Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 Vísnaþáttur Séra Gísli og sitthvað fleira Gísli Thorarensen fæddist á Stór- ólfshvoli 21. nóvember 1818. Faðir hans var séra Sigurður Gíslason en móðir hans Guðrún Vigfúsdótt- ir, sýslumanns Thorarensen, og því systir Bjarna amtmanns Thorar- ensen og Skúla læknis. Gísli út- skrifaðist úr Bessastaðaskóla 1840 og sigldi um sumarið til Kaup- mannahafnar og tók við Háskólann 1. og 2. lærdómspróf 1840-1841. í Höfn mun Gísli meira hafa sinnt lestri skáldskapar og því að njóta lífsins en miður hafa strögglast við guðfræðilesturinn, eins og andans manni sæmir. Kom hann aftur frá Höfn að ekki hafði hann tekið emb- ættispróf. Var hann fyrst tíma- kennari við Latínuskólann 1845-17. Sumarið 1848 fékk hann veitingu fyrir Sólheimaþingum í V-Skaft. og vígðist hann þangað um haustið. Litlu síðar kvæntist hann Ingi- björgu Pálsdóttur, amtmanns Mel- steðs, og flutti hann vorið eftir austur og setti bú að Felli í Mýrdal og bjuggu þau hjón þar til um vor- ið 1874. Að sögn mun Gísli enginn búhöldur hafa verið enda bóngóður og veitandi hverjum er þurfti. Svo kveður Gísli í minningu konu einnar: Hún var kona holdug og stór og hafði vélað marga; ellin seinast að henni fór þá aðrir vildu ei bjarga. Einhvers staðar hefur ómegðin gengið nærri og Gísla verið það ljóst og hneykslast á sveitinnni að grípa ekki inn í: Þó að hreinsist öndin úr Árna jóöum smáum, hrekkur ekki hvarmaskúr af hreppstjóranna skjáum. Þessi vísa Gísla ber yfirskriftina „Árni kjaftur annar“: Úr veröldinni fyrrum fór frá oss Árni kjaftur; skaðinn varð ei skemmda stór því skrattinn sendi hann aftur. Þannig kvað Gísli um Pál þing- mann og höfðingja í Árkvöm, hvað sem það átti nú að fyrirstilla: Fýsi þig að fara í mál og fá af öllu hneisu, farðu i Kvörn og finndu Pál fógeta í peysu. Um séra Guömund Torfason kveður Gísh: Yrkir Gvendur enn á ný, uppfræðingar melur, mykjuhlössum innan í einskildinga felur. Eitthvað hefur Gísli bóndi verið óánægður með siglinguna þá er hann kvað vísu þessa: Viljir þú sjá hvað veröldin veitir misjafnt gengi, settu þig í sessinn minn og sittu þar dáltið lengi. Þetta er víst sama gamla sagan. Gísh kveður hér grafarminningu um ónafngreindan mann: Gamli R... í gröfina fór, gráta fáir náðu, því eftir lifði auður stór sem erfingjarnir þráöu. Heyrt hef ég þessa óþverravísu sem ort er um Gísla en ekki veit ég skil á höfundi hennar: Sárafáum sýnir lið séra Gísli á Felli. Kátur lætur kvenfólkið káfa á sinum belh. Vísnaþáttur Valdimar Tómasson Hér í lokin eru fjórar vísur úr ýmsum áttum: Lóan og vorið eru eitt. Svo kvað hin væni sónarhlynur Þorsteinn Erlingsson: Sofnar lóa er löng og mjó ljós á flóa deyja; verður ró um víðan sjó, vötn og skógar þegja. Svo kvað Halldór Friðjónsson frá Sandi: Ársól gljár við unnarsvið, ofið báruskrúða, ræðir smára rjóðan við rósin táraprúða. Eldri bróðir hans, Erlingur, lét ekki sitt eftir liggja: Nóttin heldur heimleið þar, himins feldur blánar. Logar eldur ársólar yst í veldi Ránar. Fögur er mynd Dýrólínu Jóns- dóttur er hún dregur upp hér í þessari stöku: Greiða vindar gisin ský, geislar tinda lauga. Bjartar myndir birtast í bláu lindarauga. Á NÆSTA SÖLUSTAÐ SÍMA 563 2700 Matgæðingur vikunnar Saltfiskur meó blóð- bergi og lerkisveppum „Maöur er alltaf að færa sig upp á skaftið við að nota íslenskar jurtir í matseld," segir Sigríður Þráins- dóttir, hótelstýra á Hótel Eddu á HaUormsstað. Hún segir gesti hótelsins kunna vel að meta islensku jurt- irnar. í saltfiskréttinum, sem hún býður upp á, notar hún gott loðnumjöl sem fiskikraft og segir það mjög gott. „Það er hægt að nota það sem krydd á fisk, í sósur og til að strá yfir salöt. Saltfiskur með blóðbergi 600 g útvatnaður saltfiskur heilhveiti 1/4 1 rjómi lerkisveppir blóðberg fiskikraftur (Oswald) eða gott loðnumjöl olía Fiskinum er velt