Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Blaðsíða 52
.. .að draugabaninn og gaman- leikarinn Dan Aykroyd hefði verið staðinn að því að laumast inn f herbergi 18 ára leiklistar- nema í háskóla í Boston. Stúlk- an býr á heimavist skóla og var staðin að kossafiangsi með Aykroyd, sem er 43 ára, giftur, tveggja barna faðir. .. .að Sandra Bullock hefði van- ið komur sínar á knæpu eina í stórborg þar sem verið er að taka upp nýja mynd sem hún leikur í. Urmull af karlmönnum frétti af því og fór að venja kom- ur sínar þangað og gera hosur sfnar grænar fyrir henni. Söndru leiddist athyglin og skipti um knæpu og sækir nú eina þar sem samkynhneigðir venja komur sínar. Þar fær hún frið fyrir körlunum en ekki fylgdi sögunni hvort stelpurnar létu hana vera. . . .að Arnold Schwarzenegger væri sérstaklega ánægður með frammistöðu konu sinnar, Mariu Shriver, f ár. Hann sást á dögunum í skartgripaverslun í Beverly Hills þar sem hann keypti fimm milljón króna arm- band í afmælisgjöf fyrir frúna. . . .að verið væri að gera nýja framhaldsþætti um Þyrnifugl- ana eða The Thornbirds sem Richard Chamberlain og Rachel Ward léku í. Chamberlain fer sem fyrr með aðalhlutverkið en Amanda Donohoe tekur við hlutverki Rachel Ward. George Clooney, einn aðalleikar- anna í sjónvarpsþáttunum E.R. eða Bráðavaktinni eins og þeir heita upp á íslensku, hefur mátt muna timana tvenna. Það var ekki fyrr en byrjað var að framleiða Bráðavakt- ina sem stjarna hans byrjaði að Kyntröllið Clooney má muna tímana tvenna. skína. Fram að því hafði hann leik- ið í nokkrum sjónvarpsþáttum og örlög hans virtust ráðin sem B- mynda leikara. Faðir Clooney, sem er kaþólikki af írskum uppruna, var sjónvarps- stjama í Kentucky. Clooney ólst því upp i umhverfi skemmtanaiðnaðar- ins en fóðursystir hans var fræg söngkona og ein af ástkonum Bobby Kennedys. Frami foður hans beið hins vegar skipbrot þegar Clooney var ungur að ámm og virtist fjöl- skyldan hvergi festa rætur. Eftir að hafa búið í stórhýsum í barnæsku mátti Clooney þola það að þurfa að flytjast í hjólhýsi með fjölskyldu sinni. Eftir þrjú ár í fyrsta bekk menntaskóla, með drykkjuskap sem aðalfag, hætti Clooney námi og ák- vað að freista gæfunnar í Hollywood. Um miðjan seinasta áratug flutt- ist hann til föðursystur sinnar, Ros- emary, sem hafði dregið sig í hlé frá „Eg gerði ekki neitt annað þótt ég hefði aðeins verið með tíunda hluta þeirra kvenna sem ég hef verið orðaður við,“ segir Clooney. En öll él styttir upp um síðir og hann fékk hlutverk í sjónvarpsþáttunum Sisters eða Systum- ar, eins og þeir heita á ástkæra yl- hýra. Loks fékk hann í hendur handrit að sjón- varpsþáttum Mich- ael Crichton’s: Bráðavaktin og sá að eitt hlutverkið í þáttunum var skap- að fyrir hann. Clooney er sann- kallað kyntákn eftir að hanp náði heimsfrægð með leik sínum í Bráða- vaktinni. Konur á öllum aldri halda vart vatni er þær sjá kappann en sjálfur segist hann ekki ætla að binda aftur sig, en Cloon- ey er fráskilinn, fyrr en hann finni þá einu réttu. Und- anfarið hefur hann verið orðaður við fjölda kvenna. Má þar nefna Courtney Cox, Kimberly Russel, Lisu Kudrow, Karen Duffy og fleiri. Sjálfur segir hann að ef hann væri með tíunda hluta þeirra kvenna sem hann er orðaður við þá gerði hann hann ekkert annað. söngferli sínum eftir áralanga lyfja- misnotkun og snúið sér að uppeldi barna sinna. Hann bjó ekki lengi hjá Rosemary. Segir hana og fjölskyldu hennar hcifa umgengist sig eins og Öskubusku og því flutti hann til fé- laga síns og bjó þar í herbergis- kompu, sem hann sjálfur segir ekki hafa verið stærri en