Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 33
n SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Jólablaö 197.1
KENJAR
Asl «»n dauöi
Þaö er búiö aö reita þá.
Fullvist má telja, aö enginn flokkur
spænskra koparstungumynda só jafn
frábær og frumlegur aö gerð, jafn
leyndardómsfullur og torráöinn og I.os
Caprichos Goya, og komast Skelfingar
striösms,potl Kannski Irægari séu, ekki i
hálfkvisti viö hann, hvaö þetta snertir. Fg
á ekki einungis viö efni myndanna, heldur
lika viö þróun þeirra frá rissi i vinnuhók
málara til þrykktra mynda. einstök heiti
þeirra, tækni höfundar, notkun bleks og
aöferöir hans viö aö grafa myndirnar á
koparplötuna. ()g ekki hvaö sist merkingu
þá, sem felst i heiti flokksins.
Fg mun i fyrstu ræöa uppruna mynd-
anna, og i þvi samhengi, hvers vegna þær
fengu heitiö I.os Caprichos. sem svo
erliðlega hefur reynst aö ráöa, hvað það
merkir fcg mun einnig ræöa stuttlega um
sögulegar forsendur myndanna, þá efna-
hagslegu og sálrænu undirstööu, sem
aldrei veröa aöskildar, þegar tilraun er
gerö til þess aö nálgast list, eins og hverja
aöra mannlega athöfn. Þar af leiðandi
foröast óg allan skáldskap. annan en
þann, sem óhjákvæmilegur er, þegar
skrilaö er um myndlist og reynt að lýsa
henni meö orðum. Aö visu var skrift og
mynd eitt og þaö sama i upphafi, eins og
merking orösins aö skrifa ber meö sér i
islensku lornmáli og arabiskan varðveitir
enn þann dag i dag. Ritlist og myndlist
var þaðsama. 1 þessu spjalli minu ræði ég
ekki um málarann Goya i öðru samhengi
en við myndaflokkinn.
Þaö fyrsta, sem vitað er um dráttlist
Goya er þaö, aö þann fjórða janúar, áriö
1794. sendi hann don Bernardo de iriarte
teikningar, sem hann kallar i bréfi sinu
„nokkrar sarristæðar myndir fyrir
kamcrs", i þeim tilgangi« að don
Bernardo komi þeim á framfæri viö hina
Konunglegu I.istaakademiu i Madrid. I
sama hröfi stendur, myndunum til
skýringar, aö Goya hafi dregiö þær ,,til
þess að hiö myrka imyndunarafl hugleiði
vankanla mina", þaö er aö segja: mynd-
irnar eru sjálfskoðun, siöfræöilegs eölis,
og þar af leiðandi heimsmynd höfundar,
vcgna þess aö listamaðurinn skoðar ætið
sjálfan sig i stærra samhengi en þeir
menn, sem „skoða” listamanninn og fella
þann dóm, aö hann skoði aðeins naflann á
sér. Þau ummæli fara vel i munni og hafa
áróðursgildi gegn listinni fyrir þá menn,
sem forðast aö hugleiöa hana. En þau
hafa ekkert vitsmunalegt gildi og fara
ekki vel i huga skynsams manns, sem
liturá list sem þjóöfélagsathugun. Seinna
i sama bréfi bætir Goya viö, að sér hafi
tckistaö veita þvi athygli. aö yfirleitt sé
sliku ekki að heilsa, sjálfskoðun-heims-
skoöun, þegar myndir eru málaðar eftir
pöntun. fyrir þá sök, að i verkum unnum
með þvi móti geti ..el caprichö’’ og
sköpunarmátturinn ekki átt samleið.
Þegar hér er komið sögu er Goya orðinn
aö einstaklingi, málara. sem litur ekki á
sig sem tæki i höndum þeirra. sem
krefjast mvnda. hvort sem þaö er kirkjan.
aðallinn. alþyöan, eöa aörar valdastéttir.
