Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Blaðsíða 66
« afmæli
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 UV
Þríburarnir Helga Sigríður Pálsdóttir,
Þorbjörg Pálsdóttir og Ingimundur Pálsson
Þríburarnir Helga Sigríöur
Pálsdóttir, Grandavegi 37, Reykja-
vík, Þorbjörg Pálsdóttir, Hrafn-
istu í Hafnarfirði, og Ingimundur
Pálsson, bóndi aö Katastöðum í
Öxarfjarðarhreppi, eru áttræð í
dag.
Helga, Þorbjörg og Ingimundur
fæddust í Svínadal í Kelduhverfi í
Noröur-Þingeyjarsýslu og urðu
yngst í hópi tíu systkina. Þau
voru einungis sex daga gömul er
móðir þeirra lést og var þeim þá
komið í fóstur, sínu á hvern stað-
inn. Auk þess voru þrjú önnur
systkinanna send í fóstur en fjög-
ur elstu systkinin urðu eftir hjá
fóður sínum.
Helga
Helga ólst upp í Ási í Keldu-
hverfi hjá foðursystur sinni og
manni hennar, Jónínu Jónsdóttur
og Gunnari Jónatanssyni.
Er foðursystir hennar dó flutti
hún tólf ára frá Ási til systur
sinnar að Hafursstöðum í Öxar-
firði og átti þar heima til tuttugu
og tveggja ára aldurs. Þá fór hún
ráðskona til bróður síns, Krist-
jáns, b. að Nýjabæ í Kelduhverfi,
þar sem hún var í fjörutíu ár.
Er bróðir Helgu andaðist, 1977,
flutti hún til Reykjavíkur. Þar
starfaði hún við heimilishjálp í
nokkur ár auk þess sem hún var
niu sumur ráðskona í Nýhól á
Hólsfjöllum.
Helga tók virkan þátt í störfum
kvenfélags sveitarinnar er hún
var í Nýjabæ.
Fjölskylda
Börn Helgu: Gunnlaug Ólafs-
dóttir, f. 4.11. 1940, sjúkraliði í
Reykjavík, gift Sigurði Sveinssyni
og eiga þau tvær dætur, Selmu
Helgu Einarsdóttur, f. 22.3. 1961, ,
sem á tvö börn, og Elínu Arndísi
Sigurðardóttur, f. 10.1. 1970; Krist-
ján Ólafsson, f. 4.8. 1942, d. 1973,
vinnumaður í Kelduhverfi.
Þorbjörg
Þorbjörg ólst upp á Garði í
Kelduhverfi hjá fósturforeldrum
sínum, Jóni Stefánssyni og
Björgu Grímsdóttur. Fjölskyldan
flutti til Seyðisfjarðar er Þorbjörg
var ellefu ára og var hún þar bú-
sett til nítján ára aldurs er hún
fluttí til Reykjavíkur. Hún var
þann vetur vinnukona í Grafar-
holti í Mosfellssveit. Hún fór svo
aftur austur til Seyðisfjarðar um
vorið og bjó þar nokkur ár þar til
hún flutti alfarin suður rétt fyrir
stríð. Hún og maður stunduðu bú-
skap í Fljótsdal í Fljótshlíð í fjórt-
án ár en fluttu til Þorlákshafnar
1958 þar sem hún vann í Meitlin-
um til 1985 er þau fluttu á Hrafn-
istu í Hafnarfirði.
Helga Sigríður Pálsdóttir.
Fjölskylda
Þorbjörg giftist 1938 Guðmundi
Sigfússyni, f. 16.5. 1913, fyrrv.
bónda og sjómanni. Hann er son-
ur Sigfúsar Vigfússonar og Gróu
Gestsdóttur sem bjuggu á Eyrar-
bakka.
Börn Þorbjargar og Guðmundar
eru Jónína Björg, f. 31.1. 1937,
húsfreyja í Teigi í Fljótshlíð, gift
Árna Jóhannssyni, b. þar, og eiga
þau tvö börn; Guðmundur, f. 13.7.
