Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Jólablað 1973 Hugsaðtil Jóns Fyrir nokkrum árum fór ég í mjög langa flugferð. Leiðin lá frá Moskvu til borgarinnar Khabarovsk í Austur-Síberíu. Það var flogið inn í kvöld og nótt yfir eina átta tímabelti jarðar, yfir endalaus skógarflæmi, yfir Úral- fjöllin sem skipta löndum milli Asíu og Evrópu, yfir eyðilegar steppur Kasakstans sem hafa verið brotnar undir plóginn á siðari árum, yfir risafljót Síberíu og yfir Bækalvatn sem er mestur ferksvatns- geymir í heimi. Þegar komið var til Khabarovsk var jafnlangt til íslands hvort sem farið væri í austur eða vestur. Þar i borginni sátu á skólabekk m.a. ungir Evenkar og Údegar, fulltrúar tveggja af mörgum veiðiþjóðum Norður-Asiu hafa byggt þau strjálbýlu héruð svo lengi sem menn muna. i austurátt höfðu ung- kommúnistar reist borg í miðjum villiskógi í byrjun fjórða áratugsins, Kom- somolsk við Amúrfljót, en þar rétt hjá mátti finna, a.m.k. áður fyrr, þorp Kóreumanna. Sunnan af Khabarovsk var stutt í Kína, og þar á landa- mærunum var um 1930 gerð að mestu misheppnuð tilraun til að koma á fót sjálfstjórnarhéraði. Gyðinga i Birodidsjan, þar sem menning á jiddísku ætti sér bólvirki. Sá sem á heimleið frá Khabarobsk kom við i Tsjíta eftir tveggja tíma flug á gamalli rellu var sfaddur í héraði, þar sem mátti í senn horfa á búrjatmon- gólska afkomendur Djengis-Khans skjóta af boga sér til skemmtunar, drekka te í lamaklaustri og sjá öflugar vélar mylja grjót eins og tað í gullnámu 400 metra undir yfirborði jarðar. Upptalningar af þessu tagi get- ur hver sá, sem hefur verið i Sovétrikjunum, sett saman. Landið er 22 miljónir ferkiló- metra, og eru önnur riki ekki stærri. Landfræðileg fjölbreytni er að sjálfsögðu firnaleg i sliku landi — þarna er að finna kulda- pól jarðar og svo sjóðheitar eyði- merkur, gróðursæld Kákasus- hliða og kaldar auðnir, norðuris- hafstranda, mjúkar linur Mið- Kússlands og tennta upprétta fingur háfjalla i Pamir. Af sjálfu leiðir að i þessu landi eru stundað ar allar mögulegar og ómögu- legar greinar framleiðslu. En þessi framleiðlsa lýtur sterku miðstjórnarvaldi rikisins, sem keppir fyrst og fremst að öflugri iðnvæðingu — það er einmitt þessi iðnvæðing, sem eins og viða annarsstaðar bræöir upp sér- kenni héraða og þjóða, dregur úr þeim til góðs og ills. Og eins og margir vita búa hátt á annað hundrað þjóðir i Sovétrikjunum. Um helmingur þeirra eru fá- mennari en Islendingar og aðeins 22 ná miljón eða meir.Það er ekki bara sjálf stærð landsins heldur ekki hvað sist sjálf þjóðamergðin sem leiðir til þess, að ég i þessu spjalli sker þó nokkuð utan af við- fangsefninu og tala ekki um Sovétrikin i heiid, heldur um Rússa eina og Rússland. Rússland er gamall og nýr kjarni rikisins. Rússar búa um öll Sovétrikin, en eru tiltölulega fá- mennastir i fyrrverandi jaðar- löndum rússneska keisara- dæmisins, þar sem fyrir voru all- öflugar þjóðir, sem ýmsar bjuggu við forna og sterka menningu. A þessum jaðarsvæðum hafa risið sambandslýðveldi Sovétrikjanna, sem reka að visu ekki sjálfstæða stefnu i neinu sem máli skiptir en hafa sérstjórn i ýmsum grein- um og skiptir þá mestu rekstur skóla, útgáfufyrirtækja og annarra menningarstofnana á tungum viðkomandi þjóða. Rússar eru aðeins um 3% af ibú- um hins forna menningarlands Armeniu, en þeir — og aðrir Slavar — eru um 12% af ibúum Grúsiu, 26% af ibúum Eistlands og 33% af ibúum Kirgisiu, þar sem býr ein af mörgum tyrknesk- um þjóðum Mið-Asiu. Sögubrot Hér er ekki staður né stund til að fara langt út i sögulegar minningar. Ég vildi samt rétt minna á það, að um það leyti sem norrænir menn eru á niundu og tiundu öld á flakki um Evrópu Lítil samantekt um líf og starf venjulegrar en ímyndaörar fjölskyldu í Moskvuborg EFTIR ÁRNA BERGMANN í einhverju slikra hverf'a eiga Novikofhjónin heima
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.