Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 11 Vatnslitamynd eftir Sigriði. keppninni um hönnun þjóðbúnings fyrir íslenska karlmenn? Sigríður færist öll í aukana þegar talið berst að keppninni. „Ég sendi inn einar fjórar tillögur. Þar sem ég var þá stödd hér úti sá móðir mín um að koma tillögum mínum til for- ráðamanna keppninnar. Engar sér- stakar reglur virtust gilda um keppn- ina. Mér skildist þó að dómnefnd skipuð fagfólki ætti að skera úr um hvaða búningur yrði fyrir valinu. Þegar upp var staðið voru það gestir á Hótel Borg sem völdu búninginn og var ég hissa á því aö þessari einu reglu sem mér var kunnugt um skyldi breytt án þess að láta þátttak- endur vita. Ættingjar og vinir þeirra sem sendu inn tillögur heföu hæg- lega geta fjölmennt á Borgina þetta kvöld og haft þannig áhrif á úrslitin. Þegar mig var farið að lengja eftir myndunum mínum fékk ég móður mína til þess að grennslast fyrir um þær og fundust þær í hrúgu á gólfi hjá forráðamönnum keppninnar. Ég fékk hvorki að vita hvar í röðinni mínir búningar lentu né hvemig þeir líkuðu, hvað þá að manni væri þakk- að fyrir þátttökuna. Finnst mér þetta vera óvirðing við þetta fólk sem lagði á sig töluverða vinnu fyrir þessa keppni." Er listakonan sest að í Ameríku fyrir fullt og fast? „Ég vildi svo gjaman fá tækifæri til að vinna í íslensku leikhúsi. Ég tel mig geta miðlað af því sem ég hef verið að læra þar sem bandaríski búningahönnunarskóhnn er tölu- vert öðravisi en sá evrópski. Það var alltaf ætlunin að leyfa íslandi að njóta krafta minna. En atvinnuhorf- ur á íslandi voru ekki bjartar þegar námi lauk. Auðvitað vil ég fara heim en það er líka margt sem heldur í mig hér. Hér sé ég fram á að geta öðlast reynslu á mínu sviði og bætt við þekkingu mína í málaralistinni. Síðast þegar ég fór heim heimsótti ég íslensku óperana en þá var verið að sýna La traviata. Ég hafði þá ný- lokið við að vinna í Kennedy Center. Aðstöðumunurinn kom óneitanlega upp í hugann. Aðstaðan í íslensku óperunni var hræðileg en ég gat þó ekki annaö en dáðst að því sem þar var verið að gera.“ Bandaríkjamenn alltöðruvísi Hvað kom Sigríði helst á óvart í Bandaríkjunum? „Bandaríkjamenn era allt öðravísi en við íslendingar. Þeir era svo skipulagðir, aUt fyrir fram ákveðið. Þeir eiga til dæmis sjaldnast börn fyrr en aö námi loknu, búnir að koma yfir sig húsnæði og jafnvel byijaöir að safna fyrir skólagöngu barnanna áður en þau fæðást. Fólk byijar líka snemma að hugsa fyrir ellinni og safna í eftirlaunasjóð. Þetta er í raun mjög skynsamlegt og ekkert út á þetta að setja, þetta er bara svo ólíkt okkur. Við Islendingar era svo vanir því að það sé eitthvert kerfi sem sjái um þessa hluti. Hér þarf fólk að axla ábyrgðina sjálft. Einnig er félagslíf fólks á okkar aldri allt öðruvísi, veðr- ið á væntanlega sinn þátt í því. Fólk hittist til að grilla og heimboð eru gjarnan óformleg. Flestir eru uppá- búnir í vinnunni og vilja þá helst vera í stuttbuxum og bolum þegar heim er komið og mæta þannig bún- ir í heimboð." Hvað er fram undan? „Um þessar mundir er ég að velta vöngum yfir tveimur stöðum sem mér standa til boða meö haustinu, annars vegar sem umboðsmaður búningahönnunardeildar við Mont- gomery College og hins vegar sem búningahönnuður fyrir Olney The- atre. Það hefur jafnvel hvarflað að mér að þiggja þær báðar,“ segir Sig- ríður kankvís og mundar pensilinn. ■■raK' jx.neut:1 hs,!risj:;vrv Sy MOLrg.es T"1 ■' & ' T *tTk*C*V>' -r _ íív'eí&KZtí** Zi *rt*TCMSXi r* THS S.uf"* x.f> TVf í< . : .1 •'. :: Aðalfundur FSV Aðalfundur Félags starfsfólks í veitingahúsum verður haldinn miðvikudaginn 19. júlí kl. 15.00 að Ingólfs- stræti 5, 6. hæð, baðstofu. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar stjórnin Lokaverkefni Sigríðar við háskólann. Pínotex ■ ■ VIÐARVORN PINOTEX BASE Grunnviðarvörn fyrir nýtt. óvarið treverk og einnig fyrir gamalt. flagnað og uppþornað tréverk. Berið rikulega á þar til viðurinn hættir að drekka i sig. Munið að rétt undirvinna tryggir endinguna. PINOTEX CLASSIC Lítíð þekjandi en áhrífarík víðarvörn sem kallar fram æðar og áferð viðarins. Frábært efni í 17 staðallitum auk hundraða litatóna til viðbótar af Sadolin-litabarnum. PINOTEX EXTRA Halfþekjandi viðarvörn sem endist í mörg ár. Mikið þurrefnisinnihald tryggir góða endíngu. Áferð og æðar víðarins njótá sín. 12 fallegir staðallitir auk hundraða litatona af Sadolin-lítabarnum. PINOTEX SUPERDEC Þekjandi acryl-viðarvörn. Lyktarlaus og slettist ekki. 17 staðallitír auk hundraða litatóna. Superdec má nota yfir allar aðrar tegundir. Rétta efnið þegar breyta á um lit, meira að segja úr svörtu i hvítt. Pinotex vemdar viðinn og góða skapið! ÍWmetró - Málarinn Skeifunni, s. 581 3500 ÍWCmetró - Hallarmúla, iH%METRÓ - Lynghálsi 10, j^VMETRÓ - Akureyri, ÍWVmetró - Akranesi, ÍWVmetró - ísafiröi, s. 553 3331 s. 567 5600 s. 461 2785 s. 431 1799 s. 456 4644 S.Q. Búðin Selfossi, s. 482 2277 • Móttaka fyrir allt brotajárn • • Kaupum alla málma • HRINGRAS HF. • Útvegum hagstæða flutninga • ENDURVINNSIA Sími: 581 4757 • Sundahöfn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.