Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Blaðsíða 47
TX\T LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 55 útgefandi er Framtíðarsýn ehf. Fyrst grípum við niður í tvo kafla þar sem sagt er frá verklegum fram- kvæmdum við Hrauneyjarfossvirkj- un og síðan þar sem unnið er við veginn fyrir Ólafsvíkurenni. Loks er birt brot úr kafla þar sem fjallað er um sáttatilraunir innan Sjálf- stæðisflokksins í Hafnaflrði í janúar 1995. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Fjallaíslenska Við fórum upp í Hrauneyjar í maí og hófumst handa við að grafa fyrir inntaks- og lokumannvirkjunum sem áttu að rísa efst á hálsinum eins og fyrr er getið. Fyrir neðan okkur voru Fossvirkismenn að byggja stöðvarhúsið. Þeir voru komnir til starfa á undan okkur, enda tók okkur nokkuð lengri tíma að undirbúa förina til fjalla en við höfðum búist við. Við fengum inni í vinnubúðum Landsvirkjunar og Fossvirkis neðan við fjallið og vorum til að byrja með örfáir, notuðum aðeins tvo vörubíla og eina gröfu meðan verið var að grafa lausa efnið ofan af bergstál- inu. Bættum svo smám saman við fleiri mönnum og vélum eftir því sem verkinu vatt fram. Og uppistað- an í tækjakostinum voru sem sagt jarðýtur, gröfur og hjólaskóflur frá Ellerti og Svavari og vörubílarnir frá Ýtutækni. Ég hafði skrifstofu og svefnað- stööu í einu og sama herberginu. Var þar með teikningarnar og sá um launabókhaldið, færði inn vinnustundir mannanna og reikn- aði út launin. Ég sá líka um allar greiðslur og reikningagerð, og sat reglulega verkfundi með fulltrúum Landsvirkjunar. Um viðskipti verktaka og Lands- virkjunar við virkjunarfram- kvæmdir gilda mjög formfastar regl- ur, það þarf að skrifa bréf út af hverju smáatriði. Útboðsgögnin, sem fylltu stórar möppur, voru öll á fjallaíslensku sem við kölluðum svo, eða ensku, og bréfaskriftirnar þurftu að vera á ensku, með örfáum undantekningum þó. Fundagerðirn- ar voru einnig á ensku, þótt fund- irnir færu fram á íslensku. Það var vegna þess að yfireftirlit með verk- inu var í höndum fyrirtækisins Harza Engineering í Chicago, þeir þurftu þess vegna að fá alla pappíra á sínu móðurmáli. Við þrösuðum nú talsvert út af þessu, fannst þetta til háborinnar skammar og að þeir gætu bara látið þýða plöggin fyrir sig. En þetta var formið og við urð- um að haga okkur í samræmi við það. Ég öðlaðist því mikla reynslu í að lesa og skrifa á ensku meðan á þessu stóð, og lærði allt þetta tækni- mál sem ég hafði ekki þurft að nota mikið áður. Menn tútnuðu út Verkið gekk ljómandi vel frá byrj- un. Við fórum í að reisa okkar eigin aðstöðu uppi á fjallinu og undirbúa byggingu bráðabirgðabrúarinnar yfir Tungnaá. Við fengum mestcillt efnið í brúna lánað hjá Snorra í Húsasmiðjunni eins og um hafði verið samið, og með láni frá Esso keyptum við stálgrindarhús af Sindra. Svo réðum við bygginga- verktaka úr Hafnarfirði, Sigurð Bjarnason, til að reisa verkstæðið og byggja brúna, en starfsmenn Esso settu upp olíu- og bensínaf- greiðsluna. Ég var á stanslausu spani milli Hrauneyja og Reykjavík- ur við að koma þessu öllu saman á koppinn. Einu hafði ég aldrei kynnst áður, en það var rekstur mötuneytis. Ég vissi eiginlega ekkert hvert ég ætti að snúa mér varðandi það. Svo leystist málið nánast af sjálfu sér, þegar tvær konur úr Rangárvalla- sýslunni sem unnu í mötuneyti Fossvirkis komu til mín