Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Side 15
i lV LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 15 23 íslenskir lögreglumenn verða í öryggisgæslu á ólympíuleikunum í Atlanta: Hef gaman af að prófa nýja hluti - segir Sigrún Sigurðardóttir sem verður eini kvenmaðurinn í hópnum „Ég starfaöi hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum og þar var hengd upp auglýsing um að ráða ætti lög- regluþjóna til starfa við öryggis- gæslu á ólympíuleikunum í Atlanta næsta sumar. Alls átti að ráða um eitt þúsund lögreglumenn víðs veg- ar úr heiminum en þetta er sjálf- boðastarf og fargjald er ekki greitt. Ég ákvað að prófa að sækja um enda ævintýramanneskja og hef gaman af að prófa nýja hluti. Fyrir nokkrum dögum fékk ég bréf þess efnis að ég hefði fengið stöðuna," segir Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarnemi og lögregluþjónn, sem mun fara til Atl- anta næsta sumar ásamt 22 öðrum íslenskum lögregluþjónum. Sigrún, sem er 27 ára, er eini kvenmaðurinn í hópnum en lögreglumennimir eru á aldrinum frá tuttugu og fimm ára til fimmtugs. Úr hjúkrun í lögguskólann Sigrún er sannkölluð ævintýra- manneskja þvi hún hefur starfað á fjórum lögreglustöðvum á landinu á sl. ári. Hún er ísfirðingur í húð og hár og hóf fyrst störf á lögreglustöð- inni i heimabænum sumarið 1991. „Þetta var algjör tilviljun. Ég hafði verið einn vetur i hjúkrunar- fræði og datt í hug að sækja um sumarstarf á lögreglustöðinni. Mig langaði að kynnast hinni hliðinni á lífinu - því sem maður sér ekki dagsdaglega. Þetta var einungis hugsað sem sumarstarf en þegar • mér bauðst að fara í lögregluskól- ann um haustið lét ég freistast og sló til,“ segir Sigrún þegar hún er spurð hvernig það atvikaðist að hún varð lögreglukona. „Lögregluskól- inn er þannig uppbyggðm: að maður tekur eina önn, fer síðan í eins árs starfsnám og tekur síðan seinni önnina. Eftir að ég hafði klárað skólann fór ég aftur vestur og starf- aði þar annað ár. Þá langaði mig að breyta til og fékk starf i sumara- fleysingum í rannsóknardeildinni á Akureyri. Eftir fjóra mánuði þar bauðst mér að leysa af í tvo mánuði á Höfn í Hornafirði, síðan frétti ég af starfi í Vestmannaeyjum og þang- að fór ég og starfaði þar í níu mán- uði eða þar til skólinn byrjaði í haust,“ segir Sigrún sem nú stundar nám í hjúkrunarfræðum. Eins og teygjustökk - Hvemig er að hefja lögreglu- störf á minni stöðum - áttu gott með að kynnast fólki? „Já, ég er opin og á gott með að kynnast fólki. Auk þess er ég fædd á litlum stað og það höfðar kannski meira til mín. Á þessum stöðum nálgast maður fólk á persónulegri hátt en gerist t.d. hér í Reykjavík. Ég þekkti fólk á Akureyri þannig að það var ekki mikið mál en örfáa á Höfn og í Vestmannaeyjum. Þetta er eins og að fara í teygjustökk, maður hendir sér út í óvissuna." -öEr mikill munur á þessum fjór- um lögreglustöðvum? „Já, mjög mikiil. Þetta eru reynd- ar allt lítil samfélög og maður er talsvert undir smásjánni. Á Höfn hafði aldrei verið lögreglukona áður né heldur í rannsóknardeildinni á Akureyri.“ Trúðu ekki löggukonunni - Fannstu fyrir fordómum vegna þess? „Ég fann fyrir þónokkrum for- dómum, sérstaklega á Höfn þar sem fólk þekkti það ekki að kona væri lögreglumaður. Mér leið stundum þá helst í Reykjavík." - Þú gætir sem sagt vel hugsað þér að starfa áfram sem lögreglu- maður: „Já, ég hef sérstakan áhuga á málaflokknum um kynferðislegt of- beldi gegn börnum og hef eytt um hálfri milljón króna í námskeið í Bandaríkjunum til að sérhæfa mig á því sviði. Ég hef þrisvar sótt um hjá RLR með það í huga að starfa við þann málaflokk en hef alltaf fengið höfnun. Mér fannst að ég hefði markað mér ákveðna stefnu með þessari sérmenntun en því miður virðist ekki vera þörf á mínum starfskrafti þar sem um þennan málaflokk er fjallað. Með því að halda áfram í hjúkrunarfræði get ég kannski fengið tækifæri til að starfa við þennan málaflokk á öðrum vett- vangi.“ - Hefur þú komiö að svona máli í þínu starfi? „Ekki beint í starfinu. Hins vegar hef ég skrifað greinar um þetta mál- efni og fengið margar upphringing- ar heim til mín.