Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Síða 25
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995
25
skák
Skákþing íslands:
Stefnir í úr-
slitaskák í síð-
—*
ustu umferð
Stórmeistararnir Hannes Hlifar
Stefánsson og Jóhann Hjartarson
berjast um sigurinn í landsliðsflokki
á Skákþingi íslands. Keppnin fer
fram í húsnæöi Þýsk-íslenska, Lyng-
hálsi 10 í Reykjavík, og veröa tvær
síðustu umferðirnar tefldar um helg-
ina. Taflið hefst kl. 17 báöa dagana.
Efstu menn áttu í basli í 8. umferð-
inni sem tefld var á fimmtudags-
kvöld. Jóhann tefldi við Áskel Örn
Kárason og mátti þakka fyrir jafn-
tefii en Hannes hafði betur gegn Rún-
ari Sigurpálssyni frá Akureyri. Skák
þeirra lauk ekki fyrr en á ellefta tím-
anum er Hannesi tókst að knýja fram
sigur eftir 55 leikja taflmennsku. Þar
með jók hann forystuna - átti vinn-
ingi meira en Jóhann er þremur
umferðum var ólokið.
Staðan að loknum átta umferðum:
1. Hannes Hlífar Stefánsson 7 v.
2. Jóhann Hjartarson 6 v.
3. Jón Garðar Viðarsson 5,5 v.
4. -5. Helgi Áss Grétarsson og Ágúst
Sindri Karlsson 5 v.
6.-8. Rúnar Sigurpálsson, Sævar
Bjarnason og Magnús Pálmi Örnólfs-
son 3,5 v.
9. Benedikt Jónasson 3 v.
10. Áskell Örn Kárason 2,5 v.
11. Kristján Eðvarðsson 2 v.
12. Júlíus Friðjónsson 1,5 v.
Helgi Áss, þriðji stórmeistarinn í
hópnum, hefur sótt í sig veðrið eftir
dapra byrjun og gæti enn gert efstu
mönnum skráveifu. Hann átti að
tefla við Hannes í 9. umferðinni í
gærkvöldi.
En mesta athygli vekur frammi-
staða Jóns G. Viðarssonar, sem gerði
sér lítið fyrir og lagöi Hannes að velli
í 5. umferð. Ágúst Sindri hefur sömu-
leiðis teflt vel og stendur vel að vígi.
í 8. og 9. umferð mætir hann tveimur
neðstu mönnum en í lokaumferðun-
um tveimur teflir hann mikilvægar
skákir við Jón Garðar og Helga Áss.
Athyglin mun beinast að skák
Hannesar og Jóhanns í síðustu um-
ferð en líklegt er að þar verði um
hreina úrslitaskák að ræða. Auk Jó-
hanns á Hannes eftir að tefla við
Helga Áss og Magnús Pálma. Jóhann
átti í höggi við Benedikt í gær og
mætir Rúnari í dag, laugardag.
Því miður hefur verið allt of lítið um
áhorfendur í vistlegum sal Þýsk-
íslenska en aðgangur er ókeypis.
Full ástæða er hins vegar til þess aö
fylgjast með taflinu, því að ekkert er
gefiö-eftir. Eftirfarandi skák sýnir
þetta ljóslega en þar hreinlega „neyð-
ir“ svartur mótherja sinn til þess að
fórna til vinnings.
Hvítt: Helgi Áss Grétarsson
Svart: Sævar Bjarnason
Benóní-vörn.
1. d4 RfB 2. c4 c5 3. d5 e5
Hefðbundin Benóní-vörn hefst með
3. - e6 4. Rc3 exd5 5. cxd5 g6 o.s.frv.
4. Rc3 d6 5. e4 Be7
Vörn svarts er gjarnan nefnd
„tékkneskur Benóní" og dregur nafn
sitt af því aö tékkneskir stórmeistar-
ar, sem einu sinni voru - með Vlas-
timil Hort í fararbroddi, blésu lífi í
hana á sjöunda áratugoum. Áður
þótti hún of hægfara og hreint ekki
spennandi á svart, sem má búa við
nokkur þrengsli fram eftir tafli.
6. Be2 0-0 7. Be3 Re8 8. Dd2 g6 9. g4!
Rg7 10. 0-0-6
Hvítur velur beittustu áætlunina.
Svartur er reiðubúinn að losa um
taflið meö f7-f5 en þá opnast línur
að svarta kónginum.
10. Rd7 11. Rf3 Rf6 12. h3 De813. Kbl
Bd7 14. Hdgl Kh8 15. Kal Rg8 16. Bd3
f6 17. h4 Df7 18. Hg2 a6 19. Rel f5
Skák
Jón L. Árnason
Að öðrum kosti kærni 20. f4, því aö
svartur hefur stillt mönnum sínum
svo varfærnislega upp að hann nær
ekki að hreiðra um sig á e5 eftir upp-
skiptin. Svartur vill verða fyrr til en
hvítur hefur hag af opnun g-línunn-
ar.
20. gxf5 gxf5 21. Hhgl Rh5
1 1
Á iif A
A A
A&AA
& & i &
& & w & s
á? s
ABCDEFGH
22. Rf3! f4?! 23. Bxc5
Það er augljóst að hvítur á ekki
annars úrkosti en að fórna manni en
auðvitað var það hugmyndin meö
síðasta leik hans. Svartur vanmetur
fórnina, sem gefur hvítum býsna
sterka stöðu.
23. - dxc5 24. Rxe5 De8 25. Rxd7 Dxd7
26. e5
Peðin eru sterk, kóngsstaöa svarts
opin og svörtu mennirnir ná ekki að
vinna saman.
26. - Dh3 27. Re4 Bxh4 28. Dc3 Rh6 29.
e6 Bf6 30. Rxf6 Hxf6
Ef 30. - Rxf6 31. Hg7 og góð ráð
gegn hótuninni 32. Hxh7 mát eru
dýr. T.d. 30. - Rf5 31. Bxf5 Dxf5 32.
Hlg5 Dh3 33. Hg8 + ! og mátar.
31. Hg5 Hg8
Fátt er til varnar. Hvítur hótaði
einfaldlega 32. Hxh5.
32. Hxg8+ Rxg
- Laglegur lokahnykkur. Ef 33. -
Kxg8 34. Bxh7+ Kxh7 35. Dxh3 og
eftirleikurinn er auðveldur. Svartur
gafst upp.
Innrömm uð gjafa vara
Listaverkaeftirprentanir
Ný sending. Sérpantanir óskast
sóttar. ítalskir rammalistar
Falleg gjafavara.
I TI /~) Innrömmunarþj ónusta
Fákafeni 9 - sími 5814370.
' W f N
‘ !
a tonleikum
arleikhúsinu
þriðjudaginn 28. nóvember
miKiRcIi]
prógrammið byggir á
gömlum og nýjum lögum.
einnig verða flutt lög
sem haukur morthens
söng á ferli sínum.
með Dubba spjía:
PQr|eifur guðjons§on a bassa
þonr balctursson a hamjnond orgel
guðmupdurpetursson a gitar
gulli briem a trommur og slagverk
kristín eysteinsdóttir
hitar upp ásamt
hljómsveit sinni
og benedikt elvar tmbador
forsala aðgöngumiða í borgarleikhúsinu