og spurðu hvort okkur vantaði ekki ráðskon- ur. Ég réði strax aðra þeira, Stellu Björku Georgsdóttur, sem ráðskonu og hina, Sigrúnu Haraldsdóttur, sem aðstoðarráðskonu. Þær sáu al- veg um allan undirbúninginn fyrir mötuneytið og ráku það síðan með miklum myndarbrag. Það var alltaf gott í matinn, enda tútnuðu menn út. Við sérstök tækifæri útbjuggu þær líka miklar og fínar veislur, þar sem vel var veitt í mat og drykk. Samningaviðræður við álfa Við áttum til dæmis að sækja efn- ið í grjótvarnargarðinn meðfram sjónum í klettabelti sem var úti við Hellissand. En fljótlega eftir að byrj- að var að sprengja tóku vélarnar að bila hver af annarri verkstæðis- mönnum til mikillar undrunar, því eftirlit og viðhald þeirra var mjög nákvæmt. Þegar hið ótrúlega gerðist svo nokkrum sinnum að vélar fóru í gang af sjálfsdáðum og án nokkurra sjáanlegra skýringa þótti sumum ljóst að við værum að vinna þarna í álfabyggð. Gísli Friðjónsson, sem stjórnaði verkinu, ákvað þá að halda brennu og bjóða álfunum til samningavið- ræðna. Það birtust svo sem engir ál- far við bálið, en Gísli ávarpaði klett- ana og flutti langa tölu þar sem hann bað íbúa þeirra að íhuga hví- lík kostakjör við værum í rauninni að bjóða þeim upp á. í staðinn fyrir gamla fjölbýlishúsið færu þeir nú í rúmgóð einbýlishús við sjávarsíð- una. Voru þetta greinilega rök sem hrifu, því nú féll allt í ljúfa löð, vél- arnar hættu að bila og fara sjálfar í gang. En þótt menn teldu sig búna að semja við álfana var vandræðum okkar í grjótnáminu ekki lokið. Það gekk afar erfiðlega að sprengja grjót af réttri stærð þannig að það hent- aði bæði vélunum og verkefninu. Ef sprengt var nógu kröftuglega til að gröfumar gætu náð hnullungunum úr bergstálinu, voru þeir of smáir fyrir grjótvarnargarðinn. Ef sprengt var það laust að hnullungarnir pös- suðu í garðinn réðu vélamar ekki við þá. Það var aðeins ein lausn á mál- inu: ný og stærri grafa en nokkur af þeim sem við höfðum yfir að ráða. Við voru bara búnir að fjárfesta svo mikið i vélum að við áttum ekki fyr- ir þessu mikilvæga tæki. Svona grafa var geysilega dýr, kostaði ein- hverjar milljónir erlendis og átti svo eftir að hækka um 150% þegar að- flutningsgjöld og söluskattur legðust ofan á kaupverðið. Ég taldi reyndar að við ættum að geta staðið undir kaupverðinu, álögur ríkisins voru helsta hindrunin. Það var því ekki um annað að ræða en panta viðtal við þáverandi fjármálaráðherra, sem var Albert heitinn Guðmundsson. Ég fékk tíma klukkan sjö að morgni, mætti stund- víslega og gerði Alberti grein fyrir nauðsyn þess að við fengjum nýja og stóra gröfu. Hann kvaðst skilja það. Þá sagði ég að við ættum ekki fyrir opinberu gjöldunum og óskaði eftir því að ríkið lánaði okkur þau á skuldabréfi til tveggja eða þriggja ára með veði í gröfunni sjálfri. Þetta var nokkuð djörf bón því slík fyrirgreiðsla hafði ekki tíðkast hér á landi áður. En eftir að við höfðum rætt málið nokkra stund tók Albert af skarið og sagðist ætla að veita okkur þessa lánsheimild. Ég yrði bara að bíða til klukkan níu. Þá mætti Höskuldur Jónsson ráðu- neytisstjóri til vinnu og hann myndi ganga frá þessu með mér. Albert sýndi mér einnig gögn um að hann væri að reyna að útvega fjármagn tO frekari vegagerðar og að hann væri búinn að fá tilboð um eitthvert alþjóðlegt lán. Það var sem sagt hug- ur í karli og hann virtist hafa