“ Óvopnaðir öryggisverðir - Nú verður þú í öryggisgæslunni á ólympíuleikunum á næsta ári. í hverju verður það starf fólgið? „Starfið er fólgið í öryggisgæslu á svæðinu en við verðum þó ekki vopnuð eins og lögregluþjónar eru í Bandaríkjunum. Við fáum sérstaka einkennisbúninga en verðum ekki með sama vald og lögregluþjónar." - Finnst þér þetta ekki spenn- andi? „Jú, rosalega. Ég hlakka mikið til að fást við þetta. Það verður gaman að upplifa ólympíuleikana á þennan hátt og svo er þetta ákveðið tæki- færi og reynsla. Þessi hópur ís- lenskra lögreglumanna, sem fara utan, ætlar sér að hittast og reyna að vera með einhverja fjáröflun þvi þetta verður okkur dýrt.“ Með löggunni í Bandaríkjunum - Ætlar þú að kynna þér eitthvað störf lögreglumanna í Bandarikjun- um í leiðinni? „Ég hef þegar gert það, bæði i Dallas og Nashville, viku á hvorum staðnum. Þar vann ég með lögreglu- mönnum sem starfa eingöngu að málefnum barna sem orðið hafa fyr- ir kynferðislegu ofbeldi. Ég fór með þeim í verkefni og starfaði með þeim að rannsóknum. Til dæmis varð ég vitni að því þegar mæðrum var tilkynnt að böm þeirra hefðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Einnig fórum við i skóla og ræddum við börn sem orðið höfðu fyrir þessu. Það var mjög mikið álag að nálgast málefnið á svo afgerandi hátt og i raun ótrúlegt hvers konar mál komu upp. Það var mikil reynsla að starfa með lögeglumönn- unum á þennan hátt,“ segir Sigrún Sigurðardóttir sem einnig hefur sótt sérhæfð námskeið í Bandaríkjunum í þessum málaflokki. Merkið sem öryggisverðir á ólymp- íuleikunum munu bera. Sigrún við vinnu sína í Vestmannaeyjum ásamt Ivari Isak, starfsfélaga sín- um þar. Glæsilegir ólympíuleikar Bandaríkjamenn hafa lagt allt kapp á að ólympíuleikarnir í Atl- anta í júlí á næsta ári takist vel í alla staði. Talið er að um sextán milljónir manna muni fylgjast með leikunum í sjónvarpi. Þá er búist við að um ellefu miíljónir aðgöngu- miða verði seldar á leikina en gera má ráð fyrir að þetta verði einhverj- ir glæsilegustu ólympíuleikar sem haldnir hafa verið. -ELA Sigrún Sigurðardóttir er nú í hjúkrunarfræði en hún hefur starfað sem lögreglumaður á fjórum lögreglustöðvum á landinu á sl. ári. Næsta sumar fer hún sem öryggisvörður á ólympíuleikana í Atlanta. DV-mynd Brynjar Gauti eins og geimveru enda fékk ég ein- staka sinnum glósur. Yfirleitt var það þannig að ef ég hringdi í fólk, t.d. til að boða það i yfirheyrslur á Akureyri, þá var mér ekki trúað. Fólk hélt að um gabb væri að ræða. Þegar ég var ein á vakt á lögreglu- stöðinni á Höfn var stundum hringt og spurt um lögreglumanninn. Fólk átti mjög erfitt með að trúa því að kona væri lögregluþjónninn. Einnig varð ég fyrir því að hjólbarði á lög- reglubílnum sprakk og í honum fannst mjög stór nagli sem mig grunar að einhver hafi komið þar fyrir. Þetta voru nú oftast fyndin at- vik en það kom mér á óvart að yfir- leitt voru það frekar konur sem voru vantrúaðar heldur en karlar. Þegar fólk hafði verið með efasemd- ir í minn garð, en komst síðar að þvi rétta, var ég þó undantekningar- laust beðin afsökunar. Einstaka lög- regluþjónar eru líka með þá gall- hörðu skoðun að konur eigi ekki að vera í lögreglunni. Ég hef gengið á ýmsa veggi í þessu starfi en ég lít á það sem góða reynslu. Að vinna á löggunni þannig að það er ágætt að hafa hjúkrunarfræðina með.“ - En af hverju eiga karlar frekar að verða gamlir í löggunni en kon- ur? „Ég veit það ekki en hýst við að þeir haldi líkamlegum styrk lengur. Sjálf myndi ég vel treysta mér til að vera eldri kona í löggunni. Þó að konur hafi verið í löggunni í 20 ár virðist sem þær hafi ekki enn náð fullkominni viðurkenningu nema fjórum lögreglustöðvum á einu ári er vissulega krefjandi og erfitt því þetta er mikið álagsstarf." Kynferðislegt ofbeldi - Ætlaðir þú þá í afslöppun meö því að setjast á skólabekk að nýju? „Nei, ekki beinlínis. Mér er það fullljóst að konur eiga skemmri starfsaldur í lögreglunni en karlar. Ég sé ekki fyrir mér gamlar konur i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.