Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Page 64
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALÐREI SEFUR MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjalst,ohaö dagblaö MUNIÐ NYTT SIMANUMER LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 ^Spilakassar: Krónan gekk sem hundr- aðkall „Þetta var smáslys. Tveir kassar voru ekki rétt forritaðir þannig að það var hægt að nota krónupeninga i stað nýju hundrað króna pening- anna. Þetta voru mannleg mistök sem voru leiðrétt eftir stuttan tíma,“ segir Magnús Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri íslenskra söfn- unarkassa, sem reka spilakassana fyrir Rauða kross íslands. Fyrr í vikunni varð uppi fótur og fit í sölutuminum Svarta svaninum við Hlemm vegna þess að áhuga- samir spilamenn höfðu uppgötvaö að krónur voru orðnar ígildi hund- rað króna í spilakössum frá Rauða krossinum. Gekk svo í sex klukkutíma að hægt var að spila drjúgt fyrir smá- peninga. Þá var gert við kassana og urðu margir óánægðir krónukarlar frá að hverfa eftir að hafa náð í gamalt klink heim til sín. Magnús sagði að Rauði krossinn hefði tapað óverulegu fé á mistök- unum en samkvæmt öðrum heim- ildum mun um umtalsverðar fjár- hæðir að ræða, jafnvel hundrað þús- und krónur. Forritunarvillan kom bara fram í þessum tveimur köss- um. -GK Blinduðust í sólinni Stálu löggU' Ijósum Akureyri: Þrir árekstrar Loksins var krónan í fullu verðgildi! Annað málið á skömmum tíma þar sem refsiheimild ónýtist vegna seinagangs yfirvalda: Nær allt skilorðsbundið í 33 milljóna svikamáli dómstóllinn átelur ríkissaksóknara á ný fyrir ámælisverðan drátt á málsmeðferð Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í gær upp annan dóminn á skömm- um tíma þar sem refsing fyrir stór- felld efnahagsbrot var færð niður og gerð skilorðsbundin að nær öllu leyti þar sem málsmeðferð dróst á ámælisverðan hátt, einkum hjá ríkissaksóknara en einnig hjá rannsóknaraðilum. í málinu í gær var Magnús Jóns- son, framkvæmdastjóri fyrirtækis sem flutti inn franskar kartöflur, dæmdur fyrir að hafa svikist und- an þvi að greiða rúmar 33 milljón- ir króna í innflutningsgjöld með því að gefa tollayfirvöldum aðeins hluta upp af raunverulegu kaup- verði 75 vörusendinga á tímabil- inu 1988-1992. Þannig hafi hann samið við hollenskan seljanda var- anna að gefa út vörureikninga upp á nær 50 prósent lægra verð en rétt var en þess í stað fengið hann til að senda verulegt magn af um- búðum, í lægri tollaflokki en á hærra faktúruverði, til að seljand- inn fengi sitt fyrir kartöflurnar. Refsingin var dæmd 24 mánaða fangelsi en 21 mánuður er skilorðs- bundinn. Brotin voru því orðin það gömul að það var andstætt Evrópuráðssamningi um mann- réttindi og lögum um meðferð op- inberra mála að dæma sakborn- inginn til meiri refsingar en raun ber vitni. í niðurstöðu dómsins kemur meðal annars fram að brot ákærða séu engu aö síður stórfelld. Dóm- urinn telur að „undir venjulegum kringumstæðum" komi skilorðs- binding refsingar ekki til álita enda séu sakarefnin það mikil. „Hins vegar og vegna hins ámælis- verða dráttar í máli þessu sem rak- inn var þykir rétt að skilorðsbinda refsivist ákærða svo sem dóma- framkvæmd býður..." Magnús var ákærður fyrir rúm- lega 46 milljóna króna tollsvik vegna 92 vörusendinga en var sýknaður af sakargiftum