Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Blaðsíða 22
22 Frumskógarlögmálið er ekki í gildi í Hafnarfirði: LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 JjV Við hús í gróðursælu hverfi í Hafiiarfirði hafa tveir litlir félagar gert sig heimakomna í vetur. Annar þeirra hefúr reyndar verið kost- gangari hjá húsfreyju í einu hús- anna í bænum um þriggja ára skeið og þáð hjá henni beina með góðri list. í vetur brá svo við að hann byrjaði aö koma með lítinn félaga sinn í heimsókn. í sjálfu sér væri þetta ekki í frásögur færandi nema hvað hér er á ferðinni skógarþröst- ur og hettusöngvari, en dagsdaglega sækja fuglar sér ekki félagsskap til bræðra sinna af öðru kyni. „Skógarþröstiurinn er búinn að vera hér í þijú ár og er mjög spakur en sá litli er öllu styggari. Það er eins og skógarþrösturinn eigi heima hér,“ segir Sigríður húsfreyja. Þegar DV menn bar að garði hafði Sigríður fínsaxað epli fyrir litlu fé- lagana þannig að Ijóst er að þeir deyja seint úr sulti í Haftiarfiröin- um. Skógarþrösturinn, Lingi eins og nábúinn í næsta húsi kallar hann fyrir styttingu á heimalingur, fer fýrstur að matarkörfunni sem hang- ir i furutrénu fyrir utan gluggan. Hettusöngvarinn bíður álengdar eft- ir að sá stóri ljúki máltíðinni og vappar öðru hvoru í kringum hann, eins og til að reka á eftir. Allir þurfa jú sitt. Eftir að Lingi hefúr étið nægju sína víkur hann fyrir hettu- söngvaranum sem heldur áfram þar sem Lingi skildi við. Svona gengur þetta dag eftir dag hvort sem jarðbönn eru eða ekki. Skógarþrösturinn kemrn- í birtingu og sest í tréð fyrir utan gluggann og í kjölfar hans flýgur hettusöngvar- inn. Leitar til nágranna Eins og Sigríður segir hefur Lingi vanið komur sínar að heimili henn- ar í þrjú ár. Hann er orðinn mjög spakur, svo spakur að hann hreyfír sig vart frá körfunni þótt bætt sé í hana. Ef Sigríöur getur ekki gefíö fúglinum einhverra hluta vegna fer Lingi í næsta hús sest á greinina þar og lætur vita af svengd sinni. Þar gefur nafngjafi hans honum að borða og þar endurtekur sama sag- an sig, hettusöngvarinn tekur við þegar Lingi hefur borðað nægju sína. „Það er mjög gaman að fylgjast með þeim og þeir eru alveg rólegir þótt þeir verði varir við mig. Bama- bömin em líka mjög hrifin af skóg- Einnig bjóðum við á frábæru verði: ★ Skrifborð ★ Fataskápa ★ Sjónvarpsskápa ★ Kommóður ★ Bókahillur ★ Skenka HiRZLAN Lyngási 10 - Garðabæ Sími 565-4535. Margir litir Ótal möguleikar á uppstillingu 1ÍIATILBM á VEmmmsvMmM Hettusöngvarinn bíður álengdar eftir að sá stóri Ijúki máltíðinni og vappar öðru hvoru í kringum hann, eins og til að reka á eftir. Allir þurfa jú sitt. Eftir að Lingi hefur étið nægju sina víkur hann fyrir hettusöngvaranum sem heldur áfram þar sem Lingi skildi við. DV-mynd Brynjar Gauti arþrestinum og svo sýnir kötturinn í næsta húsi honum áhuga en lætur hann þó vera,“ segir Sigríður. Henni finnst málið sérstaklega at- hyglivert þar sem sá litli fylgi skóg- arþrestinum en telur þó hæpið að hann lifi veturinn af. Bæði vegna veðurfarsins og þess að hann er hér einn á ferð að kalla. Hettusöngvari, sylvia atricapiila, á heimkynni sin í Miðevrópu og allt norður til Norðurlandanna en er þó alitiður flækingur hér við land og í Færeyjum. Hettusöngvarinn í Hafn- arfirði er kvenfugl: rauðbrúnn á kolli og brúnni að neðan. í fuglabók AB er söng hans lýst sem þróttmikl- um, dillandi og tilbrigðaríkum. Það sem er athyglivert við vin- áttu fuglanna tveggja er að skógar- þrösturinn rekur iðulega kynbræð- ur sína í burtu frá sér. Sérstaklega er hann varasamur þegar þeir nálg- ast matarkörfuna hans. Hann sér hins vegar enga ógn né samkeppni í hettusöngvaranum heldur virðist þvert á móti hafa brugðið sér í hlut- verk vemdara hans við þær hrjóstr- ugu aðstæður sem hann hefur valið sér að búa við i vetur. Hettusöngvari, sylvia atricapilla, á heimkynni sín í Miðevrópu og allt norður til Norðurlandanna en er þó alltíður flæk- ingur hér við land og i Færeyjum. Hettusöngvarinn í Hafnarfirði er kvenfugl: rauðbrúnn á kolli og brúnni að neðan. í fuglabók AB er söng hans lýst sem þróttmiklum, dillandi og tilbrigðaríkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.