fataskápur. Um það leyti byrjaði hann að drekka, vann sem byggingaverkamaður, fór á reiðhjóli í atvinnuviðtöl. Loks komst hann á samning hjá ABC sjónvarpsstöðinni. Komið víða við Samningurinn leidai til þess að hann byrjaði að leika í sjónvarps- þáttunum Fact of Life, Roseanne. Clooney hefur líka gert stór axarsk- öft á ferli sínum til dæmis var hann rekinn úr sjónvarpsþáttunum Baby Talk eftir að hann lenti í rimmu við framleiðandann, þá hafnaði hann hlutverki í kvikmynd Quentin Tar- antino, Reservoir Dogs, á þeim for- sendum að þarna væri á ferðinni enn einn B-mynda framleiðandinn. Eftir þetta nagaði Clooney sig í handarbökin og skrapaði botninn. Fékk magasár og drakk sig fullan. Hann fékk hlutverk í myndum á borð við: Morðóðu tómatarnir snúa aftur og Brimbrettafjör en missti síðan hlutverk í myndinni Thelma og Louise í hendur Brad Pitt, hlut- verk sem gerði Brad Pitt að stjömu. Annað tækifæri með Tarantino Nú er vegurinn beinn og breiður fyrir Clooney. Hann hefur fengið annað tækifæri til að starfa með Tarantino en kvikmynd hans: From Dusk Till Dawn verður tekin til sýn- inga í desember. Þar fer Clooney með aðalhlutverkið. Sjálfur segir hann að myndin muni annað tveggja: tryggja honum frama á hvíta tjaldinu eða koma í veg fyrir frekari frama - hann fái ekki fleiri tækifæri og verði að láta sér nægja sjónvarpið. Eddie Murphy ásamt lífverði sínum. iðsljós LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 Kyntáknið George Clooney má muna tímana tvenna: Drykkjurútur með magasár en svo birti - hefur nýlokið við að leika í kvikmynd Tarantinos, From Dusk Till Dawn Ólyginn sagði. . . .að Anna Nicole Smith strandvörður hefði verið flutt í skyndi í sjúkrahús á dögunum. Vinir hennar segja hana hafa fengið mígrenikast en óvinir hennar segja hana hafa ofnotað lyf og áfengi. Eddie Murphy talinn vera ræningi Konu, sem var á ferðalagi 1 New York, brá í brún fyrir nokkru þegar tveir blökkumenn komu að henni þar sem hún beið eftir lyftu. Tímaritið Star greinir frá því þeg- ar Gisela Klein, 48 ára þýsk kona, beið eftir lyftu á Ritz Carlton hótel- inu á Manhattan þegar tveir blökku- menn, annar samanþjappaö vöðva- tröll, komu úr herbergi sinu og gengu að henni. Lyftan kom og spurði þá annar þeirra, eins og herramaður, á hvaða hæð Gisela ætlaði, til að þrýsta á hnappinn fyr- ir hana. Sú þýska féll á hnéin, minnug frásagna um gífurlega glæpaöldu í stórborginni, og báð blökkumennina að þyrma sér, hún ætti hvort eð er enga peninga. Blökkumennirnir vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið, hlóu fyrst en uppgötvuðu síðan að angist kon- unnar var raunveruleg og skýrðu þá út fyrir henni að þeim gekk gott eitt til að ýta á lyftuhnappinn fyrir hana. Sögðu þeir á sér deili, annar þeirra væri Eddie Murphy, heims- frægur kvikmyndaleikari og skemmtikraftur, og sá þrekvaxni líf- vörður hans. Gisela sagði í samtali við Star að hún hafi hreinlega farið í kleinu útaf misskilningnum. „Eddie Murphy er í uppáhaldi hjá mér. Ég bara þekkti hann ekki. Þeir hlógu og héldu að ég væri að grínast. Ég skammaðist mín svo.“ Eddie Murphy var hins vegar ekki af baki dottinn. Þegar Gisela og maðurinn hennar ætluðu yfirgefa hótelið og gera upp reikninga sína kom í ljós að Murphy hafði greitt alla þeirra reikninga og skilið eftir kort sem á stóð: „Frú! Stefnumót okkar var eitt af þeim skemmtilegustu sem ég hef upplifað. Aðeins ef allar konur féllu á kné þegar þær hittu mig. En þar sem þú hafðir ekki jafn gaman af stefnumótinu og ég og félagi minn þá borgaði ég hótelreikninginn fyrir þig-“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.