Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 r i l Atvinnumaður með Ströms-godset í Noregi: Aðstæður allar betri en hér - segir Gestur Gylfason knattspyrnumaður „Okkur var vel fagnað þegar við komum heim eftir að hafa endur- heimt Úrvalsdeildarsætið eftir 0:0 jafntefli við Sogndal en heimaleik- inn höfðum við unnið með 3:1,“ sagði Gestur Gylfason, Keflvíkingur, sem nú leikur með Ströms-godset, í Drammen í Noregi í samtali við DV er hann var staddur hér landi í heimsókn. „Kveikt var á kertum eftir leikinn og voru þau látin loga úti við. Menn glöddust fram eftir nóttu, án þess að vera með neina ofsakæti. Áhuginn fyrir leiknum var mikill, um 1500 manns fylgdu okkur til Sogndal en þessi dyggi hópur fylgdi liðinu næst- um á hvern leik og styrkti okkur á margan annan hátt. Ferðin til Sogndal tók sex klukkustundir í hópferðarbílum en menn létu það ekki á sig fá, fyrst mikið var í húfi.“ Mikill knattspyrnuáhugi Gestur ákvað að hleypa heimdrag- anum um seinustu áramót og hélt til Drammen, ásamt Guðleifu, eigin- konu sinni, og syninum Arnari Frey, sem er á öðru ári. Þar bauöst honum starf við múrverk og smíðar ásamt því að spila með Ströms-god- set, sem hafði unnið sig upp i Úr- valsdeildina, Elif Seria, 1993, en fall- ið strax aftur niður i I-deild. „Áhugi fyrir knattspyrnu er mikill í bænum og því voru menn staðráðnir í að vinna Úrvalsdeildarsætið að nýju og það tókst enda hart barist í Sognar- leiknum frá fyrstu mínútu til hinnar seinustu. Samtals voru sýnd 7 gul spjöld í leiknum, - við fengum þrjú af þeim, en eitt rautt fengu heima- menn til viðbótar. Ég er bjartsýnn á að okkur takist að halda okkur upp á næstu leiktíð. Tveir til þrír sterkir leikmenp munu bætast í hópinn og vel getur verið að Marko Tanasic, Júgóslavinn, sem lék með Keflavík, verði á meðal þeirra, fái hann at- vinnuleyfi í Noregi, en hann hefur þegar samið við Ströms-godset." Baráttan harðnar Gestur gerir sér alveg grein fyrir því að baráttan um sæti í aðalliðinu harðnar til muna, þegar fleiri bætast í hópinn. „Maður leggur sig bara all- an fram,“ segir hann og brosir. „Svo er að sjá hvað setur,“ bætir hann Gestur Gylfason ásamt konu sinni, Guðleif, og syninum Arnari Frey. komst strax inn aftur, í vinstri ba- kvarðarstöðuna, - staðgengillinn meiddist og gat ekki spilað meira í bili. Annars er andinn mjög góður í liðinu og mér hefur verið vel tekið af öllum þótt aðkomumaður sé. Ég starfa hjá byggingarfyrirtæki Ola K. Karsonar, sem hefur um 30 manns í vinnu. Hef bíl til afnota frá félaginu og húsnæði en leiguna greiði ég sjálfur. Þurfi ég á fríum að halda vegna æfinga eða keppni, greiðir félagið fyrirtækinu vinnutap- ið. Að öllu jöfnu komumst við betur ákvörðun þegar viö ákváðum að reyna fyrir okkur í Drammen." Vinnan minnkar - En hvernig fer byggingarvinna og knattspyrna saman? „Það hefur gengið ágætlega að samræma þetta. Hins vegar getur verið erfitt að fara á tveggja tíma æf- ingu eftir erfiðan dag. Þetta mun hins vegar breytast á næstunni. Ég þarf ekki að vinna með knattspyrn- unni næsta tímabil - verð alfarið á UD-103 DV-mynd emm gefa mér meiri möguleika hér í framtíðinni. Ekki svo að skiija að hún sé mér fjötur um fót - mig lang- ar bara að læra hana betur. Að vísu var ég stirður í málinu í fyrstu en þá greip ég til enskunnar. Þjálfarinn, Dag Viðar Kristofersen, er ensku- kennari við menntaskólann í Drammen. Hann er mjög fær þjálfari þótt hann hafi reyndar ekki leikið knattspyrnu mjög mikið. Hann var hins vegar landsliðsmaður í bandy á sínum tíma. Hann hafnaði öllum til- boðum frá öðrum félögum og verður Aðeins með handklæði á æfingar Sagt er að glöggt sé gests augað en sér Gestur mikinn mun á aðstæðum og styrkleika norskra og íslenskra liða? „Já, aðstæður eru mun betri hérna - og veðrið. Sérstaklega á vet- urna en þá er hægt að æfa innan- húss bæði á möl og gervigrasi, t.d. eru fyrirhuguð þrjú stórmót fram að áramótum. Stjórn félagsins fylgist vel með liðinu. Félagar í stjórninni koma á æfingar og spyrja hvort eitt- hvað vanti eða megi betur fara. Vel er búið að okkur og menn þurfa ekki að koma með neitt á æfíngar nema handklæði því séð er fyrir öllu öðru. Hvað liðin áhrærir þá finnst mér þau vera svipuð að styrkleika og okkar þrjú til fjögur bestu lið. Við æfum stíft og þrekið er kannað á þriggja vikna fresti. Þess vegna æfi ég eins og mér er unnt í þessu hálfs mánaðar fríi hérna heima.“ Kunni vel við sig í Tromsö Gesti finnst að dómarar í Noregi noti spjöldin fullmikið og talsvert meira en kollegar þeirra hér á landi. -En hefur hann skoðað sig um í Noregi á þeim tíu mánuðum sem hann hefur dvalið þar? „Ekkert sérstaklega mikið. Tím- inn hefur ekki leyft það,“ svarar hann. Hins vegar hefur hann séð tals- vert af landinu í keppnisferðum - meðal annars Tromsö. „Við spiluð- um þýðingarmikinn leik við Troms- dalen og sigruðum 2:0. Þar kunni ég vel við mig, umhverfið og veðráttan minnti dálítið á gamla Frón svo ég hefði gjarnan viljað dvelja þar leng- ur. Vonandi gefst mér tækifæri til að litast um í Noregi á næstu árum.“ í framhaldi af seinustu orðunum vaknar spurning um hvort hann hyggist setjast að í Noregi? „Eins og málin standa í dag má búast við að ég komi aðeins sem gestur tU Islands," svarar Gestur og kímir við. emm. KENWOOD Magnari: 2x36 vött RMS. Geislaspilari: 1 bita, forritanlegur. Tónjafnari, forstilltur fyrir rokk, popp og jazz. Tvöfalt kassettutæki með snertitökkum og sjálfvirkri upptöku frá geislaspilara. Útvarp með 40 stöðva minni. Klukka sem kveikir og slekkur á tækinu á ákveðnum tímum. Sjálfvirk djúpbassastilling. Tveggja eininga 50 vatta hátalarar. Fjarstýring. Ótrúleg hljómgæöi á frábæru veröi 49.950 kr. stgr. IMII þar sem gæðin heyrast Ármúla 17, Reykjavík, sími 568 8840
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.