Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Page 16
16 LAUGARDAGUR 23. MARS 1996 DV Gamaldags mynstur eða silfurlitar doppur? ganga gjarnan bindislausir dags daglega en fara í óhefðbundin jakka- föt og setja upp mjó bindi samlit skyrtunni á tyllidögum. Oft eru það hvít bindi við hvítar skyrtur eða svart við svarta skyrtu en aðrir lit- ir eiga líka eftir að koma í tísku. Það þykir líka mjög smart að setja upp bindi með glans- þráðum og silfruðum eða gylltum punkt- um. Ungir menn sem klæða sig svona þurfa ekki að láta sér líða illa og hafa áhyggjur af því að vera að „sýnast,“ eins og einn viðmælandi DV orðaði það. Þessir menn eru ekki í nein- um „bankastjóra- leik.“ Bindi eru að komast í tísku og verða það mjög mikið í haust og næsta vetur. Fyrir vissar manngerðir getur verið sniðugt að vera í grófum föt- um með gróft bindi og grófan bind- ishnút. Einlit svart, grá og blá bindi verða mikið í tísku í haust og innan árs verða bindin orðin þvengmjó. Stílhrein bindi með ofnu mynstri Bindi eru sígild hjá karlmönnum um eða yfir þrítugu þó að auðvitað geti verið sjar- merandi að sjá fræðimenn með slaufu eða aldna höfðingja með klút um hálsinn. Reglan er þó sú að karlmenn yfir þrítugu séu með bindi og þá eru bindin stílhrein og klassísk og breiddin svipuð og hefur verið undanfarin ár. í staðinn fyrir áprentuð og villt blóma- eða Mikka mús-mynstur koma regluleg og kannski svolítið gamaldags mynstur ofin í bindin. Til að tolla í tískunni eiga karl- menn nú að brjóta upp gamlar hefð- ir og kiæða sig öðruvísi. Klassísk bindi frá um 1950 eru að komast aft- ur í tísku og skyrtur með langan og mjóan flibba. Bindin geta nú verið handsaumuð úr silki og bindishnút- urinn breytist, nú á hann að vera klassískur og mjór. -GHS Sölvi Snær Magnússon, 24 ára: Finnst ég frjálsari Þorgils Óttar Mathiesen er mikill bindakarl og í jarðlitum, gjarnan með doppum eða tíglum. „Ég hef alltaf haft gaman af hálsbindum og ég hef notað bindi frá þvi að ég fór að ganga í jökkum og jakkafótum. Ég er dálít- ið íhaldssamur í fatavali og vil hafa bind- in klassísk og ekkert of skrautleg," segir Þorgils Óttar Mathiesen, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handknattleik. Hann veltir bindum talsvert fyrir sér og viU að þau skera sig dálítið úr án þess þó að vera of skræpótt. Hann viU helst hafa bindin í jarðlitum. Þorgils Óttar segist vera mikill binda- karl og eiga mikið af bindum, „hundruð," segir hann. Hann segist stundum kaupa sér stakt bindi ef hann sér eitthvað sem honum líst vel á í búðarglugga og svo hef- ur hann það fyrir reglu að kaupa bindi þegar hann kaupir sér föt. Hann segist velja bindin alveg sjálfur en neitar því ekki að hlusta á skoðanir annarra. Þorgils Óttar Mathiesen, 34 ára: A A hundruð binda vill hafa bindin DV-mynd ÞÖK - En eftir hverju fer hann þá við bindisvalið? „Þetta fer frekar mikið eftir fötunum. Ég vU hafa einhverja liti í bindinu, kannski doppur eða tígla en ekki blóm eða dýra- myndir. Það er mjög hættulegt að kaupa stakt bindi, maður þarf að vera með fötin og skyrtuna með sér,“ segir hann og kveðst gjarnan velja bindið eftir tU- efninu. Hann hefur bindið tU dæmis frekar litríkt ef hann er á leið á árshátíð og klæð- ist þá dökkum fötum og hvítri skyrtu. ÞorgUs Óttar segir að litlar