Þjóðviljinn - 24.12.1973, Page 20
20 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Jólablað 1973
Hugsaðtil Jóns
Fyrir nokkrum árum fór
ég í mjög langa flugferð.
Leiðin lá frá Moskvu til
borgarinnar Khabarovsk í
Austur-Síberíu. Það var
flogið inn í kvöld og nótt
yfir eina átta tímabelti
jarðar, yfir endalaus
skógarflæmi, yfir Úral-
fjöllin sem skipta löndum
milli Asíu og Evrópu, yfir
eyðilegar steppur
Kasakstans sem hafa verið
brotnar undir plóginn á
siðari árum, yfir risafljót
Síberíu og yfir Bækalvatn
sem er mestur ferksvatns-
geymir í heimi. Þegar
komið var til Khabarovsk
var jafnlangt til íslands
hvort sem farið væri í
austur eða vestur. Þar i
borginni sátu á skólabekk
m.a. ungir Evenkar og
Údegar, fulltrúar tveggja
af mörgum veiðiþjóðum
Norður-Asiu hafa byggt
þau strjálbýlu héruð svo
lengi sem menn muna. i
austurátt höfðu ung-
kommúnistar reist borg í
miðjum villiskógi í byrjun
fjórða áratugsins, Kom-
somolsk við Amúrfljót, en
þar rétt hjá mátti finna,
a.m.k. áður fyrr, þorp
Kóreumanna. Sunnan af
Khabarovsk var stutt í
Kína, og þar á landa-
mærunum var um 1930
gerð að mestu misheppnuð
tilraun til að koma á fót
sjálfstjórnarhéraði.
Gyðinga i Birodidsjan, þar
sem menning á jiddísku
ætti sér bólvirki. Sá sem á
heimleið frá Khabarobsk
kom við i Tsjíta eftir
tveggja tíma flug á
gamalli rellu var sfaddur í
héraði, þar sem mátti í
senn horfa á búrjatmon-
gólska afkomendur
Djengis-Khans skjóta af
boga sér til skemmtunar,
drekka te í lamaklaustri og
sjá öflugar vélar mylja
grjót eins og tað í gullnámu
400 metra undir yfirborði
jarðar.
Upptalningar af þessu tagi get-
ur hver sá, sem hefur verið i
Sovétrikjunum, sett saman.
Landið er 22 miljónir ferkiló-
metra, og eru önnur riki ekki
stærri. Landfræðileg fjölbreytni
er að sjálfsögðu firnaleg i sliku
landi — þarna er að finna kulda-
pól jarðar og svo sjóðheitar eyði-
merkur, gróðursæld Kákasus-
hliða og kaldar auðnir, norðuris-
hafstranda, mjúkar linur Mið-
Kússlands og tennta upprétta
fingur háfjalla i Pamir. Af sjálfu
leiðir að i þessu landi eru stundað
ar allar mögulegar og ómögu-
legar greinar framleiðslu. En
þessi framleiðlsa lýtur sterku
miðstjórnarvaldi rikisins, sem
keppir fyrst og fremst að öflugri
iðnvæðingu — það er einmitt
þessi iðnvæðing, sem eins og viða
annarsstaðar bræöir upp sér-
kenni héraða og þjóða, dregur úr
þeim til góðs og ills. Og eins og
margir vita búa hátt á annað
hundrað þjóðir i Sovétrikjunum.
Um helmingur þeirra eru fá-
mennari en Islendingar og aðeins
22 ná miljón eða meir.Það er ekki
bara sjálf stærð landsins heldur
ekki hvað sist sjálf þjóðamergðin
sem leiðir til þess, að ég i þessu
spjalli sker þó nokkuð utan af við-
fangsefninu og tala ekki um
Sovétrikin i heiid, heldur um
Rússa eina og Rússland.
Rússland er gamall og nýr
kjarni rikisins. Rússar búa um öll
Sovétrikin, en eru tiltölulega fá-
mennastir i fyrrverandi jaðar-
löndum rússneska keisara-
dæmisins, þar sem fyrir voru all-
öflugar þjóðir, sem ýmsar bjuggu
við forna og sterka menningu. A
þessum jaðarsvæðum hafa risið
sambandslýðveldi Sovétrikjanna,
sem reka að visu ekki sjálfstæða
stefnu i neinu sem máli skiptir
en hafa sérstjórn i ýmsum grein-
um og skiptir þá mestu rekstur
skóla, útgáfufyrirtækja og
annarra menningarstofnana á
tungum viðkomandi þjóða.
Rússar eru aðeins um 3% af ibú-
um hins forna menningarlands
Armeniu, en þeir — og aðrir
Slavar — eru um 12% af ibúum
Grúsiu, 26% af ibúum Eistlands
og 33% af ibúum Kirgisiu, þar
sem býr ein af mörgum tyrknesk-
um þjóðum Mið-Asiu.
Sögubrot
Hér er ekki staður né stund til
að fara langt út i sögulegar
minningar. Ég vildi samt rétt
minna á það, að um það leyti sem
norrænir menn eru á niundu og
tiundu öld á flakki um Evrópu
Lítil samantekt
um líf og starf
venjulegrar
en ímyndaörar
fjölskyldu í
Moskvuborg
EFTIR ÁRNA
BERGMANN
í einhverju slikra hverf'a eiga Novikofhjónin heima