Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Qupperneq 37
36 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 45 Leikur í nýrri íslenskri kvikmynd og orðuð við hlutverk í bandarískri mynd um Katrínu miklu: Hollywood heillaði mig ekki - segir María Ellingsen sem er flutt heim eftir fjögurra ára búsetu í Bandaríkjunum V $ —i. Hún er flutt heim eftir að hafa reynt fyrir sér og starfað í kvikmyndabransan- um í Hollywood í fjögur ár. Hún segir það gott að vera komin heim enda þreyt- andi að vera útlendingur til lengdar og lítur á dvöl sina og leikstörf ytra sem dýrmæta reynslu. Sjálf segist hún vera svolítið gamaldags kona. Eflaust skýrir það að einhverju leyti af hverju hún tók aldrei þátt í gjálífinu í höfuðborg kvik- myndanna þar sem peningar skipta meira máli en list. I sumar setti hún sig svo í spor jafnöldru sinnar sem var háls- höggvin fyrir meira en 150 árum. María Ellingsen er sú sem hér um ræðir en hún fer með eitt aðalhlutverk- anna í nýrri kvikmynd Snorra Þórisson- ar - Agnesi. Myndin íjallar um Agnesi og Friðrik sem tekin voru af lífi í Vatns- dalshólum árið 1830 fyrir morðin á Pétri Jónssyni og Natani Ketilssyni, bónda á Illugastöðum í Húnavatnssýslu. Þrátt fyrir annir gaf María sér tíma til að setj- ast niður með biaðamanni DV yfir te- bolla og Marie súkkulaðikexi á heimili sínu og eiginmanns síns, Þorsteins J., í vesturbænum til að ræða um myndina, leik sinn, Agnesi og hvaða augum hún lítur leiklistina hér og ytra. Stærsta hlutverkið „Þetta er stærsta hlutverk sem ég hef leikið í kvikmynd. Það dramatískt og mikil áskorun að túlka persónu Agnesar Magnúsdóttur í kvikmynd. Sagan er mjög mögnuð. Hún er sönn og ég gerði mér far um að kynna mér hana vel áður en tökur byrjuðu. Ég ræddi við Auð- björgu, ábúanda á Illugastöðum, um hana, en hún er reyndar afkomandi Guðmundar, böðuls Agnesar og Frið- riks, sem hálshöggvinn var með henni. Reyndar hafði Agnes samband við móð- ur Auðbjargar í gegnum miðil 100 árum eftir dauða sinn og bað um að bein sín yrðu grafin upp og þau grafin í vígðri jörðu. Auðbjörg var síðan við jarðaför Agnesar," segir María. < „Ég las líka samtímaheimildir, seinni tíma verk sem fjölluðu um atburðinn og skrif kvenna frá þessum tíma, s.s. skáld- Rósu, ljóð Guðnýjar, formóður minnar, frá Klömbrum en Agnes sjálf var skáld- kona, samkvæmt því sem kemur fram í manntali sem gert var í Húnavatnssýslu ekki löngu fyrir dauða hennar, þótt flest hennar ljóð séu glötuð í dag. María segir það hafa komið sér á óvart hve atburðurinn, sem gerðist fyrir meira en einni og hálfri öld, lifi enn sterkt í sumu fólki sem þekki til hans. Greinilegt sé að fólk beri sterkar tilfinningar til Agnesar, ungu konunnar sem framdi þennan ástríðuglæp. „Þetta setti mark sitt á sveitina og fólki hryllir enn við þessu.“ Agnes gerði vart við sig María segist ekki vera frá því að Agn- es hafi gert vart við sig við tökur mynd- arinnar en eins og fyrr sagði hafði hún haft samband að handan 100 árum eftir dauða sinn við móður Auðbjargar að 111- ugastöðum. Fleiri sem komu að gerð myndarinnar taka undir þetta með henni. „Tökurnar gátu á stundum verið ótrú- lega erfiðar en samt fann ég mikið af góðum tilfinningum og stundum var eins og einhver styddi við bakið á mér. Það er ekki auðvelt að þurfa að láta dæma sig til dauða eða leggjast á högg- stokk í ískulda og vita til þess að kona, jafn gömul mér, stóð í sömu sporum í raunveruleikanum fyrir 150 árum. Við leikararnir fórum til dæmis á aftöku- staðinn þegar tökur stóðu yfir og það setti alla hljóða. Það er mjög átakanlegt að hugsa sér að svona lágað hafi átt sér stað.