Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Blaðsíða 8
8 i í <herlend bóksjá Metsölukiljur Valið ur bestu ensku pappírskiljum ársins Bretland Skáldsögur: í. Terry Pratchett: Interesting Tlmes. 2. Dlck Francls: Wlld Horses. 3. Doug Naylor: The Last Human. 4. Wllbur Smlth: The Seventh Scroll. 5. Jane Austen: Prlde and Prejudlce. 6. Davld Guterson: Snow Falling on Cedars. 7. Danlelle Steel: The Glft. 8. Pat Barker: Regeneration. 9. Ruth Rendell: Slmlsola. 10. Maeve Binchy: The Glass Lake. Rit almenns eðlis: 1. S. Blrtwistle & S. Conklin: The Making of Prlde and Prejudlce. 2. Alan Bennett: Wrltlng Home. 3. Nelson Mandela: Long Walk to Freedom. 4. S. Nye & P. Dornan: The A-Z of Bahaving Badly. 5. Andy McNab: Bravo Two Zero. 6. Blll Watterson: Calvin & Hobbes lOth Annlversary Book 7. Carl Giles: Glles 1996. 8. lan Botham: Botham: My Autoblography. 9. Terry Pratchett: A Map of the Dlscworld. 10 Ranfurly: To War wlth Whltaker. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk 1. Llse Nergaard: De sendte en dame. 2. Jung Chang: Vllde svaner. 3. Kirsten Thorup: Elskede ukendte. 4. Bret Easton Ellls: Uskrevne regler. 5. Robert J. Waller: Broeme I Madlson County. 6. Josteln Gaarder: Sofles verden. 7. Susan Donell: Pocahontas. (Byggt á Polltlken Sendag) sm'viMmixwMfímtmKæmMmmmmiMmiMimmtfœm Nú þegar síðasti mánuður ársins 1995 er genginn í garð og jólahátíðin nálgast óðum er kjörinn tími til að líta yfír árið sem er að líða og huga að eftirminnilegum bókum sem út hafa komið siðustu mánuðina. Enska blaðið The Sunday Times birti á dögunum yfirlit um nokkrar merkustú pappírskiljur ársins. Hér segir stuttlega frá þeim helstu. Góðar ævisögur Á listanum eru margar ævisögur sem sumar hverjar hafa selst mjög vel á árinu og sést reglulega á met- sölulistum. Writing Home er metsölubók eftir Alan Bennett. Hér er á ferðinni safn af dagbókarbrotum og blaðagrein- um frá síðustu tuttugu árum eða svo þar sem fjallar er á gamansam- an hátt um þekkt fólk í ensku leik- húslífi. Ævisaga af allt öðru tagi er Long Walk to Freédom eftir Nelson Mand- ela, forseta Suður-Afríku. Þetta er öðru fremur lýsing á nærri þrjátíu ára fangavist þessarar frelsishetju s'uður-afrískra svertingja, en Mand- ela hóf ritun bókarinnar með leynd í fangaklefa sínum á Robben-eyju. Tim Pat Coogan fjallar um annan þjóðarleiðtoga í bók sinni: De Val- era: Long Fellow, Long Shadow. Þar lýsir hann ferli þess stjórnmála- manns sem gjarnan er litinn álíka augum af írsku þjóðinni og Jón for- seti af íslendingum. Einnig er rétt að nefna tvær bæk- ur um kunnar stjörnur úr heimi kvikmynda og dægurtónlistar. í Audrey segir Alexander Walker frá ævintýralegum ferli Audrey Hep- burn og varpar nýju ljósi á æsku Nelson Mandela. Ævisaga hans hefur víða vakið athygli. Umsjón Elías Snæland Jónsson hennar og íjölskyldulíf. Marianne Faithfull rekur hins vegar sjálf end- urminningar sínar frá hippptíman- um í sjálfsævisögu sem heitir ein- faldlega: Faithfull. Þá er rétt að nefna eina ævisögu til viðbótar sem vakti mikla athygli þegar hún kom út. Sú heitir The Life of the Party. Þar segir Christopher Ogden frá sérstæðu líf- erni Pamelu Digby Churchill Harriman sem varð ástkona fjöl- margra auðugra manna og giftist nokkrum þeirra. Vinsælar skáldsögur Fjölmargar eftirminnilegar skáld- sögur komu út í enskum pappírs- kiljum á þessu ári. Nokkrar þeirra er að finna á lista The Sunday Times: Felicia’s Journey er verðlauna- skáldsaga eftir írska rithöfundinn William Trevor. Þar segir frá ungri stúlku sem yfirgefur litla þorpið sitt á írlandi og heldur til Englands í leit að ástvini sínum en kemst þar í kynni við eymdarlegan veruleika. Bandaríski