Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 Skoðanakönnun DV um fylgi ríkisstjórnarinnar: Ríkisstjórnin eykur fylgið á nýjan leik - innan við þriðjungur kjósenda tekur afstöðu gegn stjórninni Fylgi ríkisstjórnarinnar 805fc——•— -----------'■ Fylgi ríkisstjórnarinnar Niöurstööur skoöanakönn- unarinnar uröu þessar: Svara ekki Oákv. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstööu verða niðurstöðumar þessar: Fylgjandi Andvígtr Andvíglr Fylgjandi 59,3% Fylgi ríkisstjórnar Davíðs Odds- sonar hefur aukist nokkuð á und- anfomum vikum eftir samfelldan mótbyr í haust. Innan við þriðjung- ur kjósenda tekur núna afstöðu gegn ríkisstjóminni. Þetta kemur fram I skoðanakönnun sem DV gerði í vikunni á fylgi kjósenda við ríkisstjómina. Úrtakið í skoðanakönnun DV var 1.200 manns sem er helmingi stærra úrtak en DV styðst venjulega við. Jafnt var skipt á milli kynja og eins á miili landsbyggðar og höfuðborg- arsvæðisins. Spurt var: „Ertu fylgj- andi eða andvígur rikisstjóminni?" Skekkjumörk í könnun sem þessari em tvö til þrjú prósentustig. Sé tekið mið af svörum allra í könnuninni sögðust 46,6 prósent styðja ríkisstjómina en andvig henni vom 31,9 prósent. Óákveðnir vom 17,6 prósent og 3,9 prósent neit- uðu að gefa upp afstöðu sína sem er nokkra hærra hlutfall en í fyrri könnunum DV á kjörtímabilinu. Ef einungis er tekið mið af þeim sem afstöðu tóku í könnuninni sögð- ust 59,3 prósent vera fylgjandi ríkis- 70 Fyfgjándi 60 -----—^—^5 40 ----- 30 —---------Andvíglr 20 ----——-------------- io------—:-------------- ° U/5 '95 30/11 '95 .. stjóminni en 40,7 prósent sögðust andvíg. Miðað við síðustu könnun DV á fylgi ríkisstjómarinnar, sem fram fór í september síðastliðnum, hefur fylgi stjómarinnar aukist um 3,4 prósentustig miðað við allt úrtakið. Andstæðingum stjómarinnar hefúr að sama skapi fækkað um 7,4 pró- sentustig. Ef hins vegar er tekið mið af fyrstu könnun DV eftir kosningar hefúr stuðningsmönnum stjómar- innar fækkað um 18,1 prósentustig en andstæðingunum fjölgað um 12,6 prósentustig. Ef einungis er tekið mið af þeim sem afstöðu taka í könnunum DV hefúr fylgi rikisstjómarinnar aukist um 7,0 prósentustig frá könnun DV í september en minnkað um 17,7 prósentustig frá því í maí. Þótt fylgi ríkisstjómarinnar um þessar mundir sé mun minna en fyrst eftir kosningamar síðastliðið vor þá nýtur hún engu að síður meiri stuðnings kjósenda en síðasta rikisstjóm Davíös Oddssonar í upp- hafi síns ferils. Sú ríkisstjóm Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks mæld- ist með 43,8 prósenta fylgi rétt eftir myndun hennar en tveimur mánuð- um síðar höfðu vinsældir hennar hrapað um 10 prósentustig. Óvin- sælust varð sú ríkisstjóm i janúar 1993 þegar eimmgis 22,3 prósent að- spurðra kváðust styðja hana. -kaa Sumarhúsið, veröndin, göngubrúin, bað- og geymsluhúsin eru um 300 fermetrar að flatarmáli. DV-mynd GVA Mál ákæruvaldsins gegn sumarbústaðareigendum í landi Þinpralla: Dæmt um hvort rífa eigi sumarbústaðarstórhýsið Fulltrúi lögreglustjórans á Sel- fossi krafðist þess í réttarhaldi á fimmtudag að sumarbústaðarbygg- ing og verönd upp á samtals 300 fer- metra verði fjarlægð af landi Kára- staða í Þingvallasveit. Héraðsdóm- ari á Suðurlandi mun á næstu tveimur vikum fella dóm um það hvort