Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Page 14
14 (sviðsljós LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 JLlV Vöðvabúntin úti í kuldanum Leikarinn David Thewlis er stoltur ytir því að vera einn af þeim horuð- ustu í bransanum. Bandaríski leikarinn Leonardo DiCaprio, sem leikur aðalhlutverkið í The Basketball Diaries, hefur ver- ið kallaður hinn nýi James Dean. Það er reyndar ekki eingöngu vegna leikhæfileikanna heldur líka vegna útlitsins. En menn geta ekki átt von á að sjá vöðvabúnt í The Basketball Di- aries. DiCaprio er fölur og grannur. Útlitið minnir meira á dreng en karlmann. Hann byggir sem sagt ekki feril sinn upp á því að pumpa upp vöðvana eins og Bruce Willis, Sylvester Stallone og Arnold Schwarzenegger. Það virðist aftur vera nauðsyn- legt að líta út eins og Keith Richard og Lou Reed. Brjóstið á David Bowie, sem er að reyna að falla ekki í gleymsku, lítur út eins og sílófónn svo að hann getur verið ánægður. Horaðastur er Jarvis Cocker, söngvari hljómsveitarinnar Pulp. Hann er svo veiklulegur að það virð- ist sem hann geti varla haldið á míkrófóninum. Karlfyrirsætur eins og Zane og Marcus Schenkenburg eru ekki lengur í tísku. Nú eiga karlfyrirsæt- urnar að líta út eins og Christopher Jarvis sem birst hefur á forsíðum tímarita um heim allan. Hann er meira að segja aðeins farinn að grána. Karlar, sem hafa verið að pumpa, geta sem sagt fækkað heimsóknum á líkamsræktarstöðvarnar og þeir sem ganga með tímasprengju fram- an á sér af því að þeir hafa borðað of mikið af matnum hennar mömmu eiga ekki heldur upp á pallborðið. Bílasýning Jöfurs á aðventu Fjórir bílar til jóla Öryggið uppmálað - fyrir fjölskylduna Sterkur vinnubíll fyrir fjölbreyttar aðstæður Ódýrasti evrópski skutbíllinn á markaðnum Hann veröur sífellt glæsilegri. Nýtt útlit meö nýju ári, ný innrétting og fjölbreytilegri búnaöur auka enn á glæsileika Grand Cherokee. Komdu og skelltu þér í reynsluakstur á Grand Cherokee eða Grand Cherokee Limited. Aksturinn segir meira en þúsund orö. Peugeot Boxer Sendibíllinn sem sniöinn er fyrir íslenskar aöstæöur. 9 manna fólksflutningabíll, háþekja eöa pallbíll. Framhjóla- eöa fjórhjóladrifinn, aflmiklar en sparneytnar vélar, ökumannsumhverfi líkt og í fólksbíl og þannig mætti lengi telja. Verð frá kr. 1.574.000,- (án vsk.) Nýbýlavegur 2 Síml: 554 2600 Nú kynnir Skoda nýja útfærslu á hinum geysivinsæla Felicia bíl. Felicia hefur hvarvetna hlotiö framúrskarandi dóma og nýi skutbíllinn er engin undantekning. Þýsk gæöi, einstakur fjöörunarbúnaöur, gott innra rými og frábært verö. Verð kr. 959.000,- Líttu inn hjá okkur í jólaundirbúningnum, fáöu þér jólaglögg (óáfengt, aö sjálfsögðu) og piparkökur, á meöan þú skoöar glæsilega bíla. Opiö frá 12:00 til 17:00 laugardag og sunnudag. Peugeot 405 Hvort sem þú velur hina kraftmiklu 1.8 lítra bensínvél eöa sparneytna 1.9 lítra dieselvél, er 1996 árgeröin af Peugeot 405 skutbílnum á frábæru veröi. Peugeot er í fremstu röö hvaö öryggi varöar. Loftpúöi í stýri, hliöarárekstravörn, bílbeltastrekkjarar og höfuðpúðar á aftursætum eru staöalbúnaður. Verð frá kr. 1.668.000,- Skoda Felicia skutbíll Jeep Grand Cherokee 96 Fullkominn farkostur Jólagleði hjá Jöfri Leonardo DiCaprio, hinn nýi James Dean. Brjóstið á David Bowie er eins og sílófónn. Súperfyrirsætan Christopher Jarvis. Söngvarinn Jarvis Cocker er horað- astur af öllum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.