Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SlMI: 563 2700 FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, slmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Hann er samt velkominn Heimsókn forseta Taívans til íslands væri hið bezta mál. Við þurfurn að taka upp betri samskipti við það merka ríki, sem er í örum uppgangi sem lýðræðisríki og efnahagsveldi. Miklu nær væri raunar að hafa sendi- herra þar en í hryUingsríkinu Kína á meginlandinu. Taívan hefur undanfarin ár siglt í kjölfar Japans með efldu lýðræði og bættum efnahag. Þessi tvö ríki og Suður- Kórea að auki eru kraftaverkin í Austur-Asíu, útverðir lýðræðislegra og efnahagslegra framfara. Við eigum að vera í sem beztu sambandi við þessi þrjú undraríki. Frá sjónarmiði viðskipta ættum við að hafa sameigin- legan sendiherra í þessum þremur löndum, en alls engan í Kína. Við höfum mikil og góð viðskipti við Japani. Þau hafa dafnað af sjálfu sér, alveg án fjölmennra heimsókna opinberra sendinefnda og hástemmdra yfirlýsinga. Við þurfum að víkka japönsku viðskiptasamböndin til Taívans og Suður-Kóreu um leið og þjóðum þeirra ríkja vex fiskur um hrygg í efnahagsmálum. Þar verður senn mikil kaupgeta eins og er nú í Japan, sem um þessar mundir er okkar mesti hátekjumarkaður í heimi. Samskipti okkar við Kína eru hins vegar einskis virði frá sjónarmiði viðskipta. Og raunar er út í hött að hafa þar sendiherra. Það getur aldrei orðið okkur annað en til vandræða, því að kínversk yfirvöld eru sí og æ að heimta, að önnur yfirvöld beygi sig fyrir þeim. Svo undirgefnir eru menn kínverskum ráðamönnum, að þeir hlaupa upp út af því, hversu vingjarnlega forseti íslands hafi talað til fprseta Taívans við blaðakonu frá því landi. Hafi forseti íslands látið góð orð falla í viðtal- inu, er það ekki hneyksli, heldur hið bezta mál. Undirlægjuhátturinn gagvart kínverskum ráðamönn- um er hins vegar orðinn að hneyskli. Hinar tíðu ferðir íslenzkra ráðherra til Kína eru hneyksli og sömuleiðis opinberar heimsóknir kínverskra ráðamanna til íslands. Þetta eru gagnslaus samskipti við póhtísk úrhrök. Kína verður seint annar eins kostamarkaður fyrir ís- lenzkar afurðir og markaðurinn er í Japan, Taívan og Suður-Kóreu. Kínveijar munu um langan aldur greiða sultarverð fyrir íslenzkar afurðir. Enda hafa ekki dafnað nein viðskipti, þrátt fyrir opinberar heimsóknir. Enn síður eru nokkrar líkur á, að íslenzk fjárfesting í Kína muni skila sér. Þvert á móti mun fara fyrir allri íslenzkri fjárfestingu þar í landi nákvæmlega eins og lakkrísverksmiðjunni frægu, sem Halldór Blöndal sam- gönguráðherra var svo ánægður með á sínum tíma. Öflugri hárfestar en íslendingar eru nú sem óðast að komast að raun um, að kínversk stjórnvöld nota ekki lög og rétt, heldur geðþótta og tilskipanir í samskiptum við erlenda fjárfesta. Þau vilja ekki samstarf við erlenda aðila, heldur reyna þau að kúga þá og hafa af þeim fé. Þolanlegt er að tapa á viðskiptum við gott fólk, en því er alls ekki til að dreifa með kínverska viðsemjendur okkar. Ráðamenn Kína eru blóði drifnir glæpamenn, sem halda hundruðum milljóna manna í stærsta fangelsi heimsins. Kína er heimsins mesta kúgunarmiðstöð. Ráðamönnum okkar ber að hætta þeirri ógeðfelldu iðju að sleikja ráðamenn Kína til að gefa okkur færi á að tapa peningum á viðskiptum og fjárfestingu í Kína. Miklu nær er að beina sjónum okkar að Taívan, þar sem pólitíska loftið er hreinna og hagnaðarlíkur meiri. Þess vegna skal forseti lýðræðisríkisins Taívans ævin- lega vera velkominn hingað til lands, en blóði drifnir ráðamenn alræðisríkisins Kír.a hins vegar alls ekki. Jónas Kristjánsson Thatcherism- inn bíður nýjan ósigur Ekki er vafi á að það sem harðast rak á eftir John Major að knýja óvænt fram uppgjör í þingtlokki breska íhaldsflokksins var hvernig lafði Margaret Thatcher, fyrir- rennari hans, hefur legið í hælun- um á honum síðustu mánuði. í öðru bindi endurminninga sinna og viðtölum víða um lönd til að kynna bókina hefur Thatcher fundið eftirmanni sínum flest til foráttu og spillt fyrir honum eftir mætti. Járnfrúin hefur aldrei sætt sig við að verða að draga sig í hlé eftir dræmt gengi í fyrstu umferð leið- togakjörs 1990. Með ummælum sín- um undanfarið hefur hún sér í lagi stappað stálinu í hægri arm íhalds- flokksins sem sameinast einkum í tregðu eða jafnvel íjandskap við þátttöku Bretlands í samstarfinu innan Evrópusambandsins. Áróöursherferð lafði Thatcher og óþægð Evrópuefasemdamanna í þingflokknum miöuðust við að búa í haginn fyrir framboö gegn Major, þegar reglulegt leiðtogakjör átti að fara fram í nóvember, væri tilefni til. Með því að segja leiðtogastarf- inu lausu fyrirvaralaust