upp úr heilhveiti og steiktur. Þegar bitunum er snúið á pönnunni eru sveppir og blóöberg sett á pönnuna ásamt rjómanum og látið krauma smástund. Bragöbætt með fiskikrafti eða loðnumjöli. Salat rabarbari arfi hundasúrur ný fiflalauf skessujurt sólblómafræ sesamfræ olía hunang sítrónusafi Rabarbarinn er skorinn smátt og arfinn, hundasúr- urnar, fíflalaufin og skessujurtin rifm gróft. Ristið Sigriður Þráinsdóttir. DV-mynd Sigrun Björgvinsdóttir sólblómafræ og sesamfræ og stráið yfir. Dressingu úr olíu, hunangi og sítrónusafa hellt yfir. Brauð 2,5 dl vatn/vökvi 3 tsk. ger 2 tsk. salt 3 tsk. heilhveitiklíð 1 tsk. kúmen, heilt 4 kartöflur 4 dl hveiti eða heilhveiti Kartöflurnar eru soðnar og stappaðar. Brauðið er bak- að eins og venjulegt gerbrauð og hnoðað upp í það hveiti eða heilhveiti. Flatt út í óreglulega hringi og steikt á grilli, pönnu eða í ofni. Sigríður skorar á systur sína, Þórhöllu Sigmunds- dóttur, matvælafræðing á Hallormsstað, að vera næsti matgæðingur. Eftir helgina má fá uppskriftina í Símatorgi DV. Símanúmerið er 904-1700. Hinhliðin____________________ Ömmur mínar eru fallegastar - segir Pétur Öm Guðmundsson sem leikur Jesú Krist Pétur Örn Guðmundsson leikur Jesú í rokkóperunni Jesús Kristur Superstar sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu í næstu viku. Þegar söngleikurinn var sýndur hér fyrir 22 árum var þaö faðir Péturs, Guðmundur Benediktsson, sem fór með hlutverk Jesú. í fyrrasumar lék Pétur í Hárinu og síðastliöinn vetur spilaði hann með hljómsveitinni Fjallkonunni sem leikur undir í rokkóperunni Superstar í Borgarleikhúsinu. Fullt nafn: Pétur Öm Guðmunds- son. Fæðingardagur og ár: 21. október 1971. Maki: Enginn. Börn: Engin. Bifreið: Plymouth Volaré ’79. Starf: Tónlistarmaður. Laun: Fara hækkandi. Áhugamál: Tónlist, kvikmyndir og brandarar skemmtilegs fólks. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei, ég spila aldrei í slíku. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Eyða kvöldstund í góðra vina hópi. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Eyða kvöldstund í vondra vina hópi. Uppáhaldsmatur: Fiskur er góður en pítsan togar í mig. Ég má ekki borða pítsur núna til að fitna ekki. Uppáhaldsdrykkur: Sódavatn en Pétur Örn Guðmundsson. bjórinn togar í mig. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Þetta er eins og appelsínugulu spurningarnar í Tri- vial Pursuit. Uppáhaldstímarit: Fangoria. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Ég get ekki gert upp á milli ömmu minnar og ömmu minnar. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Ég get eiginlega ekki svarað þessu með góðri samvisku. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Paul McCartney. Uppáhaldsleikari: Tom Cruise. Uppáhaldsleikkona: Holly Hunter. Uppáhaldssöngvari: Robert Plant. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ég á eiginlega engan. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Tinni. Uppáhaldssjónvarpsefni: Óráðnar gátur og Simpsonfjölskyldan. Uppáhaldsmatsölustaður: Núðlu- húsið. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Mig langar nú alltaf aö komast í gegnum Biblíuna. Hún er bara svo þung og það er svo mikið niðjatal í henni. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 2. Uppáhaldsútvarpsmaður: Andrea. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Veður- fræðingurinn Hörður. Uppáhaldsskemmtistaður: Kvik- myndahús borgarinnar eru þeir skemmtistaöur sem ég hef helst tíma til að stunda núna. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Fylkir í Árbæ. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að stunda meira æsi- íþróttir eins og fallhlífarstökk og stórfljótaferðir. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Sumarfríiö mitt er að syngja í Borgarleikhúsinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.