Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 Sögur af nýyrðum_ Græðifingur og keimlík orð í hefðbundinni, sögulegri mál- fræði er einn flokkur veikra sagna kallaður ia-sagnir. Slíkar sagnir enduðu í nafnhætti á -ian í frum- norrænu. I-ið í þessum sögnum hefir fallið brott og olli hljóðvarpi, ef hljóðverpanlegt hljóð var í stofni sagnarinnar. Hins vegar hefir i-ið haldizt, þegar mynduð voru orð af nafnháttarstofni slíkra sagna. Taka mætti sem dæmi orðið græði- fíngur „baugfmgur". Orðabók Há- skólans hefir dæmi um þetta orð úr bók, sem prentuð var árið 1600. Samsvarandi orð kemur fyrir í fær- eysku: greðifíngur. Hér er um gam- alt nýyrði að ræða, gert eftir latínu (digitus) medicinalis „læknandi fingur". Orðmyndun af þessu tagi er kunn frá upphafi vega í íslenzku. Að gamni skal ég taka dæmi úr vísu, sem eignuö er Skallagrími Kveld- úlfssyni í Egilssögu. Þar kemur fyr- ir kenningin hrærikytjur hreggs um smiðjubelginn. Oröið hræri- kytjur er myndað af nafnháttar- stofni sagnarinnar hræra, sem er ia-sögn, og orðinu kytja „lítið byrgi, skýli“ (myndað af kot): Hrærikytj- ur hreggs eru þannig „það smábyrgi, sem hreyfir vindinn" (þ.e. smiðjubelgurinn). Báðar sagnimar, sem ég hefi tek- ið sem dæmi (gæða og hræra), eru áhrifssagnir, en slíkar sagnir tákna oft verknað. Orðið græðifíngur gætum við leyst upp í setninguna fíngur græðir (sár). Hér er fíngur frumlag (gerandi), en græða um- sögn. Eins má leysa kenninguna hrærikytjur hreggs upp í setning- una kytjur hræra hregg, þar sem kytjur er frumlag, en hræra er umsögn. Flestar myndanir úr fornmáli eru af þessari geröi, og sams konar myndanir eru tíðar í nútímamáli, t.d. ræstiduft(duftræstire-ð), fægi- lögur (lögur fægir e-ð) o.s.frv. En nú er einnig tekið að mynda sams konar orð af áhrifslausum sögnum. Slíkar sagnir tákna oft ástand eða eigind. Af sögninni freyða er mynd- aö orðið freyðivín. En hér verður sama uppi á teningnum. Síðari lið- urinn er frumlag sagnliðar (vín freyðir). Loks er nú tekið að láta sagnliðinn hafa þolmyndarmerk- ingu. Sem dæmi um þetta mætti nefna orðið dreifíbréf, sem leysa mætti upp í setninguna bréfí er dreift. Sama máli gegnir um tengi- vagn, sem upp leyst í setingu yrði vagn er tengdur. Umsjón Halldór Halldórsson Allar þær myndanir, sem ég hefi nú tahð, tel ég eðlilegt íslenzkt mál. Hins vegar felh ég mig ekki við þær myndanir af ia-sögnum, þar sem sagnhðurinn er látinn fela í sér merkingu hhðstæðs nafnorðs. Aðallega ber á þessu, þegar mynd- uð eru nafnorð af sögninni þrýsta. Ég tek ekki dæmi um þaö að sinni, en mun fjalla um það mál í næsta þætti. Þess má geta, að nú eru stundum mynduö nýyrði af sögninni hreinsa, eins og hún væri ia-sögn, t.d. hreinsibúnaður, hreinsitæki. Hér eru á ferðinni dönsk áhrif. Slík orð byrja á rense- á