“ Beðin um að lýsa Agnesi eins og hún upplifir hana segir María: „Þetta er stór kona með mikið skap, hennar stærsti kostur er jafnframt henn- ar stærsti galli. Hún er svo sterk og ákveðin að hún getur ekki beygt sig og brotnar því þegar álagið er orðið of mik- ið.“ I kvikmyndum frá 17 ára aldri María, sem er 31 árs, hefur mikla reynslu af kvikmyndaleik en hún er lærður leikarí frá New York háskóla. Hún hefur leikið í sex íslenskum mynd- um frá 17 ára aldri, þar á meðal eru Foxtrott, Magnús, Vikivaki og Laggó. Þá hefur hún leikið i 170 sjónvarpsþáttum í Bandarikjunum og þremur þarlendum kvikmyndum. - Reuter-fréttastofan greindi frá því í gær að þú myndir leika Katrínu miklu í bandarískri kvikmynd sem ákveðið hefði verið að framleiða um keisaraynj- una rússnesku. „Þetta er eitthvað sem kom til tals en ég hef ekki heyrt neitt sem staðfestir að af þessu verði.“ Samkvæmt fréttaskeytum er María sögð eiga að leika Katrínu á þrítugsaldrinum og koma fram í djörfum atriðum. Faye Dunaway á hins vegar að leika Katrínu á fertugs- aldri og upp úr. íslendingar á heimsmæli- kvarða Aðspurð um hvernig sé að starfa með ís- lendingum í saman- burði við bandaríska leikara og kvik- myndagerð- armenn segir María íslend- gerð Agnesar. Þetta var sérlega gefandi og skemmtilegt samstarf þar sem leik- ararnir fengu að leggja sitt til og móta verkið með þeim Snorra Þórissyni og Agli Eðvarðssyni. Egill er mikill leikara- leikstjóri sem er ekki mjög algengt þeg- ar kemur að kvikmyndum. Hans styrka handleiðsla var ómetanleg. Þessa dagana er María að æfa hlut- verk í nýju íslensku leikriti eftir Hlín Agnarsdóttur sem heitir Konur skelfa. Leikritið verður sett upp á fjölum Borg- arleikhússins fljótlega en persónurnar eru sex, fimm konur og einn karl. María er enginn nýgræðingur í sviðs- leik þótt kvikmynda- og sjónvarpsþátta- leikur hennar hafi verið öllu fyrirferða- meiri í fjölmiðlum. Eins og fyrr sagði er hún lærður leikari frá New York há- skóla þar sem áhersla er lögð á sviðs- leik. Aukinheldur starfaði hún hjá Þjóð- leikhúsinu í þrjú ár að námi loknu og stofnaði síðan leikhúsið Annað svið ásamt Valdimar Flygenring en það setti upp leikritið Sjúk í ást eftir Sam Shep- herd. „Ég held að leikhúsið sé heimili leik- arans þar sem hann vex, þroskast og blómstrar. Leikhúsið byggist fyrst og fremst á leik- aranum en í kvik- mynd er vinna hans aðeins einn hluti af endanlegu verki. Kvikmyndin er spennandi form en mér finnst leik- arinn ekki þrífast Öðruvísi en að vera í stöðugum tengslum við leikhúsið." Fyrir tilviljun í Hollywood- myndir Ég hef aldrei litið á sjálfa mig sem „kvik- myndaleikara". Ég byrjaði hins vegar að leika í kvik- myndum 17 ára þannig að ég komst fljótt inn í þennan miðil og fékk hann vel á tilfinninguna," segir María og að það hafi verið fyrir tilviljun að hún fór út í kvik- myndaleik í Bandaríkjunum. Þegar Þjóðleikhúsinu var lokað vegna endur- bóta í nokkra mánuði hafi hún ákveðið að fara til New York til að vinna við gerð leikverks í gamla skólanum sínum. Umboðsskrifstofan hennar hafi síðan viljað senda hana í leikprufur og sú var fyrir Santa Barbara. „Ég reiknaði alls ekki með því að fá vinnuna og leit helst til stórt á mig, kom- in