Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 23. MARS 1996 3. fréttir Menendez-bræður fundnir sekir um ad hafa myrt foreldra sína að yfirlögðu ráði: Myrtu móður sína af miskunnsemi Lyle Menendez og lögfræðingur hans, Charles Gessler, hlýða á úrskurð kviðdómsins sem fann hann og Erik bróður hans seka um að hafa myrt for- eldra sína að yfirlögðu ráði. Símamyndir Reuter Hinn 25 ára gamli Erik Menendez sneri sér að ömmu sinni, Mariu Menendez, og sagði þessi orð þegar kviðdómur í Los Angeles hafði fundið hann og bróður hans, hinn 28 ára gamla Lyle, seka um að hafa myrt foreldra sína af yfirlögðu ráði fyrir hartnær sjö árum. Hvorki Erik né bróðir hans sýndu nokkur svip- brigði þegar úrskurður kviðdóms- ins var lesinn upp í réttarsalnum. Bræðurnir eiga yfir höfði sér að vera dæmdir til dauða fyrir morðin en farið verður að ræða refsinguna yfir þeim eftir helgi. Ekki er víst að niðurstaða liggi fyrir fyrr en eftir margar vikur. Dómarinn meinaði lögfræðingum bræðranna að byggja vörn sína á því að bræðurnir hefðu drepið for- eldrana í sjálfsvörn vegna síendur- tekins kynferðislegs og andlegs of- beldis. Kviðdómendur virðast einnig hafa tekið þá fullyrðingu sækjenda trúanlega að bræðumir hafi verið knúðir áfram af fégræðgi, að þeir hafi aðeins viljað komast yfir auðæfi foreldra sinna sem voru metin á tæpan milljarð króna. Með vasapeninjga á við árslaun meðaljonsins Bræðumir hafa mátt dúsa í þröngum fangaklefa frá því þeir voru handteknir fyrir morðin í marsmánuði 1990. Það er langur vegur frá glæsivillunni í spænskum stíl sem þeir bjuggu í með foreldr- um sínum í Beverly Hills, húsi sem einu sinni hafði verið í eigu popp- stjarnanna Eltons Johns og Michaels Jacksons. Af öllum ytri aðstæðum mætti ætla að bræðumir hefðu haft allt sem hugurinn gimtist og að þeir myndu lifa í vellystingum praktug- lega það sem eftir væri ævinnar; þeir fengu til dæmis meira í vasa- peninga en meðalmaðurinn hefur í árslaun. En líf bræðranna var langt frá því að vera dans á rósum, ef marka má miður fallegan framburð þeirra í réttarhöldunum tvennum sem haldin vora yfir þeim. Þeir héldu því fram að faðir þeirra hefði misnotað þá kynferðislega og að þeir hefðu sætt andlegum misþyrm- ingum af hálfu móðurinnar. Þeir hefðu því orðið að drepa foreldra sína til að binda enda á eymd sína. SHaglabvssuskothríð í læsivillunni á Elm rive Tveir kviðdómar, einn fyrir hvom bróður, gátu með engu móti komist að niðurstöðu þegar fyrri Erik Menendez segir ömmu sinni að hann elski hana eftir að kviðdómur hafði kveðið upp sektardóm sinn yfir honum og bróður hans Lyle fyr- ir foreldramorð. réttarhöldunum yfir bræðmnum lauk í janúar 1994 og því varð að rétta yfir þeim að nýju. I síðari rétt- arhöldunum var sameiginlegur kviðdómur fyrir þá báða og hann komst að þeirri niðurstöðu að þeir væru sekir um að hafa myrt for- eldra sína þann 20. ágúst 1989. Erlent fréttaljós Þann dag læddust þeir Lyle, sem var 21 árs, og Erik, sem var 18 ára, inn í fjölskylduherbergi glæsivill- unnar við Elm Drive þar sem José Menendez og hin aðlaðandi eigin- kona hans, Kitty, voru að horfa á sjónvarpið. Bræðurnir hófu skot- hríð á þau úr haglabyssum sem þeir höfðu keypt í San Diego nokkrum dögum áður. José Menendez var skotinn fimm sinnum í hnakkann en Kitty veu sölluð niður þegar hún reyndi að flýja árásarmennina. Hún var skotin tíu skotum. Síðar sögðu þeir sálfræðingi Eriks að þeir hefðu drepið móður sína af miskunnsemi. Bræðurnir tilkynntu lögreglunni sjálfir um atburðinn, bám við að þeir hefðu verið i bíó og fundið lík foreldra sinna þegar þeir komu heim. Þeim tókst meira að segja að gera sér upp grát. Úr einu fínu hverfinu í annað Engum sem þekkti fjölskylduna hefði nokkru sinni getað dottið í hug að nokkuð þessu líkt gæti gerst en það gerðist nú samt. Þegar bræðurnir fæddust bjuggu foreldrar þeirra í Monsey sem er miðstéttarúthverfi við New York borg. Faðir þeirra var á þeim tíma endurskoðandi hjá mjög virtu end- urskoðunarfyrirtæki. José Menendez hlaut skjótan frama og á örfáum árum náði hann að verða yfirmaður RCA-Arolia, hljómplötudeildar RCA fyrirtækja- samsteypunnar. í kjölfar þess flutti fjölskyldan til Princeton í New Jers- ey þar sem drengirnir gengu í mjög svo finan skóla. José