Goya ris upp gegn þeirri kvöð. að lista-
maðurinn vinni eftir pöntun á verkstæði,
sem hann kannski stjórnar, eins og áður
tiðkaöist. en hefur málara i vinnu, yfir-
litur verk þeirra og lagfærir, og gefur
málverkunum siðan sitt nafn. Hann
þekkir sköpunarmáttinn og aðgreinir
hann frá hinni hreinu vinnu. En hvað á
hann við með orðinu ..capricho", sem
þarf að sameinast sköpunarmættinum,
svo að myndlistin öölist frelsi og verði
eitthvað annað en verk unnið eftir
pöntun?
Orðið ..capricho" barst fyrst inn i
spænska tungu frá máli Toscana-héraðs á
itaíiu. Arið 1633 segir Vicente Carducho
svo i þeim fræðum sinum. sem hann
nefnir Umræður utn málaralistina:
..Frumlegum málurum má likja við
steingeitina. vegna þess aö þeir þræða
erfiða stigu og uppgötva ný viðhorf, en
slikt er þveröfugt við hætti sauðkindar-
innar. sem undantekningarlaust fylgir
forystusauðnum og má likja við nafna
sinn, eftirhermukindina i listinni. Af
þessu háttalagi hefur hugsun hins frum-
lega málara fengið heitið ..capricho"."
Hverju erum við nær? Aðeins þvi. að
frumlegur listamaður fer sinar eigin
leiðir, samkvæmt skoðun Carduchos. En
ef við skiljum itölsku, þá verður okkur
ýmislegt annað ljóst, bæði glettið og
geitarlegt. Sleppum þvi samt i bili, og
snUum okkur að myndlistarsögunni, en
ekki að málvisindum.
Það hafði gerst, árið 1617, að .Jaque
Callot (sem fáir þekkja nU af öðru en þvi,
að teikning el'tir hann hefur prýtt plötu-
umslag með Fyrstu Hljómkviðu Mahlers)
birti i Flórens á Italiu fjörutiu þrykktar
myndir, sem hann hafði geíiö heitið
Capricci di vari figure. RUmri öld siðar,
árið 1749, sendi málarinn Giovanni
Battista Tiepolo frá sér flokk mynda, tiu
að tölu, sem bar hið einfalda nafn
Capricci.
Af þessu má greina, að Caprichos Goya
eiga talsverða lorsogu tnnan myndlistar-
innar. Að minnsta kosti tveir þekktir
málarar hafa fengist við það viðfangsefni
að gera myndaflokka, sem báðir bera
heitið „capricho”. Þannig er forsaga
fengin fyrir þvi, að málarar tjái sig i
stærri heild en ein mynd býður upp á
(reyndar hafði DUrer fengist við það
áður), og finnst þá vist mörgum stór
partur af frumlegheitum Goya vera af
honum sniðinn. Svo er þó ekki, jafnvel
þótt enn sé höggvið nær honum, og þess
getið, að Goya voru vel þekkt verk Jaques
Callots, að minnsta kosti annar mynda-
flokkur hans, sem bar heitið Les miséres
et malheurs de la guerrc (Vesæld og
ógæfa striðsins). Sá myndaflokkur birtist
árið 1653 og spáði fyrir, að Goya mundi
siðar vinna að Los desartres de la guerra
(Skelfingar striðsins). Nöfn flokkanna eru
næstum þvi þau sömu, þótt Frakkinn noti
aðeins lægri tón en Spánverjinn, kannski
vegna þess að löng ár eru liðin á milli
þess, að flokkarnir voru gerðir, morð
tækninni hafði fleygt fram, og afleiðingin
orðið sU, að það sem áður var vesæld og
ógæfa er nU skelfingin uppmáluð.