1939, bílstjóri á Hvolsvelli, kvænt-
ur Guðnýju Vilhjálmsdóttur og
eiga þau fjögur börn; Garðar, f.
25.3. 1941, vinnuvélastjóri í
Reykjavik, kvæntur Valgerði Eng-
ilbertsdóttur og eiga þau einn
son; Sveinveig, f. 22.12. 1942, hús-
móðir og starfsmaður við Hrafn-
istu í Hafnarfirði, búsett í Garða-
Þorbjörg Pálsdóttir.
bæ, gift Ásgeiri Sigurðssyni;
Árni, f. 5.3. 1946, byggingastarfs-
maður í Þorlákshöfn; Þórdís, f.
11.8. 1949, verslunarmaður í Hafn-
arfirði, gift Birni Benediktssyni
og eiga þau þrjú börn; Svanhild-
ur, f. 27.12. 1950, húsmóðir í Nor-
egi og á hún tvö börn; Brynjar
Heimir, f. 31.5. 1957, húsasmíða-
meistari í Þorlákshöfn, kvæntur
Laufeyju Ásgeirsdóttur og eiga
þau fiögur börn.
Ingimundur
Ingimundur ólst upp hjá fóstur-
foreldrum sínum, Guðmundi Ingi-
mundarsyni og Þorbjörgu Sigurð-
ardóttur í Garði. Þau bjuggu í
Garði til 1936 en fluttu þá að
Presthólum í Öxarfiarðarhreppi.
Þar bjó Ingimundur til 1962 er
Ingimundur Pálsson.
hann keyti að Katastöðum þar
sem hann hefur búið síðan. Hann
er ókvæntur og barnlaus.
Systkini þríburanna: Jón, f.
1900, nú látinn, b. í Þórunnarseli í
Kelduhverfi; Guðrún, f. 1902, nú
látin, húsfreyja að Hafurstöðum í
Öxarfirði; Kristján, f. 1905, d.
1977, b. í Nýjabæ í Kelduhverfi;
Árdís, f. 1907, búsett að Núpi i
Öxarfirði; Jónína, lengi starfs-
maður við Þvotthús Landsspítal-
ans, húsmóðir í Reykjavík; Krist-
ín, f. 1912, nú látin, lengst af
vinnukona í Kelduhverfi; Þórar-
inn, nú látinn, vinnumaður í
Kelduhverfi. Foreldrar Helgu
voru Páll Jónsson, f. 9.10. 1870, d.
26.1. 1956, bóndi í Svínadal í
Kelduhverfi, og Þorbjörg Hall-
grímsdóttir húsfreyja.
Hildur Jónsdóttir
Hildur Jónsdóttir upplýsinga-
stjóri, Laugateigi 56, Reykjavík, er
fertug í dag.
Starfsferill
Hildur fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp. Hún lauk stúdents-
prófi frá MT 1976, stundaði nám í
stjórnmálafræði við Háskólann í
Árósum 1983-84 og nám við Dan-
marks Journalisthojskole 1984-88.
Hildur starfaði hjá Auglýsinga-
stofunni Argus 1979-83, var frétta-
maður við Ríkisútvarpið 1985,
fréttaritari þess í Danmörku
95 ára
Elísabet Gísladóttir,
Unufelli 50, Reykjavík.
80 ára
Einar Jóhannesson,
Jarðlangsstöðum, Borgarhreppi.
Eggert Björnsson,
Höfðagötu 23, Stykkishólmi.
75 ára_____________________
Helga Ámundadóttir,
Vogatungu 67, Kópavogi.
Guðrún M. Simonsen,
Borgarhrauni 17, Hveragerði.
Vigfús Ebeneserson,
Skjólbraut 11 A, Kópavogi.
60 ára
Sveinn Gunnarsson,
Vík, Bæjarhreppi.
Jón Magnús Jóhannsson,
Háaleitisbraut 56, Reykjavík.
Bára Bergmann Pétursdóttir,
Grundargötu 29, Grundarfirði.
