Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Page 2
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995
★ *
Staðan í kjaramálunum:
Eins og að handsama
kvikasilfur á borðplötu
- segir Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambandsins
„Staðan er viðkvæmari en svo að
ég ætli að reyna að meta hana. Það
má segja að hún sé eins og kvikasilf-
ur á borðplötu. Reynir einhver að
handsama það?“ sagði Benedikt
Davíðsson, forseti Alþýðusambands-
ins, síðdegis í gær, inntur eftir
stöðumati í kjaramálunum.
í gær voru og verða í dag og á
morgun og frameftir næstu viku stíf
fundahöld í verkalýðsfélögum,
landssamböndum og síðan hjá sam-
bandsstjóm ASÍ um kjaramálin.
Samkvæmt heimildum DV ætla
Vinnuveitendasambandið og ríkis-
stjómin að koma með eitthvert til-
boð til verkalýðshreyfingarinnar.
Menn em orðnir alvarlega hræddir
um að allt sé að fara úr böndunum
á vinnumarkaði sem það gerir ef
launanefndin segir kjarasamning-
unum upp næstkomandi fimmtu-
dag. Það er síðasti dagurinn til að
gera það ef uppsögnin á að miðast
við áramót.
„Þó ég vissi það myndi ég ekki
geta um það i fjölmiðlum eins og
staðan er nú, sagði Þórarinn V. Þór-
arinssopn, framkvæmdastjóri VSÍ, í
gær þegar hann var spurður hvað
yrði í boði frá VSÍ til verkalýðs-
hreyfingarinnar. Hann sagði að það
væri þó ljóst að málið væri þrískipt:
bætur til hinna lægst launuðu, verð-
lagsmál og 'síðan það sem að ríkis-
valdinu snýr. Efhislega vildi hann
ekki ræða þessa þrjá þætti.
Pétur Sigurðsson, formaður Bald-
urs á ísafirði, sagðist óttast að
verkalýðshreyfingin ætlaði enn
einu sinni að kaupa eitthvað út úr
fjárlögum gegn því að stilla kröfúr
sínar. Þetta væri gamalt bragð sem
ríkisstjómir hefðu oft notað.
DV hefur heimildir fyrir því að
haukamir í verkalýðshreyfingunni
vilji að launanefndin segi samning-
unum upp. Benedikt Davíðsson
sagði að mikill tími síðasta fundar
formanna landssambanda innan
ASÍ hefði farið í að samræma sjón-
armið hvað þetta varðaði. Hann
sagðist telja að það yrði alger sam-
staða innan ASÍ ef launanefndin
ákvæði að segja samningum upp.
-S.dór
Flytja varð ökumenn tveggja bíla á slysadeild eftir harðan árekstur þriggja bfla á mótum Laufásvegar og Hringbraut-
ar síðdegis í gær. Hvorugur mannanna var þó alvarlega slasaður. Bílarnir lentu hver aftan á öðrum og skemmdust
þeir allir mikið. Draga varð tvo þeirra af slysstað með kranabíl. DV-mynd S
Ársfundur Ríkisspítala:
Styttri legutími leiðir
til aukins kostnaðar
- letjandi flármögnunarkerfi vinnur gegn hagræðingu
Ólafsfjörður:
Afmælisgjöfin frá
dómsmálaráðherra
„Þetta er víst afmælisgjöfin frá
dómsmálaráðherranum. Ólafsfjarð-
arbær á 50 ára afmæli í ár og þá
þykir rétti tíminn til að leggja niður
sýslumannsembættið á staðnum,“
segir Þorsteinn Ásgeirsson, forseti
bæjarstjómar á Ólafsfirði, í samtali
við DV.
í haust hefur bæjarstjómin á
Ólafsfirði staðið fyrir undirskifta-
söfnun til að mótmæla ákvörðun
dómsmálaráðherra um að leggja
embætti sýslumanns í Ólafsfirði
niður. Á fimmta hundrað manns
skrifaði undir mótmæli og vom list-
æ með nöfnum þeirra afhentir Þor-
steini Pálssyni dómsmálaráðherra í
gær. -GK
Gefraunatfmi: 904 <750
8 síðna jólagjafahandbók frá Bónus-
radíói fylgir DV í dag. Þar verður
kynnt glæsilegt úrval tækja sem
fæst í Bónusradíói, Grensásvegi 11.
í jólagjafahandbókinni er einnig
kynntur skemmtilegur símaleikur
sem lesendur geta tekið þátt í með
því að hringja í síma 9041750. Fjöldi
eigulegra vinninga verður dreginn
út, svo sem YOKO útvarps- og seg-
ulbandstæki, AFFINITY GSM-símar.
Aðalvinningurinn er CMC-tölva sem
dregin verður út á Þorláksmessu.
Heildarverðmæti vinninga í Jólaleik
Bónusradíós er um 460.000 krónur.