dönsku. Krossgátuvísur 25/3 Þó að síst sé gatan greið gjaman fótur lúinn ber mann vonin langa leiö ljósið gefur trúin 20/5 Iðja mín í heimi hér er huggun þess sem grætur þetta sagði sólin mér og sorgin stóð á fætur 8/4 Arum linnir allt fer burt ellin grynnir sporið aldrei finnur einær jurt öðru sinni voriö 3/6 Sumarmála sólin blíð sýnir tál og glepur þegar gálaus grimmdar hrið grænar nálar drepur 22/4 Renna ámar upp í mót ofan gjósa hverir hylur jökull hlíöar fót hima tindar berir 17/6 Heyrði ég úthafs öldugný uppi á regin heiðum lóuna syngja dirrindí djúpt á sjávar leiöum 6/5 Ekki þarf aö óttast hér óláns horinn þvi skulda súpan öllum er ómæld borin 1/7 Sólin upp i austri rann ylhýr sína venju kann meðan vitskert veröld brann og vonina góðu enginn fann Daggæsluráðgjafi Staða daggæsluráðgjafa á skrifstofu Dagvistar barna er laus til umsóknar. Leikskólakennaramenntun eða önnur sambærileg menntun áskilin. ( starfinu felst m.a. eftirlit með dagmæðrum, ráðgjöf til dagmæðra og foreldra og umsjón með leikfanga- safni. Nánari upplýsingar gefur Bergur Felixson fram- kvæmdastjóri í síma 552 7277. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277 Krossgáta___________________ _______________pv Ann- I R/K/£> HU/n/H r/EP TflK FO/p MUN/V TÓBflK L/Tflí)/ fluÐ- KFHpþ/ LCA m SfimHL. //iYNTiH UPPH/Z, /R 1 u p rE F+jbT 9 / KH/EPfl /.£/£>/) // z BoÐ- BETLAR 19 GLEÐI 3 SfimHl. ÖL'flPT /R LE/r/)/z A"/9/? /% 5 KbFlfl / H RE/KULá ÞHFfí T/T/ll 1 HV/LT ftmóTfl 5 f 7 VF/SLU KflCúfl GUN6U ZZ (d 'T/tUT SORú ETjYim um bLFPJfl L'/F/L- SKJfíTL flST 7 f u AL/- PVfífl /ZUfífl O/fmuR V 8 FlUTT- /R 77/. v/zv/vu Söm KUi/v/P //C> (a(a ■ 9 '0HRE///K Ffífl- SÓ6N/N /6 VIT- Lsysfi ÖÞPPKt /R 10 í S/ifiUTfl Tó/v/v n RE/Jfí- LE/KAR L/Ðfíi) MflL/nj /7 TPkÐ /3 IZ KoXKfl m’ftLFJ?. SKBT. HflV- FUflL F'uQÞ 5 /3 FoflflR VflUXK /A'/V' ► /5 F/oSPfi /H BflÐflR. Tó’LU AFflR Smh 8 5 ÖN6L flR <bPtLfl /5 i 5 flífl 5 T V Fu6L. GLflT- F)5T /b ’oúBLr- /R %H SRfíLL JftPL !H /7 FER vjúpt SmsuiL Ht-IÐ; SJÖR 'OrnRM - /8 \ l Tó/y/v ‘ATT 6 . /9 Hj'flH/ NN 'RSTPflL '/UTPÉ STULV þV£F>- H/zýF/p 23 T/rtfíR %o 3/FTf) %o /'£/££ ufí 2/ AFj/rp | flH H£/MS flLFfí 8 l>F/G/ BLflÐ uj? 21 Gfth{G FLÖTuR /£Ð/ /?fluJ/B TÓ/S/v /O V VOTflrj RflPT KoHfl T/T/LL /8 2H [ : 3 TFI L*1 03 < < Cö Vn Cn Qí Þ- < < < GN Cj < < < Ö3 S < X -- < X Q "A Cn 'A \ Vö < 'A < < GA ÚA t- "ö ln X :*> c: < X X) Þ- CL < < c: < < >1 Þ- L. < V- < • < - X < < * Có: < < 0): < Vn < s N X < < < X X CLi '— Gs Sj' < N < < cS' Q) < X X G3 ö: Q < Vn < < Cb < £ < X < X X X ö < < < V \ < C < U- X- < QA < X Q Í3 c: ct) Úi T" < < < Ln < Cn X < < < < < a: ■o ~o c S < < Vn < < < < < < X Ln X - Cb < N < Cr> < 'n < < < < < Cb X cr- Cr> < * < S <• <33 C3 < >1 < Cd' Cn a) X Cn c:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.