Hilmar Thorberg Magnússon,
Seljavegi 33, Reykjavík.
1986-87, upplýsingafulltrúi hjá
Kynningu og markaði, KOM hf.,
1989-90, verkefnisstjóri Norræna
jafnlaunaverkefnisins 1990-93, rit-
stjóri Vikublaðsins 1993-95 og er
upplýsingastjóri hjá Alþýðubanda-
laginu frá sl. vori.
Hildur hefur skrifað fiölda
greina í blöð, annast þýðingar og
setið í ritnefndum, m.a. fyrir
Veru. Hún hefur starfað á vegum
kvennahreyfingarinnar og gegnt
þar ýmsum trúnaðarstörfum, sit-
ur nú í miðstjórn Alþýðubanda-
lagsins og er nú formaður Sel-
Málfríður Þorsteinsdóttir,
Heiðarholti 30 G, Keflavík.
50 ára
Brynhildur Vilhjálmsdóttir,
Sólvöllum 6, Egilsstöðum.
Friðjón Magnússon,
Blikahólum 6, Reykjavík.
Helga Ragnarsdóttir,
Miðvangi 125, Hafnarfirði.
Bergsteinn Gíslason,
Bæjarási 7, Bakkafirði.
Jóhannes S. Stefánsson,
Jórufelli 4, Reykjavík.
Egon Thygesen Marcher,
Hraunbæ 150, Reykjavík.
40 ára_____________________
Gyða Ámý Helgadóttir,
Koltröð 8, Egilssöðum.
Jón Amkelsson,
Túngötu 6, Húsavík.
Guðbjörg S. Sigurðardóttir,
Kjalarsíðu 16 B, Akureyri.
Bjarni Þór Tryggvason,
Holtsbúð 75, Garðabæ.
anna, hreyfingar alþýðubanda-
lagskvenna.
Fjölskylda
Sambýlismaður Hildar frá því á
þessu ári er Hjörtur O. Aðal-
steinsson, f. 27.2.1952, héraðsdóm-
ari í Reykjavík. Hann er sonur
Aðalsteins Dalmanns Októssonar,
verkstjóra hjá Flugleiðum, og
k.h., Gyðu Erlingsdóttur, bréfbera
í Reykjavík.
Hildur giftist 24.9. 1988, Pálmari
Þór Ingimarssyni, f. 15.12. 1951, d.
21.5. 1994, ráðgjafa hjá SÁÁ. Hann
var sonur Ingimars Einarssonar
bifreiðastjóra, og k.h., Mattheu K.
Guðmundsdóttur, rekstrarstjóra
Gistiheimilis Mattheu í Reykja-
vík.
Sonur Hildar og Pálmars er Er-
lingur Atli Páimarsson, f. 8.6.
1989.
Dóttir Hildar frá því áður með
Bjarna Guðbjömssyni er Ragna, f.
4.4. 1975, menntaskólanemi.
Systkini Hildar: Sigurður Rún-
ar, f. 19.1. 1950, hljómlistarmaður
í Kópavogi; Margrét Rannveig, f.
Helga Hansdóttir Hansen, hús-
móðir og starfsstúlka hjá Hvol-
hreppi, er fimmtug í dag.
Starfsferill
Helga fæddist í Síðumúla í
Hvítársíðu og ólst upp í Hvítár-
síðunni. Hún stundaði nám við
Héraðsskólann í Reykholti í Borg-
arfirði og við Húsmæðraskólann
á Varmalandi.
Helga hefur átt heima á Hvols-
velli frá 1970 þar sem hún hefur,
auk heimilisstarfa, stundað ýmis
störf á vegum Hvolhrepps.
Fjölskylda
Helga giftist 2.9. 1967 Sigmari
Kristjáni Siguröi Sigurbjörnssyni,
f. 12.4. 1945, bifvélavirkjameist-
ara. Hann er sonur Sigurbjörns
7.2. 1951, sjúkraliði í Reykjavík;
Ragnar Már, f. 3.8. 1953, d. 25.4.
