Þjóðviljinn - 02.09.1988, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 02.09.1988, Qupperneq 3
Polarbjór f Venezuela Bruggarar í Venezuela hafa framleitt polarbjór síðan 1948. íslenski Polarbjórinn nokkrum árum eldri Eins og sjá má eru miðarnir á fiöskunum mjög áþekkir. ísbjörn norðursins á jaka. „Ég var á göngu í Porto Capello og stoppaöi við ís- og bjórvagn til þess aö fá mér einn bjór. Þar var ungt fólk sem ég spjallaði viö og það vildi endilega bjóöa méF góö- an bjór, en það var dós af Pol- arbjór. Mig rak í rogastans og sagöi fólkinu að þessi bjór væri framleiddur á íslandi. Fólkið harðneitaði því og sagði Polarbjórinn vera stolt bruggara í Venezuela." Baldur Sveinbjörnsson stýri- maður sigldi í vor til nokkurra landa Mið- og Suður-Ameríku með flutningaskipinu Heru Borg. M.a. var stoppað í Venezuela og þar kynntist hann þessu stolti bruggara þar í landi. Baldur tók nokkrar flöskur af bjórnum með til íslands og einsog sjá má á myndinni er miðinn á flöskunni mjög áþekkur þeim sem er á bjórnum frá Agli Skallagríms- syni. Aftan á flöskunni stendur að nafnið sé skrásett vörumerki frá 1948. Jóhannes Tómasson, forstjóri Egils Skallagrímssonar, sagðist Baldur Sveinbjörnsson stýrimaður með Polarbjórinn góða frá Venezuela. kannast við þennan bjór, en benti hinsvegar á að íslenski Polarbjór- inn væri eldri en sá frá Venezu- ela. Þeir hefðu framleitt hann frá 1942. Pá sagði Jóhannes að Norð- menn hefðu um tíma framleitt bjór sem þeir kölluðu Polarbjór. Jóhannes taldi ekki líklegt að málaferli gætu spunnist út af þessu. Hann sagði að mjög lítið væri selt af bjórnum erlendis, ör- lítið þó til Evrópulanda. Hann benti á að nafninu á bandaríska bjórnum Budweiser væri stolið frá Tékkóslóvakíu, en þar hefði Budweiserbjór verið framleiddur mun lengur en í Bandaríkjunum. Bandarísku bjórframleiðendurn- ir fóru í mál við tékknesku bruggarana og töpuðu því máli þótt bandaríska nafnið væri skrá- sett vörumerki. Baldur sagði að Polarbjórinn frá Venezuela væri mun betri en sá íslenski, auk þess sem hann vafrí miklu ódýrari, en ein flaska af þessum bjór kostar um sex krönur út úr búð, hinsvegar er talað um að bjórflaskan muni kosta um 150 krónur hér. „Það var engin spurning um það að Polarbjórinn virtist lang vinsælastur á krám í Venezuela, en níu af hverjum tíu drukku þennan bjór,“ sagði Baldur. Nú er bara að sjá hvort íslenski Polarbjórinn verður jafn vinsæll hér og nafni hans í Venezuela. Eða ætlar Egill að kalla bjórinn sinn einhverju öðru nafni? T.d. Egill sterka? „Það er of snemmt að segja neitt um það á þessu stigi máls- ins,“ sagði Jóhannes með „stæl“ stjórnmálamannsins og hló við. -Sáf Litlir kærleikar hjá KEA Valur Arnþórsson kaupfé- lagsstjóri KEA er nú byrjaður að laka til á skrifborðinu sínu en hann mun láta' af störfum hja kaupfélaginu innan tíðar og búa sig undir flutning til Reykjavíkur þar sem banka- stjórastóll í Landsbankanum bíður hans. Margir Norðlendingar, sem hefur þótt stjórnsemi Vals hel- sti of mikil í atvinnu- og byggð- amálum á svæðinu, eru farnir að horfa til