sveiflur séu í bindaúrvali, bindin mjókki eða breikki hægt og rólega eftir tískunni. Hann segist nota gömlu hálsbindin sín afar lítið og geymir þau bara inni í skáp. Þó hefur komið fyrir að hann fær allt í einu dálæti á gömlu og lítið notuðu bindi. „Það hefur komið fyrir að ég hef keypt mér bindi og ekkert notað í tvö ár. Svo hef ég allt í einu uppgötvað bindið í klæða- skápnum og fallið fyrir því því að það passar svo vel við fötin sem ég á,“ segir hann. -GHS Páll Pátursson, 59 ára: þarfa drusla Sölvi er lítill bindakarl en setur þó upp bindi þegar hann er að fara út að skemmta sér. Þá verður fyrir val- inu hvítt bindi við svarta skyrtu. DV-mynd BG Hálsbindi eru aUtaf í tísku, að minnsta kosti hjá flestum karl- mönnum. Allir sem eitt- hvað velta fyrir sér klæðnaði eru sam- mála um að bindi séu mikilvæg fyrir útlitið og að bindin reki í raun enda- hnútinn á einkennisklæðnað karlmannsins, jakkafötin. Bindi geta prýtt og fjörg- að en leiðinleg og litlaus bindi geta líka dregið úr. Sumir karlmenn safna bindum og hafa gaman af því að setja upp nýtt bindi daglega og sumir þeirra eiga jafnvel gott safn inni í fata- skáp. Þessir menn endurnýja birgðirnar reglulega og henda ekki gömlu bindunum. Það er líka eins gott því að á næstu mánuðum komast gömlu bindin aftur i tísku. Við skulum líta aðeins á tískuna. Ekki í banka- stjóra- leik Ungir menn á aldrinum 15 ára upp í þrítugt LEIKJATÖLVA M/STÝRIPINNA Páii Péturssyni félagsmálaráðherra leiðist að vera með bindi þó að hann láti sig hafa það þar sem það á við. Honum finnst bindið „óþarfa drusla." DV-mynd ÞÖK „Ég á ekki mikið af bindum og ég velti bindum ekki mikið fyrir mér. Mér leiðist að vera með bindi og geri það ekki nema út úr neyð og hef það venjulega heldur losaralegt um hálsinn," segir Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra sem hefur staðið i ströngu síðustu vikuna vegna frumvarps um reglur á vinnumarkaði. - En skyldi hann þá sleppa því oft að vera með bindi? „Ég reyni að vera með bindi þegar það á við en ég geng ekki með bindi heima hjá mér,“ segir ráðherrann og bætir við að sér finnist bindi vera „óþarfa drusla. Þetta er klæðnaður sem maður þarf ekki endilega á að halda til skjóls eða þess háttar," segir hann. „Ég á nokkur bindi og reyni að hafa bindið eftir því í hvaða fötum ég er í. Ég kaupi mér ekki oft bindi. Það er frekar að mér sé gefið bindi en það kemur fyrir að ég kaupi mér bindi ef ég kaupi mér föt,“ segir og veit ekkert hvaða bindi er hans uppá- haldsbindi. „Ég á ekkert nema látlaus bindi,“ segir Páll. -GHS án bindis „Ég er ekki mikill bindakarl og hingað til hef ég bara verið með bindi ef ég er að fara eitt- hvað út en ekki dags dag- lega. Ég er gjarnan með hvítt bindi við svarta skyrtu en það er margt til í þessu og það getur vel ver- ið að þetta breytist með þessum nýja stíl sem er að koma,“ segir Sölvi Snær Magnús- son innkaupa stjóri, 24 ára. „Ég var oft með bindi þegar uppatískan var upp á sitt besta. Mér finnst til- gangslaust að halda upp á bindin og geri það aldrei. Þau endast aldrei neitt en ég á einhvers staðar fullt af bindum ef út í það er farið,“ segir hann og bendir á að bindi hafi það orð á sér að vera heftandi. „Mér finnst ég frjálsari án bind- is,“ segir hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.