Þjóðviljinn - 24.12.1965, Síða 31

Þjóðviljinn - 24.12.1965, Síða 31
IÐJULEYSI Það komu strákar og vógu sig með erfiðismunum upp á mjóum handleggjunum til að geta kíkt á stelpur hinum megin við vegginn. Þeir hafa verið svosem tólf ára. Þeir gutu augunum flótta- lega til okkar hinna og voru hreint ekki vissir í sinni sök, en freistingin varð samt yfirsterkari. Rímur og skrímsli. Einn nágranni minn er orð- tnn gamall maður og honum þykir vænt um konuna sína. Hann færir henni blóm reglu- Jega. En hún stingur þeim, innpökkuðum í bréf, í vasa sem stendur í ómerkilegum glugga og gleymir þeim jafn- óðum, tekur þau ekki upp. Fram hjá þessari raunalegu sögu fer ég enn einu sinni þennan dag. Það er áreiðanlega lífshættu- legt að hjóla eftir Hafnarfjarð- arveginum og það skyldi eng- inn gera aftur.Brekkurnar eru firna'angar og freista til á- byrgðarleysis og bílarnir allt í kring, rymjandi af hofmóð og óánægðir með þína nærveru. Til að dreifa huganum má fara með hugnæmt vers úr rímum af Jesú Kristi: Sjálfur fjandinn fúlum blés fítonsanda í Heródes þorna brandur þar um les þá var stand með Jóhannes. Þarna er semsagt átt við Jóhannes skírara. Þetta kenndi mér traustur fræðimaður f þjóðlegum vísindum — sá hinn sami og ætlar að yrkja rímur af James Bond. Kannski það væri líka athugandi fyrir Jón frá Pálmholti að snúa sér að því þarfa verkefni, — eða þá að yrkja rímur af Kristínu Kfler: Skírði plátu þundur þar þá sem játa syndirnar við sína kátur sveina var sjálfur át hann flugurnar. En allavega er auðveldara að standa í því að frelsa heim- inn nú en þá. Mataræðið skárra. Og umburðarlyndið ... Minn hagur vænkast begar beygt er inn að Vífilsstöðum og svo áfram þar inn fyrir. Lítill sælureitur. Hraungjótur og bláber, sem eru rétt að byrja að meyrna. Hér er boðið upp á iðju sem er sízt af öllu frásagnarverð (ein handfylli af annarri dettur ofan í litla tága- körfu) en tryggir um stund fullkomið hugsanaleysi, gras- bftalíf. þann óvenjulega létt- leika bánkans sem eftirlits- maðurinn hiá Gogol hrósaði sér af. Og bó. Væru nú konur gðaor h<5r rtílægar . Þarna flugu Svörtu riddar- arnir yfir. Þessir af Beisnum, þið vitið. Þessar hraðfleygu. Það var sagt frá því á flug- degi fyrir skömniu, að þeir ættu að fylgjast með öllum ó- kennilegum fyrirbærum á og yfir hafinu fyrir austan land. Þetta hlýtur að vera frámuna- lega leiðinlegt starf. Skyldi það ekki kæta guð og menn ef Svörtu riddararnir kæmu ein- hvern daginn hvíandi suður á Beisinn með þá frétt að skrýmslið í Kmervatni hafi nú yfirgefið guðleysið í Síberíu og stefni nú hingað yfir Atianz- ála á vit Monstrólógs Hennar Hátignar Elísabetar að sanna tilveru sína. Á þeim degi myndi hemámsmönnum fyrst fyrirgef- ast eitthvað af þeirra þungu .syndum, Þægilegheit A tímum hinnar óvirku, lötu neyzlu enska kexins, sjón- varpsins, er upplífgandi að koma á heimili þar sem nokk- urskonar átarkí ríkir. Sjálf- stæð starfsemi yfirgripsmikil með eindæmum og fleiri dæmi þar um en hér verði talin — upptalningin hefði getað end- að á því að brauðið er líka heimabakað, og væri það þó raunar sízt f frásögur færandi. Það eru sagðar sögur. Það var karl fyrir austan. Snauður maður og þótti bú- skussi en naut mikillar hylll konu sinnar og hún hélt hann vel f mat og klæðnaði. Þegar hann kom á mannamót gat engum dottið annað f hug, en þarna færi meiriháttar stór- höfðingi. Þar eftir var maður- inn merkilegur og sérkennileg- ur í tali: ósköp venjuleg tíð- indi sagði hann með þeim til- þrifum sem hann væri að ausa af brunni alvizkunnar. Sveit- ungar hans höfðu mikið gam- an af að hlusta á hann, en hvernig sem þeir reyndu tókst þeim aldrei að leggja neitt á minnið af því sem valt upp úr karli. Nema hvað eitt tilsvar hefur lengi verið í minnum haft þar eystra. Einhverju sinni koni einhver nágrannanna þar að bónda sem hann var að hleypa til. Og sér þá að karl lætur hrútsa gera tvær ferðir til hverrar ær. Hann undraði mikið slík sér- vizka, og með leyfi að segja, bruðl, og spurði hverju slík að- ferð sætti. Þá svarar bóndi af mildi og gæzku: Skepnurnar verða að njóta sinna góðu þægilegheita. Eilíft Iíf. Auðvitað eru alltaf að ger- ast sögur, ógrynni sagna, — skopsögur, fáránlegar sögur, mannlífsvíddarsögur, heimslyst- arsögur. Og sá sem kynni þær flestar og gæti brætt þær upp yrði ástsæll maður með þjóð- inni. Líklega myndi hann einna helzt skrifa skálkasögu — liggur það ekki beinast við? En ..vað e' um við að gera við atvik sem þessi: Það kom roskinn maður á skrifstofu síns erfiðismannafé- lags. Hann tók starfsmann fé- lagsins tllli og þar kom að hann spurði viðmælanda sinn hvort hann héldi nú ekki að menn væru eitthvað á sveimi eftir dauðann? Nei, starfsmaðurinn bjóst ekki við því, þetta væri allt búið þegar menn væru dauðir. Ekki vildi maðurinn sætta sig við það. Mér finnst, sagði hann, svo stutt síðan ég var unglingsstrákur og nú er allt í einu farið að halla undan fæti. Og heldurðu ekki það geti verið að menn séu svona, ja, eitthvað á kreiki? Vitanlega eru það engin tíð- indi þótt rosknir menn hafi á- hyggjur af því að dauðinn er smám saman að nálgast. Það er í sjálfu sér ekki frásagnai- vert. En hitt er svo alveg stórmerkilegt, að maður skuli koma til síns verkalýðsfélags til að ræða um hagsmuni sína í eilífðinni. Þetta hlýtur að vera gott fé- lag. ★ Annars var Kasmírstyrjöldin að brjótast út einmitt þennan sama dag — það fór þá aldrei svo að það gerðist ekk’ eitt- hvað sem skiptir máli fyrir framvindu sögunnar. Þetta er vandræðadeila. eins og allir vita og muna, en sem betur fer gat Þorsteinn skáld Valdimarsson höggvið á hnút- inn. Hann sagði: Kasmír — Það á enginn að eiga það land. Kasmír ætti að vera lysH^arður he'msins. J ÓLABLAÐ — 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.