rithöfundurinn Will- iam Gaddis tekur lögfræðinga í hei- malandi sínu rækilega í gegn í bráð- fyndinni skáldsögu sem nefnist A Frolic of His Own. Leikarinn snjalli, Stephen Fry, er einnig skáldsagnahöfundur og í The Hippopotamus fjallar hann á afar fyndinn hátt um raunir skálds sem missir starf sitt sem leiklistargagn- rýnandi fyrir að vera of orðhvatur. Rushing to Paradis er eftir J.G. Ballard. Þessi nýja skáldsaga gerist á því svæði þar sem frönsk stjórn- völd gera um þessar mundir tilraun- ir með kjarnorkuvopn og lýsa ver- öld sem breytist úr paradís í helvíti. Snow Falling on Cedars eftir Dav- id Guterson hefur verið á metsölu- listum að undanfórnu. Þar segir frá dauða sjómanns á Kyrrahafi, rann- sókn málsins og dómsmeðferð. Önnur vinsæl skáldsaga er A Son of the Circus eftir John Irving. Söguhetjan þar er indverskur lækn- ir sem yfirgefur heimili sitt í Kanada og fer til Bombay þar sem hann hefur afskipti af flóknu morð- máli.. Skortur á ensími í heila hefur alvarlegar afleiðingar: Karlkyns mýs breytast í hin mestu óargadýr vísindi_________________ í sundur í 2 atrennum Vísindamenn í BandaríKjun- um hafa komist að því að Afrika og Arabía skildust í sundur í tveimur snöggum hnykkjum og myndað þannig Rauðahafið. Sá fyrri varð fyrir 34 milljónum ára en hinn síðari fyýir um 25 millj- ónum ára. Kenning þessi gengur í ber- högg við viðtekna skoðun um að lítil rifa í jarðskorpu Afríku hafi smám saman færst norður á bóginn uns aðskilnaður varð. Frá þessu er skýrt í vísindarit- inu Science. Adam gamli er fundinn Allar líkur benda til þess að erfðafræðilegur „Adam“, forfað- ir alls mannkynsins, sé fundinn. Vísindmenn fundu hann með því að rannsaka y-litninga sem aðeins eru í körlum. Adam þessi reyndist vera 188.000 ára gamall og lifði í Afríku. Það eru vísindamenn frá há- skólanum í Arizona sem halda þessu fram en breskir starfs- bræður þeirra telja „Adam“ vera mun yngri, eða 37 til 49 þúsund ára. Vísindamenn höfðu áður fundið „Evu“, eða formóður okk- ar. Hún var lika í Afríku og er 200.000 ára gömul. Eva fannst með rannsóknum á reglulegum stökkbreytingum í DNA-kjarn- sýru og var fyrst skýrt frá því árið 1987. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Vísindamenn við Johns Hopkins háskólann í Bandaríkjunum hafa upp- götvað að ensím sem er í heilanum gegnir mikil- vægu hlutverki i árásar- girni karldýra. Ensím þetta kallast köfnunarefn- isoxíð, skammstafað á ensku NOS. Frá þessu er sagt í tímaritinu Nature. Við rannsóknir kom í ljós að karlmýs sem þetta ensím vantar í, voru óvenju árásargjarnar og réðust bæði á aðrar mýs og þá sem önnuðust þær. Vísindamennirnir sögðu að uppgötvanir þeirra gætu komið að liði við að útskýra árásargirni í okk- ur manfólkinu. Einn þeirra sem vann að rannsóknunum við Johns Hopkins er taugasérfræðing- urinn Ted Dawson. Hann segir að hann og félagar hans við háskólann hafi verið að rækta mýs án þessa til- tekna ensíms til að kanna áhrif þess á heilablóöfall og æxlunarhegðun. „Þetta er tiltölulega nýuppgötvað boðefni og svo virðist sem það gegni margvíslegum og mikilvægum hlut- verkum,“ segir Dawson. „Það liggur hins vegar ekki alveg ljóst fyrir hvert venjuleg hlutverk þess eru ná- kvæmlega. Þessi rannsókn bendir til þess aö eitt meginhlutverk þess sé kannski að bæla árásarhneigö í músurn." Dawson segir að að fyrst hafi orð- ið vart við árásarhneigðina þegar þessar sérstaklega ræktuðu karl- kyns mýs voru settar i búr með kvendýrum. Ekki hafi verið að sök- um að spyrja, karldýrin hafi í óvengjumiklum mæli reynt að fara upp á kvendýrin, sem hafi síðan leitt til mikils gauragangs og öskra hjá kvenþjóðinni. „Kvendýrin öskruðu óhóflega