Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 Góðborgaramir sem klæðast vaðmálsfötum um helgar: Fundu ræturnar Þaö var vegna leitar aö rótunum og áhuga á sögu og handverki sem dönsku hjónin Tove og Nils Gunne Vase lögöust í víking fyrir níu árum. Nú eru þau komin til íslands ásamt mörg hundruð öðrum víkingum frá ýmsum þjóðum. Eftir aö hafa ferðast vítt og breitt um söguslóöir íslands í tæpa viku hafa þau sest aö á Víöistaöatúni í Hafnarfiröi. í víkingatjaldinu þeirra, sem þau saumuðu og smíöuöu sjálf, er hátt til lofts og vítt til veggja. Inn- andýra er eldstæði og mörg gæru- skinn sem hafa komið sér vel í kulda- kastinu í vikunni. En veörið kemur ekkert á óvart og víkingafötin eru ætluð til aö þola kulda og regn. Tjaldbúarnir eru alls fimm því þrjár dætur Tove og Nils eru með í íslands- feröinni, Laura 17 ára, Ida 15 ára og Ane 11 ára. Heilu fjölskyldurnar leggjast í víking „Þaö er mjög algengt aö heilu fjöl- skyldurnar fari saman á hátíöir og okkar dætur hafa eignast marga vini eins og við sjálf á svona hátíðum," segja hjónin. Þau sækja víkingahá- tíöir átta til tíu sinnum á hverju sumri, oftast heima í Danmörku. Á hátíðunum sýna þau og selja eigin handverk, hann ýmsa silfurmuni og hún fatnað og skreytingar á fatnaö eins og borða ofna með gull- og silfur- þráðum. Þau segja jafnframt frá sögulegum bakgrunni munanna og svara spurningum um hvers vegna þau séu að þessu. í leit að rótunum Mörgum leikur forvitni á að vita hvers vegna fullorðið fólk, sem gegn- ir venjulegum störfum í þjóðfélag- inu, klæðist vaðmálsfötum um helg- ar, hengir á sig víkingaskartgripi, sest niður viö myntsláttu, smíðar járnpotta, setur upp hjálma, sveiflar sverðum, þítur í skjaldarrendur og heggur mann og annan. í hversdagslífmu er Tove ritari og Nils gullsmiður með eigið verkstæði. „Við höfðum áhuga á sögu, fornleifa- fræði og handverki. Við vorum einn- ig að leita aö rótunum eins og það er kallað og fannst því tilvalið að ganga í víkingahóp þegar slíkir voru að myndast í Danmörku fyrir níu árum. Þá var einmitt áhugi almenn- ings að vakna fyrir menningu vík- inga. Ég held að þessi aukni áhugi hafi stafað af því að aðrar þjóðir fóru að leggja meiri áherslu á menningar- arf sinn og þá fórum við í Danmörku einnig að leita að okkar rótum,“ seg- ir Nils. Tove bætir því við að stofnanir eins og Evrópusambandið og aðrar al- þjóðlegar stofnanir hafi líklega einn- ig haft þau áhrif að mönnum hafi þótt mikilvægt að leita að grunninum í eigin menningu. Áhuginn fer sívaxandi „Áhugi Dana á menningu víkinga fer sívaxandi og víkingahóparnir DV-mynd GVA LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 33 fimmtán, sem eru með um fímm til átta hundruð félaga, fá daglega fyrir- spurnir frá fólki sem vill fá inn- göngu. Þetta er fólk úr öllum stéttum. En víkingatíminn var ekki bara áhugaverður í Danmörku. Það eru fjölmargar þjóðir sem hafa rannsak- aö þennan tíma hjá sér eins og til dæmis Englendingar, Hollendingar og Þjóðverjar," segir hún. Sjálf hafa þau hjónin lesið mikið um rannsókn- ir sem hafa verið gerðar um víkinga- tímann. Á alþjóðlegu víkingahátíðinni hér á íslandi hefur þátttakendum gefist kostur á að auka enn við þekkingu sína með því að sækja fyrirlestra virtra sérfræðinga í lifnaðarháttum .og þjóðfélagsskipan víkinga, sigl- ingatækni, klæðnaði, vopnum, spil- um, leikföngum og tónlist. í hringabrynjum og hjálmum Að sögn Tove og Nils hafa danskir víkingar einkum sérhæft sig í klæðn- aði og skartgripum eins og hollensk- ir víkingar en þýskir nútímavíkingar hafa einkum fengist við útskurð. Enskir víkingar hafa sérhæft sig í bardagalist og sverðaglamrið, sem heyrðist inn í tjald dönsku víking- anna, mátti rekja til Englendinga á Víðistaðatúni sem voru búnir að stilla upp liði. Þeir virtust vera vel þjálfaðir bardagamenn með alvöru vopn, íklæddir hringabrynjum og hjálmum. „Það hefur einnig verið myndaður bardagahópur í Danmörku en hjá Englendingum er þetta ríkari hefð. Það er ef til vill vegna þess aö hjá þeim hafa lengi verið til hópar sem hafa sérhæft sig í bardagalist mið- alda,“ bendir Nils á. Menningararfur kynntur á lifandi hátt Það er greinilegt að það rennur enn víkingablóð í æðum manna. En, eins og þátttakendur á hátíðinni leggja áherslu á, þrátt fyrir að víkingarnir hafi ekki haft sérlega gott orð á sér hafi þeir gert ýmislegt annað en að ræna og drepa. Þátttakendur líta á hátíðina sem fornmenningarhátíð. Þeir segjast vera að færa gamlan menningararf á lifandi hátt