Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 51 DV Skákþing íslands Skák Kirsan lljumzhinov, nýkjörinn forseti FIDE, ásamt Bachar Kouatly varafor- seta, til vinstri, og fráfarandi forseta, Florencio Campomanes, til hægri. Ekki fékkst úr því skorið á Skák- þingi íslands, sem lauk um síðustu helgi, hver hreppir titilinn eftirsótta „Skákmeistari Islands 1995“. Jóhann Hjartarson lagði Hannes Hlífar Stef- ánsson að velli í lokaumferðinni og þar með deildu þeir sigrinum á mót- inu. Þeir munu heyja fjögurra skáka einvígi til að skera úr um sigurinn. í kvennaflokki varð ína Björg Árnadóttir hlutskörpust, hlaut 7 v. af 8 mögulegum. Ingibjörg Edda Birgisdóttir varð í 2. sæti með 6,5 v. og Aldís Rún Lárusdóttir hlaut 6 v. og 3. sæti. Síðan komu Anna Björg Þorgrímsdóttir, Harpa Ingólfsdóttir, Þorbjörg Elsa Ingólfsdóttir, Sigur- laug Sigurðardóttir, Helga Guðrún Eiríksdóttir og Bergrún íris Sævars- dóttir, í þessari röð. Lokastaðan i landsliðsfldkki varð þessi: I. -2. Jóhann Hjartarson og Hannes Hlífar Stefánsson, 9 v. af 11 möguleg- um. 3. Ágúst Sindri Karlsson 7 v. 4. Jón Garðar Viðarsson 6,5 v. 5. Helgi Áss Grétarsson 6 v. 6. Sævar Bjarnason 5,5 v. 7. Rúnar Sigurpálsson 4,5 v. 8. -10. Magnús Pálmi Örnólfsson, Benedikt Jónasson og Kristján Eð- varðsson 4 v. II. Áskell Örn Kárason 3,5 v. 12. Júlíus Friðjónsson 3 v. Herlsumun skorti á að Ágúst Sindri og Jón Garðar næöu áfanga að alþjóðlegum meistaratitli en þrátt fyrir vonbrigðin þar að lútandi mega þeir vel við una. Þeir teíldu báðir vel og voru vel að sætum sínum komnir. Þeim tókst að skáka þriðja stórmeist- aranum í hópnum, Helga Áss, sem var allt of seinn í gang eftir slæman byrjunarkaila. Jóhann og Hannes tefldu einnig til úrslita um íslandsmeistaratitilinn í fyrra ásamt Helga Ólafssyni. Þá stóð Jóhann uppi sem sigurvegari og hann hefur því titil að veija nú. Eflaust verður spennandi að fylgjast með einvigi þeirra, ekki síður en skák þeirra í lokaumferðinni á sunnudag. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Hannes Hlífar Stefánsson Enskur leikur. 1. c4 c5 2. Rc3 d6 3. g3 g6 4. d4 Rd7 5. Rf3 Bg7 6. Bg2 Re7 7. e4 0-0 8. 0-0 exd4 9. Rxd4 Rc6 10. Rde2 Rc5 11. Be3 Re5 Þessi og næsti leikur svarts orka tví- mælis að mínu mati, þar sem hvítur eykur nú yfirburði sína í rími með leikvinningi. Betra er 11. - a5. 12. b3 b6?l 13. f4 Rg4 14. Bd4 Bb7 15. Rd5 Rf6 16. Rec3 He8 17. Bxf6!? Einfaldur og góöur leikur er 17. Hel en Jóhann kýs að fóma peði fyr- ir sóknarfæri. 17. - Bxf6 18. Rxf6+ Dxf6 19. e5! dxe5 20. Bxb7 Rxb7 21. Rd5 Dd6 22. f5! Umsjón Jón L. Árnason í skiptum fyrir peðið á hvítur sókn- armöguleika og frjálsa stöðu en ridd- ari svarts er álappalega settur, a.m.k. tímabundið. 22. - Kg7 Athyglisvert er 22. - Hed8!? sem Jóhann taldi besta kost svarts. 