Menendez var haldinn full- komnunaráráttu. Það átti ekki að- eins við um vinnuna, heldur heimil- islífið líka, og hann ætlaðist til einskis annars en fullkomnunar af ungum sonum sínum tveimur. „Faðir minn þjáðist vegna full- komnunaráráttu sinnar,“ sagði Lyle Menendez eitt sinn við blaðamann sem tók viðtal við hann. „Hún náði einnig inn fyrir veggi heimilisins og gerði okkur Erik stundum erfitt fyr- ir,“ bætti hann við. r Ut á tennisvöll klukkan sex á morgnana Þegar drengimir voru níu og tólf ára ákvað faðir þeirra að gera úr þeim tennisstjömur. Á hverjum morgni klukkan sex rak hann þá út á tennisvöllinn við glæsiheimili þeirra í Princeton og neyddi þá til að æfa sig og æfa. Hann réð fjölda þjálfara til að veita þeim tilsögn og gerði svo lítið úr þeim þegar honum fannst þeir ekki standa sig nógu vel. En José Menendez gerði kröfu um framúrskarandi árangur á ýms- um öðrum sviðum þegar drengimir voru að vaxa úr grasi. Þótt þeir væm rétt komnir á táningsaldurinn var engu að síður ætlast til þess af þeim að þeir gætu rætt alþjóðamál- in af sæmilegu viti við kvöldverðar- borðið. Bræðurnir brugðust misjafnlega við þessum miklu kröfum foður síns. Vinir sem þekktu þá á þessum tíma segja að Lyle hafi orðið dálítið drjúgur með sjálfan sig en á sama tíma hafi Erik orðið sífellt feimnari og dregið sig meira inn í eigin skel. Lyle var stoltur af föður sínum og hafði gaman af því að fara með uppáhaldsspakmæli hans: „Ég var ekki borinn í þennan heim í ósigri, né heldur renna mistök mér í æðum.“ Meiri peningar í óhreina þvottinum Einhverju sinni á unglingsárun- um, þegar leiðindin heima fyrir voru alveg að drepa hann og tÚ að þéna dálitla vasapeninga auka- lega, fékk Lyle sér vinnu á veit- ingastað í Princeton. •Vinir hans minnast þess að þegar hann fékk laimin fyrir fyrsta kvöldið, ávísun upp á sem svarar um tvö þúsund krónum, hefði hann sagt stundar- hátt: „Ég finn nú svona bara með því að fara í gegnum óhreina tauið mitt.“ Og með þeim orðum tók hann hatt sinn og staf og fór og kom ekki aftur. Fjölskyldan flutti til Kalifomíu árið 1986 þegar José Menendez lét af störfum hjá RCA og gekk til liðs við kvikmyndafyrirtækið Carolco þar sem honum var ætlað að blása nýju lífi í dótturfyrirtæki þess, Int- emational Video Entertainment, sem var á hraðri niðurleið. Lyle varö eftir í Princeton og gekk í hinn virta háskóla sem kenndur er við bæinn. Erik fór hins vegar með for- eldrum sínum til vesturstrandar- innar og gekk í Beverly Hills menntaskólann. En Adam var ekki lengi í Paradís því mikil vandræði vora í uppsigl- ingu. Árið eftir að fjölskyldan flutti vestur var Lyle rekinn frá Princeton með skít og skömm fyrir að stela verki annars manns og setja í sálfræðiritgerð sem hann skrifaði. Árið eftir, 1988, komst Erik í kast við lögin þegar upp komst að hann var einn úr hópi fordekraðra ríkisbubbabarna sem höfðu lagst i innbrot í San Fernando dalnum, bara „upp á sportið". Saksóknarinn með kátari mönnum Fréttir af sakfellingunni fóru eins og eldur í sinu um Los Angel- es borg á miðvikudaginn var og um fátt annað var rætt í blaðurþáttum útvarpsstöðvanna. Þar lýstu flestir sig ánægða með úrskurð kviðdóms- ins. En sá sem líklega var hvað kát- astur var saksóknarinn, Gil Garc- etti, sem var farinn að hafa það orð á sér að tapa öllum stóru málunum. Er þar skemmst að minnast máls- ins gegn ruðningshetjunni O.J. Simpson og máls rapparans Snoop Doggy Dogg. Vorleikur 9041750 \ 9090 Nú bregðum við á leik með Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2. Hringdu í síma 904 1750 svaraðu þremur iéttum spurningum rétt. Þar með ertu komin(n) í vinningspottinn og gœtir orðið ein(n) hinna heppnu sem fá verðlaun í vorleiknum. Glœsileg verðlaun frá Sjónvarpsmiðstöðinni, AKAI MX-66 Karaoke hljómtœki, að verðmœti kr. 34.900 - í tœkinu er: * Digital útvarp með 30 minnum * Karaoke-kerfi * Handahófsspilun á geislaspilara * Tvöfalt segulband * Fjarstýring og margt fleira Sex heppnir þátttakendur fá einnig útvarpsvekjaraklukku í aukavinning / * 80 watta magnari * Geislaspilari með 32 minnum Tónjafnari með bassa og diskantstilli * Innstunga fyrir heyrnartól og hljóðnema Hrinadu í 9041750 Verð 39,90 mínútan Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.