stórhýsin, sem era 128 fer- metra sumarbústaðabygging, 170 fermetra verönd, 82 fermetra göngu- brú og 18 fermetra bað- og geymslu- hús, verði numin á brott. Eigendumir hafa verið ákærðir fyrir brot gegn hyggingalögum og lögum um friðun Þingvalla. Brot gegn þjóðgarðslögum varða sektum, varðhaldi eða fangelsi en sé ekki farið að hyggingalögum er hægt aö krefjast brottnáms mannvirkja. Heimir Steinsson, fyrrverandi þjóðgarðsvörður, ffamkvæmdastjóri Þingvallanefndar, mætti sem vitni í réttarhöldin á fimmtudag. Hann sagði í samtali við DV í gær að hann hefði haft afskipti af málinu árið 1991 enda hefðu mannvirkin verið miklum mun umfangsmeiri en reglugerðir hefðu heimilað. Heimir bað byggingafulltrúa um að hafa afskipti af málinu en hann fór til eigendanna og krafðist þess að framkvæmdir yrðu stöðvaðar. Fulltrúanum var hins vegar ekki sinnt og var framkvæmdum haldið áfram þrátt fyrir fyrirmæli yfir- valda. Samningaviðræður bára eng- an árangur. Hið stóra sumarhús og það sem því tilheyrir er fullbyggt en algjörlega án tilskilinna leyfa. Millj- óna hagsmunir era því í húfi. -Ótt Fjórir læknar á eftirlaunaaldri í tímavinnu hjá Tryggingastofnun Að minnsta kosti fjórir sérfræði- læknar um eða yfir sjötugt hafa ver- ið hjá Tryggingastofúun að undan- fömu í forfollum tryggingalækna. Dr. Bjami Jónsson, 86 ára, hefur verið í tímavinnu vegna bæklunar- lækninga hjá stofnuninni og er hann elstur læknanna en Víkingur Amórsson bamalæknir, 71 árs, hef- ur einnig verið í starfi hjá stofnun- inni auk Tryggva Þorsteinssonar, fyrrum yfirlæknis á Borgarspitalan- um, 73 ára, og Emils Als augnlækn- is en hann er yngstur þessara lækna, 67 ára. „Við vitum að það skapar leiðindi og umtal að hafa svona gamla menn í vinnu héma, eins og ástandið er í þjóðfélaginu, þó að þessir menn séu mjög hæfir. Þeir hafa verið að að- stoða okkur tima úr degi því að við lentum í því að missa tvo trygginga- yfirlækna hvom á eftir öðram. Nú er verið að auglýsa eftir læknum til að leysa vandarm því að við viljum helst ekki vera með lækna sem era komnir yfir sjötugt," segir Ólafur Björgúlfsson, skrifstofustjóri í Tryggingastofnun, en hann sér um starfsmannamálin. Dr. Bjami Jónsson hefúr þegar hætt störfum hjá Tryggingastofhun en hann hefur verið þar í tímavinnu frá því í vor. Stofnunin auglýsti ný- lega eftir bamalækni í 25 prósenta starf í stað Víkings Amórssonar. Sex umsóknir bárast og verður ráð- ið í starfið fýrir áramót. -GHS Keflavíkurflugvöllur: Launadeila leyst Ægir Már Kárason, DV, Suöurnesjum: Rafiðnaðarmenn, sem starfa hjá vamarliðinu á Keflavikurflugvelli, fengu greidd rétt laun þegar þeir fengu launaseðla sína í gæ, en þeir vora búnir að hóta aðgerðum ef laun þeirra yrðu ekki leiðrétt fyrir 1. des. Trúnaðarmenn Rafiðnaðarsam- bands íslands ásamt starfsmanna- haldi varnarliðsins hafa síðustu daga farið yfir útreikninga. Þeir náðu samkomulagi og laun vora greidd út samkvæmt úrskurði kaup- skrámefndar frá í vor. Að sögn Helga Gunnarssonar, skrifstofu- stjóra Rafiðnaðarsambandsins, er málinu lokið og ekki kemur til að- gerða. Smoby húsið er fallegt en þú ættir að sjá eldhúsin, þvottavélina og VÖNdUÐ IKFÖNG GeRA grænmetismarkaðinn. gæfumuni n Heildverslunin Bjarkey S: 5674151
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.