1975, verkstjóri í Reykjavík; Guð-
rún Ólöf, f. 22.1. 1959, ljósmóðir og
hjúkrunarfræðingur í Reykjavík;
Sigrún, f. 12.8. 1960, læknir í Sví-
þjóð; Jón Hörður, f. 1.9. 1963, flug-
maður í Reykjavík; Jóhanna
Kristín, f. 14.6. 1966, balletdansari
í New York.
Foreldrar Hildar eru Jón Sig-
urðsson, f. 14.3. 1932, kontrabassa-
leikari við Sinfóníuhljómsveit ís-
lands, og k.h., Jóhanna G. Er-
lingsson, f. 16.1. 1932, þýðandi.
Ætt
Jón er sonur Sigurðar, prests á
Þingeyri, bróður Benedikts frá
Hofteigi. Sigurður var sonur Gísla
Sigurðar, b. á Egilsstöðum, Helga-
sonar, b. á Geirúlfsstöðum, Hall-
grímssonar. Móðir Sigurðar
prests var Jónína Hildur, systir
Þórarins, föður Jóns tónskálds.
Jónína var dóttir Benedikts, b. á
Kollsstöðum á Völlum, Rafnsson-
ar.
Móðir Jóns var Guðrún Jóns-
Sigmarssonar og Guðmundu Ein-
arsdóttur sem stunduðu hefð-
bundinn búskap á Stekkjarbóli
við Hofsós þar til þau fluttu til
Hafnarfiarðar fyrir fáum árum.
Dætur Helgu og Sigmars eru
Ingibjörg, f. 5.10. 1968, en maður
hennar er Hlynur Sigurbergsson
og eru börn hennar Sigurbjörg
Helga og Lilja Rut Sigurgeirsdæt-
ur og stúlka Hlynsdóttir; Ragn-
heiður, f. 18.7.1971, en maður
hennar er Sigfús Bergmann;
Fanney, f. 19.11. 1985.
Hálfsystkini Helgu, sammæðra,
er Sigurður Bergsson, f. 8.5. 1952,
bifreiðastjóri; Þuríður Bergsdótt-
ir, f. 13.2. 1955, kjötiðnaðarmaður;
Eggert Bergsson, f.6.9. 1956, d.
30.9. 1990.
Hálfsystkini Helgu, samfeðra,
Hildur Jónsdóttir
dóttir, b. í Hvammi á Landi,
Gunnarssonar, b. í Hvammi,
Árnasonar, b. á Galtalæk, Finn-
bogasonar. Móðir Jóns í Hvammi
var Guðrún Brandsdóttir, b. á
Felli í Mýrdal, Brandssonar, af
Vikingslækjarætt, Halldórssonar.
Móðir Guðrúnar Jónsdóttur var
Ólöf Jónsdóttir, b. í Lunansholti á
Landi, Eiríkssonar, b. í Tungu,
Jónssonar.
Jóhanna er dóttir Gissurar,
fyrrv. umdæmisstjóra Pósts og
síma, bróður Ástu grasalæknis.
Gissur var sonur Erlings, grasa-
læknis og búfræðings frá Eiðum,
Filippussonar, og Kristínar Jóns-
dótti'r frá Gilsárvöllum í Borgar-
firði eystra.
Hildur er aö heiman á afmælis-
daginn.
Helga Hansdóttir
eru Ragnar, Ríkharður, Mikael,
Rolf, Ikon, Anita og Sólveig.
Foreldrar Helgu: Hans Hansen,
f. 21.5. 1919, d. 13.10. 1992, mjólk-
urfræðingur, og Jónína Eggejts-
dóttir, f. 18.9. 1917, húsmóðir.
Fósturfaðir Helgu er Bergur
Sigurðsson.
Helga tekur á móti gestum í
Hvolsskóla í dag, laugardaginn
2.12. kl. 15.00-19.00.
711 hamingju með
afmælið 2. desember
Helga Hansdóttir