Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 6
6. LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 Stuttar fréttir Útlönd Skotið á Bildfi Bosníuserbar vörpuöu sprengj- um að þyrlu þeirrí sem flutti Carl Bildt, sáttasemjara Sameinuöu þjóöanna, frá Sarajevo til Split í Króatíu. ÁrásirTyrkja Tyrkneskar hersveitir héldu áfram árásum á Kúrda í norður- héruðum iraks. Olíuborpallur inn á fjörð Normenn liafa gefið Shell-oliu- félaghru leyfi til aö draga olíubor- pallinn Brent Spar inn á fjörð i suðvesturhluta Noregs á þriðju- dag þar sem hann verður geymd- ur næstu 12 mánuði. Foot vinnur meiðyrðantál Michael Foot, fyrrum leiðtogi breska Verka- mannaflokks- ins, vann meið- yrðamál gegn dagblaðinu Sunday Times sem hélt því fram i frétt í febrúar að hann hefði óviljandi verið njósnari fyr- ir sovésku leyniþjónustuna KGB. Refsaðfyrirfúsk Rikisstjóm Suður-Kóreu sam- þykkti lög sem heimila lifstíöar- fangelsun á þeim sem verða vald- ir aö byggingarfúski sem aftur leiðir til maimskæðra slysa. Lög- in eru samþykkt í kjölfar þess að verslunarbygging í Seoul hrundi til gmnna og fjöldi manns lést. Eldsprengjur i Belfast Kaþólikkar í Belfast köstuðu eldsprengjum fjóröa daginn í röð til að undirstrika kröfur sínar um að Bretar láti fangelsaða írska skæruliða Iausa. Póiland á heima í ESB Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, sagði í ræðu í heim- sókn sinni til Póllands að Pólland ætti heima Evrópu- sambandinu og NATO. Skæðar silkilirfur Silkilirfur hafa eyðilagt 3 þús- und hektara skóglendis við í suð- vesturhluta Úkraínu. Atlantislent Geimfeijan Atlantis lenti í Flórida eftir vel heppnaöa 10 daga ferð í geimnum þar sem banda- rískt og rússneskt geimfar tengd- ust á braut um jöröu í fyrsta skipti í 20 ár. Erlendar kauphallir: Vaxtalækkun fagnaðí WallStreet Seðlabanki Bandaríkjanna lækk- aði vexti í fyrsta sinn í þrjú ár sl. fimmtudag. Þetta kom fjárfestum á óvart og skapaðist ringulreið í kaup- höllinni í Wall Street. Hlutabréf hækkuðu verulega og endaði Dow Jones hlutabréfavísitalan í 4664 stig- um þegar viðskiptum lauk á fimmtu- dagskvöld, eða í sínu hæsta í langri sögu Wall Street. Reiknað er með að vaxtalækkunin hafi áhrif víðar. Bensínverð lækkaöi allverulega á heimsmarkaði í vikunni en vaxandi eftirspum í Bandaríkjunum kom í veg fyrir frekari lækkanir. KafFi hefur ekki selst lægra á þessu ári en verð á sykri helst nokkuð stöð- ugt. -Reuter/Fin. Times Sat 10 ár inni fyrir dráp á ofbeldisfullum sambýlismanni: Sleppt fyrir þrýst- ing kvennahóps dómnum breytt þar sem maöurinn barði hana og nauðgaöi Bresk kona, Emma Humphreys, 27 ára gömul, var í gær látin laus úr fangelsi eftir að hafa setið inni í 10 ár fyrir að verða fyrrum sambýhs- manni sínum að baná með því að stinga hnífi í brjóst hans. Áfrýjunar- dómur breytti dómi fyrir morð í dóm fyrir manndráp þar sem sannað þótti að fyrrum sambýhsmaður hennar hafði beitt hana miklu ofbeldi, barið hana oftsinnis og nauðgað. Taldi dómarinn að Emma hefði þegar setið af sér refsinguna og lét hana lausa. Akvörðun dómarans var sigur fyr- ir baráttuhóp kvenna sem berjast fyrir setningu laga sem vernda eiga’ konur sem verða fyrir ofbeldi á heim- ilum sínum. Hafði hópurinn lengi barist fyrir að fá mál Emmu tekið upp á ný. „Þetta er ekki einungis sigur fyrir Emmu, heldur sigur fyrir allar breskar konur sem drepa ofbeldis- fulla karlmenn," sagði talsmaður baráttuhópsins. Mannréttindahópar segja málið sýna fram á nauðsyn þess að taka reynslusögur barinna eiginkvenna gildar fyrir rétti. Þeir segja að núver- andi lög séu andstæð þeim konum sem sjái ekki aðra útleið úr áralöngu ofbeldi af hálfu eiginmanna eða sam- býhsmanna en morð. Við upphaflegu réttarhöldin var Emma í of miklu uppnámi til að segja aha sögu sína og því kom hið rétta aldrei fram. Reuter Gestur á hersýningu í Kiev i