011 eru þessi fræði góð, fengin við
miklar rannsóknir fræðimanna, og
bregða sögulegu Ijósi yfir forsögu verka
Goya, en ekki yfir verkin sjálf. Þau verða
að skoðast i ljósi sins eigin tima. Samt er
öldungis óvist — og það er svo margt óvist
á öllum sviðum — að Goya hafi nokkuð
þurft að leita Ut fyrir steina sins lands til
þess að finna kveikju og nafn á verkum
sinum.
Maður að nafni José Cadalso segir-svo i
bók sinni Bréf frá Marokkó. sem Goya
mun liklega einnig hafa þekkt: „Sýndu
þeir mér siðan nokkrar myndir, sem mér
þótti töfrum likar, ásamt teikningum af
mönnum, sem mér fannst að hlytu að hafa
verið dregnar fyrir tilstilli „capricho”
einhvers geðtruflaðs málara”. Bók þessi
var á sinum tima bönnuð af Spænska
Rannsóknarréttinum, en vinsæl lesning
menntaðra manna (og er það reyndar
enn, þvi hUn var gefin Ut i Madrid 1971).
Ummæli Cadalsos lýsa vel smekk hins
upplýsta, menntaöa manns, fyrir sér-
kennilegri list og óvenjulegri, þeirri list,
sem verkar á hugann likt og töfrar.
Viðhorf hinnar velupplýstu spænsku
menntastéttar, sem Goya umgekkst
hljóðlátur og dálitið utangátta, hlýtur að
hafa örvað hann og hvatt til þess, að hann
sneri sér að sinum eigin hugarheimi
hræðslulaust og óþvingað, að hann hyrfi
frá mvndverki unnu eftir pöntun, sem
hann svo þráfaldlega kvartar undan i
bréfum sinum. Ljósast lýsir sér þreyta
hans og fyrirlitning á slikri myndiðn i
málverkunum af Fernando VII, þar sem
hann breytir i engu stellingum konungsins
eða svip. hvort sem hann stendur
heimskulegur á vigvellinum eða i
fullum skrUða.
Þegar „caprichos” eða „capricci”
Tiepolos komu fyrst fyrir almennings
sjónir. voru þær i flokki mynda, sem hann
nefndi Kaccolta di varie stampe a
cbiaroscuro tratti dai disegni originali di
Francesco Mazzuola ... e'd áltri' insigne
autore. Hjá Tiepolo er þvi frumleikanum
ekki heldur fyrir að fara, þvi að textinn
hljóðar þannig: Safn ýmiss konar mynda i
svörtu og hvitu, dregnar eftir frum-
myndum Francesco Mazzuola ... og
annarra háttvirtra málara. Ariö 1785 var
ákveðinn fjöldi þeirra aðgreindur frá
heildinni og gefinn Ut sérstaklega, eins og
gert er enn þann dag i dag. Þegar Tiepolo
lést voru synir hansþeimmun hirðusamari
en sonur Goya, þvi að þeir birtu mynda-
flokkinn Scherzi di fantasia (Hug-
glennur), safn tuttugu og fjögurra mynda,
og var viðfangsefni þeirra flestra galdra-
menn, eða eins og þeir voru kallaðir:
heimspekingar hulinna visinda. Galdrar
voru ekkért annað en frumstæð visindi,
sem seinna þróuðusti i gullgerðarlist og
önnur ævintýravisindi, og eru raunveru-
lega fyrirrennarar nUtimavisinda, efna-
fræðinnar og raunvisindanna.
Goya
Flest bendir til þess, að koparstungur
Goya hafi sprottið sem ávextir eftir lang-
varandi veikindi hans eða andlega van-
heilsu. Ekkert er vitað með vissu, hvað
þjáði hann i raun og veru, og hirði ég ekki
að rekja allar þær tilgátur, sem spunnar
hafa verið i kringum sjUkdóm hans. En
þroun hans til sjálfstæðrar svartlistar
helur ekki verið ósvipuð þróun Tiepolos,
þvi i des. árið 1777, sendi hann vini
sinum, Zapater, myndir, sem hann
kallar: Nokkrar koparstungur gerðar
eftir verkum Veiazquez. Verk landa hans
voru honum næstum þvi i blóð borin, og til
fróðleiks má geta þess, að Spunakonurnar
eftir Velazquez, sem hanga i Prado i
Madrid, eru i raun og veru „eftir” Goya,
vegna þess að hann vann þær að nýju,
eftir að málverkið hafði skemmst i bruna.