Styttri legutími sjúkinga á sjúkra-
húsum og veikari sjúklingar hafa
leitt til aukins kostnaðar fyrir Rikis-
spítalana og meira álags á starfs-
fólk. Núverandi fjármögnunarkerfi
sjúkrahúsanna hvetur ekki til ha-
græðingar og því hefur rekstrar-
vandi þeirra aukist. í raun auðvelda
minni afköst spítölum að halda sér
innan ramma fjárlaga. Á meðan
lengjast biðlistar og kostnaður fyrir
þjóðfélagið eykst vegna vinnutaps
og bóta til hinna sjúku.
Þetta kemur fram í ársskýrslu
Ríkisspítalanna, en ársfundur stofh-
unarinnar var haldinn í gær. Á
fundinum var fjallað sérstaklega um
notkun upplýsingatækni á sjúkra-
húsum. Að mati forráðamanna
sjúkrahúsanna er mikilvægt fyrir
Ríkisspítalana að nýta alla mögu-
leika tækninnar til að bæta þjón-
ustu við sjúklinga og auka hagræð-
í viðtali við DV ásakaði Brjánn
Jónsson, framkvæmdastjóri Iðn-
nemasambandsins, Valgerði Sverr-
isdóttur, formann þingflokks Fram-
sóknarflokksins, um að hafa sýnt
þeim iðnnemum, sem til hennar
leituðu vegna launalausu matar-
tæknanna, ókurteisi.
„Þetta eru hrein ósannindi. Ég
sýndi þeim fyllstu kurteisi og gest-
risni, eins og ég sýni, öllum gestum
mínum. Ég ræddi við þá um málið
og sagðist ætla að skoða það. Ég
ingu i rekstri.
Á síðasta ári námu útgjöld Ríkis-
spítala umfram sértekjur 6,7 millj-
örðum króna. Fjárveitingar á árinu
námu 6,6 milljörðum og fór stofnun-
in 127 milljónir fram úr fjárheimild-
um. Stærsti útgjaldaliðurinn var
launaútgjöld. Á árinu 1994 námu
þau tæplega 4,8 milljörðum.
ræddi síðan við formann stjómar
Ríkisspítalanna um málið og hann
bauðst til að ræða við iðnnemana og
ég sagði þeim það. Daginn eftir sá ég
að Iðnnemasambandið var komið af
stað með fréttatilkynningu þar sem
hallað var réttu máli og þá um leið
sá ég að það ætlaði ekki að reka
þetta mál af heiðarleika. Þá reiddist
ég og skammaði framkvæmdastjóra
þess fyrir það,“ sagði Valgerður
Sverrisdóttir í samtali við DV.
-S.dór
Stuttar fréttir
Hærri iögjöld?
Iðgjöld í bílatryggingum og
framfærsluvísitala hækka ef far-
ið verður að tillögum nefndar um
breytingar á skaðabótalögum.
Vísbending greindi frá þessu.
Aukinn halli
Úrskurðamefhd sjómanna og
útvegsmanna mn fiskverð hefur
valdið hærra hráefnisverði og
auknum hallarekstri í botnfisk-
vinnslu. RÚV hafði þetta eftfr for-
manni Samtaka fiskvinnsluhúsa.
Hátt metiö fyrirtæki
íslenska tölvufyrirtækið OZ er
metið á um 670 milljónir króna. í
vikunni keypti tælenskt fyrir-
tæki 5% hlut í fyrirtækinu á 33,5
milljónir. Bylgjan greindi frá..
Gjaldtöku hafnaö
Ungir framsóknarmenn hafna
alfarið framkomnum hugmynd-
um um innritunargjöld á sjúkra-
húsum. í samþykkt stjómar FUF
segir að gjöldin séu í algerri and-
stöðu við grundvallarstefnu
Framsóknarflokksins.
Vandi Ríkisspítala eykst
Rekstrarhalli Ríkisspítalanna í
ár stefnir í að verða 280 milljónir
samanboriö við 127 milljónir í
fyrra. Þetta kom fram á aðalfúndi
stofnunarinnar í gær.
Jöfnuöur mikilvægur
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, varar við því
að horfið verði frá markmiðum
um jöfnuð í ríkisfjármálum þótt
behn- horfi í efiiahagslifinu eftir
samning um álversstækkxm. Vís-
bending greindi frá.
Ráöherra íhugar frestun
Samgönguráðherra ákveður á
mánudaginn hvort uppsögn flug-
umferðarstjóra um áramótin
verði frestað eins og lög heimila.
Bylgjan greindi frá þessu.
Fyrstur islendinga
Benedikt Valsson, fram-
kvæmdastjóri FFSÍ, hefur fyrstur
Islendinga tekið sæti i stjóm Nor-
ræna flutningamannasambands-
ins.
Vestmannaeyjar:
Kona slasað-
istí
vindhviðu
Flytja varð konu á miðjum aldri á
sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum eftir
að hún lenti í snarpri vindhviðu og
féll í götuna. Veður var slæmt í Eyj-
um í gær og gekk á með snörpum
hviðum af norðri. -GK
Iönnemadeilur:
Sýndi þeim
fyllstu kurteisi
- segir Valgerður Sverrisdóttir