úr þessum góþa skóla, til að vilja vera ■ í sápuóperu. En 'mér fannst líka spenn- andi að fá að spreyta mig í þessum miðli og þetta varð eins og framhaldsnám á launum og þrælskemmtilegt þegar ég hætti að taka mig of alvarlega." Dvölin varð því lengri en upphaflega var stefnt að. Framleiddir voru þættir með henni í hálft annað á:. Síðan fylgdu tilboð um að leika í kvikmyndum. María segir draumahlutverkið vel skrifað krefjandi hlutverk, með skap- andi leikstjóra og góðum hópi leikara. „Ég veit ekki af hverju, en um leið og ég heyrði af Agnesi kviknaði áhugi minn sem jókst eftir því sem ég kynnti mér söguna betur. Ég var stödd hér heima þegar leikprufur fóru fram en það var ekki fyrr en ég var farin aftur út að ég fékk að vita að ég hefði fengið hlut- verkið. Ég var mjög þakklát fyrir það traust því þetta er mikið hlutverk og úr mörgum góðum leikkonum að velja. Agnes stóð mér mjög nærri. Það er merkilegt að leika konu sem var til í al- vörunni. Það gaf mér mikið til að vinna úr þótt auðvitað sé kvikmyndin að mikl- um hluta skáldskapur." Stundadi ekki gjálífið Aðspurð um kvikmyndagerð í Banda- ríkjunum segir María hana að stórum hluta iðnað sem snúist um peninga og henni hafi fundist allt of algengt að kvenpersónur í kvikmyndahandritunum hafi verið „stereotýpur" - háðar körlum og fallegar og yfirleitt hafi þurft að taka sérstaklega fram í handritunum að þær væru gáfaðar. - Hvernig var lífið í Hollywood? „Ég bara veit það ekki þar sem ég bjó uppi í sveit í litlu húsi á hestabúgarði og ræktaði þar tómata með slæmum ár- angri að vísu. Hins vegar fór ég til Hollywood í leikprufur. Borgin heillaði mig ekki. Þetta er menguð stórborg og ég var yfirleitt fljót að flýja heim. Hún segist ekki hafa umgengist fræga fólkið en hitt og starfað með nokkrum úr þeim hópi. „Ég fór ekki mikið út á lífið. Ég er ekki mikið samkvæmisljón heldur meira fyrir að eyða kvöldinu í góðra vina hópi.“ Þrátt fyrir að vera flutt heim segist María hafa skilið eftir opinn glugga fyrir verkefni í Bandaríkjunum og Bret- landi. Tilhlökkunin kvíðanum yfirsterkari mga vera á heimsmæli kvarða í kvik- myndagerð en það sé reyndar ótrú- legt miðað við hve fáar kvik- myndir séu gerðar hér ár- lega. Ummæli hennar þurfa ekki að koma á óvart þar sem sann- kallað lands- lið leikara og kvikmyndagerðar- manna kemur að Þrátt fyrir mikla reynslu af kvik- myndaleik segir María að sér líði alltaf undarlega á frumsýningu myndar sem hún hefur leikið í. „Maður getur aldrei vanist því að vera á tveimur stöðum í einu í sama herberginu. Það er alltaf mjög furðu- legt. Það er erfitt að horfa á sjálfa sig á hvíta tjaldinu og rifja upp með sér tilfinningar sínar þegar kvikmyndin var tekin og sitja í bíósal með allar sínar tilfinningar í núinu. Maður er alltaf mjög gagnrýninn á sjálfan sig en svo er líka gaman að sjá uppskeru þess sem maður sáði löngu áður, erfiðaði við og hafði hálfpartinn gleymt. Ég held þó varðandi Agnesi að tilhlökkunin sé kvíð- anum yfirsterkari því að ég hef tröllatrú á þessari mynd. -PP Það eru áhorfendur, sem borga sig inn á myndina, sem kveða upp hinn end- anlega dóm, segir Snorri. Natani, meðal annars Skáld-Rósu. „Jónína var mjög gefandi. Eftir að lestrinum lauk ræddi hún gjarnan um atburðina og velti þeim fyrir sér og reyndi gjarnan að rétta hlut skötuhjúanna sem tekin voru af lífi fyrir morðin - taldi þau ekki síður fórnarlömb en þá sem myrtir