhafi engan tígulslag. Vestur fékk því sjö trompslagi og hjartaás. Það voru 300 til Islands. í opna salnum sátu n-s Lindinger og Erhart en a-v Ljósbrá Baldurs- Umsjón Stefán Guðjohnsen dóttir og Anna Ivarsdóttir. Nú gengu sagnir á þessa leið: Norður Austur Suöur Vestur pass pass lhjarta lspaði pass 2spaðar 3tlglar 3spaðar dobl pass pass pass Lindinger trompaði líka út en Anna drap í blindum og svínaði strax tíg- ulgosa. Síðan tók hún ásinn og hjartaás og meira hjarta. Erhart drap og spilaði laufi sem Lindinger drap og trompaði aftur út. En sagn- hafi spilaði bara meira hjarta og vörnin var máttlaus. Það voru níu slagir og 530 í viðbót. ísland græddi því 13 impa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.