og krefjast stuðnings eða synjunar af þing- flokknum ónýtti Major þessa tímaáætlun og svipti féndur sína undirbúningstíma sem þeir höfðu ætlað sér. Þegar á hólminn kom stóðu úr- slitaátökin um hvort Major næði viðunandi meirihluta í fyrstu um- ferð atkvæðagreiöslu þingmanna því enginn ætlaði John Redwood að fella hann, en sá sagði af sér embætti ráðherra málefna Wales til að fara fram gegn forsætisráð- herra sínum. Niðurstaðan varð að Major fékk ríflega sjö af hverjum tíu greiddum og gildum atkvæðum. Við það má haiin vel una, ekki síst í ljósi þess að undir lokin sner- ust bresku íhaldsblööin næstum meö tölu gegn honum. Var einkum áberandi afstaða blaða ástralsk- bandaríska fjölmiðladólgsins Ru- perts Murdochs, svo sem Times og Sun, en hann gerði veldi sitt að málpípu laföi Thatcher á valdatíma hennar og gefur nú út endurminn- ingamar fyrir einhver ríflegustu ritlaun sem um getur. Hefði komið til annarrar at- kvæðagreiðslu í leiðtogakjörinu var talið víst að um yröi að ræða hreint uppgjör milli ólíkra arma íhaldsflokksins. Færi þá Michael Portillo vinnumálaráðherra fyrir Evrópuefasemdamönnum til hægri en Michael Heseltine, iðnaöar- og viðskiptaráðherra, yrði merkisberi Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson Evrópusinna til vinstri. Portillo var búinn að koma upp kosningaskrifstofu fyrir væntan- lega baráttuí annarri umferð, áður en gengið var til atkvæða í þeirri fyrstu. Heseltine lagöi sig aftur á móti allan fram að tryggja endur- kjör Majors og þykir eftir á sýnt að hann hafi verið með í ráðum þegar Major afréð aö leggja allt undir með því að knýja fram nýtt leiðtogakjör í skyndi. Við endurskipulagningu ríkis- stjórnarinnar degi eftir atkvæða- greiðsluna veitti svo Major hvorum þeirra umbun verka sinna. Portillo verður landvarnaráðherra, sem er stöðuhækkun en torveldar honum jafnframt að vera með þvergirðing í Evrópumálum. Heseltine verður aftur á móti að- stoðarforsætisráðherra, fyrsti rík- isráðherra og fer með formennsku í rúmum tug ráðherranefnda sem undirbúa stefnumótun á ýmsum sviðum. Þar með gengur hann næstur forsætisráðherra að völd- um og er með augljóst forskot að styrkja sig til átaka um leiðtoga- stöðuna verði Major að víkja, til að mynda eftir ósigur í þingkosn- ingum sem ekki verða síðar en undir vor 1997. Heseltine var sá sem hrakti laföi Thatcher af veldisstóh þegar hann bauð henni birginn í leiðtogakjöri eftir að hún hafði hrakið hann úr ráðherraembætti með því að fara á bak viö hann í viðkvæmu átaka- máli og láta að auki skrifstofu sína leka til fjölmiðla upplýsingum sem honum komu illa. Þar að auki er afstaða hans til Evrópumála þver- öfug við þá sem hún heldur fram. Atlagan að John Major, sem lafði Thatcher tók svo drjúgan þátt í, hefur því í bráð haft þau áhrif helst að hefja til vegs þann manninn í forustuliði íhaldsflokksins sem henni er verst við. Þar meö hefur Thatcherisminn beðið nýjan og ef að líkum lætur endanlegan ósigur. Michael Heseltine kemur til fundarins í Downing Street 10 þar sem Major birti honum hækkun í tign. Símamynd Reuter Skodanir annarra Góð samskipti við Kína „Það er augljóst hagsmunamál fyrir Bandaríkin að viðhalda góðum samskiptum viö stjórnvöld í Pek- ing. Kína er kjarnorkuveldi, hagvöxtur þar er einna mestur í heiminum og landsmenn eru fimmtungur jarðarbúa. Bandarísk fyrirtæki hafa fjárfest fyrir meira en sjö milljarða dollara frá 1979 og flytja út vörur fyrir níu milljarða dollara á ári til Kína. Banda- ríkjamenn flytja líka inn vörur fyrir um 40 milljarða frá Kína árlega.“ Úr forustugrein New York Times 4. júlí. Sættir við Víetnam „Hörð barátta er fyrir höndum í öldungadeildinni um hvort Bandaríkin eigi að ganga lengra en að stofna til viðskiptasambanda og taka upp fullt stjórn- málasamband við Víetnam. í hugum fjölmargra í öldungadeildinni og meðal landsmanna er þetta miklu fremur tilfinningamál en efnislegt. Sumir eru reiðubúnir, aðrir ekki, til aö sættast við landiö sem sigraði Bandaríkin fyrir tuttugu árum.“ Úr forustugrein Washington Post 4. júlí. Kalt stríð í Frakklandi „Kalda stríðinu er lokið. Sem betur fer hangir kjarnorkuógnin ekki yfir okkur eins og á sjötta ára- tugnum. í dag er í staðinn rætt um hættuna sem umhverfi heimsins stafar af mengun. En á einum stað hefur tíminn staðið í stað, rétt eins og við vær- um á versta tíma kalda stríðsins, þegar mál málanna var að þróa og auka sprengikraft gjöreyðingar- vopna. Staðurinn er Frakkland. Það er hér sem ný- kjörinn forseti, Jacques Chirac, hefur ákveðið að taka upp tilraunir með kjarnorkuvopn að nýju.“ Úr forustugrein Jyllands-Posten 1. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.