23. Df3 e4 24. Dc3+ De5 25. f6+ Kh8 26. Dxe5 Erfiö ákvörðun því að freistandi var 26. De3 og halda drottningunum á lífi. Hins vegar er svartur fljótur til varnar, t.d. 26. - Rc5 27. Dh6 Re6 o.s.frv. 26. - Hxe5 27. Rxc7 Hc8 28. Rd5 b5? Hvítur hefur haft peð sitt til baka upp úr krafsinu og á betri færi eftir 28. - Rc5 29. Hadl og ef 29. - Rd3, þá 30. Hfel! og nýtir sér leppunina. En textaleikurinn er slakur. 29. Re7 Hcc5? Betra er 29. - Hc7 en eftir 30. cxb5 Hxb5 31. Hadl á svartur erfitt með að losa um sig. 30. Hadl! bxc4 31. Hd7 Hb5 32. bxc4 Hb2 33. Rc6 He8 34. Hxf7 Rd6 35. He7 HÍ8 36. Rd4 e3 37. c5 Rfö 38. Rxf5 e2 39. Hel - Og Hannes kaus að leggja niður vopn. Sviptingar í FIDE Þrjátíu og þriggja ára gamall Rússi, Kirsan Ilumzhinov, var kjörinn for- seti Alþjóðaskáksambandsins FIDE á stormasömu þingi samtakanna í París fyrir viku. Ilumzhinov er alls óþekktur í skákheiminum en hefur haslað sér völl á öðrum sviðum. Hann er forseti Kalmikíu, eins af sjálfsstjórnarhéruðum Rússlands, á sæti á rússneska þinginu og þrátt fyrir ungan aldur ku hann hafa átt þátt í stofnun 300 fyrirtækja og kom- ist vel í álnir. Sendiherra Rússlands í París var túlkur hans á þinginu. Til marks um óvenjulega mannkosti hans má aukinheldur nefna að bæði ____________________________________________Bridge Reykjavíkurmeistaramót 1995: Björn og Sverrir sigurvegarar Björn Eysteinsson og Sverrir Ar- mannsson urðu tvímenningsmeist- arar Reykjavíkur um síðustu helgi eftir 120 spila maraþonspila- mennsku. Þeir félagar afrekuöu það sem ekki hefir verið gert áður; að vinna und- ankeppnina fyrst og síðan úrslita- keppnina. Ef til «11 spilaði það inn í að sigurvegarar. í undankeppninni fengu nú að taka með sér 15% af skorinni í úrslitin og í þeirra tilfelli var um að ræða 21 stig. Röð og stig efstu para var annars þessi: 1. Bjöm Eysteinsson - Sverrir Ár- mannsson +74 2. Guðlaugur Sveinsson - Erlendur Jónsson +65 3. Aðalsteinn Jörgensen -Ásmundur Pálsson +61 4. Hrólfur Hjaltason - Rúnar Magn- ússon +47 5. Páll Valdimarsson - Ragnar Magn- ússon +45 6. Valgarð Blöndal - Valur Sigurðs- son +26 Við skulum skoða meistaravörn hjá Sverri í eftirfarandi spili frá úr- slitunum. S/Allir * 85 V 5 ♦ G10943 4* 108754 * Á63 ¥ K98632 ♦ 8 *■ ÁD2 ♦ K1097 ¥ DG4 ♦ Á762 + KG Suöur Vestur Norður Austur 1 grand pass pass dobl pass pass 2tíglar 2hjörtu pass 3 grönd pass pass pass Grandopnun suðurs var 13-15 en hinar sagnirnar skýra sig sjálfar. Eins og glöggir lesendur hafa strax séð er auðvelt að vinna íjögur hjörtu í a-v og því var nauðsynlegt fyrir n-s að verjast yfirslag i þremur grönd- um. Umsjón Stefán Guðjohnsen Björn spilaði út tígulgosa, áttan, tvisturinn frá Sverri og Júlíus Snor- rason drap á kónginn. Úrspilið er ekki mjög flókiö, háspilastaðan er ljós og Júlíus réðst strax á hjartalit- inn. Hann tók á ásinn, spilaði síðan tíunni og gaf Sverri slaginn. Vörnin