Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Blaðsíða 42
50
innlent fréttaljós
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 JjV
Ríkisstjórnin komst hjá því að leggja nokkuð til lausnar í kjaramálunum nú annað.en það sem hún hafði lofað við gerð febrúarsamninganna. Verkalýðsfor-
ingjarnir áttu marga fundi með oddvitum ríkisstjórnarinnar í vikunni sem er að líða og er þessi mynd af einum þeirra. DV-mynd BG
Reiði hjá Verkamannasambandsmönnum vegna niðurstöðu í launanefnd:
ætti að segja sig úr ASÍ.
„Ég svaraði því þannig að það
væri mjög stutt í næsta þing Al-
þýðusambandsins og nær væri að
taka til hendinni og rétta kúrsinn af
fyrir það þing og gera málin upp á
þinginu. Það verður haldið áður en
þessir kjarasamningar renna út,“
sagði Kristján Gunnarsson.
Benedikt Davíðsson sagðist full-
komlega vita um þá miklu óánægju
sem væri út um allt land. Það hefðu
bara ekki verið forsendur til staðar
að segja kjarasamningunum upp nú.
Þess vegna hefði orðið að taka þess-
ari lendingu.
„Gæslumenn"
lífeyrissjóðanna
Því er haldið fram af ýmsum
verkalýðsforingjum að þeir sem
ráða ferðinni hjá lífeyrissjóðum
landsins ráði einnig ferðinni í
verkalýðsmálunum. Benedikt Dav-
íðsson var formaður stjórnar Sam-
taka almennra lífeyrissjóða, sem
eru afskaplega voldug samtök með
alla milljarðana á bak við sig. For-
maður stærsta verkalýðsfélags
landsins, VR, er Magnús L. Sveins-
son. Hann er jafnframt formaður
stjórnar Lifeyrissjóðs verslunar-
manna sem er stærsti einstaki líf-
eyrissjóður landsins. Ásmundur
Stefánsson, fyrrverandi forseti ASÍ,
fór beint í bankastjórastól hjá ís-
Klofningurinn innan ASI
kominn upp á yfirborðið
- „gæslumenn" lífeyrissjóðanna sagðir hafa sigrað
Allt gekk eftir
í byrjun nóvember var skrifað fréttaljós í DV um stöðuna í kjaramálun-
um. Þar var reynt að spá fyrir um hvernig þróun mála yrði og hefur það
bókstaflega allt gengið eftir. Fréttaljósinu lauk svona:
„Nú hefjast mikil fundahöld innan launanefndarinnar. Hún er skipuð
þremurfulltrúum frá verkalýðshreyfingunni og þremurfrá vinnuveitend-
um. Gera má ráð fyrir einhverjum þæfingi til að byrja með. Síðan kæmi
ekki á óvart þótt ríkisstjórnin kæmi að lausn málsins. Samið verði um ein-
hverja matarverðslækkun í gegnum GATT-samninga eða með öðrum
hætti. Jafnvel getur verið að einhver breyting verði gerð á fjárlagafrum-
varpinu til að þóknast verkalýðshreyfingunni sem hefur gagnrýnt frum-
varpið mjög. Sú launahækkun sem koma á um næstu áramót heldur sér.
Hugsanlegt er að eitthvað verði gert sérstaklega fyrir þá allra lægst
launuðu. Otrúlegt er að nokkur kauphækkun komi til. Ef menn reyndu
kauphækkun í krónum talið til þeirra lægst launuðu færi allt af stað. All-
ar aðrar stéttir í landinu mundu heimta sitt. Líka þær sem fengið hafa
mect eftir aó aðilar vinnumarkaðarins sömdu í febrúar. Þess vegna spái
ég því að þessi leið verði farin sem að framan er lýst eða að lausnin verði
mjög nærrí henni. Átök á vinnumarkaði þykir mér ólíklegasti kosturinn."