til fólks- ins með sýningum á fornu hand- verki. Víkingahóparnir reyna að sýna þversnið af litlum samfélögum og sýna líf víkinga frá sem flestum sjón- arhornum. Fengist er við matargerð, jurtalitun, leðurvinnu, trésmíði, járnsmíði og silfursmíði svo eitthvað sé nefnt. Sjálfur smíðar Nils klæða- spennur úr silfri og hringa auk ýmis- legs annars skrauts. Hannslær einn- ig mynt úr silfri og gerir eftirlíkingar frá áttundu, níundu og tíundu öld. Buxurnar litaðar meó lúsfráS-Ameríku Tove ber silfurspennur eigin- mannsins f vfkingaklæðnaði sínum. Fjölskyldan á nokkra klæðnaði sem hún hefur litað með jurtalitum. Rauðar vaðmálsbuxur Nils eru þó litaðar með lús frá Suður-Ameríku en á dögum víkinga var umrædda lús að finna í Miðjarðarhafslöndum, að því er hjónin greina frá. Áður en Tove kynnti sér handverk víkinga hafði hún setið og bróderað dúka og saumað út í púða. „Það er miklu skemmtilegra að fást við hand- verk sem hefur almennilegt notagildi og hefur jafnframt sögulegan bak- grunn," segir hún. Tegund af tilrauna- fornleifafræði Nútímavíkingum þykir einnig gaman að sjá hvort hugmyndir forn- leifafræðinga um notagildi hlutanna stemma. „Við vinnum oft eftir teikn- ingum fornleifafræðinganna. Þetta er oft mjög spennandi vinna því það sést ekki alltaf af teikningunni hvort hluturinn kemur að gagni í daglega lífinu. Stundum höfum við komist að því að fornleifafræðingarnir hafa ekki alltaf rétt fyrir sér,“ greina Nils og Tove frá. Tove og Nils Gunne Vase fyrir utan víkingatjaldið sitt á Víðistaðatúni. Nils heidur á silfurskálinni sem hann smíðaði handa forseta íslands. Skálin er eftirlíking af drykkjarskál sem fannst á Sjálandi. DV-mynd GVA Þau segja þessi vinnubrögð vissa tegund af tilraunafornleifafræði sem sé vaxandi grein innan fornleifa- fræðinnar. „Við teljum að víkinga- hóparnir í Danmörku hafi gegnt mik- ilvægu hlutverki við tilraunirnar. Og á söfnunum hafa menn sagt að þeir verði að gera eftirlíkingar til að fólk geti í raun og veru séð hvernig þetta var. í Þýskalandi hefur þessi tegund tilraunafomleifafræði átt undir högg að sækja. Þýskir víking- ar, sem hafa menntað sig í fornleifa- fræði, hafa ekki viljað sækja víkinga- hátíðir í Þýskalandi því í háskólun- um hefði verið litið á þá sem fúsk- ara. Það er í fyrsta skipti í ár sem safn í Þýskalandi hefur opnað fyrir tilraunastarfsemi með handverk. í Danmörku hafa söfnin verið opin fyrir slíku í sjö eða átta ár.“ Þaö var Nils sem var fenginn til að smíða gjöf handa -Vigdísi Finn- bogadóttur, forseta íslands, frá vík- ingum. Hann smíðaði fallega silfur- skál sem er eftirlíking af drykkjar- skál frá víkingatímabilinu sem fannst á Sjálandi. Skálarnar, sem fundust, voru nokkrar talsins og er því talið líklegt að slíkar silfurskálar hafi verið í almennri notkun. Nils var einnig fenginn til að smiða silfur- skreytt horn sem sigurvegarinn í siglingakeppni víkinga um helgina hlýtur í verðlaun. Víkingavinnan er einungis tóm- stundastarf hjá Nils og Tove. Þau segja ekki hægt að gera út á víkinga- hátíðir og lifa af sölu munanna sem þau búa til. Þau hafa hins vegar ákaf- lega gaman að taka saman föggur sínar og leggjast í víking um helgar markaðir þar sem það eru aðrir hest- til að sýna sig og sjá aðra. ar en íslenskir." Fyrsti lærlingurinn var íslendingur Þeim þykir sérstaklega gaman að vera komin til íslands ellefu hundruð árum eftir landnám víkinga hér. Nils getur þess einnig aö hann hafi haft sérstök tengsl við ísland í gegnum starf sitt þvi fyrsd lærlingurinn hans var íslendingur, Óli Jóhann Daníels- son gullsmiður. Og svo vorum við auðvitað búin að kynnast íslenska hestinum,“ segir hann. „í Danmörku eru íslenskir hestar ómissandi í vík- ingabúðum. Þeir passa vel inn í myndina. íslensku hestarnir eru ekta. Það eru næstum engir víkinga- Brúókaup á sögueyjunni ísland á greinilega hug margra vík- inga á Víðistaðatúninu. Þá hafði lengi dreymt um að komast til sögu- eyjarinnar í norðri og létu kuldann ekki eyðileggja fyrir sér ánægjuna. Þeim þótti kuldinn bara setja raun- sæislegan blæ á allt saman. Að kom- ast til Þingvalla var hápunkturinn hjá víkingunum og danskt víkinga- par í næsta tjaldi við Nils og Tove hafði á orði að þau væru að hugsa um að nota tækifærið og láta gefa sig saman þar. Þar væru þau komin þúsund ár aftur í tímann. Utlit víkinganna var vígalegt þegar þeir voru búnir að setja upp hjálma en þeir voru samt hinir Ijúfustu í viðmóti. DV-myndir Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.