Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Side 41
JjV LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 57 Enginn ísienskur þátttakandi í Miss World: Kostnaður ekki ástæðan - segir Ólafur Laufdal veitingamaður Ólafur Laufdal veitingamaöur og forráðamaður Fegurðarsamkeppni íslands segir að Hrafiihildur Haf- steinsdóttir, fegurðardrottning ís- lands, hafi verið ósanngjöm í viðtali við helgarblað DV fyrir viku. Ólafur segir að tekin hafi verið ákvörðun um það í maí sl. að senda ekki þátt- takanda i keppnina Miss World og var bréf þess efnis sent til aðstand- enda hennar. „Sú ákvörðun var tek- in eftir fund með stúlkum, sem tek- ið hafa þátt í keppninni undanfarin ár, að vera ekki meðal þátttakanda í Miss World þetta árið. Fegurðar- drottningamar töldu að fyrirkomu- lag keppninnar, eftir að hún var flutt til S-Afríku, hentaði ekki ís- lensku keppendunum. Áhugi dóm- ara keppninnar virðist hafa beinst að lituðum stúlkum eða dökkum," segir Ólafur. Rætt var um að þátttökugjald í Miss World, 300 þúsund krónur, hefði orðið til þess að keppandi var ekki sendur. Ólafur segir þetta rangt. „Þetta era vissulega miklir peningar, því síðan bætist flugfar- gjald og annar kostnaður við, en það var ekki ástæðan fyrir því að engin íslensk stúlka var meðal þátttak- enda. Einu peningar fegurðarsam- keppninnar em þeir sem koma inn kvöldið sem hún er haldin. Hún hef- ur þó alltaf komið út í mínus en við settum samt þennan kostnað ekki fyrir okkur.“ Ólafur segir einnig rangt að sænskir aðilar hafi kostað Bimu Bragadóttur á Miss World fyrir ári, eins og Hrafiihildur sagði, það hafi Fegiurðarsamkeppni íslands gert. „Hrafnhildur minnist á ferðamálayf- irvöld og utanrikisráðuneytið sem styrktaraðila en sannleikurinn er sá að þessir aðilar hafa ekki viljað styrkja þátttakendur. Ávallt hefur verið borgað fullt fargjald fyrir stúlkumar og Flugleiðir hafa ekki einu sinni séð sér fært að fella nið- ur greiðslu fyrir yfirvigt hjá stúlk- unum.“ Ólafúr segir að titlinum Fegurðar- drottning íslands fylgi ekki loforð um þátttöku í keppni erlendis. „Það er einungis ákvörðun okkar hvort stúlka verður send i keppni en það fylgir ekki titlinum. Hvort ungfrú ísland taki þátt í Miss World, Miss Universe eða Miss Europe er ekkert Það er ekki sjálfgefiö að þær stúlkur sem vinna fegurðarsamkeppni ís- lands fari til útlanda og keppi þar. DV-mynd GVA sem er ákveðið fyrirfram. Það er ekki einu sinni sjálfgefíð að við sendmn Hrafhhildi í keppnina Miss Universe enda fer hún ekki fram í apríl, eins og hún sagði, því ennþá er óákveðið hvar og hvenær hún verður.“ Ólafúr Laufdal segir að það sé hrein móðgun við Karl Aspelund fatahönnuð að kalla búning þann sem Hrafnhildur fór með til Tyrk- lands peysuföt eins og hún gerði í viðtalinu. „Bima var í þessum kjól árið áður og Karl bauðst til þess að. breyta kjólnum og lána henni end- urgjaldslaust,“ segir Ólafur Laufdal. -ELA Braaðbættur hjúpur, orange og piparmintu, BREMSUR! * Klossar * Borðar * Diskar * Skálar Ml © RENNUM! skálar og diska allar stærðir Allar álimingar! ÁLÍMINGAR Síðumúla 23-s. 5814181 Selmúlamegin 9 0 4 • 1 7 0 0 Verð aðeins 39,90 mín. 21 Handbolti 31 Körfubolti 4 j Enski boltinn 5 j ítalski boltinn 6 Þýski boltinn 7 j Önnur úrslit _8j NBA-deildin Á BEINNI BRAUT TIL Styrktaraðilar: Stórstúka íslands I.O.G.T. Þingstúka Reykjavíkur Rauði kross íslands Búnaðarbankinn Mjólkursamsalan íslandsbanki Sjóvá-Almennar hf. Veltubær Ábyrgð hf. Slysavarnafélag íslands Vífilfell hf. Heilbrigðisráðuneytið Umdæmisstúkan Bílaleiga Akureyrar Hans Petersen Sportleigan BAKKUSAR! - foreldrar í fararbroddi? Er þaö virkilega svo? Á Bindindisdegi fjölskyldunnar vekjum við athygli á ábyrgð foreldra og annarra uppalenda. Á flaskan að vera fordæmið sem þeir gefa? • Enginn veit hvert fyrsta glasið leiðir • Áfengisneytendur verða sífellt yngri • Afbrotum vegna áfengisneyslu fjölgar • Áfengissjúkir og aðstandendur þeirra þjást • Ofbeldi og agaleysi vex óðfiuga, þar er áfengið með í för • Áfengisneysla vex, landabrugg og landaneysla herja á samfélagið og aukin fíkniefnaneysla siglir í kjölfarið Á Bindindisdaginn fjölmennum við á fjölskylduhátíðina í Vinabæ klukkan 15:30 til 17:30. Þar mæta þeir Kasper, Jesper og Jónatan og Lína langsokkur. Þar syngja Lögreglukórinn og barnakórar úr Hveragerði og Furðuleikhúsið mun birtast á sviðinu. Margt fleira verður til gamans gert. Aðgangur ókeypis. Þar verður gott að vera. Þú þangað með fjölskylduna, auðvitað! Nema hvað? Gerum Bindindisdaginn 1995 að áfengislausum degi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.