voru. Hún sagði að þarna hefði verið um ungt fólk að ræða og i raun hefði yf- irvaldið á staðnum ákveðið að láta mál þeirra verða öðrum víti til varnaðar en lítill agi var í Húna- vatnssýslu á þessum tíma - bar- barismi og djöfulgangur einkenndi mikið til lífið í sýslunni. Hún hélt því fram að þessi atburður, sem í raun var ástríðumorð, hefði bara gerst og sú harða refsing sem fólkið var dæmt til hefði á engan hátt ver- ið réttlætanleg. Þetta síaðist inn í höfuðið á mér,“ segir Jón Ásgeir. Skilaboð að handan Árið 1934, tæplega 40 árum áður en Jón Ásgeir var í sveit á Illuga- stöðum og kynntist sögunni af Agn- esi og örlagasystkinum hennar, hafði miðill skrifað bréf fyrir tilstilli Agnesar. í bréfinu, sem fyrst var birt opinberlega í bókinni Enginn má undan líta, sem kom út á átt- unda áratugnum, komu fram óskir Agnesar þar sem hún bað sveitunga sína um að bein sín yrðu grafin upp og þau jörðuð í vígðri mold. „Öll sú saga er sérkapítuli. I bréf- inu segir hún til um hvar beinin eru, en þau höfðu verið dysjuð ná- lægt aftökustaðnum. Benti hún á hvar beinin og höfuðkúpuna væri að finna og notaði til þess fornar staðháttalýsingar. Beinin fundust strax. Höfuðkúpurnar voru hins vegar á öðrum stað sem enginn vissi um. í bréfinu sagði að höfuðkúpurn- ar væru grafnar í mel og í höfði Hann sá í hendi sér að þarna var komið efni í bíómynd. „Þetta var alveg rétt hjá honum. Ég velti þessu fyrir mér næsta hálfa árið og hugsaði með mér að það gæti verið gaman að skrifa handrit að bíómynd sem segði söguna í því ljósi sem Jónína gamla, sem ég var í sveit hjá, sá hana og hefði viljað sjá hana, það er eins húmaníska og hægt var. Þarna er því komin sagan af Agnesi sem aldrei var sögð - hin sagan." Úr varð að Jón Ásgeir og Snorri Þórisson tóku höndum saman árið 1990 um gerð handritsins. „Eftir á þegar maður sest niður með hand- ritið veit maður ekki hvor á hvað.« Það held ég að sé lýsandi dæmi uml hve samvinnan var góð.“ Eftir að hafa sökkt sér niður í at- burðinn, hreinlega lifað með honum frá barnsaldri, segir Jón Ásgeir líta þannig á hann að vissulega sé ekki hægt að réttlæta glæpinn - hann var hrottalegur. „Það er ekki heldur hægt að rétt- læta það að taka líf fyrir líf. Jafnvel þótt yfirvaldið geri það að undan- gengnum dómi. Ég vona að það komi skýrt fram í myndinni." Einvalalið Þætti Jóns Ásgeirs við gerð myndarinnar lauk hins vegar með handritsgerðinni en Snorri, sem eins og fyrr segir skrifaði handritið með honum, er kvikmyndatökumað- ur og framleiðandi myndarinnar. Leikstjórn annast Egill Eðvarðsson og aðalhlutverk eru í höndum Egils Ólafssonar, Baltasars Kormáks og Maríu Ellingsen. Þá var gerð sviðs- myndarinnar í höndum Þórs Vigfús- sonar og búninga sá Helga Stefáns- dóttir um. Agnes er fjórða kvikmyndin sem Kaupamennska 12 ára drengs lagði grunninn að handritinu: A Ast, ástríður, svik, blóð og hefnd eru þema myndarinnar, segir Snorri Þórisson „Kvikmyndin fjallar um konu sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Hún segir sögu Agnesar Magnús- dóttur, frá kynnum hennar og Natans Ketilssonar og er um þann örlagavef sem um þau spannst. Þem- að er ást, ástríður, svik, blóð og hefnd,“ segir Snorri Þórisson, kvik- myntatökumaður, framleiðandi og annar handritshöfunda kvikmynd- arinnar Agnes, sem frumsýnd verð- ur 22. desember næstkomandi. Kveikjan síðasta aftakan Kveikjan að handriti kvikmynd- arinnar voru atburðir