Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Side 23
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995
23
Æfingar i matreiöslu eru hafnar fyrir ólympíuleikana sem haldnir verða í Berlín i september á næsta ári. Landsl-
iðiö hittist vikulega á fundum og verklegum æfingum og setur að sjálfsögðu markið hátt. Liðið skipa: Ragnar
Wessmann, Jóhannes Felixson, Örn Garðarsson, Þorvarður Óskarsson, Guðmundur Guömundsson og Sturla Birg-
isson. Á myndina vantar Friðrik Sigurðsson og Snæbjörn Kristjánsson. DV-mynd BG
Landsliðið æfir stíftfyrir ólympíuleikana í matreiðslu í Berlín 1996:
Tilraunir með
söltun og mar-
ineringu með
blóðbergi
-erum að færa íslenskar hefðir til nútímans, segir liðsstjórinn
„Við höfum verið að gera prufur
með eldri hefðir í íslenskri mat-
reiðslu, með söltun, léttsöltun, hun-
angssöltun og annað slíkt. Við höfum
gert tilraunir með að marinera kjöt
í blóðbergi, salta og steikja það. Við
erum að reyna að færa íslenska mat-
reiðslu og gamlar hefðir til nútím-
ans. Við reynum að vera ærlegir og
ófeimnir við það sem við höfum, sýna
að það sé ýmislegt gott til á íslandi.
Við þurfum ekki alltaf að halda að
allt annað sé betra en það íslenska,"
segir Ragnar Wessmann, hðsstjóri
íslenska landshðsins í matreiðslu.
Landslið ífilands í matreiðslu æfir
nú þegar af kappi fyrir ólympíuleik-
ana í matreiðslu sem haldnir verða
í Berlín 8.-13. september á næsta ári
þar sem tugir hða víðs vegar að úr
heiminum reyna með sér í matar-
gerð. Ragnar segir að hðið sé um
þessar mundir að æfa upp tvo mat-
seðla fyrir heita rétti sem senda þarf
með öllum uppskriftum til sérstakr-
ar ÓL-dómnefndar. Dómnefndin velji
þann „heita“ seðil sem hðið á aö
matreiða á ólympíuleikunum sjálf-
um næsta haust. Æfingar í „kalda“
matseðlinum eiga sér stað samhliða
„heitu“ æfingunum.
Áhersla á gæðin
Matreiðslumennirnir, sem eru
samtals átta, hittast vikulega til að
gera verklegar æfingar. Ragnar býst
við að þeir leggi höfuðáherslu á að
hafa íslenskan fisk í forrétt, til dæm-
is lúðu, lambakjöt í aðalrétt og eftir-
rétt úr skyri en í keppríinni er skylda
að vinna með þjóðlegt hráefni. Hann
segir að landshðið leggi áherslu á
bragð og gæði hráefnisins, hreinleika
afurðanna og suða og steiking séu
pössuð mjög vel. Á mánudag komi
skýrar í ljós í hvaða endanlegu mynd
matseðlarnir verða.
Landsliösmennirnir hafa nóg að
gera í æfingum og öðru stússi út af
ólympíuleikunum næstu mánuðina.
Fljótlega halda þeir kvöldverð fyrir
vini og styrktaraðila hðsins og um
miðjan júlí á næsta ári fljúga þeir til
Bandaríkjanna þar sem þeir leggja
fram sinn skerf, eins og öh hin OL-
liðin, í alþjóðlegri söfnun fyrir
hungruð börn. Hinir ríku munu
borga sig inn á kvöldverð liðanna í
Disney World í Flórída og rennur
ágóðinn til hungraðra barna.
„Þaö er eðhlegt að liðið taki þátt í
þessum kvöldverði því að það gera
öh kokkahð í heiminum," segir
Ragnar.
Gífurleg samkeppni
Ólympíuieikarnir í matreiöslu hafa
verið haldnir í áraraöir en þetta er í
annað eða þriðja sinn sem íslenska
landsliðið tekur þátt í leikunum og
hefur það ávallt staðið sig með sóma.
Keppnin á ólympíuleikunum er gíf-
urleg því að hðin koma tugum saman
úr öllum heimshornum, austri og
vestri, bandaríska hernum, Asíu og
Ástralíu og öll luma þau á einhverj-
um leynivopnum, bragðgóðum og
þjóðlegum réttum krydduðum með
nýbreytni.
Þeir sem skipa landshðið í mat-
reiðslu eru matreiðslumennirnir
Friðrik Sigurðsson, Guðmundur
Guðmundsson, Snæbjörn Kristjáns-
son, Sturla Birgisson, Þorvarður
Óskarsson, Örn Garðarsson og Ragn-
ar Wessmann. Jóhannes Felixsonsér
um skreytingarnar.
-GHS
ÞVOTTAVÉL GERÐ LV-158T
ibernci fíokks ÆQnix
ÞVOTTAVÉLAR - ÞURRKARAR frá HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
Laugavegi 72, s. 551 1499
20% AFSLÁTTUR
Á TAKMÖRKUÐUM FJÖLDA VÉLA í SKAMMAN TÍMA
íiibemo
IBERNA er góður kostur: Regnúóa-vatnsdreifing » frjálst kerfis- og
hitaval * ullarkerfi * hraðþvottarofi * heitskolunarrofi * stillanleg
vinding 500/850 sn. * íslenskur leiðarvísir * Fönix ábyrgð og þjónusta.
Höfum opnað nýfa* 04 épmmmB veitingastað
að Laugavegi 72.
Við sérhæfum okkur í mat frá ftttyn&nAáfr*.
en aðaluppistaðan er ýmiss konar
Síðan getur þú valið meðlæti af salatbarnum
okkar sem samanstendur af bæði hefbundnu
salati og líka a.
og verið velkomin.
Opið mánud.-fimmtud. 11.30-22.00.
Föstud.-laugard. 11.30-23.30. Sunnud. 14.00-22.00.
(Verð áður kr. 52.600,-)
Nú 42.080,- » 39.980,- stgr.
Láttu ekki happ úr hendi sleppa!
Tilboðið gildir aðeins meðan
takmarkaðar birgðir endast.
EURO/VISA raðgreiðslur án útb.
Frí heimsending - og við fjarlægjum
gömlu vélina þér að kosnaðarlausu.
KATTASYNING
KVNJflKflTTfl
KATTARÆKTARFÉLAGS (SLANDS
Uerður haldin í
unm
Sunnudaginn 15. okt. 1995
Kl. 09:00 -10:00
Flein tegundir katta en
nokkru sinni fyrr
Alþjóðlegir dómarar
Fyrirtæki kynna vörur
og þjónustu