-S.dór
Enn einu sinni hafa flestir leið-
togar verkalýðshreyfingarinnar
kyngt stóru orðunum í sambandi
við kjarasamninga. I hvert sinn sem
kjarasamningalotan hefst eru menn
uppi með stór orð um að nú skuli
kjörin bætt, nú verði barist tii
þrautar. Síðan gerist heldur fátt.
Þannig hefur það verið í meira en 15
ár og þannig varð það líka að þessu
sinni eftir allan þann óróa sem ver-
ið hefur á vinnumarkaðnum í allt
haust.
Aðeins foringjar Verkamanna-
sambandsins hafna niðurstöðu
launanefndar og Björn Grétar, for-
maður þess, skrifaði ekki undir álit
hennar. Aðrir hafa kyngt stóru orð-
unum frá í haust.
í haust, þegar alþingismenn, ráð-
herrar og embættismenn fengu 17 til
62 þúsund króna kauphækkun á
mánuði, reis verkalýðshreyfingin
upp og mótmælti ranglætinu sem
kallað var. Útifundir voru haldnir
víða um land í nafni Alþýðusam-
bands íslands og fólk var fullt af
heilagri reiði og heimtaði launa-
hækkanir tU handa félögum innan
ASÍ. Launajöfnunarstefnan hefði
verið rústuð og ekkert nema umtals-
verðar bætur kæmu til greina og
skorað var á verkalýðsfélögin að
segja upp kjarasamningum.
Verkamannasambandið hélt
framkvæmdastjórnarfund í Vest-
mannaeyjum seint í september og
þar var samþykkt að skora á aðild-
arfélög VMSÍ að segja upp samning-
um. Benedikt Davíðsson, forseti Al-
þýðusambands íslands, tók undir
þetta og sagði í samtali við DV.
„Tónninn sem Verkamannasam-
handið sendi frá Eyjum hljómar um
allt land. Ég heyri það á formönnum
landssambanda innan ASÍ að þessi
sami tónn hljómar um allt land.“
I allt haust hafa verkalýðsforingj-
ar tjáð sig í fjölmiðlum um að segja
ætti samningum upp. Þessi launaó-
jöfnuður yrði fekki þolaður lengur.
Alveg fram á síðustu daga var bú-
ist við að Benedikt Davíðsson og
Bjöm Grétar myndu standa saman
innan launanefndarinnar um að
segja samningunum upp. Búist var
við að Ingibjörg R. Guðmundsdóttir,
formaður Landssambands verslun-
armanna, yrði því andvíg vegna
þess að Verslunarmannafélag
Reykjavikur var því andvígt. En það
fór á annan veg. Benedikt og Ingi-
björg mynduðu meirihluta gegn
Birni Grétari og tóku undir með
vinnuveitendum og forsætisráð-
herra um að ekki væru forsendur til
að segja kjarasamningunum upp.
Rýr uppskera
Það er ef til vill ekki að undra
þótt leiðtogar Verkamannasam-
bandsins séu svekktir. Það er svo
ósköp lítið sem út úr öllu brölti
haustsins kemur. Það sem vinnu-
veitendur leggja til launabóta næsta
árið er 7 þúsund króna eingreiðsla
nú í desember eða 583 krónur á
mánuði sé þessu deilt yfir árið. Ef
síðan bætast við 3.700 krónur sem
koma samkvæmt febrúarsamning-
unum um áramót og 4 þúsund króna
eingreiðsla sem kemur í desember á
næsta ár-i þá nemur launahækkun
verkafólks til loka samningstímans
1225 krónum á mánuöi. I haust
fengu alþingismenn 17 þúsund
króna hækkun á mánuði, auk kostn-
aðargreiðslna, ráðherrar 50 þúsund
króna launahækkun á mánuði og
forsætisráðherra 62 þúsund krónur.
Ýmsir háttsettir embættismenn
fengu svipaðar hækkanir.