sem leiddu til síðustu aftöku á íslandi árið 1830. Atburðirnir sem um ræðir áttu sér stað á Illugastöðum á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu árið 1828 hvar tveir menn, Natan Ketilsson, bóndi á 111- ugastöðum, og Pétur Jónsson, sem þar var staddur, voru myrtir. Ódæð- ið unnu kornungur piltur, Friðrik Sigurðsson frá Katadal, með tilstyrk ráðskonu Natans og vinnukonu, Sig- ríðar Guðmundsdóttur, 16 ára, og Agnes Magnúsdóttir, sem var um þrítugt. Friðrik barði Natan og Pét- ur í höfuðið með hamri, stakk þá svo til bana og reyndu þaú síðan að hylma yfir glæpinn með því að bera eld að bænum á Dluga- stöðum. Upp komst um ódæðið og voru þau öll þrjú dæmd til dauða en Sigríður náðuð af kónginum í Kaup- mannahöfn. Höfuð Friðriks og Agnesar voru hins vegar skilin frá bolnum með öxi í Vatns- dalshólum 12. janúar 1830 og fest á stangir. Meðhandritshöfundur Snorra er Jón Ásgeir Hreinsson en hann hafði strax náin kynni af sögunni á unga aldri. Hann segir hér ekki á ferðinni sagnfræðilegt verk heldur sé hér um rómantíska ástarsögu að ræða sem styðjist við sögulega atburði. Jón Ásgeir var í sveit að Illuga- stöðum sem strákur, upp úr 1970, og kynntist þar sögunni af Natani, Agnesi og Frið- riki. Á bænum var blind kona, Jónína að nafni, og son- ur hennar mállaus, sem hét Hrólfur. Þau eru bæði dáin núna en á Illugastaðaárum sínum las Jón Ásgeir fyrir Jónínu á kvöldin. Þær bækur sem urðu fyrir valinu voru Yfirvaldið, eftir Þorgeir Þor- geirson, og Enginn má und- an líta, sem báðar fjölluðu um morðin og aftökurnar í Húnavatnssýslu, og fleiri bæk- ur, sem fjölluöu um atburði tengda Agnesar væri steglubrot. Við leit fundust kúpurnar og var stegla í annarri þeirra. Þetta voru þær sög- ur sem maður heyrði,“ segir Jón Ás- geir. Ferðalag kveikti hugmynd Mörgum árum seinna, eftir að Jón Ásgeir hafði lokið námi og var farinn að starfa við auglýsingagerð, fór hann ásamt góðvini sínum, Pétri Halldórssyni, á Agn- esarslóðir og sagði honum þessa sögu. Jón Asgeir Hreinsson handritshöfundur við höggstokkinn sem Agn- es og Friðrik misstu höfuðið á og skörðótt öxin hangir yfir honum. 1 DV-myndir GVA Snorri annast kvikmyndatöku á en fyrsta myndin sem hann sinnir þremur þáttum í einu í, það er kvik- myndatöku, handritsgerð og fram- leiðslu. Áður hafði hann gert Húsið, Óðal feðranna og Svo á jörðu. Fyrir síðasttöldu myndina hlaut hann Menningarverðlaun DV. Búið er að klippa myndina og hljóðsetja en nú er að hefjast hljóðblöndun hennar í Þýskalandi og Gunnar Þórðarson er að ljúka við að semja tónlistina. Snorri segir Agnesi fyrstu íslensku myndina sem hljóðsett verður í svo- kölluðu Dolby-digital víðómi. Fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir að myndin kosti 150 milljónir króna í framleiðslu en hún er fjármögnuð með styrkjum og lánum frá íslandi, Danmörku, Þýskalandi og framlagi frá evrópska kvikmyndasjóðn- um. Aðspurður hvort hi sé ekki á ferðinni e: dýrasta mynd sem ge: hefur verið á íslanl segist Snorri ekki hafa velt því fyrir sér enda hafi það ekki verið keppikefli að fram- leiða dýra kvikmynd Hann segist hafa fengið allt það fólk til liðs við sig við gerð myndarinnar sem hann hafi óskað eftir og allt hafi gengiö upp. Hann er því mjög sátt- ur við útkomuna. Hins vegar séu það áhorfendur, sem borgi sig inn á myndina, sem kveði upp hinn endanlega dóm. -PP III- I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.