Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Blaðsíða 72
Börnin á Barnaspítala Hringsins fengu tröllaunka gesti í heimsókn í gær. Þar voru þó ekki á ferð jólasveinar held-
ur erlendir kraftakarlar sem ætla sér hver og einn að verða sterkasti maður heims á móti slíkra manna hér á sunnu-
daginn. Blöðrur eru m.a. blásnar þegar ofurmennin sýna krafta sína en það geta nú fleiri blásið þótt stuttir séu.
DV-mynd GVA
Veðrið á sunnudag og mánudag:
Rigning um nær allt land
Á morgun verður suðvestankaldi eða stinningskaldi og slydduél um vestanvert landið en annars þurrt. Hiti verður 0-5 stig.
Á mánudaginn verður sunnanhvassviðri og rigning um nær allt land, mest þó sunnanlands, og hiti 3-9 stig.
Veðrið í dag er á bls. 77
Hann hlýtur að hafa
verið með
bókasafnsskírteini
númer 007!
Á fjórða þús-
und á kjörskrá
Á fjórða þúsund íbúa á norðan-
verðum Vestfjörðum á þess í dag
kost að kjósa um sameiningu Isa-
Qarðar, Suðureyrarhrepps, Flateyr-
arhrepps, Mosvallahrepps, Mýra-
hrepps og Þingeyrarhrepps í eitt
sveitarfélag. Kjörstaðir eru opnir
frá 10 til 21. -GK
Sunnudagur
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDflEI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í
síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er
notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
550 5555
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
MUNIfi NÝTT SÍMANÚMER
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995
Skoöanakönnun DV:
Sjálfstæöis-
flokkur styrk-
ir stöðu sína
- aukin tiltrú á ríkisstjórninni
Sjálfstæðisflorffeur eykur fylgi sitt
verulega og vinsældir ríkisstjórnar-
innar fara vaxandi, samkvæmt nýrri
skoðanakönnun DV. Framsóknar-
flokkur virðist ekki njóta góðs af
stjómarsamstarfinu og tapar fylgi.
Alþýöubandalag og Þjóðvaki tapa
einnig fylgi en Alþýðuflokkur og
Kvennalisti bæta stöðu sína.
Ef gengið væri núna til alþingis-
kosninga myndu stjórnarflokkarnir
fá samtals 43 menn kjörna á þing.
Sjálfstæðisflokkurinn myndi bæta
við sig 5 þingmönnum en Framsókn-
arflokkurinn tapa 2. Ríkisstjórnin
nýtur nú stuðnings 59,3 prósenta
þeirra sem afstöðu taka.
„Sætir engum tíðindum," var það
eina sem Jón Baldvin Hannibalsson,
formaður Alþýðuflokksins, sagði um
niðurstöður könnunarinnar.
Friðrik Sophusson, varaformaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði sterka
stöðu flokksins gleðiefni. Þá veki at-
hygli að Þjóðvaki sé að hverfa af
. sjónarsviðinu.
„Ég tel að staða ríkisstjórnarinnar
hafi styrkst vegna þess að almenn-
ingur hefur trú á þeirri ráðdeildar-
stefnu sem hún fylgir og leiða mun
til bættri lífskjara," sagði Friðrik.
-kaa/bjb
- sjá bls. 2 Og 4
Bónus og flugeldar:
Of eldfimt
Sterkur orðrómur hefur verið á
kreiki um aö verslanir Bónuss
myndu selja flugelda fyrir komandi
áramót. Þegar haft var samband við
Jóhannes Jónsson, forstjóra Bónuss,
sagðist hann kannast við þennan
orðróm en ekkert væri hæft í honum.
„Þetta er úr lausu lofti gripið. Það
er of eldfimt fyrir okkur að fara inn
á þennan markað. Þá meina ég það
í tvennum skilningi," sagði Jóhann-
es við DV. -bjb
isásvegi 11
Sími: 5 886 886 Fax: 5 886 888
Grœnt númer: 800 6 886
Edward Thomas, breski njósnarinn sem kom inn úr kuldanum:
Bókin lé þungt é
samviskunni í 55 ér
- fékk Pétur Gaut að láni í Landsbókasafninu árið 1940 og skilar henni nú
„I öll þessi ár hefur bókin legiö
þungt á samvisku minni. Ég vissi
alltaf af henni og mundi að hún
átti að vera í safni mínu en samt
var eins og hún hefði hafnað í
óminnislandinu og aldrei varð af
því að ég skilaði henni. Nú hef ég
bætt úr því,“ segir Edward Thom-
as, breskur njósnari, sem var á ís-
landi á stríðsárunum, í samtali við
DV.
Edward var hér frá því sumarið
1940 og fram tU ársins 1942. í ágúst
árið 1940 gekk hann inn á Lands-
bókasafnið og fékk þar norska út-
gáfu af Pétri Gaut að láni. Bókinni
gleymdi hann að skUa en hefur nú,
rúmum 55 árum síðar, sent safn-
inu bókina í pósti ásamt afsökun-
arbréfi.
í bréfi sínu biðst Edward forláts
á töfinni með sannri breskri kurt-
eisi. „Þiö getiö vonandi ímyndað
ykkur hve vanhöldin á að skila
bókinni hafa nagað samvisku
mína öU þessi ár,“ segir hann í
bréflnu.
Edward er nú 78 ára gamaU.
Hann sagðist nú eyða miklum tima
í bókasafni sínu eins og aðrir
gamlir menn. Bókin góða hefði þá
komið upp í hendumar á honum
nú í haust. „Ég sá aö samvisku
minnar vegna gat ég ekki dregið
lengur að skila henni,“ segir hann.
Edward var í sex ár í njósna-
deild breska flotans. Tvö hin
fyrstu var hann á íslandi, síðan
tvö ár við ráðningar á dulmáli
óvinarins og svo tvö á til sjós við
að fylgja skipalestum frá íslandi til
Rússlands. Edward hefur skrifað
fjögurra binda verk um njósnir
flotans.
Edward er mikiU málamaður,
talar þýsku og Norðurlandamálin
en er nú farinn að ryðga í ísiensk-
unni. „Því miður tala ég ekki leng-
ur þetta fallega mál,“ sagði hann á
lýtalausri íslensku og hló. Hann
kom til íslands fyrir sex árum án
bókarinnar en gat sýnt konu sinni
landið. Og aðspurður hvort bókin
hefði verið skemmtileg aflestrar
sagði hann: „Stórkostleg, stórkost-
leg!“ GK