mik- inn áhuga á þessum málum. Ég settist síðan fram í biðstofu, enda margir aðrir sem áttu brýnt erindi við fjármálaráðherrann þennan morgun. Klukkan níu birt- ist Höskuldur og fór rakleitt inn tO og bryður vélar og bOa suður í Kapelluhrauni hjá Furu hf., brota- járnsvinnslunni sem Haraldur Óla- son rekur á lóð íslenska stálfélags- ins, sem varð gjaldþrota fyrir tveim- ur árum. Haraldur er reyndar einnig einn af þeim sem hafa mikið þurft að glíma við kerfið. Skortir menn eins og Albert Ég hef oft rekið mig á hvað okkur skortir tilfinnanlega menn með þá víðsýni og framkvæmdaþor sem Al- bert Guðmundsson sýndi þarna um árið. Yfirleitt er viðhorfið nefnOega þannig að ekki má gera neitt sem ekki hefur verið gert áður. Menn eru svo fastir í sporgöngunni. Þetta gröfudæmi var ósköp einfalt og lóg- ískt. Þarna var um að ræða að fá tæki til landins í ákveðið verk, og það var tryggt að ríkið fengi sínar tekjur af því þótt það væri með skuldabréfi. Ef Albert hefði sagt nei, hefði tækið ekki verið flutt inn og ríkissjóður ekki fengið þessar tekj- ur. En þótt dæmið væri augljóslega öllum í hag þurfti á þessum tima óhefðbundinn stjórnmálamann eins og Albert til að veita svona fyrir- greiðslu. Seinna urðu miklar breyt- þeim að skipta um skoðun, annars væri aUt útlit fyrir slíka upplausn í flokknum að það tæki ár og daga að lagast aftur. Nú riði á að fólk stæði saman. Magnús og Valgerður létu smátt og smátt undan síga og féUust loks á að .reyna að leita sátta á grundvelli samkomulagsatriða Ell- erts og Áma. Valgerður krafðist þess þó að haldinn yrði fundur með Davíð Oddssyni um málið. Ég býst við því að hún hafi þurft blessun frá æðsta manni Sjálfstæðisflokksins tU þess að geta réttlætt £erðir sjnar fyrir frænda sínum og flokkseig- anda í Hafnarfirði, Matthíasi Á. Mathiesen. Ég er nokkuð sannfærð- ur um að hann var ekki reiðubúinn tO sátta. En ég vil taka fram að þetta er mín túlkun á beiðni Valgerðar um íhlutun Davíðs. Sjálf mun hún eflaust þvertaka fyrir það og koma með aðra skýringar. Ég þykist líka vita að flestir gangi um í þeirri trú að hafnfirskir sjálf- stæðismenn hafi leitað ásjár hjá Davíð til þess að láta hann koma vit- inu fyrir mig. Ég átti að hafa verið "tekinn inn á teppið til Davíðs” eins og það var kallað. En það er alrangt. Þurfti engar fortölur Fundurinn var haldinn að beiðni Valgerðar og ef einhver voru tekin inn á teppið til Davíðs voru það hún og Magnús. Það var ekki fyrr en Davíð hafði talað við þau að þau féU- ust endanlega á samkomulagið. Ég þurfti ekki slíkar fortölur. Ég var reiðubúinn til að skrifa undir sam- komulagið heima í Hafnarfirði. Fundurinn með Davíð var haldinn í stjórnarráðinu þann 16. janúar og við mættum þangað aUir fjórir bæj- arfulltrúar Sjálfstæðisflokkins, ásamt Árna Grétari Finnssyni. Dav- íð ræddi við okkur bæði öll i senn og einslega til þess að setja sig ræki- lega inn í málið. Samtal okkar var ágætt og með öllu æsingarlaust. Hann sagði að sér fyndist ekki rétt að bæjarfulltrúi gegndi einnig ábyrgðarstöðu í stjórnsýslukerfi bæjarins. Þannig hefðu þeir ekki haft það í Reykjavík í borgarstjóra- tíð hans. Ég var á öndverðri skoðun, svo um þetta vorum við einfaldlega ekki sammála. Við fórum einnig yfir önnur mál sem tengdust því hvernig meirihlutinn í Hafnarfirði hefði verið myndaður og hvernig hann hefði staðið sig. Svo sagði ég við hann: Lætur þú hóta þér, Davíð? Nei, sagði hann. Það geri ég ekki heldur, sagði ég og ítrekaði að ég væri einfaldlega að óska eftir því að menn stæðu við gerða samninga og færu að vinna í samræmi viö þær yfirlýsingar sem gefnar voru þegar þessi meirihluti tók við stjórn bæj- arins. Davíð var alveg sammála mér um að meirihlutinn hefði ekki stað- ið sig nógu vel og að á því yrði að verða breyting. Fyrsta skrefið í þá átt var að við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins næðum sáttum - og þarna í stjórnar- ráðinu hjá Davíð skrifuðum við öll undir og handsöluðum samkomu- lagið sem Árni Grétar og Ellert Borgar höfðu undirbúið. Einhvers staðar var Þórarni J. Magnússyni reyndar þakkað fyrir að hafa útbúið þetta samkomulag, en hann kom hvergi nálægt því. Ekki barinn til hlýðni Síðan var þessi atburður, sem fyrr segir, túlkaður þannig i fjöl- miðlunum að ég hefði verið barinn til hlýðni. Meira að segja var gengið svo langt að fullyrða að mér hefði verið mútað með vellaunuðu starfi fyrir að "makka rétt”. Ég átti að verða forstjóri íslenskra aðalverk- taka. Ég átti að verða einhver stór- karl hjá Landsvirkjun - og fleira í þeim dúr. Ég veit ekki af hverju menn héldu þessu fram. Kannski var þaö vegna þess að Árni Grétar var þarna að miðla málum, hann er jú bæði í stjóm ÍAV og Landsvirkj- unar. En ekkert slíkt bar nokkru sinni á góma. Ég gerði bara grín að þessu og þegar blaðakona frá DV hringdi í mig og spurði hvort ég væri að fara að vinna hjá Lands- virkjun sagði ég: Nei, en það er búið að bjóða mér að gerast aðstoðar- fréttastjóri á DV. Og var þá ekki meira skrifað um þessi „atvinnu- mál“ mín. Cat 245 grafan, sem Albert heimilaði lántöku vegna innflutningsgjalda, við Sundabakka og Jóhann í skóflunni Alberts. Skömmu síðar var ég kall- aður inn til þeirra, Albert útskýrði málið fyrir Höskuldi og bað hann um að afgreiða það strax. Höskuldur fór að malda í móinn, það væri , ómögulegt að gera þetta, það væri fordæmisgefandi og svo framvegis. En Albert stöðvaði hann af, sagðist búinn að ákveða þetta, Höskuldur ætti bara ganga frá því skriflega. Svo vísaði hann okkur út. Við fór- um yfir á skrifstofu Höskuldar, ræddum þar saman í heilan klukku- tíma og þegar ég kvaddi var hann orðinn miklu sáttari við þessa ráð- stöfun yfirboðara síns en í fyrstu. Það var síðan ákaflega gott að ' eiga samskipti við Höskuld og seinna komst ég meira að segja að því að við erum frændur. En eftir þessi morgunverk í fjármálaráðu- neytinu hélt ég beinustu leið upp í Heklu og pantaði eitt stykki Ca- terpillar 245 - stóra og öfluga gröfu sem núna er komin með klippikjaft ingar í þessum málum þegar kaup- leigurnar komu fram á sjónarsviðið. Þá varð mönnum í rauninni gert of auðvelt að kaupa dýrar vélar og það fyrirkomulag skapaði fleiri vanda- mál en það leysti. Við fórum ekki varhluta af þeim frekar en aðrir. En með nýrri gröfu og sáttum álf- um fór grjótnámið að ganga miklu betur. Við fengum rétta stærð af grjóti í varnargarðinn og gátum haldið vegarlagningunni áfram af fullum krafti. Sáttafundurinn með Davíð Oddssyni Ellert Borgar og Árni Grétar kynntu samkomulagsdrög sín fyrir Magnúsi og Valgerði. Þau tóku þeim afar treglega í fyrstu, enda höfðu bæði lýst því yfir að þau myndu aldrei starfa með mér framar. En Ellert og Árni lögðu mjög fast að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.