Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Blaðsíða 16
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 DV i6 sælkerinn Naustið: Heitreykt heiðagæs með piparrótarrjóma Bringurnar eru hreinsaðar vel og settar í saltlög í u.þ.b. 2-3 klst. Síð- an eru þær skolaðar upp úr köldu vatni. Sagið er sett í pönnu eða pott, þá er grind sett í pottinn í ca 15 sm hæð frá saginu, bringunum raðað á grindina og'lokið sett þétt á pottinn. Þá er potturinn hitaður yfir gasi í 4-5 skipti í ca 2-3 mínútur í senn. Gæsin er tekin af grindinni og bor- in fram heit eða köld. Þegar sósan er gerð er piparrótin fyrst skræld og marin fínt. Þá er sýrða rjómanum salti, sykri og sít- rónusafa ásamt piparrótinni bland- að vel saman og látið standa í kæli nokkra klukkutíma. Gæsin er borin fram með fersku salati og grófu brauði. Skandinavíu. Rúnar Guðmundsson hefur starf- að sem matreiðslumaður á Naustinu undanfarin sjö ár og hann ætlar að bjóða lesendum upp á upp- skrift að heitreyktri heiðargæs með piparrótarrjóma. Margir vilja hafa villibráð á jólahlaðborðinu og þá er gæsin alltaf vinsæl. Einnig er gæsin vinsæll jólamatur svo rétt væri að geyma uppskriftina. Naustið er gamalkunnugt veit- ingahús í h j a r t a borg- r- ínn- ar sem vart þarf að kynna fyrir lesend- um. í Naustinu, sem og á öðrum veitingahúsum, er nú boðið upp á jóla- hlaðborð með ýmsum kræsingum en sá sið- _. _ . . . .. . _ . ur er kominn frá Runar Guðmundsson, matreiðslumaður a Naustinu. DV-mynd ÞÖK Heitreykt gæs 2 bringur heiðargæs 1 dl salt 6 dl hreint sag Sósa 2 dl sýrður rjómi 1 tsk. fersk piparrót salt sykur og sítrónusafí Appelsínukjúklingur Kjúklingur er alltaf vinsæll matur jafnt hjá börnum sem fullorðnum. Hægt er að matreiða kjúkling á marga vegu og hér höfum við fundið uppskrift að appelsínu- kjúklingi sem sýnist fremur auðveld. Upp- skriftin er miðuð við sex manns. 1 stór (ca 1500 g) kjúklingur 2 msk. smjör 1 msk. sojasósa 1 tsk. salt 1/2 tsk. nýmalaður pipar Isafi úr 2 appelsínum sósujafnari fyrir ljósar sósur Appelsínuskífur og steinselja til skreytinga ISkolið kjúklinginn vel að utan og innan og þerr- ið með eldhúspappír. Bleytið hann vel með appelsínusafa, líka að innanverðu. Bræðið s smjörið með sojasósunni og kryddið með salti og pipar. Hellið i eldfast mót og leggið kjúklinginn yfir. Penslið hann vel með smjör-sojablöndinni innan sem utan. Steikið kjúklinginn við 175 stiga hita í um það bil einn !tíma, eða þangað til ólit- aður safi rennur úr kjöt- inu þegar stungið er í lærið. A meðan á steik- ingu stendur er appels- ínusafa hellt yfir kjúklinginn og jafnframt er hann penslaður aftur. Bragðbætið með salti og pipar ef þörf þykir og sós- an er þykkt með sósu-' jafnara ef með þarf. IKjúklinginn á að bera á borð heilan og hella appelsínusósunni yfir. Skreytið með appelsínu- skífum og steinselju. Not- ið beittan hníf við að skera kjúklinginn. matgæðingur vikunnar Fiskisúpa og pottréttur Matur er mannsins megin og mér finnst eðlilegt að það sé ekki alveg sama hvað látið er ofan í sig. Þannig kviknaði áhugi minn á matargerð,“ segir Móeiður Gunnlaugsdóttir, kennari og matgæðingur vikunnar, í samtali við DV. Móeiður segir að sér finnist best þegar gott hráefni fær að njóta sín, mátulega kryddað. „Það mætti því ætla að ein- faldari matargerð höfði til mín en mér finnst líka gaman að vera heilan dag að elda t.d. Cous Cous eða þá eitthvað sem á að bíða í sólarhring, gera síld og þess háttar. Það hefur reynst fjölskyldu minni vel að gera matseðil fyrir 10-14 daga í einu. Ágætt