Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Síða 24
24
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 "3",Ur
Björgunarbókin Útkall Islenska neyðarlínan eftir Óttar Sveinsson komin út:
íslenskur bókarkafli á filmu í Hollywood
Hér á eftir birtir DV brot úr kafla
nýútkominnar bókar, Útkall, ís-
lenska neyðarlínan, eftir Óttar
Sveinsson, en þá frásögn kvikmynd-
aði Rescue 911 í sumar. Frásögnin
er af hjónunum Snæbimi Kristó-
ferssyni og Kristínu Karlsdóttur
sem féllu 20 metra niður í hyldýpis-
sprungu á Snæfellsjökli í júní 1991.
Þegar komið er til sögunnar er
Hjálmar Kristjánsson björgunar-
sveitarmaður frá Hellissandi að
koma á vettvang þar sem örvænt-
ingarfullir ferðafélagar hjónanna
eru að reyna að hífa Kristínu upp.
Millifyrirsagnir eru blaðsins.
Sekúndur milli
lífs og dauða
„Þegar ég leit fram yfir brúnina
sá ég hvað var að gerast. Kristín var
þrútin og með blágráan blæ á andlit-
inu. Það heyrðust stunur frá henni
þar sem hún hékk auðsjáanlega að-
framkomin í spottanum. Ég sá að
hún var illa bundin. Ég gerði mér
grein fyrir að nú skiptu sekúndur
sköpum milli lífs og dauða. Kristín
var að falla úr spottanum. Fólkið á
barminum náði henni greinilega
ekki upp úr sprungunni. Nú var
annaöhvort að hrökkva eða stökkva
- annars yrði orðið um seinan að
bjarga henni.
Ég snaraði sigbandi utan um mig
og batt hnút á örfáum sekúndum.
Því næst lét ég strákana halda í
bandið og stökk fram af brúninni.
Ég náði að grípa utan um Kristínu.
Ég sá að Björgólfur var í öngum sín-
um - mennimir gátu ekkert gert frá
brúninni annað en að halda í band-
ið. Þegar ég var kominn niður fyrir
Kristínu ýtti ég undir hana af öflum
kröftum. Nú færðist hún frá brún-
inni - þetta var herslumunurinn
sem upp á vantaðL Björgólfur og
Baldur náðu að teygja sig í Kristínu
og toga hana upp á sprungubarm-
inn.“ ...
Stór hangandi grýlu-
kertasverð fyrir ofan
Guðmundur Karl Snæbjömsson
læknir virti fyrir sér aðstæður við
sprungubarminn:
„Ég leit niður í spranguna. Mér
leist ekkert á þetta. Ég sá grýlukerti
á sprunguveggnum á móti okkur -
eins og stór hangandi sverð - það
fór um mig hroflur. En ég einbeitti
mér að aðalatriðinu - hvernig
manninum liði fyrir neðan. Björg-
unarmennimir vora með öll sigtæk-
in tilbúin. Þeir settu á mig belti í
snatri og ég fór í skó með broddum
á. Ég sá aö allt var tryggilega gert
hjá strákunum.
Ég gekk að brúninni og fótaði mig
niður. Ég gat ekki varist þeirri
hugsun að grýlukertin gætu losnað.
Einn maður á brúninni gaf þeim
sérstakan gaum til að vara okkur
við ef eitthvað gerðist. Ég reyndi að
fara mjög varlega. Það var í mér
talsverður kvíði en ekki var um
annað að ræða en að fara niður og
einbeita sér að því að vera yfirveg-
aður og hugsa hvert skref fyrir
ffarn. Betra var að gefa sér örfáar
sekúndur til að hugsa í stað þess að
flýta sér og rasa um ráð ffarn. Ég
var enn ekki farinn að sjá Snæ-
bjöm. Er ég nálgaðist sá ég að hann
og Hjálmar voru niðri i eins konar
Atburðurinn var sviðsettur á Langjökli þegar kvikmyndagerðarfólk frá Bandaríkjunum kom hingað til lands. Frá
Snæfellsjökli varð að hverfa vegna óhagstæðs veðurs. Á innfelldu myndinni má sjá þegar vélsleðinn skellur ofan í
sprunguna.
DV-myndir GVA
..
' ‘r 'i ' j
■ -'Æ
hvelfingu.“
Hjálmar fylgdist
með þegar Guð-
mundur Karl fór
ffam af brúninni í
sigbúnaði:
„Þegar læknir-
inn var látinn síga
niður bað ég hann
um að hafa ekki
mjög hátt til að
skapa sem minnst-
an titring út af
grýlukertunum.
Mestar áhyggjur
hafðiégþóafþyrl-
unni sem ég vissi
að var á leiðinni.
Sagan sýnd í sjónvarpi hér og erlendis
Kvikmyndatökufólk ffá Hoflywood kom til Islands í ágúst síðastliðn-
um tfl að sviðsetja ffásögnina sem fjallað er um á síðunni og birtist í
bók Óttars Sveinssonar. Um var að ræða ffamleiðanda og hluta af
tökuliði framhaldsþáttanna Rescue 911 eða Neyðarlínunnar, sem sýnd-
ir hafa verið á Stöð 2. Kvikmyndagerðarfyrirtækið Saga film sá hins
vegar um upptökur hér á landi og naut til þess aðstoðar fjölda hjörgun-
arsveitarmanna frá SVFÍ og fleiri aðila.