virðist augljós, maður tekur tígulás og spilar meiri tígli! Sagnhafi á slaginn á drottningu og tekur síöan öll hjörtun. Þegar hann tekur síðasta hjartað eru fimm spil á hendi og Sverrir á eftir K10 í spaða, einn tígul og KG í laufi. Hverju á haim að henda? Já, það er augljóst að hann er fastur í ósköp venjulegri kastþröng. En Sverrir sá hættuna fyrir og hann tók ekki tígulás, þegar hann fór inn á hjartagosa, heldur spilaði litl- um tigli. Þetta eyðilagði tímasetn- ingu sagnhafa gjörsamlega og þegar hann spilaöi hjörtunum þá gat Sverr- ir rólegur kastað tígulásnum. Síðan fór hann inn á svartan kóng og spil- aði tígli. Níu slagir til a-v og hreinn botn því allir unnu ijögur hjörtu. Sannkölluð meistaravöm. * ¥ Á107 ♦ KD5 ▲ QGO Kasparov og Karpov teljast til vina- hópsins, sem er fátítt. Sá síðarnefndi stakk upp á honum í forsetastól FIDE, ef veröa mætti til þess að höggva á hnúta og las til áréttingar upp stuöningsyfirlýsingu frá Boris Jeltsín við ólympíuskákmótið í Kalmikíu á árinu 1998. Á þinginu var Campomanes sakað- ur um fjármálaspillingu og eftir van- trauststillögu, sem ekki síður átti rót sína að rekja til óeiningar vegna framkvæmdar heimsmeistara- keppninnar, varö hann að taka pok- ann sinn. Að sögn Einars S. Einars- sonar, forseta norræna svæðisins, mótaðist þingið af „eftirleik“ vegna meintra kostningasvika og undir- ferlis Campomanesar og Makarovs á FIDE-þinginu í Moskvu í fyrra. Bandaríkin með stuðningi ýmisse Vestur-Evrópulanda höfðu krafis nýrra kosninga eigi seinna en að ár ef ekki yrði á það fallist að stjórr Campomanesar yrði komið frá strax. Síðar á þinginu var Campomanes engu að síður „endurreistur til hálfs“ eins og Einar orðaði það og gerður að oddvita stjórnar og heiðursfor- seta. Fjölgað var í stjórn FIDE og nú sitja tveir varaforsetar Iljumzhinov, forsetanum nýkjörna, til stuðnings. VINNIN GSH AFAR 1. DESEMBER 1995 KITCHENAID HRÆRIVÉL Soffía H. Bjarnleifsdóttir, Lækjarhjalla 36, Kópavogi F.l.DHÚSVOGlR Guöbjörg Sveinsdóttir, Markarflöt 39, Garöabæ Rebekka Pálsdóttir, Hafraholti 6, ísafirði SODASTREAM TÆKI Svandis Steingrimsdóttir, Kveldúlfsgötu 25, Borgarnesi Arna Ævarsdóttir, Mosgerði 13, Reykjavlk Valdls Einarsdóttir, Aðalstræti 20, Isafirði 24 L AF SAFA AÐ EIC.IN VALI Eygló Ingvarsdóttir, Önnuparti, Pykkvabæ, Hellu Helga Berndsen, Háaleitisbraut 17, Reykjavík Marla Guömundsdóttir, Vallarflöt 6, Stykkishólmi María Jensen, Klyfjaseli 6, Reykjavlk Sólrún Guðmundsdóttir, Fannafold 239, Reykjavík Hugrtin Óskarsdóttir, Spóahólum 18, Reykjavík Guöbjörg Árnadóttir, Kringlumýri 11, Akureyri Gullveig Kristinsdóttir, Barmahllð 12, Reykjavík Selma Björk Reynisdóttir, Hamraborg 14C, Kópavogi Jóna Lárusdóttir, Áshamri 52, Vestmannaeyjum VINNINGA MÁ VITJA í SÓL HF., I’VERHOLTI 19-21, SÍMI 562 6300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.