Ukraínu reynir hér fyrstu fjöldaframleiddu byssuna í landinu, níu millímetra Fort-12, með því að skjóta á tölvustýrt skotmark. Herinn í Úkraínu hefur ákveðið að nota byssuna og hefur pantað miklar birgðir af henni. Simamynd Reuter Kona fæddi dótturson sinn Fjörutíu og fimm ára gömul kana- dísk kona fæddi í gær dótturson sinn og gekk fæðingin vel. Dóttir konunn- ar, 26 ára, hafði fæðst án legs en hafði eggjastokka. Móðirin sam- þykkti að hýsa frjóvguð egg dóttur sinnar svo hún gætti átt barn. Það þurfti þrjár frjóvgunartilraunir til svo að konan yrði ófrísk. Siðfræðingar óttast afleiðingar þessarar fæðingar fyrir barniö, segja að það muni eiga í vandræðum með að finna út hvert það er í raun og veru og koma losi á öll fjölskyldu- tengsl. Reuter '2100 1:2050 9376,87 Kauphallir og vöruverð erlendis 0000 Hang Seng FTSEIOO 9000 Dow Joncoft 2150 700 4400 15000 1950 200 2123*22 A M J J I 15256,89 I Á M J J 4664,00 3388>9 A M J J 300 370 2500 340 • 330 A í' V; ír#.-. ' * ■ ioo HH 175,00 I I$A A M J J 100 160,00 $/t A M J J 2000 320 mmm m s "4 370,7 a' m j j 10,38 , 2490 A M J J $/ M tunna A M J J Kyrktu og átu innan úrklefafé- lagasínum Tveir fangar í fangelsi í Síberíu tóku sig saman, drápu klefafélaga sinn og átu úr honum innyflin. Fangarnir, 23 og 25 ára, kyrktu kiefafélagann, 23 ára, skáru hann upp og tóku úr honum „innmat- inn“. Kveiktu þeir síðan í lakí og suðu kræsingarnar í þvottaskál áður en þeir lögðu þær sér til munns. Mennirnir munu koma fyrir rétt á mánudag og eiga yfir höfði sér dauðarefsíngu. Læknir hefur úrskurðað þá heha á geði en um ástæðu verknaðarins er lítt vitað annað en að þeir hafi viljað smákrydd í thveruna. Danmörk: Asterixenná dýraspítala Grefilhnn Asterix, hinn vinsæh en ódæli hundur Henríks prins sem ekið var á í vikunni, verður aö dvelja á dýraspítala meðan hann er að ná sér eftir slysið. Asterix mjaðmagrindarbrotnaði og þvagrásir hans sködduðust viö ákeyrsluna. Kemst hann ekki heim í höllina til Henriks og Margrétar Þórhildar fyrr en þvagrásarkerfið starfar eðlilega. Hvenær það verður geta læknar ekki sagt nákvæmlega til um. Sikiley: Mafíuforingi segist bara vera ostasali Mafluforinginn Leoluca Bagar- eha, sem sakfelldur hefur verið fyrir tvö morð og grunaður er um að hafa skipulagt fjölda morða, sagði lögreglumönnum við yfir- heyrslur að hann hefði bara unn- ið fyrir sér sem ostasah. „Eg vann heiðarlega vinnu. Ég varð að gera eitthvað svo ég valdi ostasö!u,“ sagði Bagarella við yf- kheyrslur. Bagarella var handtekinn í síð- asta rnánuði eftir fjögurra ára leit lögreglu. Hann er sakaður um að hafa skipulagt sprengjutilræðið sem varð dómaranum Falcone, eiginkonu hans og þremur líf- vörðum að bana. Falcone hafði það hlutverk að koma mafíufor- ingjum á bak við lás og slá. I yfirheyrslunum sagðist Bag- arella ekki þekkja neinn liinna 40 mafíósa sem handteknir hafa verið, grunaöir um aðild að til- ræðinu við Falcone, utan einn; mág sinn sem gengur undir nafn- inu Dýrið og talinn er foringi for- ingjanna. London: Flestir göturæn- ingjar þeldökkir karlmenn Lögreglustjórinn í London, Sir Paul Condon, hefur vakið hörð viðbrögð mannréttindahópa, þel- dökkra íbúa London og stjórnar- andstööunnar, með þeirri full- yrðingu sinni að flestir göturæn- ingjar eða „muggers“ séu ungir karlmenn sem eru dökkir á hör- und. Lögreglustjórinn braut þar áralangan þagnarmúr um þessi mál og hvatti stjórnir borgar- hverfanna til að horfast í augu við vandann og taka á málum af myndugleik. Hann segir mikla viðkvæmni hafa ríkt varðandi þessi mál en óttast að viðkvæmn- in muni leiða th aögeröaleysis. Michael Howard innanríkisráð- herra veítti lögreglustjóranum fullan stuðning og sagði hann óbundinn til að tjá sig um þau málefni sem hann vildi í barátt- unni gegn glæpum Reuter.KiUau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.