Sá er allur galdurinn, sem menn þykjast
nU sjá i þeirri mynd, þekki þeir ekki sögu
hennar. Goya hefur þvi unnið snemma að
koparstungu, i raun og veru áður en hann
varð sjUkur. „SjUkdómur” er þar af
leiðandi ekki frumorsök þess, að hann
sneri sér að koparstungunni. Efni verka
hans er ekki sprottið Ur „sjUkum” heila,
þvi að hafa ber i huga, að það sem er sjUk-
dómur hjá hversdagsmanninum er oft
hrein andleg heilbrigði hjá lista-
manninum.
Vitað er með vissu, að Goya dvaldi
veikur i Cádiz á Suður-Spáni i janUar, árið
1793. Þann 11. jUli sama ár er hann
kominn aftur til Madrid óg situr þá fund
Listaakademiunnar, þótt heyranrlaus sé.
Fullvist er, að hann hafði mist heyrnina
algerlega á þessum mánuðum, frá janUar
til jUlimánaðar, en heyrnardaufur hafði
hann verið frá barnæsku. Vera kann, að
heyrnarleysið hafi á einhvern hátt þrýst
huga hans að hinum hljómriku myndum
Caprichos. Enginn veit samt neitt um
það. Kannski hefur honum við veikindin
aðeins gefist tóm til þess að vinna að eigin
hugðarefnum, þegar hann var laus undan
oki þess að mála eftir pöntun. Kannski
varð heyrnarleysið til þess, að hann fór að
hlusta a sjálfan sig, sina eigin rödd. Þegar
maðurinn á eintal við sjálfan sig, þá talar
hann annað mál en þegar hann ræðir
upphátt við fólk, og hönd Spánverjans er
betur tengd talfærunum en hendur manna
af öðrum þjóðum. í linum málverka
þeirra er meira talmál eða þögn (sem er
ein tegund máls), en til dæmis i linum
þýskra málverka. sé eitthvert dæmi tekið.
CaprichosGoya eru nátengdari máli en
ákveðinni. heimspekilegri hugsun. h’rá-
leitt er að halda safnið vera afleiðingu
skipulagðrar hugsunar, likt og hjá Þjóð-
verjanum, Diirer, i flokknum Astríðurnar
eða Opinberunin. Þessu til sönnunar er
þrennt: i fvrsta lagi nafnið sjálft, sem
merkir nánast „sérviska” eða
„dutlungar”. Fyrri hluti orðsins capr- er
Jólablað 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 33
komið Ur itölsku. capra.sem merkir geit.
Gaprichos merkir þvi nánast eitthvað.
sem gert er i sama hugarástandi og þvi
sem rekur geitina til þess að fara sinar
eigin leiðir. Og á þetta vist sérstaklega
um steingeitina, sem þræðir hættulega
stigu. 1 öðru lagi er myndarööunin. 1
seinni Utgáfum er henni brevtt frá frum-
Utgáfunni. og sést það á tölusetningu
mvndanna. Til að mynda er myndin á for-
siöu frumUtgáfunnar nUmer 43 i seinni Ut-
gáfunum. I þriðja lagi segir svo i frumUt-
gáfunni, að t ilgangur Goya með
myndunum sé „aðeins það að gera slæma
hegðun Utlæga og bera sannleikanum
öruggt vitni með þessum verkum um
Kenjar mannsins.”
Verkið myndar enga samfellda heild. I
þvi á sér ekki stað nein þróun. Þar er
hvorki að finna upphaf né rökrænan endi.