mikið,“ segir Dawson. Karldýrin, sem NOS-ensímið vantaði í, lögðu einnig til atlögu gegn vísindamönnunum sjálfum sem meðhöndl- uðu þau. Þá börðust þau við önnur karldýr þar til aðeins annað þeirra var uppistandandi. „Þetta er í rauninni mjög átakanlegt. Þau byrja bara að slást og hætta ekki,“ segir Daw- son. Þessi stökkbreyttu karl- dýr virtust ósköp eðlileg að öllu öðru leyti, að sögn vísindamannanna. Kvendýrin sem voru ræktuð án þessa ensíms sýndu aftur á móti ekki sömu óvenjulegu árás- arhneigðina og karldýr- in. Ted Dawson segir ekki ólíklegt að samskonar skortur gæti komið upp meðal mannfólksins. „Genið fyrir ensímið í músum er það sama og í mönnum og þess vegna er hugsan- legt að svipuö staða gæti komið upp,“ segir Dawson. Hann bætir þó við að ólíklegt sé að ensím þetta sé endanlegur lykill að árásarhneigð. „Ég held að ofbeld- isatferli eigi sér margar skýringar, félagslegar og efnahagslegar." Ted Dawson og félagar hans ætla næst að kanna hvort þeir geti fund- ið lyf sem hafl áhrif á magn ensíms- ins í heilanum. Metsölukiljur Bandaríkln Skáldsögur: 1. Mary Hlgglns Clark: The Lottery Wlnner. 2. Dean Koontz: Dark Rivers of the Heart. 3. Tom Clancy & Steve Pleczenlk: ÍMirror Image. 4. George Dawes Green: The Juror. 5. Sldney Sheldon: Nothlng Lasts forever. 6. David Guterson: Snow Falllng on Cedars. 7. Whitney Otto: How to Make an Amerlcan Qullt. 8. John Sandford: The Empress Flle. 9. W.E.B. Griffin: The Murderers. 10. Catharine Coulter: The Duke. 11. Carol Shlelds: The Stone Dlaries. 12. Danielle Stéel: Wlngs. 13. Jonathan Kellerman: Self-Defense. 14. Sharyn McCrumb: She Walks These Hills. 15. Nelson DeMille: Spencervllle. Rit almenns eölis: 1. Rlchard Preston: The Hot Zone. 2. Tlm Allen: Don’t Stand to Close To a Naked Man. 3. Mary Plpher: Reviving Ophella. 4. H. Johnson & N. Rommelmann: The Real Real World. 5. R. McEntire & T. Carter: Reba: My Story. 6. Paul Relser: Copplehood. 7. Barbara Bush: Barbara Bush: A Memolr. 8. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 9. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Light. 10. Tom Clancy: Rghter Wlng. 11. Clarissa Plnkola Estés: Women Who Run with the Wolves. 12. Doris Kearns Goodwln: No Ordinary Time. 113. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 14. Thomas Moore: Care of the Soul. 15. Laurle Garrett: The Comlng Plague. (Byggt á New York Tlmes Book Revlew) Hálmurinn níðsterkur Hálmur sem fellur til við uppskeru á höfrum, rúgi eða hveiti er alls ekki gagnslaus aukafurð og öllum til ama. Þýskir vísindamenn hafa þvert á móti sannað að hægt er að nota hann sem dýrmætt hráefúi í ýmsa framleiðslu. Vísindamennirnir einsettu sér að finna umhverfisvænan valkost við plastefni og málm- blöndur sem finna má í alls kyns framleiðsluvörum. Þar með verður hægt að draga mjög úr losun koldíoxíðs út í and- rúmsloftið og varðveita auð- lindir jarðar. Hálmurinn reyndist svo vera ótrúlega létt og sterkt bygging- arefni. Góðmeti við skorpulifur Vannærðir sjúklingar með skorpulifur, sem fá almennileg- an mat, geta nýtt sér orkuna og prótínin í fæðunni á einstak- lega áhrifaríkan hátt og beitt matnum sem vopni í barátt- unni gegn skorpulifrarsjúk- dómipum. Sjúklingarnir þyngjast og byggja upp frumur líkamans eins og nýfædd börn, að því er fram í nýrri rannsókn lækna við ríkissjúkrahúsið í Kaup- mannahöfn og sagt er frá í bresku næringarfræðiblaði. Um 15 þúsund sjúklingar með skorpulifur eru í Dan- mörku en aðeins 40 prósent vegna áfengisneyslu. Að sögn dönsku læknanna verður í framhaldi af þessu að huga vel að næringu þeirra, sem hafði lítið verið gert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.