Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 31 Þolfimimeistarinn: Er mikill hrak- fallabálkur - segir Unnur Pálmadóttir, 19 ára „Ég varð íslandsmeistari í þolfimi áriö 1994 og í framhaldi af því fór ég til Búdapest til að keppa á Evrópu- móti. Ég er mikill hrakfallabálkur því daginn fyrir keppnina hoppaði ég af sviðinu niður á steingólf og sleit í mér krossbönd. Það þýddi sjö mánuði frá æfingum og keppni," seg- ir Unnur Pálmadóttir, 19 ára, sem varð sigurvegari í úrtökumóti í þolfimi um síðustu helgi. Keppnin var haldin til að velja keppendur fyr- ir heimsmeistaramótið sem fram fer í París um miðjan desember. Unnur náði ekki nógu góðri ein- kunn til að komast tO Parísar en hins vegar mun Magnús Scheving halda utan. Eftir að Unnur hafði farið í aðgerð eftir slysið í Búdapest tók við þjálf- unartími hjá sjúkraþjálfurum. Hún byrjaði aftur að æfa þolfimi fyrir ári og ákvað að prófa að vera með í keppninni núna. „Ég fékk vissu fyr- ir því að ég gæti gert allt það sama og áður - það var góð tilhugsun," segir hún. Hins vegar hafði Unnur ekki marga andstæðinga í keppninni því aðeins þrjár konur kepptu á mótinu. Hún segist vonast til þess að á ís- landsmeistaramótinu, sem verður í mars, verði fleiri konur meðal kepp- enda. Hefur dómararéttindi Unnur hefur þjálfað unglinga- landsliðið í þolfimi að undanförnu, auk þess sem hún hefur aðstoðað Magnús Scheving. Þá hefur hún kennt í Eróbikk-Sport og hefur öðlast dómararéttindi í þolfimi. „Það skiptir miklu máli að beita sér rétt í sambandi við æfingar. Eftir að ég slasaðist finnst mér ég hafa lært betur á líkamann og hvernig ég á að haga æfingaprógramminu. Einnig hef ég verið að lyfta og það hefur gefið mér aukinn styrk,“ segir Unnur. Hún hefur æft þolfimi í sex ár og var því að- eins 13 ára þegar hún byrjaði. Áður hafði hún æft badminton og varð tvisvar sinnum ís- landsmeistari í Free Style einstaklingsdansi. „Ég fór í skíðaferðalag með skólanum, slasað- ist þá og þurfti að ganga til sjúkraþjálfara. Þá var mér bent á að fara í líkamsrækt og fór í tíma hjá Magnúsi í World Class en segja má að ég hafi ekki stoppað síðan. Hann tók mig eiginlega upp á sína arma og hefur kennt mér allt sem ég kann,“ segir Unnur ennfremur. Allar frístundir Unnar fara í æf- ingar en hún segir að stór vinahóp- ur hafi myndast í kringum þolfim- ina. „Það er mjög góður andi hjá okkur og við höldum vel hópinn. Við hittumst hvert hjá öðru, erum með videókvöld eða borðum sam- an.“ Unnur Pálmadóttir var að vonum ánægð með sigurinn. DV-myndir JAK þolfimi hér á landi enda mörg þúsund manns sem stunda hana á hverjum degi. „Allar lík- amsræktarstöðvarnar eru troðfullar en þeir eru fáir sem keppa. Ég býst við að tímasetn- ingin á keppninni eigi þátt í því þar sem margir eru í prófum. Ef keppnin hefði verið í september hefðu keppendur verið fleiri," seg- ir Unnur. Víða um heim er mikill áhugi á þolfimi og Unnur segir hann ótrúlega mikinn á Spáni og í Ástralíu. „Þetta er ung keppnisgrein hér á landi og hún á eftir að þróast.“ mótið nú hafi tekið talsverðan tíma frá lærdómnum þar sem ekki sé hægt að æfa af krafti fyrr en eftir að líkamsræktar- stöðvunum er lokað á kvöldin. „Ég get samræmt skólatímann og þolfimina en hef lítinn tíma þess utan,“ segir hún. Máni Svavarsson og Vilhjálmur Guðjónsson sömdu tónlist fyrir Unni en hún segir það töluvert mál að fá réttu tónana með æfingunni. „Það getur tekið tíma að setja æf- ingaprógrammið saman og einnig að finna rétta búninginn. I rauninni er töluverð tauga- spenna í kringum þetta. Einnig þurfti ég að losa mig við nokkur kíló en ég er mikill sælgætisgrís og borða allt of mikið af nammi. Það tókst þokkalega að skera af mér fituna með hjálp Debbie Blyden. Það er erfitt fyrir sæl- gætisfíkil eins og mig að breyta mataræðinu en sem betur fer hef- ur það tekist ágæt- lega. Núna er fisk- ur besti matur sem ég fæ. Unnur segist ætla að nota jólafríið til æfinga, auk þess sem hún ætlar að aðstoða unglinga í þolfim- inni. „Einnig ætla ég að hjálpa Magnúsi fyrir heims- meistaramótið," segir hún sem stefnir sjálf á heims- meistaramót í framtíðinni. „Ég er enn þá svo ung að I ég hef tímann fyrir mér.“ / 4 -ELA **. Á íþróttabraut Unnur er á íþróttabraut í Fjölbraut í Breið- holti og á eftir eitt ár í námi. Hún segir að ,Litla barnið" Unnur segist vera litla barnið í þolfimihópnum því yfirleitt sé fólk að keppa sem komið er talsvert yfir tvítugt. „Meðan ég átti í veikindun- um stúderaði ég þolfimi mikiö, horfði á öll mót á vídeói, lærði spor og uppbyggingu á æfingum. Það skiptir miklu máli að maður hafi eróbikkhreyfingar i þolfimi og blandi því ekki saman við jassball- etthreyfingar eða fimleika. Hins vegar er gott fyrir þolfimimann að hafa verið í fimleikum og helst þyrfti ég að leita mér að fimleika- kennara. Hins vegar er greinin alls ekki lík fimleikum sem slíkum." Unnur segir gífurlegan áhuga á AFSLÁTTU Mikið úrval af húsgögiium og málverkum. Alltaf eitthvað nýtt. Hreint ótrúleg verð í gangi því mikið skal seljast. Opið laugar- dag og sunnudag frá kl. 11:00 -16:00. MUNIR &. MINJAR Grensásvegur 3 (Skeifumegin) Sími: 588 4011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.