Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Side 25
í LAUGARDAGUR 23. MARS 1996 * ■ ★' wnnmg 25 Messa í h moll ★ ★ Nú í vikunni varð Johann Sebast- ian Bach 311 ára. Gefúr það gott til- efni til að hyggja að verkum hans aftur því að seint hafa menn of mik- ið af tónlist Bachs. Fyrir valinu verður Messa í h moli í flutningi St. Martin-in-the-Fields hljómsveitar- innar ásamt með kór og einsöngv- urum. Stjórnandi er Neville Marriner. H moll messan er íslenskum tónleika- gestum kunnug. Hún hefur verið flutt af Jóni Stefánssyni og kór Langholtskirkju og ef til vill af fleiri. Messu þessari hefur verið lýst sem mesta tónlistarverki allra alda og þjóða og lætur engan ósnortinn sem leggur eyrun við. Svo sem hæf- ir miklu listaverki fékk það vondar undirtektir í byrjun og var ekki einu sinni gefið út fyrr en 64 ár voru liðin frá samningu þess og höf- undurinn löngu dáinn og grafinn. Samtiminn metur tónverk jafnan í öfugu hlutfalli við gildi þeirra. Þessi regla átti ekki síður við á dögum Bachs en nú. Hann naut takmark- aðrar virðingar í heimabæ sínum, Leipzig, fyrir verk sín, svo mörg og mikil sem þau þó voru. Greip hann til þess ráðs að semja messu í h moll og senda kóngi þeim er næstur var með beiðni um að veita sér titilinn hirðtónstjóri. Bach leit svo á að slík- ur titill mundi vega þyngra heima fyrir en tónverkin og gekk það nokkuð eftir. Eftir mikið stímabrak fékk Bach að lokum titilinn - ekki vegna þess að kónginum hafi líkað verkið, því ekki er vitað til þess að það hafi verið flutt við hirð- ina, heldur vegna þess að menn báru virðingu fyrir þeirri miklu vinnu sem lá í að skrifa svona margar nótur. Auk þess var titillinn útlátalítill. Nú hafa mál hins vegar snúist svo að kóngs þessa væri aldrei getið til ills eða góðs ef ekki væri vegna þessara tengsla hans við eitt af tónverkum hins fátæka kantors í Leipzig. Upptaka St. Martin-in-the-Fields á H moll messunni er frá 1977. Hún er ekki gerð með sögulegum hljóðfær- um, eins og algengara er orðið síð- an. Notkun hljóðfæra frá þeim tíma sem verkin voru samin veitir oft skemmtilega tilbreytingu við flutn- ing gamalla verka. Þegar hlýtt er á St Martin-hljómsveitina rifjast hins vegar upp kostir nútímahljóðfæra. Hljóðfærin eru hljómmeiri og hafa Hljómplötur Finnur Torfi Stefánsson vikunni voru 311 ár liðin frá fæðingu Johanns Sebastians Bachs. meira styrksvið. Jafnvægi kórs og einsöngvara er betra. Allt eru þetta mikilvæg atriði fyrir listræna túlk- un. St Martin-hljómsveitin er löngu víðþekkt fyrir listræna nákvæmni og bregst ekki í þessari upptöku. Kórinn gefur hljómsveitinni ekkert eftir og er fyrsta flokks. Sama má segja um framlag einsöngvaranna, Margaret Marshall, Janet Baker, Robert Tear og Samuel Ramey. Þessi upptaka er góður kostur fyrir hvem þann sem vill eiga vandaða og sígUda útgáfu af þessu mikil- væga verki. TÆKNILEGAR UPPLYSINGAR: • Digital FM/MW/LW útvarp með 30 minnum • 100 watta magnari • 3ja diska geislaspilari með 30 minnum • Tónjafnari m. 6 forstilltingum Tímastilling og vekjari • Tvöfalt Dolby segulband Innstunga fyrir heyrnartól I og hljóðnema Fullkomin fjarstýring ... og margt fleira. AiKM FULLKOMIN 1 OOW HUÓMTÆKI ^ÓHraUKPSMBSVÖMN SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 TX-300 Litableksprautuprentari 2ja hylkja kerfi 720 dpi upplausn 30 blaða arkam atari 3 bls/mín 2ja mánaða Internetáskrift 28.800 Baud mótald Námskeið í notkun Internetsins 8 MB minni - 850 MB diskur 4 hraða geislaspilari SoundBlaster 16 hljóðkort 15W hátalarar - Windows 95 MS Home heimapakkinn Megapak 3 (12 gelsladiskar) Lltableksprautuprentari 2ja hylkja kerfi 720 dpi upplausn 4.5 bls/mín 100 blaða arkamatarl litableksprautuprentai 4ra hylkja kerfi 720 dpi - 3 bls/mín ^ 100 blaða arkamatari Canon BJC-70 kr. 22.950 CorelDraw hönnunarpakkinn Pressworks unitirotslorrit lylgir a CD kr. 164.900 Kr. 47.900 kr. 29.950 1 ] 1*1 i i í r í M B1 ÍM Ti I ÍT7TT Ly V i f |1 m ■ TmTTTI 1 I [1J II H fjIJ M [ 11, fi 111IU Opið iaugardaga 10-14 NYHERJA SKAFTAHLIÐ 24 SÍMI569 7800 http://www.nyiierji.is/vorur/ OLL VERO ERU STCR. VERÐ M/VSK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.