um að hafa gerst brotlegur við síðustu 18 sendingarnar. Dómurinn dæmdi sakborning- inn ekki til að greiða sekt til ríkis- sjóðs vegna hinna vangreiddu inn- flutningsgjalda þar sem ráðstafan- ir hafi þegar verið gerðar af hálfu sakborningsins í því skyni og tryggingar hafi verið lagðar fram. Guðjón Marteinsson héraðsdóm- ari kvað upp dóminn. Eins og fram kom í DV í gær er nýgenginn ann- ar dómur í máli manns sem einnig framdi stórfelld efnahagsbrot. Þar varð einnig að færa refsingu niður og skilorðsbinda fangelsisvist, reyndar að öflu leyti, vegna þess að brot hans væru orðin 6-8 ára - of gömul til að málið teldist dæmt „undir venjulegum kringumstæð- um Tillaga á Alþingi: Sérstakur ákærandi verði Einn bífl skemmdist mikið og nokkrir aðrir klesstust í fjórum árekstrum í Vestmannaeyjum í gær. Var einn árekstranna sérlega harður en þó urðu ekki teljandi slys á fólki. Árekstrarir urðu allir með skömmu millibili síðdegis þegar sól var að hníga til viðar og rekur lög- reglan óhöppin til þess að ökumenn bílanna blinduðust. -GK skipaður íefna- hagsbrotum Óprúttnir náungar stálu í fyrr- inótt öllum ljósabúnaði af þaki bif- reiðar lögreglunnar á ísafirði. Bif- reiðin var á verkstæði og komust þjófamir þar inn í skjóli nætur. í gærkvöld hafði enn ekkert sést til ljósanna en lögreglan átti siður von á að þjófarnir ækju um stræti undir bláum blikkljósum. -GK Töluverðar skemmdir urðu á sex bílum í þremur árekstrum á Akur- eyri í dag. í öllum tilvikum slapp fólk án meiðsla en eignatjón er tölu- vert. -GK íslenskir kjarnorkuandstæðingar réttuðu yfir Jacques Chirac Frakklandsforseta að honum fjarstöddum við Sunda- höfn í gær og „tóku hann af lífi“ að úrskurði kviðdóms fengnum. Vildu andstæðingarnir þannig mótmæla kjarnorku- tilraunum Frakka á Kyrrahafi en frönsk freigáta var í höfninni þegar forsetinn var dreginn fyrir dóm. DV-mynd S í þingsályktunartillögu, sem Jó- hanna Sigurðardóttir og Bryndís Hlöðversdöttir hafa lagt fram á Al- þingi, kemur fram að þess skuli nú freistað að ná samstöðu um að lög verði sett um sérstakan ákæranda í efnahagsbrotum. Þar er einnig lagt til að málsmeðferð slikra brota verði sýnilegri en verið hefur og sæti í miklu ríkara mæli opinberri meðferð ef skapa eigi almenn varn- aðaráhrif gegn skattsvikum. Auk þess kemur fram að íslensk yfirvöld hafi ekki tekið á þessum brotum sem skyldi. í tillögunni segir jafnframt að hugtakið efnahagsbrot sé skilgreint sem kerfisbundin refsiverð hátt- semi í hagnaðarskyni í annars lög- legri atvinnustarfsemi. í tillögu þingkvennanna segir einnig m.a. „Hröð og skilvirk meðferð efna- hagsbrota verður sífellt þýðingar- rneiri. Opinber málsmeðferð er tals- vert viðurhlutameiri og vandaðri en lokuð skattrannsókn og skattsektar- meðferð hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins og yfirskattanefnd. Ástæða er til að huga að breytingum á því fyrirkomulagi, ekki síst með tifliti til varnaðaráhrifa.“ -Ótt Veðrið á sunnu- dag og mánudag: Talsvert næturfrost Á sunnudag og mánudag verður hæg norðlæg eða breytileg átt. Úrkomulaust verður að mestu og víða létt- skýjað. Vægt frost verður um mestallt land og talsvert næturfrost í innsveitum. Veðrið í dag er á bls. 77. Orensósveqi T1 Sími: 5 886 886 Fax: 5 886 888 Grœnt númer: 800 6 886

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.