Hins vegar má finna i þvi samstæðar
myndir, eins konar flokka innan alls
myndaflokksins, þótt þeir i flestum til-
fellum virðist hafa verið leystir upp og
slitnir Ur samhengi, kannski til þess að
forðast einhæfni, endurtekningu eða
ákveðinn söguþráð. Eða, og það virðist
vera liklegasta skýringin, til þess að leika
á yfirvöldin, svo ádeila verksins liggi ekki
eins i augum uppi Vinnuaðferð þessi, hin
að þvi er virðist tilviljunarkennda niður-
röðun eða skortur á reglu, gerir verkið
enn þá meira heillandi, en ef þaö myndaði
rökrétta heild með endahnUt, sem mundi
þá „auka skilning”manna á flokknum og
veita fullnægjandi niðurstöðu. En þessu
er öðru visi farið, aðeins auganu er
fullnægt i verkinu, hugsunin stendur hins-
vegar eftir ófullnægð og henni beint inn á
brautir hins unaðslega leyndardóms, sé
hugsun fyrir hendi hjá þeim, sem á
myndirnar horfa.
Það efni flokksins, sem er samstæðast,
eru asnastykkin: maðurinn dulbUinn i
gervi asnans.
Caprichos Goya, eða Kenjar, eins og
kannski mætti kalla verkið á islensku,
nutu ekki þeirra vinsælda og ástar, sem
þær njóta nU. Sumar þeirra kom-
must reyndar aldrei, af skiljanlegum
ástæðum, af frumstigi undirbUningsteikn-
ingarinnar á koparplötuna og siðan fyrir
almennings sjónir. A þessar „leyndu
kenjar” er sjaldan eða aldrei minnst,
jafnvel ekki i hinum vönduðustu verkum
um list Goya. Þær eru þess eðlis, að þær
mundu skjóta mörgum skelk i bringu
jafnvel nU á öld pornosins.
Hinar Kenjarnar, sem vekja aðdáun
okkar og furðu, eru ekki eins óháðar veru-
leikanum og hinu þjóðfélagslega ástandi á
Spáni, daglegu lifi á sinum timum Goya,
og halda mætti, sé litið á þær eins og
hreina list. Af þeim sökum tók það
málarann mörg ár að koma þeim Ut. Og
mun ég rekja þá sögu stuttlega:
Goya byrjaði að vinna koparstungur
sinar i þeirri röð, sem við þekkjum þær, i
kringum árið 1793. Breytti hann nokkrum
þeirra mynda, sem hann átti fyrir, en
flestar eru samt unnar sérstaklega með
þennan flokk i huga. Allt i allt átti hann á
kopar i kringum 112 myndir, og árið 1797
hafði hann i hyggju að gefa Ut 72 kopar-
stungur. Ariö 1799 eru þær orðnar 80. A
þessum árum var algengt að listamenn
gerðu koparstungur, og nutu þær mikilla
vinsælda og seldust vel. Eftir að Goya
hætti að geta heyrt pantanir manna um
mynd af sér i glæsibUningi, mun hann
hafa viljað bæta efnahag sinn með gerð og
sölu slikra mynda. Hann notaði sjUkdóm
sinn óspart sem afsökun og visaði frá
pöntunum og losnaði við ýmsar kvaðir,
sem vinsældum og frægð fylgja, þegar
farið er að ganga i skrokk á listamönnum
og heimta, „vegna þess að við höfum gert
þig frægan”. Við heyrnarleysiö vildi hann
vinna eftir eigin höfði og mála það, sem
bjó i hans eigin brjósti, hug og liðar-
andanum.
Þann 6. febrUar 1799, á miðvikudegi,
birtist i dagblaðinu Diario de Madrid
auglýsing um, að Kenjarnir væru til sölu i
vin- og ilmvatnsverslun einni i götunni
Desengano nUmer 2. En i þeirri götu bjó
Goya, þótt gengið væri inn til hans frá
annarri götu, götunni Valverde.