Araold Saphiro, aðalframleiðandi Rescue 911, sem kom sjálfúr til ís-
lands í sumar, sagði í samtali við DV í gær að fhamleiðslu þáttaraðar-
innar væri lokið í Bandaríkjunum. Hins vegar væri húið að selja CBS-
sjónvarpsstöðinni þá þætti sem teknir hefðu verið upp og ósýndir væru
í Bandaríkjunum, þar á meðal þátt byggðan á bókarfrásögn Óttars.
Saphiro kvaðst þess fullviss að þættimir yrðu sýndir í Bandaríkjun-
um á næsta ári og miðað viö áhugann sem var á upptökunum hér á
landi væri hann ekki í vafa um að þeir yrðu sýndir Ðjótlega á íslandi.
Ef stór vél lenti
nálægt sprung-
unni var vissu-
lega hætta á titr-
ingi með þeim af-
leiðingum að
grýlukertin losn-
uðu. Mér fannst
þó hæpið að þessi
kerti, sem höfðu
örugglega hangið
þarna í langan
tíma, tækju upp á
því að losna nú á
meðan við vær-
um þama.
Ekki varð hjá því
komist að læknir-
inn sparkaði úr sprunguveggjunum
er hann fótaði sig niður í sigband-
inu. ísflögur og litlir snjókögglar
féllu niður til okkar. Ég hallaði mér
yfir Snæbjöm til að hlífa honum.
Læknirinn var vissulega óvanur að
síga og treysti eðlilega ekki fótfest-
unni.“
Steig í gegnum sylluna
- hyldýpi fyrir neðan
Guðmundur Karl nálgaðist haftið
í sprangunni þar sem Snæbjöm lá:
„Ég sá að sjúklingurinn lá
klemmdur á syllu niðri í nokkurs
konar skoru. Þegar ég kom niður og
steig á sylluna fór ég með fótinn í
gegn. Ég fékk í magann og tók andk-
öf þó að ég væri fastur í bandinu. Ég
sá að Hjálmar steig á sylluna á móti
og fór líka niður þar með annan fót-
inn. Undir okkur var svart hyldýpi.
Hér mátti ekkert út af bera.
Nú sneri ég mér að sjúklingnum.
Maðurinn var greinilega með litla
meðvitund. Ég reyndi að tala við
hann og hann svaraði mér í hálfum
hljóðum. Hann gerði hvað hann gat
og sagði mér hvar hann verkjaði og
hvar hann væri tilfinningalaus.
Mér leist skelfílega á ástand
mannsins þegar ég fór að skoða
hann betur. Hann var orðinn mjög
kaldur, með áverka á höfði og bólg-
inn í andliti. Það var erfitt að með-
höndla og skoða manninn því hann
var stór, þungur og kappklæddur.
Hann virtist tilfinningalaus fyrir
neðan brjóst og gat ekkert hreyft
sig. Þetta benti til hryggbrots. Mað-
urinn hafði auk þess verið hjálm-
laus og meiðst á höfði. Mitt fýrsta
mat á sjúklingnum var að hann
hefði hlotið höfuðkúpubrot og mæn-
an skaddast, hvort sem hann væri
hryggbrotinn eða ekki...
Þyrlan kemur en...
Hópurinn við sprungubarminn
uppi á Snæfellsjökli sá nú hvar
þyrla vamarliðsins birtist fyrir
sunnan jökulinn. Klukkan var langt
gengin í átta. Þótt ekki hefði enn
tekist að ná Snæbimi upp úr
sprungunni fann fólkið til öryggis
við .að sjá vélina nálgast. Þyrlan
færðist óðum nær. Henni var flogið
ákveðið að slysstaðnum samkvæmt
leiðbeiningum frá flugmönnum á
flugvél Flugmálastjómar sem hring-
sólaði yfir jöklinum. Þyrluflug-
mennimir virtust ætla að lenda
skammt austan við slysstaðinn.
Kristínu hafði verið komið fyrir á
sjúkrabörum og björgunarmenn
gengu með hana áleiðis að áætluð-
um lendingarstað.
Skyndilega virtist eitthvað koma
fyrir hjá þyrluflugmönnunum. Vél-
in lenti í miklu niðurstreymi í
kyrru en þunnu jökufloftinu. I tutt-
ugu metra hæð fór þyrlan snögglegt
niður og skall síðan mjög harkalega
á jöklinum í um 400 metra fjarlægð
frá sprungunni. Fólkið horfði agn-
dofa á það sem var að gerast. Högg-
ið var svo mikið þegar vélin lenti að
þyrluspaðamir svignuðu og snertu
snjóinn við lendingarstaðinn. Reyk-
ur steig upp frá þaki vélarinnar.
Nokkrum sekúndum siðar sáust
fimm menn hlaupa út úr vélinni.
Það virtist vera hætta á sprengingu.
bók Óttars er fjaliað um sex dramatíska atburði, þar á meðal þegar bátamaður á siglingu niöur Hvítá með félögum sínum var nánast drukknaður. Á elleftu stundu tókst þó kajakræðara að bíta
sig fastan í hann í orðsins fyllstu merkingu, róa með hann í land og blása f hann lífi.