bjartari tíðar og segjast eiga von á liprari og betri samskiptum við nýja kaupfélagsstjórann Magnús Gauta Gautason sem nú er að ganga frá ráðningarmálum sínum við stjórn KEA. Heimildir norðan heiða segja að Valur sé lítt sáttur við að Magnús verði ráðinn og þyki embætti kaupfélagsstjó- rans setja ofan þegar bókar- inn á kontórnum tekur við. Til sannindamerkis segja menn athyglisvert að þegar þeir Val- ur og Magnús áttu leið um Ak- ureyrarflugvöll á dögunum á sama tíma, annar að fara suður og hinn að koma að sunnan, tók Valur stóran sveig framhjá Magnúsi og yrti ekki á hann.B Ásmundur undir feldi Það þykir snúið að vera verkalýðsleiðtogi í ASÍ þessa daga, - og ekki síst að vera Ásmundur Stefánsson. Meirihlutinn sem myndaðist í Alþýðusambandinu á Thoroddsen-árunum er að gliðna, og stuðningsmenn nú- verandi stjórnar að hópast saman. Alþýðubandalags- mennirnir eru ásamt ýmsum óháðum og órólegum lítið hrifnir af niðurfærslu sem byrj- ar í launaumslögunum, en innan verkalýðsarmsins þar eru líka deildar meiningar. í þessari stöðu liggur Ásmund- ur undir feldi einsog fleiri Allaballa-leiðtogar innan ASÍ. Á að vera með stjórnarliðinu, hætta á misklíð meðal Alla- balla í ASÍ og husanlega mjög minnkuð áhrif í valdastöðum, til dæmis forsetasætinu, - eða á að standa upp með All- aballaliðinu og hætta þarmeð á klofning og nýjan meirihluta, - sem mundi kosta skrifstofu- djobbið á Grensásveginum, bankafáðsstólinn í Alþýðu- banka og svo framvegis. Það er ögurstund hjá Ásmundi, sem hefur í fyrsta sinn í langan tíma haft frumkvæði að fundi verkalýðsarms Alla- balla nú á laugardaginn...B lan Ross í Garðabæinn KR-ingum hefur ekki gengið eins vel í boltanum í sumar og vonast var til í Vest- urbænum, hafa misst bæði af meistaratitlinum og bikarnum, og mjög tvísýnt er um að þeir nái Evrópusætinu. Ýmsir Vesturbæingar eru farnir aö hugsa misjafnlega til þjálfa- rans, lans Ross, - en síðasta sagan segir að Ross ætli að venda sínu kvæði í kross og sé förum í Garðabæinn til að þjálfa meistaraflokk Stjörn- unnar á næsta tímabili en fé- lagið er búið að tryggja sér rétt til að leika í 2. deild næsta sumar. Ekki er búist við öðru en að Garðbæingar borgi þjálfaranum vel en óneitan- lega er það viss álitshnekkir fyrir Ross að þjálfa í 2. deildinni þegar þess er gætt að hann var áður þjálfari Vals- ara, (slandsmeistaranna í fyrra. Það er upp og ofan að vera knattspyrnuþjálfari...B NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 IÐNLANASJOÐUR FLYTUR í ÁRMÚLA 7 Um helgina flytjum viö í ný húsakynni að Ármúla 7. Hentugt húsnæöi og bætt vinnuaðstaöa auðvelda okkur aö ná settum markmiðum í þjón- ustu við íslenskt atvinnulíf. Og nú verður ólíkt þægilegra að sækja okkur heim. I Ármúlanum eru næg bílastæði og uppi á þriðju hæðinni fer vel um viðskiptavinina meðan þeir sinna erindum sínum við okkur. Gjörðu svo vel að hafa samband við okkur ef þú óskar upplýsinga um starfsemi Iðnlánasjóðs. NÝTT SÍMANÚMER IÐNLÁNASJÖÐUR ÁRMÚLA 7, 108 REYKJAVlK, SÍMI 680400

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.