er að taka ákveðna matreiðslu- bók fyrir og nota upp- skriftir úr henni ásamt óskum fjölskyldunnar. Gera síðan innkaupa- lista. Þetta fyrirkomu- lag sparar bæði tíma, fé og fyrirhöfn. Jafn- framt því sem börnin fá meiri áhuga á hvað sé í matinn. Ég hengi síðan matseðilinn upp á áberandi stað í eld- húsinu,“ segir Móeið- ur. Hún ætlar að bjóða upp á fiskisúpu fyrir sex til átta manns og „svartan" pottrétt fyrir fimm. Fiskisúpa Svartur pottráttur 1 kg gúllas (má nota nauta- eða svínakjöt, einnig svínahnakka eða nautabóg) 50 g smjör 2 dl sterkt kaffi (2 tsk. Nescafé + 2 dl vatn) 4 dl kaffirjómi (rjómi) 2 msk. tómatkraftur 2 tsk. salt steyttur pipar Ef notaður er svína- hnakki verður að fitu- hreinsa kjötið. Kjötið er síðan skorið í smá- bita og steikt í smjör- inu. Kaffinu, rjóman- um og tómatmaukinu bætt út í. Látið malla þar til kjötið er meyrt. Saltað og piprað eftir smekk. Borið fram með hrísgrjónum. „í upphaflegu upp- skriftinni var nauta- kjöt en okkur finnst rétturinn jafngóður með t.d. svínahnakka. Einnig var meiri tómatkraftur, 2 dl og 1/2 dl brennivín sem ásamt kaffinu gefur réttinum nafn.“ Hnetukökur (sa 110 stk.) 250 g hveiti 200 g smjör 80 g flórsykur 1 egg ca 100 g heslihnetuflög- ur Smjörið mulið í hveit- inu, hnoðið flórsykrin- um í deigið. Gerið lengjur á þykkt við kústskaft. Látið bíða smávegis í ísskáp. Snúið við og við svo þær haldi forminu. Skerið í þunnar sneið- ar, penslið með eggi og stráið hesli- hnetuflögum yfir. Bakið i ofni í 7-8 mínútur við 200 gráða hita. Móeiður ætlar að skora á Dagnýju Guðmundsdóttur að vera næsti mat- gæðingur. -ELA 1 kg fiskur (heil ýsa eða ýmiss annar fiskur, jafnvel rækjur) 2 1 vatn 1 msk. salt 1 púrra 1 laukur 1 gulrót 75 g smjör 1 msk. hveiti 1 lárviðarlauf salt, pipar 2 dl kaffiijómi (rjómi) Móeiður Gunnlaugsdóttir kennari er matgæðingur vikunnar. og piprið eftir smekk. Rjóma og mysu ásamt roð- og beinhreinsuðum fiskinum bætt út í. Hitað að suðu. Dillinu stráð yfir og borið fram með brauði. 4 msk. mysa (þurrt hvítvín) 1 búnt dill (eða þurrkað eftir smekk) Fiskurinn soðinn í iéttsöltuðu vatni. Grænmetið þvegið, skorið smátt og steikt án þess að taka lit í smjöri í potti. Hveitinu stráð yfir og fiskisoðinu bætt út í ásamt lárviðar- laufinu og soðið stutta stund. Saltið n I I ; | ú : i : 1 ; ■ Kalkúnatíð Nú er að hefjast kalkúnatíð. Bandaríkjamenn hafa þegar haldið sinn kalkúnadag, þakk- argjörðardaginn, og það færist sífellt meira í vöxt að íslending- ar borði kalkún í desember, t.d. á svokölluðum jólahlaðborðum. Oftast er kalkúnninn steiktur heiil enda þykir hann spenn- andi þannig á veisluborðið. Hins vegar er hægt að gera marga skemmtilega rétti úr kalkúnakjöti, t.d. snitsel, kína- rétti á wokpönnu, steikt kalkúnalæri og margt fleira. Það eru þó kannski færri sem kunna að hluta kalkúninn og sýnum við það hér á eftir. í 14 bitum Einn kalkúnn sem vegur um fjögur kíló ætti að geta gefið 14 matarskammta. Lærin gefa fjóra skammta. Bringan gefur 8 skammta og vængirnir eru tveir skammtar. Beinin af kalkúninum eru síðan notuð til að gera gott soð sem hægt er að nota í súpu eða sósu. Notið beittan hníf og skerið nið- ur milli læris og bringu, ýtið lærum til hliðar og skerið í gegnum liðinn. Skerið bringuna eftir endi- löngu, haldið bringunni meðan það er gert og látið hnífinn skera niður að vængnum. Skerið vængina af við liðinn. Þá er kalkúnninn niðursneidd- ur og hægt að nota hann í margvíslega rétti eftir því sem hver vill.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.