Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Blaðsíða 45
I I I I ( ( I í É I I I I S JjV LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 erlent fréttaljós Barátta stjórnvalda í Moskvu gegn skipulögðum glæpalýð gengur illa: Rússneska mafían ræður yfir flestum fyrirtækjum landsins - varla hægt að stunda viðskipti án þess að brjóta lögin Skipulagðir glæpahópar stjórna miklum hluta efnahagslífsins í Rússlandi. Háttsettir embættismenn ríkisins starfa með glæpamönnun- um og veita þeim vernd. I ofanálag hefur rússneska maflan útsendara innan ríkislögreglunnar, frá æðstu stöðum til þeirra lægstu. Baráttan gegn skipulagðri glæpastarfsemi og illvirkjum er því ekki nándar nærri jafn árangursrík og opinberar tölur gefa til kynna. Ekki fögur lýsing en ætla má að hún eigi sér allnokkra stoð í veru- leikanum þar sem hún kemur frá lögregluforingjanum Vladimír Osín í Moskvu. Osín er menntaður lög- fræðingur og starfar við greiningar- deild rannsóknarstofnunar rúss- neska innanríkisráðuneytisins. Hann er sérfræðingur í starfsemi mafíunnar og annarra skipulagðra glæpasamtaka og ber ábyrgð á þeim málaflokki í ráðuneytinu. Mafían stjórnar verðlaginu „Á tímum kommúnismans sá rík- ið um að ákvarða verðlagningu allra hluta. Enn er engin frjáls verðmynd- un í Rússlandi. Nú eru það glæpa- mennirnir sem ákveða hvað allt kostar,“ segir Vladimír Osín. Osín og starfsbræður hans reikna með að um 65 prósent allra fyrir- tækja í Rússlandi séu undir stjórn mafíunnar. Það á við um fjörutíu þúsund einkafyrirtæki og 1.500 rík- isfyrirtæki. Mafian stjórnar miklum hluta samgöngufyrirtækja og að sögn Osíns er nánast útilokað að komast frá rússneskum flugvefli og inn til næstu borgar án þess að ein- hver hluti fargjaldsins renni í vasa mafíunnar. Yfirmenn helstu banka landsins viðurkenna að þeir greiði um það bil þrjátíu prósent tekna sinna til glæpamanna. Mafian ræður einnig að mestu yfir smáverslunum í borg- um og bæjum landsins, svo og stór- um hluta landbúnaðarframleiðsl- unnar. Þrátt fyrir öll þessi umsvif er ekki nein samræmd stjórn á starfsemi mafíunnar. Talið er að til séu fjögur Rússneskur landbúnaður er að miklu leyti undir hælnum á mafíubófum og öðrum óþjóðalýð. Símamynd Reuter þúsund skipulagðir hópar atvinnu- glæpamanna með um það bil fimm- tíu þúsund félagsmönnum. Þar við bætist að stofnuð hafa verið 150 heildarsamtök, sem samanstanda af mörgum glæpahópum. Umfang efnahagsglæpa í Rúss- landi var mönnum ljóst þegar árið 1988. Þá kom í ljós að starfsmenn í mörgum ríkisverksmiðjum unnu aukavakt án þess að það væri nokk- urs staðar skráð. Sá þáttur fram- leiðslunnar var ekki tekinn með í reikninga verksmiðjunnar, heldur hafnaði varan á markaðinum fyrir tilstilli „svarts" dreifingarkerfis sem glæpamannahópar skipulögðu. ' Það lá ljóst fyrir að starfsemi þessi gat ekki farið fram án vit- neskju einhverra hjá yfirvaldinu. Rannsókn leiddi í ljós að hæstsettu mennirnir sem báru hér ábyrgð voru aðstoðarráðherrar eða aðrir háttsettir embættismenn. Hlutverk þeirra var að tryggja að starfsemin fengi að fara fram óhindrað og þeir sáu einnig til þess að söluleiðir í gegnum ríkisreknar verslanir væru galopnar. Mafiuforingjarnir sáu hins vegar um daglegan rekstur her- legheitanna. Vladimír Osín ítrekar að ófull- nægjandi löggjöf sé ein af meginá- stæðunum fyrir því að efnahags- glæpir eru orðnir jafn umfangsmikl- ir í Rússlandi nú um stundir og raun ber vitni. Á valdatíma komm- únista var hreinlega bannað að auðgast á fyrirtækjarekstri. Bann þetta var afnumið eftir hrun gamla þjóðskipulagsins en enn þá eru ekki til neinar lagareglur um hvernig einkaeignarréttinum skuli framfylgt í reynd. Af þessum sökum er nánast úti- lokað að stunda viðskipti af nokkru tagi í Rússlandi án þess að brjóta lögin. Þar með verða skilin milli eðlilegrar efnahagsstarfsemi og glæpastarfsemi að engu. Stjórnend- ur alvöru fyrirtækja veigra sér við að tilkynna um glæpastarfsemi til lögreglunnar þar sem löggan er með óhreint mjöl í pokahorninu. Mafían getur því hagað sér eins og hana lystir. Úrvalssveitir löggunnar Heldur hægt gengur að breyta lög- unum til að stemma stigu við glæpa- starfseminni. Þess í stað hafa stjórn- völd komið sér upp úrvalssveit lög- regluþjóna, sem í eru 450 þúsund menn og konur, sem hefur það hlut- verk að berjast gegn mafíunni og öðrum skipulögðum glæpasamtök- um. Sérsveit þessi tilheyrir ríkislög- reglunni, sem svo aftur heyrir und- ir innanríkisráðuneyti Rússlands. Vladimír Osín telur aftur á móti að yfirvöld hafi ekki haft erindi sem erfiði í baráttunni við glæpamenn- ina, árangurinn sé ekki í samræmi við þá orku sem fer í baráttuna. Slagkraftur lögreglunnar hefur minnkað mikið þar sem margir af hæfustu mönnum hennar, hvort sem það eru venjulegir lögreglu- þjónar eða löglærðir menn, eru farnir úr þjónustu ríkisins. Svo hef- ur mafian vel uppbyggt net tengiliða innan lögreglunnar. „Ég er sannfærður um að mafían er með útsendara sína í innanríkis- ráðuneytinu frá lægstu stöðum til þeirra hæstu,“ segir Vladimír Osín. Krókur á móti bragði Og ekki skortir dæmin sem sanna tilgátu hans. Það var fyrir ekki margt löngu að rússneska ríkislög- reglan gerði húsleit á mörg hundruð stöðum og var það liður í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. En aðgerðirnar skiluðu lögreglunni engu, hún greip einfaldlega í tómt. Það var nefnilega búið að vara alla < hina grunuðu við og þeir því haft nægan tíma til að forða sér, segir Osín. Rússneska mafían hefur verið að færa út kvíarnar undanfarin ár og hefur m.a. stofnað vaktfyrirtæki þar sem starfsmenn eru vopnaðir. Fyrir- tæki þessi eru skráð hjá hinu opin- bera og starfsemi þeirra er fullkom- lega lögleg. Helmingur starfsmann- anna eru gamlir jálkar úr leyniþjón- ustunni KGB en fjórðungurinn var áður í lögreglunni. Mafían hefur því komið sér upp sams konar tækjum til að verja sig og rikið sjálft hefur gert. „Þetta fólk þekkir vel til vinnu- aðferða lögreglunnar og notar þær gegn lögreglunni sjálfri," segir Vlad- imír Osín, sérfræðingur um málefni rússnesku mafíunnar. NTB í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.