Þjóðviljinn - 24.12.1973, Síða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Jólablað 1973
4.
I skrælþurrum jarövegi hjartans
vaxa kaktusrætur.
I rúmar tuttugu aldir
hef ég óskað að eignast jasminu.
Nú ilmar hár mitt af jasmínu.
I rödd mína er kominn hreimur
sem væri hann af ilmi jasmínunnar.
Fötin mín hafa hinn sama ilm.
Þessi sæti ilmur
er orðinn hluti af sjálfum mér.
Ég horfi hryggur á kaktusinn.
Hann veit að hann er ekki illur
aðeins hræddur.
Hvernig liðu þær, allar þessar aldir?
Ég mun lifa jafnmargar enn,
hlusta á ræturnar spretta í skrælþurrum
jarðvegi hjarta míns.
5
Milli mín og sólarinnar
er ekkert bil nema timinn.
Ég fer á fætur, hátta.
Ég er til, samt er ég ekki til.
Aðrir sjá mig
sjálfan mig get ég ekki séð.
6
Þegar tíminn hefur numið staðar
fyllist klefinn minn af mánuðum,
mánuðum, timum, dögum, sekúndum,
afmældum sekúndum.
Einu spori fyrir framan óskapnaðinn
er annar óskapnaður.
Einu spori fyrir aftan óskapnaðinn
er annar óskapnaður.
Sjálfur er ég til
ofurlitið framar, ofurlitið aftar.
Ég lifi í óskapnaðinum.
Ég er ekki til.
7
Klefarnir anda.
Klefarnir fyrir ofan mig
og klefarnir fyrir neðan mig.
Regnið sameinar okkur.
Sólin blygðast sín fyrir að láta sjá sig.
Nikos. Jorgos,
það er blóm
sem heldur í mér lífinu.
9.
Á jörðu niðri er langt bil milli manns og manns.
O lögmál öllum æðra!
Langt á milli lagastafs og tómleiks.
Þegar Lagastafur setur upp hjálm sinn
reykir hann síusígarettur.
Þegar hann er kominn í silkináttföt
reykir hann ekki.
Þá rýkur af þorpum
skógum,
risökrum.
AAæðurnar reykja ekki,
en hermennirnir reykja áður en þeir fara að sofa
að endaðri stórorustu
og eiga að vakna til nýrrar á morgun.
Þeir sofa djúpum svef ni í allt að því tvær aldir.
Alltaf reyki ég áður en ég á að fara að deyja.
Sterkar sígarettur frá Lamia,
ilmandi sígarettur frá Xanþi.
Ljúfur ilmur rétt áður en öllu er lokið.
Ævilokunum fylgir Ijúfur ilmur
af ilmríkum sígarettum frá Xanþi
sterkum sígarettum frá Lamia.
11.
Egeahaf rís upp og starir á mig.
Ert það þú? spyr það mig.
Já, svara ég, það er ég,
og annar maður með mér.
Nei, svarar það.
Þú þekkir hann ekki
og samt er þessi maður þú sjálfur.
Egeahafið lagðist útaf aftur,
sólin hóstaði
ég varð einn eftir,
aleinn.
13.
Segðu tímanum að flýta sér,
dreptu tímann,
timinn er réttlaus.
Ég ætla að haf a líkið af honum til sýnis
í Aiolou.
Tíminn er seldur
fyrir slikk
Síðan sigur á ógæfuhlið jafnt og
þétt. 21. mai er hringt til beodor-
akis og hann látinn vita að valda-
taka júntunnar sé nú fram komin.
Klukkan aö ganga sex sama dag
kemur yfirlýsing um þetta i
griska útvarpinu. Andspyrnu-
hreyfingin gerir án tafar þær ráð-
stafanir sem þykja hæfa. En allt
kemur fyrir ekki. Vopnavald fá-
einna sigrar andspyrnu fjöldans.
Með grimmd lemja þeir niður
aila mótspyrnu. Það kemur
seinna i ljós að það er fréttastjóri
hersins Georgios Papadopoulos
og hans nótar, háttsettir menn i
hernum, sem aö þessu standa, en
ekki herforingjar konungsins.
Þeir ætluðu sér ekki að bregöa
neitt við fyrr en tveimur dögum
seinna. Allt hið fagra og góða sem
fasismi er þekktur að, blómgast
nú. Bókabönn, misþyrmingar og
ritskoðun. Tónlist Þeodorakis
harðlega bönnuö. Kona nokkur,
Aþanassia Panagopoulou, er færð
I fangelsi fyrir að hafa óhlýönast
þessu boði, lagt plötu á plötuspil-
arann og skrúfað upp svo heyröist
langt út á götu.
Mikis undirbýr flótta, en verður
of seinn, felur sig i pianóinu sinu,
finnst þar, er færður i fangelsi i
klefa hr. 4. Þar yrkir hann kvæða-
flokkinn Sólin og timinn, eða Um
sól og tima.
Framhalaiö er alkunnugt.
á flóamarkaði í AAonastirakis.
Kaupið tímanri með afslættif
Hann er alls ekki farinn að úldna,
við veiddum hann í gær!
I gær, í gær, i gær!
Sannast að segja hefur það komið á daginn,
að f rá því i gær og þangað til núna
liggur ekki mikið eftir okkur.
14.
Ot úr þessum hring kemstu aldrei.
Þú ert lokaður inni.
Og þar verður þú að dúsa,
þú, sól og tími.
Braut þin markast þegar fjöðrin er dregin upp.
Að nóttu ertu dreginn upp,
að degi til gengurðu upp.
Hneigingar, bros, kvein, formælingar,
öllu þessu var komið fyrir
innan í sigurverkinu
af þeim sem gerði þig.
16.
Hin fyrsta af sólum,
Aþena í öndverðu,
AAikis hinn milljónasti.
Síðan koma hundruð þúsunda,
og önnur hundruð,
og mörghundruð þúsunda saklausra,
og svo framvegis, og svo framvegis,
unz heimurinn ferst.
27.
Sjötti september.
Klukkan ellefu
fyrir hádegi.
Einmitt núna
eru fuglarnir að baða sig
i ánum.
Norðanvindurinn nuggar sér
upp við grenitrén.
Tyrkir sigruðu okkur
við Bizani.
Þú drekkur kaffi,
krossbölvar.
Sólin steikir þrúguna.
Klukkan er ellefu
fyrir hádegi.
29.
Fyrir austan Síríus
ganga í september gulbleikar regnskúrir
með gular regnhlífar
og græn sólgleraugu.
Björtu haustskúrirnar
eru íklæddar stuttpilsum
og fara nú hringinn í kring um AAars.
Á miðvikudaginn kemur komast þær inn á braut
jarðarinnar.
Hanoi, Washington, AAoskva,
Sínaíeyðimörk, Tositsagata,
austur af Chios,
vestur af Korintu.
Innifyrir, útifyrir.
Pinja með djúpum útskurði.
Stuttpils,
græn gleraugu,
gular regnhlífar
öll halda þau aftur af gulbleika regninu
fyrir austan Síríus,
fyrir vestan septemberklefann minn.