Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Blaðsíða 18
Ég vaknaði um hálfellefu þenn- an laugardagsmorgun, er yfirleitt seinn fyrir. Þó reyni ég að ná kaffi- bolla og brauðsneið áður en vinn- an hefst. Það hefur verið mikið að gera hjá mér undanfarið við lestur og talsetningar. Ég hef lesið inn á teiknimyndir hjá Stöð 2 og einnig hef ég verið að lesa námsefni fyrir blinda og ólæs börn hjá Blindrafé- laginu við Hamrahlíð. Þennan laugardag var ég hins vegar að talsetja kvikmyndina Ag- nesi sem frumsýnd verður á annan í jólum. Ég fer þar með hlutverk Guðmundar, bróður Natans Ketils- sonar. Talsetningin fór fram í stúd- íói á Lindargötu og þetta var svona lokapunkturinn á kvikmyndinni. Ástæða talsetningarinnar er sú að stundum verður hljóðið ekki nægi- lega gott í útisenum og þá þarf að „döbba“ það. Frístundir í hesthúsinu Ég var í þessu fram eftir en dreif mig þá upp í hesthús ásamt Bene- dikt Erlingssyni, vini mínum og leikara. Við erum að undirbúa hesthúsin áður en hrossin verða sett inn fyrir veturinn. Það þarf að mála og þrífa og dytta að ýmsum hlutum. Hesthúsin eru upp í Graf- arkoti nálægt golfvelli Reykjavík- ur. Mér finnst alltaf mjög gott að koma upp í hesthús því þar fær Hilmir Snær Guðnason slakar á milli atriða í leikhúsunum. DV-mynd Brynjar Gauti ekið greitt að Héðinshúsinu. Þang- að var ég kominn kl. 11.20. Ég vildi ekki láta fólk sjá að ég væri að mæta svo seint svo ég háif- faldi á mér andlitið þegar ég gekk inn. Ég þarf sem betur fer ekki að sminka mig fyrir þessa sýningu en hleyp beint í jakkafbtin og breytist í Brad á svipstundu. Geng frá því sem ég þarf að nota í sýningunni og beint inn á svið. Þetta hefur ver- ið svona undanfarið. Það var uppselt í Loftkastalan- um þetta kvöld. í Rocky Horror er mun meiri æsingur heldur en í Þreki og tár þannig að maður þarf að peppa sig svolítið upp. Það get- ur verið mjög skrýtið að breyta svo skyndilega um hlutverk. í hléinu slappar maður af og reynir að spara orkuna. Ég hef það fyrir vana að drekka mikið vatn - heil- an lítra af vatni. Yfirleitt dreg ég mig I hlé og tala helst ekki við riokkurn mann. Þessi sýning var búin klukkan hálftvö en þá tók ég langa góða sturtu. Um tvöleytið gat maður sest niður með félögum úr sýning- unni og fengið sér einn til tvo bjóra. Það var ósköp notalegt eftir þennan langa vinnudag. Horft á bíómynd Þegar ég kom heim um þrjúleyt- ið náði ég að horfa á eina bíómynd maður eiginlega bestu frístundirn- ar, getur gleymt amstri dagsins. Við vorum að þessu stússi til klukkan sex. Þá var kominn tími til að fara í bæinn aftur og fá sér eitthvað að borða í mötuneyti Þjóðleikhússins og undirbúa sýningu á Þreki og tá- rum. Ég fékk steiktan fisk í mötu- neytinu sem var ágætur enda er ég alæta á mat. Um hálfsjö var kominn tími á smink og hárgreiðslu en ég fer með hlutverk Davíðs í leikritinu. Hann þarf ekki mikla búninga, einungis buxur og skyrtu. Rétt fyrir sjö fékk ég smástund til að slappa af, fá mér kaffi og sigarettu. Nákvæmlega kortér yfir sjö er hljóðprufa á sviðinu. Þá er upphit- un á röddinni og tekin hljóðprufa fyrir míkrófóna. Þegar þessu lauk fór ég í búninginn og gekk frá leik- munum mínum á vissan stað, þar sem ég vil hafa þá klára. Þá var allt tilbúið fyrir sýninguna klukkan átta. Góðir áhorfendur Þetta var góð sýning og frábær salur. Uppselt var þetta kvöld og ég verð að viðurkenna að þetta var einstaklega skemmtilegur áhorf- endahópur. Sýningin rann vel í gegn án nokkurra óhappa. Þegar þessari sýningu lauk fimm mínútur fyrir ellefu varð ég að flýta mér óskaplega mikið því önnur sýning beið mín út í Loft- kastala klukkan hálftólf. Ég tók af mér sminkið í hvelli, fór úr bún- ingnum og gekk frá honum í snar- hasti, pantaði leigubíl og síðan var á Stöð 2 og endaði daginn á því. Ég fékk mér snarl með myndinni og einn bjór til viðbótar. Það er mjög gott að ná sér niður eftir eril kvöldsins og slaka á t.d. yfir bió- mynd. Þetta var nokkuð týpískur laugardagur en helgarnar hafa all- ar verið eins hjá mér síðan í sept- ember. -ELA Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: TENSAI ferðaútvarp með kassettu, að verðmæti kr. 4.990, frá Sjónvarpsmið- stöðinni, Síðumúla 2, Reykjavík. Hermóður minn! Viltu koma aðeins og aðstoða mig. Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrir jjrjú hundruð þrítugustu og þriðju getraun reyndust vera: 1. Elísa Guðrún Elísdóttir 2. ívar Már Ottason Jörundarholti 25 Valhúsabraut 11 300 Akranesi 170 Seltjamarnesi 2. verðlaun: Úrvalsbækur. Bækurnar sem eru í verðlaun heita Líkþrái maðurinn og Athvarf öreigans, úr bókaflokknum Bróðir Cadfael, að verðmæti kr. 1.790. Bækumar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 335 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.