Kenjarnar voru gefnar Ut i 267
eintökum. Um fyrstu Utgáfuna segir Felix
Boix, að hUn „einkennist af þvi að vera
þrykkt meö rauðieitu bleki á fremur
þykkan pappir”, og að allar seinni Ut-
gáfur verksins standi fyrstu Utgáfunni
langt að baki: blekið sé daufara, bak-
sviðið máðara, og þess vegna komi ekki
eins skýrt i ljós andstæður persónanna,
klæðnaðarins og baksviðsins og lista-
maðurinn vildi ná, og honum heppnaðist i
frumUtgáfunni.
Venja var að hið Konunglega Prentverk
sæi um Utgáfu og sölu á öllum kopar-
stungum. Goya mun hins vegar hafa
viljað annast sjáfur prentun sinna verka
og sölu þeirra i vinbUðinni viö hliðina á
heimili sinu. Þannig gat hann fylgst
með öllu, og jafnvel hlaupið Ut og forðað
verkunum, ef íulltrUar hinnar réttu
hugsunar i trúmálum og stjórnmálum
létu sjá sig.
Það var ekki einungis að verkið næöi
engum vinsældum, þó munu nokkrar
aðalsfrUr hafa keypt nokkur eintök um
leið og þær keyptu sér ilmvatn, heldur
fann Rannsóknarrétturinn þefinn af þeim.
og mun Goya þá hafa stokkið Ut og
stöðvað söluna.
Þann 7. jUli. árið 1803, sendir Goya
Miguel Soler tilkvnningu um, að „ verk
mitt, Kenjarnar, séu áttatiu arkir... Þeir,
sem sa'kjast mest eftir mvndunum, eru
Utlendingar, og af ótta við að koparplöt-
urnar kunni að lalla þeim i hendur eftir
dauða minn, vil ég senda konunginum,
rierra minum. þær að gjöf handa prenl-
verki Hans Hátignar. Égbiðekkium
önnur laun, en þau, að hann veiti syni
minum, Francisco Javier de Goya,
einhverja umbun.” Um leið og hann færir
konunginum verk sitt að gjöf. skrifar
hann skyringar við það.Þessar skýringar
eru nU varðveittar i Prado-safninu i
Madrid (og erfitt að komast að þeim
vegna frekju ungrar stUlku. sem þar
ræður rikjum) En það er öldungis óvist
að skýringarséu eftir Goya sjálfan,
þótt þær séuauðsæilegaritaðar með hans
hendi, heldur af vinum hans og stuðnings-
mönnum af hinni frjálslyndu yfirstétt.
sem gæddir voru anda Upplýsingastefn-
unnar og kunnu betur að snUa á hið klerk-
lega og veraldlega vald en listamaðurinn
sjálfur, enda voru þeir staddir nálægt
valdinu og glettur Goya gerðar i anda
þeirra sjálfra, og rann þeim þvi blóö til
skyldunnar að verja listina.
Kenjarnar eru nátengdar bókmenntum
þess tima, sem Goya lifði á (en ut i þá
bókmenntasálma Verður ekki farið i
þessari ritgerð, og þau tengsl ekki rakin,
enda eru spænskar bókmenntir næstum
þvi óþekktar hérlendis) og i lullu sam-
ræmi við nýklassikina og frægt spakmæli
Hórasar: Ut piptura poesia erit. það er að
segja, að myndlist sé þögult ljóð.