Það sem ríkisstjórnin lagði til
lausnar kjaramálunum á dögunum
er alveg það sama og hún lofaði í
sambandi við febrúarsamninga. Það
sem gerst hafði var að hækkun
tryggingabóta var tekin út í fjárlaga-
frumvarpinu fyrir næsta ár og
sömuleiðis átti að lækka persónu-
frádráttinn. Hætt var við þetta og
verkalýðshreyfingin • samþykkti
þetta.
Klofningurinn
upp á yfirborðið
Guðmundur J. Guðmundsson, for-
maður Dagsbrúnar, hefur sagt að
innan ASÍ sé kloíhingur. Hann sagði
í samtali við DV fyrr á þessu ári að
allt væri gert til að halda honum
leyndum. Reynt væri að láta líta svo
út sem allt væri slétt og fellt. Nú er
komið í ljós að þetta er rétt hjá Guð-
mundi J. Klofningurinn er til stað-
ar. Hann er kominn upp á yfirborð-
ið í sambandi við lausn kjaramál-
anna nú.
„Það er mikill hiti innan verka-
lýðshreyfingarinnar, reiði og
ágreiningur uppi,“ sagði Björn Grét-
ar Sveinsson, formaður Verka-
mannasambandsins, í samtali við
DV í gær.
Sumir halda því frám að hætta sé
á að Alþýðusambandið klofni og
Verkmannasambandið segi sig úr
ASÍ.
„Það vona ég að verði ekki. Það
rignir aldrei svo mikið að það stytti
ekki upp um síðir," sagði Björn
Grétar.
Kristján Gunnarsson, formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla-
víkur og nágrennis, segir forystu Al-
þýðusambandsins ekki hafa haft
þann kjark sem þurfti til að segja
samningunum upp. Hann sagðist
hafa heyrt þær raddir á fimmtudag,
þegar niðurstaða launanefndar lá
fyrir, að Verkamannasambandið
landsbanka þegar hann hætti for-
mennsku í ASÍ. Það ér að vísu kall-
aður framkvæmdastjórastóll. Verka-
lýðsfélögin eiga stóran hluta í þeim
banka í gegnum Eignarhaldsfélag
Alþýðubankans, auk þess sem bank-
inn geymir mikið fé fyrir lífeyris-
sjóðina.
Þegar alþýðubandalagsmaðurinn
Benedikt Davíðsson var kosinn for-
seti ASÍ, á þingi ASÍ 1992, var það
sjálfstæðismaðurinn Magnús L.
Sveinsson sem var arkitektinn að
því og sá er lagði harðast að Bene-
dikt að taka starfið. Hann var jafn-
framt einn harðasti talsmaður þess
að segja ekki upp kjarasamningum
nú. Á ASÍ-þinginu var Kári Amór
Kárason, ungur formaður Verka-
lýðsfélags Húsavíkur, talinn mjög
efnilegur í forsetastarfið. Hann er
vel menntaður og hæfur maður.
Hann var hins vegar sagður enn of
ungur. Hans tími kæmi eftir 4 ár.
Mjög skömmu eftir ASÍ-þingið hætti
Kári Arnór formennsku í Verka-
lýðsfélaginu á Húsavík og tók við
framkvæmdastjórastarfinu hjá Líf-
eyrissjóði Norðurlands. Nú fyrir
skömmu var hann orðaður opinber-
lega við forsetastólinn hjá ASÍ á
næsta ári og tók því ekkert ólíklega
í samtali við DV. Hann hefur haft
tæp þrjú ár til að læra á lífeyris-
sjóðamálið og telst því útlærður til
forseta ASÍ.
Eign lífeyrissjóðanna í landinu er
vel á þriðja hundrað milljarðar
króna, eða hálf þriðju fjárlög ríkis-
ins. Fyrir þá sem gæta þessara fjár-
muna er stöðugleiki og ró á vinnu-
markaði afar mikilvægt. Verkfóll og
átök á vinnumarkaðnum gætu rask-
að miklu fyrir þetta fjármálaveldi
sem hefur fjárfest í sjóðum og fyrir-
tækjum um allt land. Niðurstaðan í
launanefnd er því lífeyrissjóðs-
mönnum mjög að skapi.