En koparstungurnar eru ýmislegt
lleira, og eins og alltaf gerist i hárri list
eru þær lævi blandnar og hvort tveggja i
senn: óskiljanlegar og auðskildar. Þetta
undarlega sambland góðrar listar vekur
ætið forvitni, gremju, undrun og
hrifningu. Það sem auðskiljanlegt er og
vinsælt i verkinu er, eins og ævinlega
„innihald” verksins: það, sem hægt er að
færa i mál og spinna um „sögu" og segja
frá i orðum, ádeilan, siðlerðiskennd
verksins og sá lærdómur, sem má draga
af „skáldskap" myndlistarinnar, þeim
mikla þyrni i auga allrar myndlistar. En
ofar öllu i Kenjunum er myndin sem
aðeins augað skilur af þvi sjónviti, sem
hverjum manni er gefið i misjalnlega
miklu mæli og nær aldrei til tungunnar
eða málsins. Þess vegna er oftast best að
þegja um myndlist, aðalatriði hennar, en
ræða um aukaatriðin, tengja hana félags-
legum, siðferðislegum og stjórnmálaleg-
um aðdraganda hennar, og greina Irá
fæðingu hennar.
Goya hafði gert sér ljósa grein lyrir þvi,
að verk hans gæti valdið óróa. Það, að
sölu var hætt, verður aðeins skýrt á þann
hátt, aö rétt þótti að leggja ekki i neina
áhættu eða til atlögu við hið trUarlega
vald. Þessa ályktun má draga af bréfi,
sem hann skrifar vini sinum, Joaquin
Ferrer, þann 20. desember, áriö 1825 (en
þá vann hann að gerð flokksins um Nauta-
atið), þegar vinur hans stingur upp á þvi
við hann, að verkið verði gefið Ut i nýrri
Utgáfu. Goya segir: „Það, sem þér larið
fram á, getur ekki oröiö, þvi að ég afhenti
Konunginum plöturnar en engu að siður
klöguðu þeir mig fyrir Þeim Heilaga”, og
hér á hann við Rannsóknarréttinn. Samt
hafði hann slegið marga varnagla. Arið
1797 mótmælti hann þeim ásökunum, að
hann hali valið „efni, sem gerir menn að
athlægi, að hann hafi stungið á kýlum
timans, hræsninnar og yfirdreps-
háttarins, með þvi að lýsa yfir, að i ekki
nokkurri mynd felist persónuleg ásökun,
„þvi að það væri að falsa tilgang íist-
arinnar og þeirra atferða, sem
listamanninum eru gefnar... Myndlistin,
á sama hátt og ljóðlistin, leitar að þvi
algilda, sem afmarkar og sameinar innan
einnar skáldskaparpersónu skapgerðar-
einkenni og þær aðstæður, sem náttUran
dreifir á hópinn. Og Ur þessari samein-
ingu, sé hUn smiðuð af list, skapast sU vel-
heppnaða sftirliking, sem veitir lista-
manninum þann titil að vera kallaður
skapandi listamaður, en ekki þýlynd
eftirherma”. En ekki er þessi texti kom-
inn frá hendi Goya sjálfs, heldur frá
Lucas, lærisveini hans og eftirlikjands.
Seinna mun Þjóðviljinn birta i heild
fiokkinn Kenjar, likt og myndasögu. Ég
mun skrifa skýringar við hverja mynd, á
þann hátt, að verkið verði aðgengilegt
flestum, án þess þó að nota orðaflUr og
skáidskap, sem hefur skaðað svo mjög
islenska listagagnrýni og fært listina frá
fagurfræði Ut i næstum þvi smeðjulega
vimu með peningabragði. Ég lit á
islenska alþýðu sem vitsmunaverur, en
ekki eitthvað, sem þarf að smjaðra fyrir
með mildum litum og ljUfum tónum, svo
að hUn lyftist upp frá striti sinu á „hærra
stig listreynslunnar". Ég vil þakka Þjóð-
viljanum fyrir áhuga hans á þvi
einsdæmi. að birta verk Goya i dagblaði.
Það hefur aldrei fyrr verið gert i
„veraldarsögunni."
Guðbergur Bergsson
EFTIR
GUÐBERG
BERGSSON
Tannaveiðar.
Allt til dauóans